Vísir - 24.12.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1925, Blaðsíða 3
VÍSIR „Sjá! Mannsins sonw kemw." Kallið hljómco-, að konungwrinn fœddw sé á jixrð, og \)fir mönnum heyrast englahljómca■ um helga náð, og bœn og þakkargjörð. / fátœkt kemiir einn, sem heimi öllum af auðlegð himins gefur dýrast hnoss; Lann þekkist ekk't' t háum dýrðar-höllum, — í hreysi borinn var til frelsis oss. Vér minnumsi bamsins blessaða og hreina, í Betlehem sem fx>r í jölu lá. En allra barna minnumst, meyja' og svdna, og mest samt þeirra’, er böl og sorgir þjá. „pað, sem þér mínum minnstu brœðrum gefið, að mér er rétt," svo kvað hann sjálfw fyr. ef œ vér syngjum sama barlóms-stefið, vér sjáum aldrei lifsins Fögrudyr. Hann kom að boða rétllœtisins ríki; — það ríki’ er fjarlœgt enn t dag sem þá. En gœtum þess, að ei oss sjálfa stAki það síngirninnar víl, er aldrei má úr fjarska beina’ að Síon augum smum og sjá þann Ijóma’, er yfir henni sktn, — þau fyrirheit í hennar Ijósu línum, er lofa fylling óskum þín og mín. „Cuðs TÍki’ er nálœgl!" Afbragðsmenn það eygja um aldahöf t bjartri dýrðarsýn. „Guðs ríki' er fjarlœgl," frœði heimsins segja, „og fullkomnunin draumalóngun þtn." En heldw látum oss með Drottni dreyma, að draumsins fylling vinna' — í starfi’ og þrá, en œðri sjón í glaumi heimsins gleyma og glata þvt, sem fegwst verða má. Jakob Jóh. Smári. Húsfreyja gaf mér flóaða mjólk, hangikjöt og laufaköku frammi í búri. — Síðan kysti hún mig, bað guð að blessa mig og varðveita og leiða heilan heim. — „Og ef þú verður nú reglulega fljótur, skaltu fá sætsúpu, þegar þú kem- ur aftur. — Svo ljúffenga vökvun hefir þú aldrei bragðað.“ „Er hún betri en nýtt skyr,“ sagði eg með nokkurum ákafa, — „betri en ábristir eða sauða- þykkni?“ „Það færðu að vita í kveld. — Og vertu nú sæll og guð fylgi þér. — Berðu kæra kveðju í Selið.“ Dagurinn ljómaði í austri og sló fölum bjarma á kalda og hvíta auðnina. — Hvergi var dökkan díl að sjá og ekkert hljóð heyrð- ist, nema lágt og þungt veðrasog- ið í fjarska. — Mér sóttist seint gangan, því að færðin var slæm og frakkinn til ta,far. — En eg var glaður og á- nægður og hlakkaði til. — Á miðj- um Stekkjarhæðunum rakst eg á tömdu hrossin. Þau stóðu þar í kröfstrunum upp fyrir haus og keptust við. — Gráni gamli leit upp, ólundarlegur á svipinn. — Eg gekk til hans, klapþaði honum og sagði: „Þú þekkir mig nú líklega ekki í þessum frakka, Gráni minn!“ — En klárinn saup hregg, hlustaði á veðragnýinn í fjarska og lét sem hann heyrði ekki til mín. Mér hló hugur i brjósti, þegar eg nálgaðist kotið. — Eg nam staðar að húsabaki, þurkaði af mér svitann, dustaði snjóinn af frakkanum, gekk síðan heim og kvaddi dyra. — Hundurinn rauk upp með andfælum og hljóp fram göngin með urri og gelti. — Að vörmu spori var hastað á seppa og Dísa lauk upp. „Góðan daginn, Þórdís," sagði eg heldur drýgindalega og studd- ist fram á prikið. „Góðan daginn,“ sagði hún og rak upp skellihlátur. — „Eg ætl- aði ekki að þekkja þig i þessari . óskaplegu mussu, — þú ert svo digur og kauðalegur.“ „Einmitt það !“ sagði eg. — Við þessu hafði eg ekki búist og eg fann að reiðin blossaði upp i mér. En hún hélt áfram að hlæja og sagði: „Skafðu af þér, drengur, og komdu inn. — Þú skalt fá sjóð- heitar kleinur.“ „Mig langar ekkert i klemur,“ sagði eg. — „Og eg er ekki viss um að eg komi inn. — Mig langar ekkert til þess, — þaö skaltu vita. — — Eg var bara sendur með bréfsnepil hingað. Ómerkilegan bréfsnepil —• — Annað var það ekki.