Vísir - 24.12.1925, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1925, Blaðsíða 2
Minningar frá Bvammshlíð. — Brot úr þáttum Steinúlfs. — Veturinn haföi veriö góöur til mi'örar jólaföstu. En þá"brá til út- nyröinga og kyngdi niöur mikilli fönn. Viku fyrir jól kom sendimaöur frá Guörúnu á Núpi og geröi boö eftir Steinvöru. Hann afhenti henni vænan poka og sendibréf. Aö erindi loknu hélt hann heim- leiðis. Eg vissi aö ýmislegt gott rnundi vera í þessum poka. Guörún var vön að gleðja Steinvöru fyrir jól- in meö ýmsum smágjöfum. Það haföi aldrei brugðist í mínu minni. Og mér hafði virst pokinn stækka ár frá ári og allra stærstur sýnd- ist mér hann nú.--------Eg vissi upp á hár, aö það var Guðrúnu á Núpi að þakka, að jólamaturinn i Hvammshlíö var svo góður, að eg byrjaði að hlakka til hans um veturnætur. Og aldrei haföi það brugðist, að eg fengi sæg af kert- um og einhverja flík utan á mig, stundum alklæðnaö. Steinvör fór með pokann inn í búr og þar rannsökuðum við inni- , hald hans. — Þarna var kaffi, sýkur, rúsínur, gráfikjur, sveskj- ur, hveiti, grjón, flaska með rauðu víni og ótal margt fleira. „Þetta er vist handa Þorfinni," sagði eg og handlék flöskuna. „Hann ver'ður blindfullur, ef þú leyfir honum að drekka þetta.“ „Nei, nei,“ sagöi Steinvör — hún var að stafa sig fram úr bréfi Guðrúnar — „nei, Þorfinnur fær ekki pennadropa úr þessari flösku —• þaö er áreiöanlegur hlutur.“ — Hún tók af mér flöskuna. — „Þetta er ekki til þess gert, að menn þambi þaö í sig eins og sýrublöndu. Það er ekki reglulegt vín, góði minn. Guðrún mín skrif- ar mér, aö þetta sé haft í mat.“ — Síðan stakk hún flöskunni niður í kistu sína. „Hvernig þá i mat?“ Mér fanst þetta hálf-ótrúlegt. Steinvör bograði viö pokann, skoðaði hvern hlut vandlega og tautaöi við sjálfa sig. — Eg haföi allan hugann á flöskunni og sagði: „Langar þig ekki til að vita hvernig það er á bragðið?“ „Langar þig?“ sagði Steinvör. „Eg veit ekki,“ sagöi eg, þok- aði mér nær og strauk henni hlý- lega um bakið, frá öxl niður á svuntustreng — „kannske dálítið. — Eg gæti smakkaö á því fyrir þig og sagt þér livernig J>aö væri —“ „Hérna eru kerti til þín,“ sagði Steinvör, og rétti mér saman- bundið knippi af löngum, gildum kertum. Eg tók á móti þeim, óg þau í hendi minni, og hjarta mitt bless- aði Guðrúnu á Núpi, en eg sagði ekki neitt. — Svona stór kerti hafði hún aldrei sent mér. „Og svo á að vera eitthvað hérna á botninum,“ bætti hún við. — I sömu svifum dró hún upp stóran, gráan yfirfrakka, hélt hon- um hátt á loft og mælti: „Littu á hvað Guðrún sendir þér.“ Eg hafði aldrei séð aðra eins flík. Hann var úr gráu, svell- þykku vaðmáli, fóðrið einhvem veginn rúðótt og tvíhneptur var hann og stór klauf að aftan. —• Eg var öldungis forviða. Yfir- frakki prófastsins var ekki hótinu fallegri, og eg sá undir eins í hendi minni, að enginn strákur í öll- um dalnum mundi eiga þvílíkan frakka. „Guörún mín segir,“ mælti Steinvör, „að þú eigir að vera í honum, þegar þú gangir til prests- ins í vetur. — Hún segist vona, að hann skýli þér vel, og nú skaltu koma í hann.“ Eg var fáanlegur til þess. Og Steinvör sagði, að hann færi alveg eins og sniðinn á mig. — „Þú ert eins og einhver stórlax eða höfð- ingi í þessu,“ bætti hún við. Eg félst hálf-vegis á það með sjálfum mér, en þagði þó og horfði með aðdáun niður eftir boðangn- úm. En hvað þessar tvær, stóru hnapparaðir voru fallegar. Það var einhver munur eða á kápu- garminum hans Þorfinns! — Og hvað eg var gildur og hvað mér mundi verða hlýtt í þessari bless- uðu flík. Gaman væri nú að eiga spegil, hugsaði eg. En hann var enginn til á heimilinu. — Og ósjálfrátt gekk eg að vatnstunnunni og reyndi að spegla mig þar. En eg sá ekkert, þvi að nú var orðið harla skuggsýnt. „En að eg kveikti á einu kert- inu og lýsti þér,“ sagði húsfreyja. Eg tímdi