Vísir - 08.01.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1926, Blaðsíða 2
VlSIR D) MbrHM a Qlsem f Höfum fyrfrllggjandi: HaísmjöL Allir sem nota fóðurbæti að nokkru ráði vita hve áriðandi er, að hann sé lystugur, þannig að skepnurnar éti hann, og að hann innihaldi öll þau efni sem nauðsýnleg eru til að hann komi að tilætluðum notum. Við höfum margra ára reynslu fyrir þeirri tegund af maismjöli sem við seljum og getum þvi mælt með því sem framúrskarandi góðri tegund. Það er útlitsfallegt. Ést vel, er næringarmikið. Símskeytí -X— Khöfn, 7. jan. FB. Tjón af vatnavöxtum. Símað er frá Budapest, að tjónið af vatnavöxtum i pýska- landi nemi 30 miljónum marka. Seðlaföisunin. Símað er frá Budapest, að prinsinn hafi lýst því yfir, að miljónum seðla hafi verið kom- ið fyrir til geymslu i ýmsum stórborgun. Hið politiska mark- mið fyrirtækisins var að koma Habsborgurum að völdum. — Meðal helstu forsprakkanna var sjálfur lögreglustjóri borgarinn- ar. Félagið hafði þegar selt tals- vert af seðlum til ýmsra landa. Stórblöðin kalla viðburðinn stærsta pólitiska bneykslismálið sem komið hefir fyrir i sögunni. Vesuvius að gjósa. Símað er frá Naþoli, að Vesu- vius hafi gerst órólegur og hafi tveir nýir gígir myndast. Hæg- fara hraunflóð streymir út úr þeim. Breski flotinn. Símað er frá London, að vara- aðmíráll Sir Lambert haldi þvi fram í blaðagrein, að enski flot- inn hafi verið illa út búinn á styrjaldarárunum og kveður hann þýska flotann hafa haft yfirhöndina i bardaganum i Norðursjónum. — Krefst hann endurbóta á flotanum. Heimskautsflug frá Noregi. Símað er frá Osló, að Aften- posten skýri frá þvi, að 2 Norð- menn búi sig undir „sport“- flug til Norðurpólsins. Landskjálftar í Rínarlöndunum. Símað er frá Köln, að fundist hafi allsterkir landskjálftakipp- ir meðfram Rín. Utan af landi. Vestm.eyjum 7. jan. FB. Á fundi samninganefnda at- vinnurekenda og verkamanna í gærkveldi kl. 7 buðu atvinnu- rekendur að greiða 1.25 í dag- vinnu. — Fjölmennur verka- mannafundur í gærkveldi hafn- aði einróma tilhoðinu. — 300 verlcamanna, skipulagsbundið lið, hefir í morgun haldið vörð á vinnustöðvunum. Tilraun lög- reglustjóra um aukning lögregl- unnar mistókst. Kl. 11 í dag gengu atvinnurekendur að kröf- um verkamanna. I. - Vestm.eyjum 7. jan. FB. Kaupdeilunni lokið. Vinnu- veitendur greiða sama kaup og áður var til 1. febr. Svo mikiS ómak hefir „Vísir“ undanfarin ár tekiS af mér mé'ö því aö veita öllum Strandarkirkju- áheitunum viötöku, aö ekki má minna vera en aö eg efni þaÖ Iof- orð, sem eg gaf yður, herra rit- stjóri, í haust urn að láta blaði yð- ar upp úr áramótunum í té „skýrslu" um hvað gefist hefði nefndri kirkju í áheitum á mn- liðnu ári. Skýrslan þarf ekki að vera lengri en þetta; ,Vísir‘ hefir afhent mér kr. 8317.60 ,Mjorgunblaðið‘ ............— 1574.00 ,Alþýðublaðið‘ .............