“ — Og eg svifti frá mér kápunni, svo að boðangarnir stóðu út í loftið, eins og vængir, og Dísa hlaut að sjá rúðótta fóðrið, tók bréfið úr vasanum og mælti: „Hér er það! — Gerðu svo vel!“ — Síðan slöngvaði eg að mér frakkanum, snerist á hæli og bjóst til farar. „Berðu kveðju Steinvar- ar í bæinn,“ sagði eg og veifaði prikinu. „Ertu reiður við mig, Steini," sagði Dísa, undur-blíðlega. „Eg sagði þetta bara að gamni minu, — þú varst svo skringilega kot- roskinn." — Og hún kom til mín, tók innilega í höpd mína og leiddi mig inn i dyrnar. — Mér var öll- um lokið og eg fann til sárrar iðr- unar. „Eg var héma með ofurlítið til þín,“ sagði eg lágt og hikandi, tók kertin úr vasanum og lagði í lófa hennar. Hún kysti mig þar í dyrunum. ' Eg tafði of lengi. — Og þegar eg kom spölkorn upp á hálsinn byrjaði að fjúka. — Eg tók eftir þvi, að nú söng og hvein í fjöll- unum hálfu meira en um morgun- inn. — Og loftið var dimt og þungt eins og himininn væri að síga niður á jörðina. Mér fór að verða órótt. Ef hann skylli saman núna i blindöskubyl, voru litlar horfur á, að eg næði bæjum. — Og nú var farið að bregða birtu. En eg gat þó enn þá greint slóð mína frá þvi um morguninn. — Eg fann sáran einveru-beyginn leggjast yfir mig og læsast um hverja taug. Veðurhljóðið söng i fjöllunum, fjúkið jókst, og augun sáu skemri og skemri spöl inn yfir þessa hvítu, miskunnarlausu eyði- mörk. — Hvað átti að verða um mig i þeim tryllings-dansi, sem nú mundi hefjast, ef vindurinn næði tökum á snjónum. — En eg reyndi að herða mig upp. Enn þá var eg á réttri leið og senn kom- inn miðja vega. Eg dró hettuna niður fyrir eyrun, sivafði treflin- um um hálsinn og setti upp tvenna vetlinga. Eg herti gönguna og gætti þess ekki strax, að eg hafði tapað slóðinni. Samt fann eg hana bráðlega aftur. Eg hafði hallað mér um of undan brekkunni, en á þá hönd, niður við ána, var Skútusteinninn. — Þar hafði stúlka orðið úti íyrir löngpi. Hún var að koma frá aftansöng á gamlaárskveld. Og skygnir menn sáu hana ganga ljósum lógum. — Eg vildi ekki hugsa um þetta meira. — Það rökkvaði óðum og snjónum kyngdi niður í logni.-------Mér virtist sem stormurinn stæði á öndinni þar uppi í fjöllunum, reiðubúinn til þess að bregða á leik niður dalinu, hvenær sem guð gæfi honum fararleyfi. — En eg vissi, að guð getur bundið storm- inn og eg vonaði, að hann gerði það í þetta sinn. — Mér var ljóst, að ef norðanbálið ryki i alla þessa lausu mjöll, væri úti um mig. — Og eg einsetti mér þá að grafa mig í fönn, fela mig guði á vald og sofna rólega hinsta svefni, ef verkast vildi. — Eg ætlaði ekki að láta storminn dansa með mig að vild sinni, hrekja mig áfram eins og fis, slöngva mér flötum á gaddinn eða bylta mér fyrir hamra. — Alt mundu lúkast einn veg fyrir því, ef dauðanum væri ætlað að sækja líf mitt i nótt. — En svo kom annað upp í hugan- um. Eg hafði að vísu verið öðrum til byrði alla mína daga, en bestu manneskjur veraldarinnar, Stein- vör og Dísa, mundu þó gráta og sakna, ef eg týndist svona. — Mér fanst heimurinn góður og yndis- legur og þó að eg vissi, að himin- sælan væri öllum jarðargæðum há- leitari, þá langaði mig þó ekki til að deyja núna. — Eg kraup á kné og mælti þessum orðum út í auðn- ina og myrkrið : „Almáttugi, him- neski faðir, þú sem öllu ræður og stjórnar, láttu fjallastorminn þagna, gefðu mér sýn yfir auðn- ina, leyfðu öllum mönnum að kom- ast heim —.