varla að fara að eyða kertunum mínum strax, en mót- mælti þó ekki og Steinvör kveikti og lýsti mér. — Eg sá eitthvert ferlíki, ákaflega digran og klunna- legan búk og lítinn haus. — Mér leist ekki á blikuna. „Þetta er ekkert að marka,“ sagði eg og gekk frá tunnunni. Eg hugsaði ékki um annað alt kvöldið, en þennan dásamlega frakka. — Og eg skildi ekki hvernig á því gæti staðiö, að Guð- rún á Núpi væri svona ástúðleg við mig. —o— Maður er nefndur ísak. Hann var bróðir Þorfinns bónda og lík- ur honum um margt, kallaöur ísak „buna“. — Hann var ákaflega langur og mjór og skorpinn eins og harður þvengur. — Isak var hniginn að aldri, vetri miður en sjötugur. Hann var lausamaður, stundaði kaupavinnu á sumrin, en fór um sveitir á vetrum og smíðaði spæni. Hann sat ávalt jólin hjá bróður sínum. Kom tímanlega í jólavik- unni og fór ekki fyru en eftir þrettánda. — Steinvöru gast ekki að honum, en lét þó kyrt. Kært var með þeim bræðrum og oftast mun ísak hafa komið með ein- hverja brennivíns-lögg i jólakaffi bróður síns. Snjónum kyngdi niður vikuna fyrir jólin. Færðin var oröin slæm, samfeldar þiljur langar leiðir og hvergi fótahvíld. — Sauðfénu var gefið inni, en hross voru enn úti og náðu til jarðar. „Seint kemur ísak bróöir,“ sagði Þorfinnur á hverju kveldi alla jólavikuna. — Iíúsfreyja lét sem hún heyrði ekki til hans og ansaði engu. — Og svona liðu dagarnir. Eg þurfti ekki annað að gera, en að lesa kverið, moka flórinn og sækja vatnið. — En nú var orðið djúpt á læknum, niörg þrep niður, og fyltist á hverri nóttu. — Mér þótti skemtilegra að fást við skaflinn en kverið og fór langur tími í vatnssóknina. — En er nær dró jólunum gerðist eg þó hraðvirkari, því að nú fór Stein- vör að fást við kökugerð og bakstur og vildi eg vera þar nær- staddur. Daginn fyrir Þorláksmessu hnoðaði hún stærðar pottköku og setti í eldinn. Hún gerði aldrei pottbrauð nema á stórhátíðum. Á Þorláksmessu ætlaöi eg að fara snemma á fætur, moka upp lækinn i snatri og fylla vatnstunn- una. — Þann daginn átti að búa ti! laufabrauðið og jólakökuna og sjóða hangikjötið. En á aðfanga- daginn bjó Steinvör ávalt til húð- þykkar rúsínulummur og stærstu kleinur, sem eg hefi nokkurntíma séð. -—■ Mér þótti ákaflega gaman að skera laufabrauöið og bjó til allskonar myndir. Taldi eg mig snilling í Jjessu og reyndi að gera myndir af hestum, kúm og kind- um. — Á einar fimm eða sex laufakökur risti eg mynd af ákaf- lega kloflöngum manni og sagöi Steinvöru, að Jjetta væri Isak. Eg fór þess á leit við hana, að hún skamtaði honum þessar kökur og það gerði hún. — Hún hló að Jæssu fyrst i stað, en er eg gerði þetta ár eftir ár fanst henni minna um og reyndi eg Jrá að breyta til. — Gerði eg þá mynd af lágum og gildum púka, sem eg lét fara á undan ísaki og átti að tákna fylgju hans. — En er það dugöi ekki heldur, skar eg mynd Þor- geirsbola á kökuna og lét hann draga ísak á húðinni. — En eg kom Jæssu illa fyrir og listaverk- ið skemdist í pottinum. Við vöknuðum öll snemma á Þorláksmessudaginn. Þorfinnur skreið frarn úr rúminu, púaði á gluggann, þfddi gat á héluna og sá út. „Hann er meö bjartara móti, kollheiður að eg ætla og fjúk- laus.“ — Síðan smeygði hann sér upp i fletið og mælti: „Eg ætla að lúra hérna, gæska, meðan þú velg- ir sopann." Bóndi drakk kaffið og fékk í bollann aftur. — Að því búnu saug hann vandlega úr skegginu, tók ríflega í nefið, hallaði sér út af og mælti: „Já, seint kemur ísak bróðir. — En nú kemur hann í dag, með guðs hjálp.“ Hann fékk ekkert svar. —o—• ísak kom í ljósaskiflunum. Varð mikill fagna-fundur með þeim bræðrum og kystust þeir ræki- Iega- „Ertu elcki svangur, bróðir?" sagði Þorfinnur, er þeir voru sestir. „Og minstu ekki á J)að, góði. - Eg hefi reyrt mig saman með snærum í allan dag. — Þetta var enginn matur, sem eg fékk á Gili í morgun — upphitað vellings- glundur og súr blóðmör. — Þú þekkir nú magann í mér, bróðir minn, og veist að hann Jtolir ekki súrinn.