Vísir - 06.10.1925, Side 2

Vísir - 06.10.1925, Side 2
vIsir iHaréma Kanpnm GARNIR og GÆRUR PRESERYENE {jyotta aðferðin er óðum að ryðja sér til rúms viða um heim. Þegar að er gætt er það ekkert undrunarefni. Hvers- vegna ættu konurnar að bogra yfir þvottabalanum í stað þess að gera önnur heimilis verk meðan Preservene þvær þvottinn hjálparlauit. Það er mjög fábrotið. Skerið sápu- stykkið í þunna spæni og látið í 25 til 35 litra af köldu vatni. Látið hinn óhreina þvott i vatnið og sjóðið í 20 mínútur. I venjulegan þvott eins heimilis þarf varla meira en 3/4 hluta af einu sápustykki, jafnvel ekki meira en hálft. Hér um ræður að vísu mestu hversu mikill þvotturinn er. Það sem afgangs er af stykkinu má nota við næsta þvott eða til annara þarfa, því að Preservene hreinsar allrar sápu best alskonar yfirfatnað, hanska, gólfteppi, húsgögn og svo framvegis. (Lesið næstu auglýsingu.) Símskeyti ■—X— Khöfn 5. okt. FB. Kafbátsslysið. Síim‘5 er frá New York City, aö kafbátur sá, er símaö var um nýlega, hafi verið hafinn upp. Allir skipverjar dánir. Fárveður í Eystrasalti. SímaS er frá Helsingfors, a'ð þegar flotinn hafi veriö viö æfing- ar i Botniska flóanum, hafi skoll- iö á ákaflegt rok. Óttast menn, að tundurspillir einn hafi sokkið með allri áhöfn. Önnur skip eru talin vera i talsverðri hættu. Símað er frá Stokkhólmi, að flotamálastjórnin hafi sent skip til hjálpar. Öryggismálin. Símað er frá Locarno, aö ör- yggismálaráðstefnan byrji i dag. Mætast þar utanríkisráðherrar Bandamanna og Þýskalands til þess aö ræða öryggismáliö munn- lega. Er þetta talin djarfasta til- raunin til þess að koma á varan- legum friöi, sem enn hefir verið gerð. Veisla í loftinu. Símað er frá London, að bráð- lega verði haldin stórveisla. i stærstu flugvél Englands. Þátttak- endur verða 20, og veröur veislan haldin jjegar flugvélin fer eins hátt og hratt og hún getur. Þetta mun vera fyrsta loftveislan í sög- unni. Emil Telmányi. —o— 1 kvelcl gefst Reykvikingum i fyrsta sinni kostur á að heyra þennan fræga listamann, sem blöðin í mentalöndunum aust- an hafs og vestan róma svo mjög, eigi að eins fyrir leikni lians, sem setji hann á bekk með fremstu fiðlurum heims- ins, heldur einnig fyrir þær tilfinningar, sem hann er fær um að leggja í leikinn. Sum blöð eru með samlíkingar og segja að hann minni á Joakim, íem fremstur þótti allra með- an hann lifði (um og fyrir aldamótin siðustu). Önnur nefna Wilhelmi og Kreisler. í raun og veru getur verið mjög 1 villandi að bera einn listamann saman við annan. pví sjálf- stæðari sem þeir eru, því skýr- ari eru persónueinkenni þeirra, og fyrir þau er ekki til neinn áreiðanlegur mælikvarði. — Hér hafa áður heyrst að minsta kosti tveir mjög góðir fiðlarar. Hvorugur þeirra náði þó með höfuðið upp i ljóma heims- frægðarinnar. Nú er eftir að vita hvort menn hér heyra muninn á þeim og þessum. — þ>vi miður munu færri en vilja komast að í kveld, en tækifær- ið gefst aftur á föstudaginn. M. Guðlang Arason sjötug. ,—o-- Sjötug er í dag Guðlaug kenn- ari Arason, ein af allra merk- ustu konum höfuðstaðar vors. Hún er komin af hinum bestu ættum og fekk ágætt uppeldi hjá föður sínum. Guðlaug er kona gáfuð og vel að sér, fróð og víðlesin. Hún hefir verið kennari í barnaskóla Reykja- vikur yfir 30 ár og farið það starf ágætlega úr hendi. —• I stjórnmálum hefir hún jafnan haldið veg íslands og frelsi hátt. Hún hefir og jafnan verið vin- ur vina sinna, trygg og fastlynd. Vísir óskar lienni til hani- ingju. Sigvaldi Kaldalóns: Fimm sönglög. petla er lítið og laglcgt