“ Eg reis á fætur og hélt leiðar minnar. En er eg hafði gengið fáein skref, kom snarpur vind- sveipur, siðan annar og hinn þriðji, en þá skall hann saman i iðulausd, norðlenska stórhrið. — Vindurinn stóð á vinstri öxl mína og vanga og átti eg að sækja ská- halt í veðrið. Veðurhæðin var svo mögnuð, að eg fékk með engu móti haldið beinni stefnu.— Snjór- inn þyrlaðist fyrir vitum mínum, blindaði mig að mestu, og mér fanst eg ekki geta náð andanum. — Eg neytti allrar orku, en sló þó undan brekkunni og þóttist sjá fram á, að slikt ferðalag mundi lúkast i árgljúfrunum. — En hamrar gengu að ánni á þessu svæði, og færi eg þar fram af, var ekki um annað að tefla en beinbrot og bana. Eg ákvað að grafa mig i fönn. — Verið gæti, að eg héldi lífi til morguns með þeim hætti. Það var að minsta kosti eina lifsvonin, og eg ætlaði að reyna að halda mér uppi i lengstu lög. Eg fann hlé undir melbarði, gerði þró í skaflinn og lagðist fyr- ir. — Andartaki síðar var skeflt yfir mig. —■ Eg reyndi að víkka þróna, og bráðlega varð úr þessu dálítið hús, og mér fór að hlýna. — En dimt var þarna inni. — Og eg fór að hugleiða með sjálfum mér, að undarlegt væri, að algóður guð skyldi láta einn af sínum allra minstu smælingjum liggja hér í fönn og myrkri, langt frá öllum mönnum og allri von um minstu gleði þessa heilögu nótt, og lítilli von um líf. — Og innan um þess- ar hugsanir ófust aðrar óskyldar. — — Undarlegt magnleysi kom yfir mig, eg lokaði augunum og sá kynlegar sýnir. — — Eg sá Steinvöru og Þorfinn og Isak og hundinn leggja af stað í leitina. Þau gerðu þetta i marga daga og komu heim jafn-nær að kveldi. Og Steinvör var grátin og orðfá og ellileg og þreytt. — Einn dag tók hundurinn að klóra í snjóinn og gelta. — Steinvör bað þá að moka þar niður. — Og þar komu þeir ofan á líkama minn......... Eg hrökk upp af þessu móki, en bráðlega sótti í sama horfið. -----Eg sá Dísu heima í rúminu sínu i Eyjarseli. Hún lá þar föl og tekin til augnanna og enginn vissi hvað að henni gekk. — Og mamma hennar sat við rekkju- stokkinn og mátti enga huggun veita. — — Eg hrökk upp öðru sinni. — Eg fann til mikils þorsta, og sult- (urinn skar í magann. Eg skildi ekkert í þessu, því að eg hafði matast í Selinu. — En þá mintist eg þess, að eg hafði borðað miklu minna en nægju mína, sakir þess að Dísa horfði á mig. — — — Og hugurinn reikaði heim til Steinvarar. — Nú var hún lík- lega að skamta. Hún lét stóra hangikjötsbita á diskana, smjör, pottbrauð og margar laufakökur. — — —- Og nú ber hún inn sæt- súpuna og ilminn leggur um all- an bæinn .... Eg dottaði fram á hendur mín- ar. — Þá heyrðist mér alt í einu eins og gengið væri i snjónum fyrir utan, og eg glaðvaknaði. — — Eg hélt niðri í mér andanum og hlustaði. — — — Nei, það var ekki néitt. — — Enginn maður ,er á ferð í þessu veðri.---------- Og aftur dró úr mér máttinn og hugurinn sljóvaðist. — — Bráðlega þóttist eg heyra, að á mig væri kallað með nafni. — — Eg reyndi að hreyfa mig, en gat ekki slitið þann dróma, sem á mér hvíldi, og lá eins og milli tveggja heima. -----Og nú heyrð- ist mér á ný, að snjórinn væri troð- inn i sifellu fyrir utan.----Það var engum vafa bundið, að þama var einhver, sem reikaði hvíldar- laust umhverfis snjóbyrgið.------- — Og hringirnir minkuðu og skó- hljóðið kom nær og nær.----------- Bráðum mundi þessi ókunni gest- ur troða snjóinn beint yfir höfði mér og steypast niður á mig ______ Og nú var hann að koma, og snjórinn marraði svo kynlega í *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.