Vísir


Vísir - 07.12.1925, Qupperneq 2

Vísir - 07.12.1925, Qupperneq 2
V ! SR Florsyknr - dansknr, Straosyknr. Símskeyti Khöfn 5. des. FB. Merkilegur fornleifafundur. SímaS er frá París, að fransk- amerískir fornleifafræSingar hafi fundiö í eyöimörkinni Sahara mörg þúsund ára gamla konunga- gröf. Er í henni óskemt lik drotn- ingar einnar, ógrynni dýrmætra hluta, úr málmi og gulli. Þaö sem i gröfinni var fylti 46 stóra kassa. Fornminjar þessar veröa sennilega settar á safn í París. Ný seðlaútgáfa í Frakklandi. Símaö er frá París, aö öldunga- ráðiö hafi samþykt seðlaútgáfuna. Stjórnarfar á Spáni. Símað er frá Berlín, að þanga'S hafi veriö símað frá Madrid, a‘S hið nýja stjórnarfyrirkomulag á Spáni sé aö eins til málamynda. Rivera ráði einn öllu eftir sem áð- ur. Blaöa og símaskeyta eftirlit haldi áfram og pólitískir fundi'r sé bannaðir. Frá Tyrkjum. Símað- er frá Konstantínópel, að vegna banns stjórnarinnar á gamla höfuðbúnaðinum hafi víða orðið skærur 0g skarst herlið i leikinn á einum stað. Khöfn 6. des. FB. Luther beiðist lausnar. Símað er frá Berlín, að Luther íikiskanslari hafi í gær beðið um lausn fyrir ráðuneytið vegna Hálningarvörnr af öllu tægi, þ. á. m.: holl. Zink- hvíta, allskonar þurrir litir, Fernisolía, Terpentinolía, Bíla- lakk, Copallakk, Slibelakk, As- faltlakk, Rússneskt lakk, Beitser allsk., Gólflakk, Broncetink- ture, Kítti, Bronce væntanlegt með Gullfossi. Málarapenslab og alt þar til heyrandi fá menn best og ódýrast i versl. B. H. BJARNASON. ómögulegrar samvinnu við þýska þjóðernissinna. Er sá flokkur and- stæður því að inna af hendi skyld- j ur gagnvart Bandamönnum og jafnvel fyrirlítur árangur af Lo- carno-fundinum. Hindenburg ósk- ar, að jafnaðarmenn taki þátt í myndun nýrrar stjómar. Loftskip með flugvél. Simað er frá London, að loft- skipið R 33 hafi gert tilraunir til að hafa áfasta flugvél á króki á skrokki loftskipsins og sleppa henni og taka hana til skiftis. Gekk þetta ágætlega. Fjölkvæni. Símað er frá London, að kom- ist hafi upp um mann einn, að hann væri kvæntur 21 konu ogtrú- lofaður 100. Ginti hann fé út úr unnustum sínum og konum. Reymond látinn. Símað er frá Varsjá, að Rey- mond Nobelverðlauna-þegi sé lát- inn. Besta áisalai á árln Engar blekkingar — 10—25% alsláttur tii jóla á: Postulíns- Leir-, og Glervörum, Eldhúsáhöldum: p, á. m. Köku- og Bítingsmótum („Bud- dings-formum). Skinnavörum: p. á. m. Peningabuddum, Seðlaveskjum, Vindlaveskjum, VindlingaJkcssum, Vasaspeglum í leður- hylkjum m. m. „Manicure“-áhöldum, Skrautgripakössum, Dömutöskum m. m. Alt nýtísku nýjar vörur. Valdar jólagjafir. Versiui B. H. Bjarnason. jjiMiHiiiiHiiiH^^^Miiiiiiinrmiii^ Dregið verður um ? TOBLER viimin g an a 10. desember. Allir Toblermiðar verða að vera komnir til okkar fyrir þann tíma. Þórður Sveiusson & Co. Athugið þetta! Fyrir nær tveimur mánuðum lækkuðum við allar okkar vörur i samræmi við núverandi gengi og markaðsverð, en auk þess gefum við tl jóla 10% afslátt af öllum vörum verslunarinnar, nema gúmmístígvélum. Lægra verð hefnr ekki boðist frá því fyrir stríð. Dragið ekki að kaupa jólaskóna, því nú er úrvalið mest. HVANNBERGSBRÆÐUR, Stjórnleysið í listnm og bókmentum. (Eftir Review of Reviews). —o— Út af minningartöflu Epsteins i Hyde Park farast Stephen Coler- idge svo orö i English Review: Síðustu tuttugu árin hafa kom- , ið fram persónur, sem mála menn : og konur með andlit eins og svína- • feitisblöðrur, og útlimi úr þýskri | matarsósu. í kjölfar þeirra hafa komið aðrar persónur, er sýna mannsmyndina með því að setja saman aflanga ferhyrninga, ská- hyrninga og þríhyrninga. Fyrir krónu í aðgangseyri hafa hópar af ómentuðum, gapandi og gláp- andi flónum þyrpst inn á þessar ankannalegu sýningar, þar sem öll þessi ósviíni hefir verið hengd ! upp á veggina. Það er sorglegt, að hinn kon- unglegi listaháskóli sýnist vera : hræddur við það siðari árin, að i neita þessum ankannaskap alger- lega um upptöku á málverkasýn- ingarnar, og að verja með festu og hugrekki lög og reglur í mál- aralistinni. Það ætti þó, að minni hyggju, að sæma slikri stofnun. I bókmentunum hefir verið sama eldgosið af menningarlausu bulli. Margskonar orðaskvaldur og orðasamsöfn, sem hvorki eiga sér rím, hljóðfall né bragarkeim eru prentuð niður eftir miðjum blað- siðunum í línum með einhverri óákveðinni lengd. Framan á bók- ina og aftan á hana eru prentuð orðin „Skáldskapur" eða „Kvæði“. Ritdómarar fagna þessum bókum, eins og þær væru opinberanir og eftir miklu meiri andans menn en alla hina gömlu, úreltu og lítils- virtu meistara, frá Hómer og nið- Mjölknr-eg brauð- sðlab&ð er opnuð í MiSstræti 12,, (viS hliÖina á Ungmennafélsgshminu). t/r til Tennysons, sem virtu hinar viðteknu rimreglur, og hlýddu þeiin með lotning'u. Þessi fyrirlitning fyrir lögum og reglum í hókmentum og listum, að fleygja á glæ allri fegurð, og kasta sér flötum í sorpið til þes6 að tilbiðja afskræmið, kemur að minni hyggju af tveim orsökum. Önnur þeirra er bolsevisminn, sem fyrirlítur allar erfikenningar og svívirðir þær, sem hefir saurg- að hin helgu vé menningar og smekks, og er eitt af þeim óheilla- vænlegu öflum, sem dregur fáráð- an lýð burt frá því sanna og fagra. Hin orsökin er óvildin og hatrið til heiðarlegrar vinnusemi, sem nú er að breiðast út í heim- inum. Leiðin til verulegra framfara i listum og bókmentum, er brött og gi'ýtt, og upp eftir henni verður ekki klifrað án áreynslu og sárs- auka, eigi maðurinn að verða meistari i list sinni. Þolinmæðin, sem útheimtist til að ná því Jak- marki er sjaldgæf á þessum tím- um. Og þess vegna eru það örlög vor, að láta berast niður eftir hinni leiðinlegu og saurugu braut afskræmisins og heimskunnar,^ þangað til ný kynslóð rís upp, sem ber virðingu fyrir göfugum erfi- kenningum, sem ráðið hafa í öllum bókmentum og listum í tvö þúsund ár.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.