Vísir - 22.01.1926, Page 2
VÍSIR
Símskeytí
Khöfn 2i. jan. FB.
Enn um seðlafölsunarmálið.
Símað er frá Budapest, að þing-
ið hafi samþykt að setja á stofn
nefnd til þess að rannsaka fölsun-
armálið. — Lögreglan heldur, að
samtals hafi verið prentaðar 125
miljónir franka.
Miklu mannvirki lokið.
Símað er frá London, að hleðslu
varnargarðanna við hina fyrirhug-
uðu áveitu við hið svokallaða bláa
„Nílarfljót“ i Súdanhéraði sé lok-
ið. Þetta er með stærstu verklegum
fyrirtækjum, sem gerð hafa verið.
Tuttugu þúsundir manna hafa
unnið við verkið. Áveitusvæðið er
200000 ekrur, og er áætlað, að
bægt muni að rækta 40 miljónir
bagga af baðmull á svæðinu ar-
lega.
Khöfn 21. jan. FB.
Sundrung í frjálslynda flokknum
breska.
Símað er frá London, að menn
búist þar við, að frjálslyndi flokk-
urinn klofni og að Lloyd George
muni leita samvinnu að einhverju
leyti við jafnaðarmenn.
Fjármál Frakka.
Símað er frá París, aö ekkert
samkomulag hafi enn náðst um
fjárlagafrumvörpin. Fjármálaráð-
herrann hefir lýst yfir því, að það
sé alveg óhjákvæmilegt að ná sam-
komulagi fyrir 1. febrúar. Briand
reynir að koma þingmönnum í
gott skap með því, að bjóðast til
þess að hækka þingfararkaupið úr
27.000 í 42.000 franka.
Utan af landi.
—X—
Akureyri 21. jan. FB.
Þingmálafundur var haldinn hér
í gærkveldi. Á dagskrá voru átta
mál. Þingmaðurinn hélt hálfs ann-
ars tíma inngangsræðu um lands-
mál yfirleitt. Urðu miklar umræð-
ur á eftir og urðu að eins 3 mál
afgreidd: fjárhagsmál, gengismál
og'seðlaútgáfan. Framhaldsfundur
verður í kveld. Tillaga í fjárhags-
málinu vár svohljóðandi:
„Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir því, að fjárhag ríkisins má nú
telja komið í gott horí og skorar
jafnframt á þing og stjórn, að
gæta framvegis eins og undanfar-
i’ð fylstu varúðar í fjármálastjórn
ííkisins. Hins vegar lítur fundur-
inn svo á, að áhættulaust sé að
létta nú þegar álögum af þjóðinni
að einhverju leyti, og telur þá rétt
að byrja á því að afnema gengis-
viðaukann og að lækka útflutn-
ingsgjakl á síld.
Frá Dinmðrkn
(Tilk. frá sendiherra Dana).
Nýtt kirkjusögurit eftir biskup
vorn.
í „Nationaltidende“ birtist rit-
dómur eftir prcstinn Dr. theol.
Neiiendam um hið nýja ritverk
Jóns bisktíps Helgasonar: „Is-
lands Kirke fra dens Grund-
læggelse til Reformationen.“
Segir þar, að útkoma rits þessa
sje sannarlegt gleðiefni, þar sem
höí'undurinn, sem sje maður
vinveittur landi voru, sé hvort-
tveggja í senn hinn fróðasti
sögumaður og sjálfur starfandi
kirkjunnar maður.
Eftir að þar hefir verið farið
mjög lofsamlegum orðum um
áður útkomiðkirkjusöguritbisk-
upsins er gerð greinfyrirefnirit-
verks þess, er hér liggur fyrir, i
höfuðdráttum þess og aðsíðustu
tekið fram, að jafn alþýðlega
samið sögurit og þetta muni
vissulega eiga von góðrar út-
breiðslu um öll Norðurlönd; því
að auk þess sem i*it af þessari
gerð vikkar sjóndeildarhring
manna, þá hefir það það til sins
ágætis, að biskupnum hefir tek-
ist með sínum góða penna að
gera hið annars strembna mið-
aldasöguefni mjög svo meðfæri-
legt. í þessu sambandi er lokið
lifsorði á hlutdeild pórðar Tóm-
assonar klausturprests í útgáfu
þessa rits.
Bókin er kostuð af Gads-bók-
forlagi með styrk úr dansk-is-
lenska sáttmálasjóðnum, og
prýdd fjölda mynda.
Fyr á timnm
þá kostuðu
Gillette
rakvélar
15 til 25 krónur, en kosta
nú að eins kr. 4.50 með
einu blaði.