— 180.50 Sjálfur meðtekið .... —; 594-°° Alls meðt. á árinu kr. 10666.10 Það sem gefist hefir á þessu eina ári (1925) verður fullum þriðjungi meira en alt það sam- anlagt sem gefist hefir hin 24 ár- in síðan tuttugasta öldin gekk í garð, enda er kirkjan á Strönd nú crðin langefnuðust allra íslenskra kirkna (sjóðseignin um áramótin kr. 23736.16!). Lengri þarf skýrslan ekki að verða,. en mér finst hún þó, svo stutt sem hún er, gefa nokkuð hugleiðingarefni. Og þótt það lengi nokkuð greinarstúf þennan, vil eg ekki hlífa lesendum blaðs- ins við lítils háttar hugleiðingu í sambandi við „skýrsluna", þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir, að nokkur ætli, að verið sé ineð „skýrslunni" að ýta undir menn að halda þessuin áheitum áfram. Því að ekkert er mér fjær skapi en það. Eg hefi að vísu álit- ið mér skylt að veita þessum heit- gjöfum viðtöku og enda reynt að líta á þær sem gjafir til guðs- þakka. En eg dreg enga dul á, að þetta áheita-fargan hefir verið mér fremur ógeðfelt og hefði eg feginn viljað geta beint þessmn áheitum í aðra átt. Væri Strandar- kirkja öðrum kirkjum fremur gjafaþurfi, þá væri auðveldara að loka augunum fyrir áhéita-leiðinni svo sem aðferö til að rétta við hag hennar. En þar sem hún er orðin allra hérlendra kirkna efnuöust, þá fær maður ekki varist þeirri hugsun, að með áheitunum á hana sé færð fórn á altari auðtrygninn- ar, ef ekki beint hjátrúarinnar, og að hér sé því um ærið viðsjárvert fyrirbrigði að ræða. Fyrir rúmum mannsaldri ritaði forveri minn Þórhallur sál. biskup (þá prestaskólakennari) eftirtekt- arverða grein í eldra „Kirkjublað- inu“ (II. árg., bls. 123) um þetta sama efni. Honum blöskraði, hve áheitin á Strandarkirkju fóru þá í bili vaxandi, en það varð til þess, ,að hann reit nefnda grein. Þætti mér rétt trúlegt, að ummæli hans í þessari Kirkjublaðs-grein hafi orðið þess valdandi, hve mjög dró úr áheitunum næsta hálfa manns- aldurinn á eftir. Greinarhöfundur- inn gerir Strandarkirkju-áheitin að áheitum „á kyngikraft síra Eiríks gamla á Vogsósum, því að hans muni kirkjan njóta“, og hann álítúr að prentuðiv blaða-auglýs- ingarnar hafi mest aukið gjafim- ar. Hið siðara er vafalaust hverju orði sannara, en hvað sem urn fyrra atriðið er að segja, hvað ,.trúin“ á Strandarkirkju sé í instu rót sinni, þá er ýmislegt í þessari grein hins mikla vitsmunamanns, sein ekki á síður erindi til vor en til samtíðarmanna hans fyrir 34 árum. Vil eg því tilfæra hér orð- rétt eftirfarandi kafla nefndrar greinar: 14 íarþega bifreiðar getum við hér eftir útvegað með ca. 2ja mánaða fyr- irvara. Bifreiðamar eru fóðraðar að innan með leðri og að öllu leyti eins útbúnar og vandaðar eins og 5—7 farþega bifreiðar. Verð kr. 8500.00 uppsett i Reykjavik, eða á livaða höf« sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupmannahöfn. Allar nánari upplýsingar veita: Jóh. Ólafsson & Co. Reykja vík Simi 684 Simnefni: „JUWEL' AÐALUMBÖÐSMENN FYRIR CHEVROLET Á ÍSLANDI. — „í sjálfu sér er það frá evan- gelisku sjónarmiði mjög viðsjár- vert að vinna guði það heit, að gefa eitthvað til hans þakka, verði að óskum manns. Það er.eitthvað svo kaupskaparlegt.......En eigi skal frekar farið út í það; látum enda slíkar gjafir helgast af þeirri sannkristilegu hugsun, að velgerð- ir guðs knýi manninn aftur til vel- gerða. Viðsjárverðast við Strand- arkirkju-gjafirnar — vilji menn nefna áheitin með því nafni — er það, að á er kominn einskonar