Vísir - 10.09.1925, Page 2
ylsiR
Vísis-kaffið gerir aUa glaða.
Höíum íyrirliggjandi:
Kartöflur.
Parkerpipnr
nýkomnar.
Landstjarnan
Símskeyti
Khöfn, 7. sept. FB.
Viviani látinn.
SímaS er frá París, aS Viviani,
fýrverandi forsætisrá'ðherra Frakk-
lands, sé nýlátinn á geSveikrahæli.
HafSi hann veri'ö sinnisveikur um
nokkurt skeiö og er álitiö, aö of
mikil andleg áreynsla við ýmiskon-
ar ábyrgðarmikil störf, hafi or-
gakað veiklun hans.
Leynisamtök reyhd milli þýskra
og enskra námueigenda.
Símað er frá Köln, að reynt
hafi verið að mynda kola-„trust“
leynilega, á milli bresks kolaiðn-
aðar og Ruhrhéraðs. Komst þetta
upp og mætti geysilegri mót-
spyrnu i innlendum og útlendum
bíöðum.
Khöfn, 10. sept. FB.
Mannfall Frakka í Sýrlandi.
Símað er frá Berlín, að sam-
kvæmt símfregnum til „Tageblatt"
frá Bagdad, hafi 1500 Frakkar
fallið í skærunum í Sýrlandi.
Skrítin sending.
Símað er frá Genf, að óþektur
Vesturheimsmaður hafi sent Al-
þjóðabandalagsráðinu 12 gull-
saumaðar, skinnbryddar silkikáp-
ur. — Gjöfin var endursend sam-
stundis.
Samvinna þýskra iðjúhölda.
Símað er frá Berlín, að flestar
stóriðnaðargreinir eigi í samning-
um um að sameinast í geysistóran
félagsskap með 800 miljóna gull-
marka hlutafé.
Frá Marokkó.
Simfregnir herma, að landgöngu-
tilraun sú við Marokkóströnd, sem
símað hefir verið um, hafi mis-
hepnast, vegna harðvítugrar mót-
spyrnu.
Fellibylur í Kóreu.
Símað er frá Tokíó, að á suð-
vesturströnd Kóreu, hafi fokið í
fellibyl 300 hús. Lestir fuku af
teinum og skipum hvolfdi.
Sknldaskifti
Frakka og Breta.
—x—
Þegar styrjöldinni miklu var
lokið, voru .bandamenn komnir í
gífurlegar skuldir, sem Þjóðverj-
um var ætlað að greiða. En það
kom brátt í Ijós, að þeim voru
slíkar skuldagreiðslur langt um
megn, og fóru bandamenn þá að
„gera upp reikningana“, og krafði
hver sinn skuldunaut. Bandaríkja-
menn höfðu lánað mest og kröfðu
Breta, Frakka, ítali og Belgi um
skuldir þeirra. Bretar einir brugðu
við og sömdu tafarlaust um skuld-
ir sínar við Bandaríkin og greiða
af þeim um 30 miljónir sterlings-
punda á ári, uns þær eru allar
greiddar, eftir 62 ár. Hinir skuldu-
nautar þeirra hafa engin skil gert
enn. Þó hafa Belgir nýlega gert
sa|mninga um skuldir sínar við
Bandaríkin.
Bretar eiga geysimikið fé hjá
Frökkum og öðrum bandamönn-
um sínum hér í álfu, og hafa sí-
felt verið að ganga eftir skuldum
sínumí síðan þeir tóku að greiða
Bandaríkjunum. Hafa fjölmargar
orðsendingar farið í milli Frakka
og Breta út af þessum skuldaskift-
um, og síðast í fyrra mánuði kom
Caillaux, fjármálaráðherraFrakka,
til Lundúna, til þess að binda enda
á málið, ef verða mætti. — Þeir
Winston Churchill og hann sátu
á fundi 24. og 25. f. m., og lauk
þeirra skiftum svo, eftir tveggja
daga þóf, að þeir urðu ekki á eitt
sáttir, og Caillaux bjóst til að
halda heimleiðis næsta dag.
Bretar telja, að þeir eigi að réttu
lagi að fá 30 miljónir sterlings-
punda á ári frá Frökkum upp í
skuldirnar, en Churchill bauð, til
samkomulags, að lækka þá kröfu
nær um helming, og krafðist 16
miljóna á ári. Caillaux bauð 10
miljónir.
Þegar slitnað var upp úr samn-
ingum milli Churchills og Cail-
laux, sagði Churchill öðrum ráð-
herrum frá því, og sýndist þeim
þá að halda samningunum áfram.
Chamberlain var þá falið að boða
Caillaux á nýjan umræðufund, 26.