“ „Já, eg held það,“ sagði Þor- íinnur. „Og eg held að hún Kristín á Gili ætti að þekkja hann líka — síðan Jnt smíðaðir þar um áriö.“ .„Á, finst þér það, bróðir! Já, hún ætti sannarlega að Jtekkja hann,“ sagði ísak. „Þú kemur með sólskinið i bæ- inn, vona eg, eing og vánt er,“ sagði Þorfinnur. „Ætli það ekki — ætli brunka sé ekki með,“ sagði Isak. — „Og hákarlsbragð mun eg eiga í poka- horninu — væna sneið, hvíta í sár- ið eins og nýtt skyr.“ Þorfinnur kyngdi munnvatni sínu og svelgdist á. Þegar á kveldið leið, sagði ísak frá því, að hann hefði meðferðis áríðandi bréf að Eyjarseli. Hann hefði lofað að koma því til skila fyrir jólin. — Eyjarsel stóð spöJ framar en Hvammshlíð, í sérstölcu dalverpi, sem skarst inn í fjöllin, og var yfir lágan háls að fara. — Svo skamt var milli kotanna, að ganga mátti á hálfri stund í góðri færð, en nú var alt í kafi og sá vart á hæstu mela. — Bréfið var frá öðrum syni ekkjunnar í Sel- inu. Hann dvaldist hið neðra í sveitinni og var nú að tilkynna, að hann kæmi ekki heim um jólin. Steinvör sagði hiklaust, að bréf- iö yrði að komast á morgun. — Aö öðrttm kosti mundi ekkjan verða hrædd um drenginn sinn og engin jólagleði þar í kotinu. „Þú hleypur með bréfið í fyrra- málið, Isak,“ bætti hún við. „Eg? — Hleyp eg!“ sagði ísak, öldungis forviða. — „Nei, það gæti eg ekki, þó að eg ætti lifið að leysa. — Þú hlypir ekki langt, mágkona mín, ef hælarnir á þér væri eins og Jteir eru á mér núna — allir í einu flatsæri.“ „Eg skal fara,“ sagði eg undur- lágt. Satt að segja gilti mig einú, þó að Dísa litla í Selinu fengi að sjá ntig x nýja frakkanum. — Við vor- um góðir vinir og áttum sameigin- legan smalakofa uppi í fjalli. — Og nú áttum við að ganga til prestsins á útmánuðunum og fermast næsta vor. — Dísa vár há eftir aldri, gildvaxin, rjóð í kinn- um, glöð og kát og saklaus og Jtótti vænt um alla. Hún var áreið- anlega lang-fallegust og lang-best af öllunt telpum. Mér var alveg sama hvort hún var í nýjum kjól eða karbættum tuskum, Hún var æfinlega jafn-yndisleg. — Og eg hafði hugsað mér, að hún yrði konan ntín eftir svo sem tíu ár. „Eg skal fara,“ sagöi eg aftur, ofurlítið hærra. „Það kemur ekki til mála,“ sagði Steinvör. „Isak fer eða þið bræður báðir. Þið gerið ekki ann- að þaríara.“ „Það getur nú verið,“ sagði bóndi. — „En eg skil ekki að bréf- inu því arna liggi þau ósköp á, að rétt geti verið að stofna lífi sínu í voða þess vegna. — Þú veist líka, að eg kærnist ekki langt í þess- ari ófærð, veiklaður og sundur- slitinn.“ „Og eg kemst ekki lengd rnína fyrir bælsærunum,“ sagði ísak. „Þið eruð verri en aflóga ker- lingar,“ sagði húsfreyja, „og allri karlþjóðinni til skammar. — Jæja, Steini minn! — Þú fer þá, með guðs hjálp, verði fært veður. — Ekki læt eg Sigríði mína bíða milli vonar og ótta.“ Eg hljóp upp um hálsinn á Steinvöru og kysti hana marga lcossa. Aðfangadagsmorguninn var hríð- arlaust veður, en þoka í lofti og veðra-gný að heyra til fjalla. Eg var uppi fyrir allar aldir. Myrkt var í baðstofunni, er eg vaknaði, en Steinvör kom inn í Jteim svif- um með ljós í hendi. Hún hafði eigi mátt sofa þá nótt, en lét þó á engu bera. Kvað hún veður ó- trygt, vissara að bíða birtu og sjá hvernig réðist. En eg vildi ekki af því vita, og klæddist þegar. Þvi næst skolaði eg framan úr mér, fór í skárri treyjuna og þar utan yfir í frakkann góða. Eg tók í laumi þrjú kerti og stakk í frakkavasann. Steinvör fékk mér vaðmálshettu Þorfinns og bjó mig að öllu sem best. Þeir bræður sváfu enn ogrumsk- uðu hvergi. Hvíldu þeir saman í rúmi, tilfætis, horfðu upp báðir og hrutu nú sem ákafast. — Þótti mér hausamir kátlega snoðlíkir og ekki sem eigulegastir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.