átrúnaður á sjálfa kirkjuna, sem er rammasta katólska." Ályktarorð greinarhöfundarins fara í þá átt, að Strandarkirkja sé sízt allra kirkna gjafaþurfi; aftur á móti séu alt um kring góð félög og þarfar stofnanir, sem vanti fé „ef vér með sérstakri gjöf — vel að merkja gjöf, en eigi áheiti i kaupskaparskyni — viljum í verkinu sýna þakklátssemi vora við gjafarann allra góðra hluta. Gefi þá hver þangað, sem er hendi næst eða honum finst mest þörf og mestur verðleiki, og án þess að blásið sé í blaða-lúðurinn á eftir.“ Væri þetta ekki þarft umhugs- unarefni þeim, sem í einhverju hleypur á snærið fyrir og fegnir vilja veita öðrum hlutdeild í gleði sinni yfir, að þeim hefir eitthvað að óskum orðið? Strandarkirkja er að vísu ekki lengur ein um þessar heitgjafir. Væntanlegri Hallgrímskirkju i Saurbæ hafa borist allálitlegar upphæðir (á þessu ári einu kr. Í385-50!), sömuleiðis væntanlegri „Hallgrímskirkju" hér í Rvík#Frí- lcirkjunni, Elliheimilinu, Sjó- mannastofunni, Vífilsstaðahælinu, Sumargjöfinni o. s. frv. Sýnir þetta, að til eru þeir, sem skilja, að fremur ber að líta á gjafaþörf- ina en á kyngikraft Vogsósa-Eiríks gamla eða hvað það nú er, sem fyrir áheitendum vakir. En þegar svo er komið, að þörf og verðleik- ar eru látnir ráða hver gjöfina hreppir, þá eru gefendurnir á réttri leið með það, sem þeir vilja láta af hendi rakna — hvort sem þeir nefna það áheit eða gjöf — í minn- ingu einhvers, sem að óskum hef- ir orðið. Og þá þarf enginn að fara með áheit sitt sem manns- morð, svo sem nú er tíðast, af hræðslu um auðtrygnigrun eða hjátrúar eða katólsku. Þvi að sé gjöfin látin af hendi rakna til þess að styðja með henni eitthvert gott og þarft fyrirtæki, þá er hún orð- in gjöf til guðsþakka, sem ekkert getur verið að athuga við frá neinu sjónarmiði. En gjafir til einhvers, sem ekki er gjafaþurfi, verða aldrei til guðsþakka-gjafa taldar. Dr. J. H. Njðsnarmálið i Frakklanði Frá upptökum þessa máls var ítarlega skýrt fyrir skemstu í Vísi. Njósnarkonan Marselle Monseil hafði nefnt þrjá Englendinga, sem hún ynni fyrir, og voru þeir allir handteknir skömmu síðar. Þeir heita William Fisher (hann |i G'Oscli I eldjpýtur. Gæðumerkið: iBrieBskiöll. I Samkeppnismerkið: ifilkrrin. I er pólskur, en hefir unnið sér biæskan þegnrétt), Ernest O. Phil- lips og John Leather, og eiga allir heima i París og eru í þjónustu bresks félags, sem býr tíl loft- skeýtatæki. Allir hafa þeir harðlega neitað, að þeir væri sekir um njósnir, en Fisher kveðst þekkja Monseil, ea þrætir fyrir að hafa ráðið hana til að njósna um hermál Frakka. Frönsk blöð hafa ritað feiknin öll um þetta mál, en Bretar láta sér fátt um finnast og telja þetta cklci annað en hégóma. Segja þeir, að Monseil hafi hvervetna verið síblaðrandi um það við alla, að hún væri njósnari, og öll þau „leyndarmál", sem hún hafi kom- ist að, sé ekki annað en brot úr cpinberum, prentuðum skýrslum, sem hver maður geti keypt fyrir nokkura aura, hvar sem sé í Frakklandi. — Ekki er kunnugt, að dómur hafi enn verið upp kveð- inn í máli þessu, og má vera, að rannsókn sé ekki til lykta leidd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.