Vísir - 30.11.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 30.11.1925, Blaðsíða 3
YlSIR Mánudaginn 30. nóv. 1925. Tilsölu sildapveFksmiðja og síld- veiðastöd, Hmm síldveiða- eimskip og tveii* geymslu- skpokkar úi' járnbentpi steinsteypu. Eg hefi til sölu síldveiðastöðina og síldarverksmiðjuna á Hesteyri. Stöðin hefir mikið iandrými; var upprunalega hvalveiðastöð; en árið 1924 var bygð þar sildarverksmiðja og sildarsöltunar- pláss. Verksmiðjan sjálf er í tvílyftu steinsteypuhúsi, útbúin að öllu leyti með fullkomnasta nýtísku útbúnaði; getur unnið úr 1500 hektólítrum af síld á sólarhring; vélar allar svo stór- ar, að auka má framleiðsluna upp í 3000 hektólítra á sólar- hring. Lýsisgeymirar, sem rúma 1800 föt af lýsi; stór geymslu- hús fyrir síldarmjöl, kol og kokes, salt og tunnur. Verkstæði og smiðja fyrir aðgerðir. Verkamannabústaður, sem rúmar 100 manns. Sérstakt hús fyrir skrifstofur og heimili fram- kvæmdarstjóra. Síldarplön og bryggjur, sem 8 síldarskip geta legið við i einu. Vatnsveita fram á bryggjurnar og raflýsing. Ennfremur 5 síldveiðasgufuskip: „Reykjanes", smíðað um 1924, og „Langanes“, „Refsnes“, „Akranes" og „Siglunes“, sem öll eru flokkuð til vátryggingar (klasset) 1925. Ennfremur tveir geymsluskrokkar, smiðaðir í Bretlandi, úr járnbentri steinsteypu, „Cretehive“ 1000 smál. og „Cretecamp“ 950 smál., með gufukötlum og vélum. Allar framangreindar eignir fást keyptar í einu lagi. 250 þúsund isl. króna útborgunar er krafist, ef alt er selt í einu. — Um söluverð og annað geta lysthafendur fengið upp- lýsingar hjá undirrituðum. Hér er sérstakt tækifæri fyrir íslendinga til þess að eignasí fullkomna nýtísku síldarverksmiðju, útgerðarstöð og síldar- útgerðarskip við verði, sem er langt undir því, sem kostað liefir og væntanlega nokkur tök verða á að koma slíku fyrirtæki upp fyrir í náinni framtíð. Kaupin þurfa helst að fullgerast fyrir 15. janúar 1926. Sveinn B|öpnsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður. Bantasteinar. —0— Þessarar einkennilegu, og aíS mörgu leyti merkilegu bókar Þorsteins skálds Björnssonar frá Bæ, hefir að litlu verið getið í btöðum vorum enn, enda er bók- in nýlega komin út. Vil eg því biðja Vísi fyrir örlitla athuga- semd. Eg tel bók þessa einkennilega og að ýmsu leyti mjög merkilega; hún er einkennileg að þvi leyti, að höfundurinn fær oss hér bók, sem er 329 bls. i stóru broti og inni- heldur dánarminningar um á að giska 1100 manns, sem dáið hefir á síðustu 30 árum, svo að hér er sannarlega víða við komið, enda er maðurinn fróður mjög um ætt- ir manna. Hinar ágætu lýsingar, víða snildarlega færðar í bundið mál og hinn þróttmikli blær á skáld- skapnum, gefur bókinni það gildi, sem giftudrýgst mun reynast og það er að hún mun þvi betri þykja sem hún verður eldri. Þorsteinn er orðinnkunnurmað- ur fyrir kveðskap sinn í blöðum og timaritum víðsvegar; kveð- skapur hans er rammíslenskur að máli og blæ, einkennilegur, og mér þykir hann viðfeldinn. Hann stingur í stúf við nýmóðins logn- molluna, sem einna mest hefir bor- iö á í íslenskum kveðskap upp á siðkastið. Menn virðast vera að gleyma þvi, að mál vort er þróttmikið. Þannig er einnig lundarfarið ís- lenska, og hvorttveggja krefst þess, að kveðskapur vor sé sterk- bygður sem stuðlaberg og kjarn- vrtur að sama skapi. Til þess að sýna fram á, að hér er ekki farið með staðleysu eina um kveðskap höf., vil eg birta lit- ið sýnishorn og tek tvær vísur af handahófi: SALTKJÖT. Urvals norðlenskt saltkjöt, af allrabestu tegund, af 30—40 punda dilkum í heilum tunnum, ódýrt. Einnig i smásölu. Kjötbúðin YON og Brekkustíg 1. Tæring hnefann að skáldsvein skók skelt’ ’onum flötum á legubekk; læst’ hann í föstum feigðarhlekk; færði nafn hans í dánarbók. Af honum gullsjóð ævi tók. Og eigi gekk hún frá hnignum rekk fyrr en í moldar móðursal. Þar mænir hann dimt út á þjóðar val. Hin vísan er svona, og.tel eg hana afbragð í alla staði: Hvatráð Lausung lifs hans