VÖRUEÚSIÐ
Frú Lanridsens Skole
Hnsholdningsseminariet,
Ankerhns
Sorö, Danmark,
tekur ungar stulkur til náms, hvort
sem þær ætla sér að verSa kenslu
konur siðar, eða taka einungis
þdt í venjulegum 5 mánaða
námskeiðum, sem hefjast t mai
og nóvember.
Nánari upplýsingar veiltar þeim,
er þess óska.
Útsalan
hjá Hita & Ljós, stendur yfir að-
eins til næsta laugardags. — Nokk-
ur stykki af reglulega fallegum
Ijósakrónum, úr eir og kopar, eru
enn óseldar. Komið fljótt. Útsöl-
unni er að verða lokið.
H.f. Hiti & Ljós.
frá birstjóroarfumli
í gær.
1. Borgarstjórakosningin. Les-
in var upp tilkynning atvinnu-
málaráðuneytisins um að það
telji ekki rétt að breyta sam-
þykt bæjarstjórnar i því máli
og eigi hún því að standa
óhögguð. — J?ar með er Knud
Zimsen sjálfkjörinn borgarstj.
næstu sex ár.
2. Bensingeymi vill Lands-
verslun fá að setja á horn
Tryggvagötu við vestari hafn-
arbakkann, og var það samþykt.
3. Erindi stjórnarráðsins um
frv. til sjúkratryggingar hafði
fjárhagsnefnd rætt og lagði fyr-
ir fundinn nefndarálit, sem fer
í þá átt, að frumvarpið sé ekki
þess eðlis, að æskilegt sé að það
sé gert að lögum, og samþykti
bæjarstjórn álit nefndarinnar.
4. Tillaga kom frá fjárhags-
nefnd um, að framvegis verði
fjárhagsnefnd, fasteignan, og
gasnefnd hver um sig skipuð
fjórum bæjarfulltrúum, auk
borgarstjóra, í stað tveggja auk
borgarstjóra, sem verið hefir.
Tillaga kom fram frá St. Jóh.
Stefánssyni um að visa þessari
till. til bæjarlaganefndar til um-
sagnar, en hún var feld.
er fyrirmyndar bifreið.
Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolct vörubifreiðar hér
á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri ann-
ari bifreiðategund a einu ári. petta er meðal annars ein sönnun
fyrir ágæti bifreiðanna.
Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chev-
rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem:
1. Öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit-
um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina.
2. Heilfjaðrir að framan og aftan.
3. Sterkari framöxull.
4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif-
reiðina miklu auðveldari í snúningum.
5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án
þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að
taka þurfi af henni lilassið.
6. Allir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slita öxlunum.
7. Tryggará fyrirkomulag á bremsum.
8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er
að slíta gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má slitna
afturhringi á framhjól til stórsparnaðar.
Chevrolet bifreiðin ber lþ^ tonn, og með það hlass fer
hún flestar brekkur með fullum liraða (á 3. giri).
Clievrolet bifreiðin er með diskkúplingu, liinni lieimsfrægu
Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk.
Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn líka að vél-
arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður á
Chevrolet er hverfandi lítill samanborið við aðrar bifreiðir.
Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða
höfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn.
Einkasalar fyrir ísland:
Jóh óiafssoa & Go.
Reykjavik
Wllllams & Hambert.
MOLINO
Sherry.
Sést alstaöar þar sem gott vm er boðið. Biðjlð nm það.
y '•
5. Fjölgun bæjarfulltrúa. —
þórður Bjarnason bar fram till.
um, að fela bæjarlaganefnd að
semja frv. til laga um fjölgun
bæjarfulltrúa, og verði það frv.
lagt fyrír næsta alþingi. Var til-
lagan samþ. með 9 : 1 atkv.
6. „Naustin“ á að heita drátt-
arbraut og skipaviðgerðarstöð,
sem hlutafélag ætlar að koma á
fót við vesturhöfnina,þar sem nú
er Slippurinn og Hauksbryggja.
7. Kolakrana var h.f. Kol og
Salt leyft að setja upp á eystri
hafnarbakkanum, með ýmsum
skilyrðum þó, þar á meðal, að
hafnarnefnd samþykki borgun
fyrir leigu á krananum, þegar
hann vinnur fyrir aðra en eig-
endur.
8. Hafnarlán. — Samkvæmt
heimild atvinnumálaráðuneytis-
ins var samþykt að taka 800
þús. króna lán til að gera fyr-
ir nýjan garð og bryggju í höfn-
inni, og til að greiða með lausar
skuldir hafnarsjóðs.