Vísir - 15.10.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1925, Blaðsíða 2
VlSIR Höfum fyrirliggjandl: þakjárn, þakpappa. Símskeyti —X-- Khöfn 14. okt. FB. Minnisrrierki afhjúpaö í nafni keisarans. Símaö er frá Berlín, a'S undir umsjón prússnesks hershöföing-ja hafi veriö afhjúpaö minnismerki yfir nokkra fallna hermenn. At- höfnin fór fram í kirkjugaröi ein- um. Afhjúpunin fór fram í nafni keisarans. Vinstrimenn ákaflega reiöir. Flug-æfingar. Simaö er frá London, aö bráö- lega veröi geröar tilraunir til þess aö láta loftskipiö R 33 vera for- ystuskip nokkurra flugvéla, og á þaö að vera nokkurskonar Iend- ingarstöö í loftinu, taka á móti flugvélunum og senda þær frá sér. — Samskonar tilraun hefir veriö gerö á Italíu, er símaö frá Róma- borg. Khöfn 15. okt. FB. Frá Locarno. Símaö er frá Locarno, aö álitiö sé, aö samkomulagstilraunir muni rnishepnast, nema Þýskaland losni viö ákvæöi Alþjóðabandalagssátt- málans, þau, er áður var símað um. Ennfremur krefjast Þjóðverjar að Bandamenn hætti her-eftirliti sínu í Þýskalandi og krefjast þess að síðustu, að burtför setuliösins sé flýtt. Bcx=>o Ofbeldisverk. Síöastl. sunnudagskveld, milli kl. 7—8, var Eyjólfur Jóhannsson * frá Brautarholti barinn til stór- meiðsla á höfði, og hefir legið síð- an, en er nú á batavegi. Ráðist var á hann á Laugavegi og hafðr hann unniö það eitt til saka, aö hann bjargaði stúlku frá ölvuðum manni. Lögreglan er að svipast að manni þeim, sem grunaður er um þetta ofbeldisverk. T elmányi-hl j ómleikamir í gærkveldi voru ágætlega sótt- ir og listamanninum tekiö með fögnuöi eins og áður. Næstu hljómleikar veröa annaö kveld kl. ’ 7J4 1 Nýja Bíó. . ' Emil Telmáiyi heldur hljómleik föstudaginn 16. þ. m., klukkan 7,15, i Nýja Bíó. Emil Thoroddsen aðstoðar. Efnisskrá: Beethoven: Vorsónata. Bach: Partita E-dúr. Paganini: Ivonsert D-dúr. Beethoven: Tyrkneskur marsch Chopin: Noeturne. Brahms: Ungverskur dans. Aðgöngumiðar á 3 kr., fást í bókaverslunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar. Vísir er sex síður í dag. Bæjarstjórnarfundur veröur haldinn í dag, kl. 5 síð- degis. Dýrtíðin. Vilji bakarar hafa eitthvað til að fara eftir, er þeir lækka brauðin, þá skal þess getið, að 4 punda hveitibrauð á Englandi kosta nú 10 pence og munu lækka næstu daga ofan í 9pence, sem er um 89 aurá fyrir brauðið eöa á rúma 22 aura hvert enskt pund. Nú er að reikna hvað hvert pund í hveitibrauðum kostar hér, og at- huga að kolaverð hefir lækkað úr 300 krónum tonnið niður í 48 kr., og svo kemur hveitið. Hvaða verð er það á ýmsum vörum, sem bæj- armenn hafa án nokkurrar athug- unar greitt fyrir matvæli x mörg ár? Brauð með stríðsverði, mjólk eins, úldinn fiskur eins, lambaslát- ur á 3—4 krónur, mörlaust, og alt eftir því. Bærilegt að lifa í henni Reykjavík!! Bæjarbúi. Maí kom af veiðum í morgun. Dr. Kort Kortsen heldur fyrirlestur um danskar bókmentir í háskólanum kl. 5—6 í dag. Eyjólfur Jónsson, múrari, Bergstaðastræti 46, er fertugur í dag. Skipafregnir. Gullfoss kenxur til Kaupmanna- hafnar í kveld. Lagarfoss fer frá Leith í dag, áleiðis hingað. Stórkostleg verðlækknn i r™ CHEVROLET r Frá deginum í dag að telja er verð á Chevrolet bifreiSum, sem hér segir: „Chassis" x/a tons kr. 2550,00. „Truck“ vörubifreiS — 3200,00. „Touring“ 5 farþega opin kr. 3700,00 „Sedan“ — — lokuð 2 dyra — 5100,00 „Sedan ‘ — — — 4 — — 5500,00 Allar ofantaldar gerðir eru með hinni afbragðs góðu diskkúp- lingu, sogdúnk (Vacuum Tank) og öðrum nýtísku útbúnaði, sem ein- kennir aðeios fyrstaflokks bifreiðar. Reykjavík 15. oklóber 1925. JÓH. ÓLAFSSON & C0. Einkasalar Chevrolet bifreiða. FRESERVENE 3? Sápan hefir fengið meðmæli frá húsmæðrnm svo þús- undum skiftir. Hér er eitt: „Eg hefi notað PRESER- VENE eingöngu i fjögur ár og eg fæ ekki skilið hvers- vegna nokkur kona notar enn hina gömlu aðferð að nudda þvottinn, eða að nota ýms sterk þvottaefni sem sl 1 ta þvottinum. Áður en eg reyndi PRE3ERVENE hugs- aði eg oft um hver vandræði það væri að fá ekki sápu sem hreinsað gæti þvottinn hjálparlaust. Eg held að eg hafi reynt flestar tegundir af sápu eða sápudufti, en ekkert jafnast á við PRESERVENE — ekkert erfiði að- ein* suða og fötin endast miklu lengur. Nú get eg þvegið stóran þvott að öllu leyti á 1—2 stundum. (Lesið næatu auglýsingu.) Goðafoss er á Akureyri. Esja var á Kópaskeri í rnorgun. Rask (aukaskip Eimskipafélags- ins) er væntanlegur til Oslóar á rnorgun. Richard Kaarbö, kæliskip, er á Akureyri. Gengi erl. myntar. Rvik x morgun. Sterlingspund ..........kr. 22.45 100 kr. danskar.......— 115-13 100 — sænskar.........— 124.17 100 — norskar.........— 94-92 Dollar...................— 4.65 Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá L. S., 3 kr. frá C. T. S. B„ 2 kr. frá N. N. Glímufélagið Ármann. Æfingar í íslenskri glímu byrja laugardaginn 17. okt. kl. 8, og verða franxvegis á nxiðvikudögum og laugardögum, frá kl. 8^-10, i fimleikahúsi Mentaskólans. Mest úrval af fallegum Kápatannm frá 5,75 meterinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.