fræ- glóð kveikti. Lundgrá öbirgð kjarksins þyrna hvesti. „Stían“ garpi styrkum varp að sorpi. Stríðgjörn Rán hann gerði að león fránum. Heljar mund af manndóm grómið brendi. Myrksýn Gröf hann tungna stungum græddi. Fálát Sorg mót sól lét mynd hans fölna. Svalorð Minning fal hann Gleymsku bráðri. Þessar vísur læt eg tala máli skáldsins við lesendur blaðsins. Fer eg svo ekki fleiri orðum hér um að sinni, en ræð mönnum til að eignast bókina og lesa hana. Prentsmiðjan Acta hefir séð um vtri frágang bókarinnar, og er hann sæmilegur. Rvík 17. nóv. 1925. V. Hersir. FÓRNFÚS ÁST, „En þessir veiðiþjófar, sem skjóta niöur dýrin fyrir okkur, nota alt af gamlar, enskar byssur, og þeir hæfa vel og á löngu færi,“ sagði Núnó. „Það litur út fyrir, að þessi Rabasson hafi lent í einhverju þrasi við yður fyrsta veiði- daginn,“ sagði íógetinn við Núnó. „Nei! Það var Brpcken, sem atyrti mann- garminn," sagöi Núnó. Brucken hafði setið um hríð hugsandi, en fór að ókyrrast og skjálfa, er hann heyrði nafn sitt nefnt. „ „I-Iann var ósvífinn við mig og steytti hnef- ann. En annars þekki eg hann ekkert, og hefi aldrei séð hann síðan, svo að eg gæti ekki borið vitni um neitt á móti honum.“ Brucken var órór og fölur í andliti, er hann sagði þetta. „Hann fær alstaðar ilt orð,“ sagði fógetinn. „Iiann er ekki ókunnur lögreglunni og er kallaður veiðiþjófur, jafnvel grunaður um morð, þó að ekki hafi sannast. En nú er hann kominn í klemmu. Flver annar en hann mundi hafa farið að drepa veslings Strehley. En nú höfum við hann í haldi. í næstu viku verður hann dreginn fyrir lög og dóm.“ Embættismaðurinn stóð á fætur. „Ætlið þér að fara strax?“ spurði Núnó. „Já, herra greifi, „eg verð að koma við í Lagný, áður en eg fer heim. Eg þakka yður fyrir ástúðlegar viðtökur." „Úr þvi þér hafið gaman af dýraveiðum, þá vona eg að þér geriö mér þá ánægju, að koma hingað bráðum í veiðiför. Flér er gnægð veiðidýra." „Eg þakka hjartanlega tilboðið,“ sagði fó- getinn. Þeir tókust í hendur, en í þeim svifum opnuðust dyrnar, og þjónn kom inn meö nafn- spjald á silfurbakka. Núnó tók kæruleysis- lega við því, en þegar honum varð litið á nafnspjaldið, hnykti honum kynlega við. „Það er svei mér óvæntur gestur,“ sagði liann .„Eg hélt að sá maður mundi aldrei stíga fæti sínum inn fyrir dyr hjá mér.“ „Hver er það?“ sagði Farncfort. „Markgreifi Pont Croix.“ Þegar Brucken heyrði þetta nafn, varð hann fölur sem nár; 1 hann var sannfærður um, að einhver hætta mundi vofa yfir sér. Þegar þessi maður, fjandmaður hans og lítill vinur fjöl- skyldunnar, fór að koma til Chevroliere, þá hlaut það að vera til þess að vinna honum mein. Og hann varð óstjórnlega hræddur og kvíðinn. Honum fanst eins og þessi vingjarn- legi embættismaður, sem nú stóð reykjandi fyrir framan hann, mundi á næsta andartaki verða harður og miskunarlaus og taka sig fastan. Honum kom til hugar, að læðast upp á herbergi sitt, taka peninga sína og leggja á flótta, en sá jafnskjótt, að það var sama sem að játa á sig glæpinn. Og hvað vissu menn? Hvaða sannanir höfðu þeir? Ekk.i mundi Manúela segja neitt, og Strehley var dauður. Af hverju þá að fara að flýja fyrir Pont Croix? Hann lét því eins og e.kkert hefði i skorist. „Það er eitthvað alvarlegt á ferðum, þegar Clement getur fengið af sér, að koma hing- að,“ sagði Termont. „Eg vona að þér látið hann ekki biða lengi.“ Núnó gekk fram með nafnspjaldið í hend- inni. Dyrnar lukust aftur og Núnó gekk inn á vinnustofu sína. Pont Croix stóð hægur og stiltur við eldstæðið, þar sem hann hafði iðu- lega ornað sér með föður sínum. Hann hneigði sig lítið eitt fyrir Núnó og tók síðan til máls: „Yður kemur það vafalaust á óvart að sjá mig hér. Eg fullvissa yður um, að ekkert ann- að en mjög mikilvægt erindi gat valdið þess- ari komu minni. Hér er um mannslíf að tefla." Núnó var í svo mikilli geðshræringu, að hann tók ekki eftir kulda-hljómnum í rödd markgreifans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.