Vísir - 13.08.1925, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1925, Blaðsíða 4
VlSIK ENITON-kopíupappírinn Sokkar. Mesta og besta úrva! lands- ins er hjá okkur, bœði á börn og fullorðna úr silki, ull og baSmull. Karlmannssokkar ódýrastir hjá okkur. Verðið frá kr. 0,75 til 9,00 parið. Allur tilbúinn fatnaður bestur hjá okkur. Vöruhúsið. er kominn. Sportvorukús Reykjavíkur. (Einar Björnsson) Frjónagarn ýmsir litir, selst nú fyrir kr. 6,50 Va kg. Egill Jacohseu. $e Stúlka óskar eftir búöarstarfi I. október, helst í vefiiaöarvörubúð. Bakaríisstörf gæti komi'ö tilgreina. Uppl. í síma 87. (179 Stúlka óskast til léttrar vinnu, inni. A.. v. á. (184 Stúlka óskast í vist á ’fáment heimili. A. v. á. (190 Unglingur, eigi yngri en 16 ára, óskast tvo tíma á dag til að inn- heimta reikninga. Þarf helst a'ð eiga hjól. A.v.á., (110 KomiC meö föt yCar til kemiskr- ar hreinsunar og pressunar til O. Rydelsborg, Laufásveg 25, þá veröiC þiö ánægö. (379 H.I. Þvottahúsið Mjallhvít. Sími 1401. — Simi 1401. Þvær hvítan þvott fyrir 65 aura kilóið. Sækjum og sendum þvottinn. Gullfoss fer héöan til Vestfjaröa annað kveld, kl. 8. Hjúkrunarkonumar Sigríður Eirikss og Guðný Jóns- dóttir voru meðal farþega á Lyru síðast. Komu af hjúkrunarkvenna- þingi í Helsingfors. Bruni. Tvílyft timburhús brann til kaldra kola í Stykkishólmi 10. þ. m. Eigandi þess var Einar Jóns- son stýrimaður, sem bjó uppi í húsinu. Misti hann mestar eigur sínar, en þær voru óvátrygðar. Mestöllu var bjargaö af neðri hæð hússins. Herhergi. Herbergi óskast til leigu fyrir roskna konu og dóttur hennar, helst árlangt. Fyrirfram greiðsla ef óskað er. V 0 N Simar: 1448 og 448. Hjólkestar, gúmml og varahlatir í heildsölu. H. Nielsen, WeBtend 3, Köhenhavn Merkt silfurnæla týndist í Eski- hlíð. Skilist gegn fundarlaunum. A. v. á. (176 Grár hestur, í hafti, er í óskil- um á Vífilsstöðum, Vitjist þang- að. * (185 Klemens Þórðarson söðlásmiður frá Blönduósi, er vinsamlega beð- inn að koma til vi'ðtals á afgr. Vísis. (178 Hálfsmánaðargamalt sveinbarn vill fátæk stúlka gefa. Barnið er efnilegt. A. v. á. (138 Gott herbergi óskast i austur- bænum, fyrir reglusaman skóla- pilt. Uppl. í síma 388. (177 Til leigu frá 1. október, stór stofa og svefnherbergi, í góðu húsi í miðbænum. Miðstöðvarhitun, raf- ljós. Tilboð merkt: „Herbergi 2“ sendist Vísi. (152 íbúð, 3 stofur og eldhús, ásamt stúlknaherbergi og öllum þægind- um, óskast til leigu 1. okt. Ársleiga fyrirfram ef óskað er. A. v. 0.(189 Góð íbúð, 2 eða 3 herbergi og eldhús, óskast 1. október. Skilvís greiðsla. A. v. á. (Á41 Herbergi með húsgögnum til leigu nú þegar. Uppl. i síma 1082. (187 |'"|,|""kADp"sKAPDI I Karlmannsreiðhjól (lupushjól) sérlega vandað og sem nýtt, er til. sölu. Getur haft þrennan mismun- andi hraða. Hringið í síma 366 milli kl. 3 og 4 síðd. (181 Nýkomið: Manchetskyrtur, nær- föt, flibbar, hattar, húfur, axla- bönd, vasaklútar, sokkar, bindi- slifsi, nankinsföt ofl., einnig gaml- ir liattar gerðir sem nýir. Karl- mannahattaverkstæðið, Hafnarstr. 18. (180 Til sölu eru 4 oínar á Baldur- götu 3! (175 Slægjur fást á Kalastöðum við Hvalfjörð; einnig gott valllendis- hey til sölu. Semjið sem fyrst við Stefán G. Thorgrímsen, Kalastoð- um. Sími að Kalastaðakoti. (174 Salathöfuð, Körvel, Persille o. fl. fæst í Bankastræti 4, garðinum. _____________ ____________(173* Til helgar seljum vér fataefni með gjafverði, ágætt í drengjaföt. Versl. Klöpp, Laugaveg 18. (154- Prjónadragtir á kvenfólk afar- ódýrar i versl. Klöpp, Laugaveg 18. (l82’ .Pelagonia og Fuesia til sölu. A. v. á. (183. Góð sláturkýr til sölu í Kópa- vogi. (188 Rósir til sölu á Laufásveg 54. Sími 1639. (186’ GRÍMUMAÐURINN. dregið úr höndum hinna göfugu, spánversku höfðingja? § 5- „Heyrðir þú nokkuð?