söngva- safn — að eins fimm lög. Eru þau í aðalatriðum ekki mikið frábrugðin eldri lögum höfund- ar, og er auðfundið að þau eru sömu ættar. Lög Kaldalóns liafa átt all- mikilli úthreiðslu og vinsældum að fagna, og má þakka það Ijóð- rænni gáfu hans, og liefir hon- um stundum vel tekist með lag- línu, t. d. „Jeg lít i anda liðna tíð“. Lög hans eru bljúg og við- kvæm. pað sem háir höfundi er vöntun á þekkingu í tónfræði, og sérstaklega er stílvifund hans lítið þroskuð. Verður mikið vart suðrænna (sérstaklega ítalskra) áhrifa í lögum hans, og fer oft illa á, þegar hann sameinar ís- lensk ljóð óskildum tónum, t. d. siðasta lagið í hef tinu, „Leiðsla“, sem er spánskur dans (Haban- era), hefir sérmerki hans i fall- anda og hljómbrigðum. Sigvaldi Kaldalóns skipar sess á meðal fyrstu söngvahöf- unda okkar, og má sjá að hann hefir sterka skapandi æð í eðli sínu; hafa lög hans átt mikinn þátt í þvi að gefa góðum kvæð- um líf hjá þjóðinni, og hefir viðleitni hans, þrátt fyrir erfiða aðstöðu til listaþroska, borið þann ávöxt, sem mörgum liefir orðið gleði að. B. A. □ EDDA 59251067-1 Veðrið í morgun. Hiti i Réykjavík 4 st., Vest- mannaeyjum 2, ísafirði 0, Ak- ureyri 1, Seyðisfirði 4, Grinda- vik 2, Stykkishólmi 2, Grims- stöðum 3, Raufarhöfn 0, Hól- um í Hornafirði 5, pórshöfn í Færeyjum 9, Angmagsalik (i gær) 1, (ekkert skeyti frá Kaupmannahöfn), Utsire 11, Tynemouth 12*, Leirvík 11, Jan Mayen 0. — Mestur hiti í Rvik síðan kl. 8 i gærmorgun 9 st., minstur 3 st. Crkoma 2.2 mm. — Loftvægislægð fyrir austan land. — Veðurspá: Norðlæg átt á Austurlandi. — Norðlæg átt fyrst í stað og síðan norðvest- læg á Vesturlandi. — Líklega úr- koma á norðvesturlandi. Friðrik Björnsson, læknir, opnar lækningastofu sína i dag í Thorvaldsensstræti 4. Hann hefir stundað nef-, háls- og eyrnalæknigar um langt skeið erlendis og ætlar að starfa að þvi hér framvegis. Símanúmer hans er 1786. sjá augl. í blaðinu í dag. Stúdentar sem ætla aS stunda nám við há- skólann í vetur, eru nú flestir komnir til bæjarins frá sumar- vínnunni. Er hlutur þeirra mis- jafn, og flestra rýr, og mun skamt hrökkva til námsins. Veröa þeir því flestir að vinna marga tíma á dag auk námsins, til þess að geta' lifaS. Þeir bæjarbúar, sem óska aö fá heimiliskennara úr hópi stú- denta, ættu a‘S snúa sér til LúSvígs GuSmundssonar kennara. Hittist á SmiSjustig 6 kl. 12—x og 7—8. Hljómleikasveit, þriggja manna, kom til Café Rosenbert/ á Lyra í morgun og leikur þar fyrsta sinni kl. 9 í kveld. Guðmundur Guðmxmdsson, kandidat x læknisfræöi, hefir veriö settur til þess að þjóna hér- aðslæknisembættinu í Reykhóla- héraði frá 1. þ. m., þar til er öðru- vísi verður ákveðið. Otto Kildal, cand. juris, hefir verið viður- kendur vicekonsúll við norska aðalkonsúlatið í Reykjavík. Söngfélagið jTrestir i Hafnarfirði fór um síðustu helgi lil Eyrarbakka og Stokks- eyrar, og söng þar á báðum stöðunum við góðan orðstír, og fyrir fullu húsi áheyrenda. Gengi erlendrar myntar. Sterlingspund ...... kr. 22.45 100 kr. danskar......— 111.91 100 — sænskar........— 124.73 100 — norskar........ — 93.06 Dollar............... — 4.65 Af veiðum konm í morgun: Ása (160 föt), Menja (100), Njörður og Gull- toppur. Lyra kom frá Noregi í morgun. Með- al farþega voru Dr. Kort Kort- sen og Einar Einarsson Markan, söngvari. Áheit á Strandarkirkju, aflient Visi: 2 kr. frá O. G., 2 kr. frá p. S., 10 kr. frá M. S.„ 2 kr. frá N., 15 kr. frá DreL Schiffburschen. Douro er í Vestmannaeyjum. Kemnr hingað i fyrramálið. /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.