ágúst, og þá féll alt í ljúfa löð,
og eiga Frakkar að greiða I2J4.
miljón sterlingspund á ári, (eða
2% af öllum skuldunum), en verð-
ur veittur skuldgreiðslufrestur til
ársins 1930. Þó er þetta því skil-
yrði bundið, að Frakkar fái jafn-
góð kjör á skuldgreiðsluin sínum
hjá Bandaríkjastjórninni, og fer
Caillaux vestur um haf í þessum
mánuði til þess að semja um þær
skuldir. Ef Bandaríkin krefjast t.
Alfred Olsen & Co. A. s.
Eaupmannahöfn.
Smnrningsoliur
allar tegnndir.
ÍUmboðsmenn;
Þórjðnr Svein’sson & Co.
d. 3/4% eða 3% af skuldum sín-
um árlega hjá Frökkum, þá er til-
boð Breta úr sögunni, því að þeir
hafa áskilið sér sömu kjör sem
Frakkar nái hjá Bandaríkjutnönn-
um.
Þetta nýja tilbo'rf er heldur óvin-
sælt í Englandi og þykir stjórnin
hafa verið of mild við Caillaux,
en hann hafði verið hinn glaðasti,
þegar samningunum var lokið.
Kolaskip
kom í gær; h.f. Alliance o. fL
áttu farminn.
Skip
kom í gær með trjávið og se->
ment til Timbur og Kolaversl.*
Reykjavík.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavik jg st., Vestm.-
eyjum 8, ísafirði 9, Akureyri 9,
Seyðisfirði 3, Grindavík 9, Stykk-
ishólmi 8, Grímsstöðum 4, Raufar-
höfn 8, Hólum í Hornafirði 6,
Þórshöfn í Færeyjum 7, Angmag-
salik (í gær) 7, (ekkert skeyti frá
Khöfn), Utsire 10, Tynemouth 11,
Leirvík 10, Jan Mayen 4 st. (Mest-
ur hiti í Rvík síðan kl. 8 í gær-
morgun 11 st., minstur 7 st.). Loft-
vægishæð (768) fyrir sunnan land.
Veðurspá: Hæg suðvestlæg átt.
Þurviðri á Norðurlandi og Austur-
landi.
40 ára hjúskapaíafmæli
eiga á morgun frú Ingibjörg
Pálsdóttir og síra Ólafur Ólafsson,
præp. hon. frá Hjarðarholti.
Guðm. Ásbjömsson,
kaupm. og bæjarfulltrúi, er 45
ára á morgun.
Jón Á. Egilson
datt og rifbrotnaði síðastliðinn
j sunnudag og hefir legið síðan, en
er nú á batavegi.
i Af síldveiðum
j komu í gær: Margrét, Seagull,
! Kakali, Skjaldbreið, Iirefna og
; IhO.
Af veiðum
j kom Snorri goði í gær með IOO
. tunnur.
i
Völundur
< fekk trjáviðarfarm I gær.
í
„Grímumaðurinn".
Lokið er í dag sögu þeirri, sem
verið hefir að undanförnu í Vísi,
og átt hefir miklum vinsældum að
fagna. Þess skal getið, að sagan
verður ekki sérprentuð.
Lyra
fer héðan kl. 6 í kveld. Meðal
farþega verða síra Steingrímur
Þorláksson og frú hans, frú Hen-
riette Strindberg, G. Funk, verk-
fræðingur, G. Fannberg, A. Bent-
sen, Forberg landsímastj., frú T.
H. Ólafsson. Til Vesturheims fara:
Frú Valgerður Helgason, ungfrú
Kristín V. Poulsen og Kristín.
Oddgeirsdóttir.
Nýja Bíó
sýnir í kveld og annað kveld
hina kunnu og ágætu mynd „Sig-
rún á Sunnúhvoli“, sejln hlotið hef-
ir meiri og almennari vinsældir
en flestar aðrar myndir, sem hér
hafa verið sýndar.
Gamla Bíó
sýnir þessa dagana Paramount-
mynd, sem heitir „Karlmenn“. —
Pola Negri leikur annað aðalhlut-
verkið, en hún er svo sem kunnugt
er, einhver hin snjallasta leikkona,
sem hér hefir sést í kvikmynd.
Þýsku stúdentamir
sungu á Arnarhólstúninu í gær-
kveldi fyrir (miklu fjölmenni og
skemtu áheyrendur sér vel. Ræður
fluttu þeir Ólafur G. Eyjólfsson
og prófessor Haraldur -Níelsson,
er sögðu deili á stúdentunum og
mæltust til þess, að bæjarbúar
hýstu þá, með því að þeir voru
bæði húsviltir og félausir. — Að-
alræðismaður Þjóðverja, Sigfús
Blöndahl, lætur flytja stúdentana
til Þingvalla í dag. Þaðan fara þeir
gangandi til Geysis, Gullfoss og
Heldu, en ræðismaður lætur sækja
þá austur að Þjórsárbrú þegar þeir
koma frá Heklu. Héðan fara þeir
svo norður til Akureyrar.