“, hvíslaði Lenóra. Hún sneri sér snögt við og horfði framan í Gretu, sem stóð á miðju gólfi og starði á hana stórum augum,. dáuðhrædd. Lenóra hafði hendur á baki og hallaðist upp við gluggakistuna. Hár hennár féll niður um herðar henni; hún var föl, augun leiftrandi og varirnar titrandi; hún var líkust villidýri, sem komið er í kreppu, og veit séx engrar bjargar v.on. „Heyrðir þú nokkuð?“, mælti hún öðru sinni,. hásum rómi. „Hvert orð, göfugasta frú,“ svaraði Greta hvislandi. „Hvernig skildir þú það?“ „Eg skildi það svo, að hans hágöfgi hefði sent eftir hjálp til Dendermonde, og að her- sveitirnar væri á leið hingað.“ „En hans hágöfgi vann dýran eið að því, að hann skyldi halda griðin, sem hann beiddist sjálfur, og að báðir flokkar skyldi taka til vopna ___ í kveld_____ með sama líði, sem þeir höfðu áður _ án þess að fá nýja hjálp eða liðsauka." „Eg heyrði í gærkveldi, göfuga frú, her- mennina segja, að sent hefði verið eftir liðs- auka til Dendermonde .... þeir sögðu, að hertoginn væri hræddur um, að Niðurlanda- búum ætlaði að veita betur .... og hann hefði beiðst eftir vopnahléi til þess að fá tíma til að draga lið að sér .... “ „Þá .... er úti um Niðurlendinga, ef Bracamoute hershöfðingi kemur með hjálp- arlið frá Dendermonde!“ „Guð almáttugur verndi þá,“ mælti Greta í ofboði. „Hann einn getur nú frelsað þá.“ „Ó!“ kallaði Lenóra upp yfir sig í ákafri geðshræringu, „hvernig eiga þeir að sjá við svona svívirðilegum svikum? Hvernig getur guð leyft þeim að sigra?“ Greta þagði. Augu hennar fyltust tárum. Lenóra starði þögul fram fyrir sig inn í myrkrið í stofuhorninu. Brýnnar hnykluðust; henni var mikið niðri fyrir og þungt í skapi. Ilún varð harðleg og alvarleg ásýndum. „Greta,“ mælti hún alt i einu, „er ekki þungbært að hugsa til þess, að þeir séu lyg- arar og svikarar, sem standa manni næst?“ En þegar Greta svaraði engu, hélt hún áfram og talaði af mikilli ákefð: „Er ekki óskaplegt að hugsa til þess, að hraustir menn séu brytjaðir niður eins og búfé, af því að þeir trúðu meinsvara eiði ? .... Ó'! Að öll % þessi sviksemi, öll þessi lýgi skuli finnast h öðrum flokknum, en öll hreystin hinum meg- in! .... Og að guð skuli leyfa þessum ófreskjum að sigra! ....“ Hún þagnaði skyndilega og fas hennar ger- breyttist í einni svipan, ákefðin og ofsinn hurfu •.... varir hennar hættu að titra, ein- kennilegur fölvi lagðist yfir andlitið og hún. varð hörkuleg um munninn. „Greta,“ sagði hún alt í einu, „ertu hrædd?“ „Við hvað, göfuga frú?“, spurði bamið.. Ó! Við alt .... svívirðingar, ofbeldi,. dauða?“ „Nei, göfuga frú!“, svaraði Greta stilli- lega. „Eg treysti því, að guð verndi mig.“ „Viltu þá koma með mér?“ „Hvert, göfuga frú?“ „Inn í borgina .... ein með mér .... við- látum sem við ætlum til kirkju.“ „Inn í borgina“ .... kallaðj hún upp yfir- sig. „Einsamlar?“ „Ertu hrædd?“ „Nei.“ „Lagaðu þá á mér hárið, náðu þér í hettm 0g yfirhöfn og komdu með mína ....“ Greta gerði eins og henni var sagt. Hún; festi upp með nálum hiö ljósa hár Lenóru,. fékk henni hettu og færði hana í yfirhöfm. Að því búnu bjóst hún sjálf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.