Vísir - 02.02.1926, Blaðsíða 3
\T . 5> I R
liafi óbeinlínis veriö sviftir skip-
stjórn fyrir aö stunda ekki veiðar
í landhelgi — eða með öðrum orð-
um: fyrir að fiska ekki nógu vel,
af því að þeir hafa hlífst við að
fremja lögbrot." — Eftir orðum
þessa opinskáa þingmanns að
•dæma, virðist því skipun útgerð-
.ar'mannanna vera á þessa leið :
„Farið út og sækið mikinn afla.
Að öðrum kosti getum við ekki
notað ykkur.“ — Og afleiðingin
verður sú, að skipstjórarnir neyð-
ast til að fiska i landhelgi, þegar
afli er tregur utan hennar, því að
staða þeirra er undir því komin,
að þeir afli mikið. — Eftir þessu
.ættu þá útgerðarmennirnir að láta
sig engu skifta, hvar aflinn er tek-
inn. — Og auðvitað þurfa þeir
ekkert um það að vita, þó að fisk-
að sé eingöngu í' landhelgi, ef alt
gengur slysalaust og enginn kærir.
Eg skal ekkert um það segja,
hvort frásögn íhaldsmannsins um
.aflakröfuna á hendur skipstjórum,
hvernig sem- á stendur, er á rök-
um bygð. —1 Eg get þó efast um
það. — En ef hún er rétt, þá lýsir
hún nokkuð miklu skeytingarleysi
um veradun ,,gullkistunnar“, fiski-
miðanna í landhelgi, til handa
homandi kynslóðum. — Ráns-
hrammur togaranna, innlendra og
þó einkum útlendra, getur áreiðan-
lega orðið svo sterkur, og er víst
orðinn það nú þegar, að fiskimið
vor hljóta að spillast, ef þessu fer
fram til lengdar. — En þegar veið-
in gengur til þurðar, verður land-
ið óbyggilegra og verra heim-
kynni börnum sínum. — Einstakir
menn og félög verða að gæta þess,
að þeir eiga ekki fiskimiðin um-
hverfis þetta land. — Utan land-
heiginnar mun sjórinn vera allra
eiga og engra, en innan hennar
eiga hann, til skynsamlegra af-
■nota, öll landsins börn, þau er nú
þfa og síðar koma til, um allan
aldur íslands bygðar. —• Hver
kynslóðin stendur ekki við nema
eitt augnablik í ævi þjóðarinnar.
— Sérhver kynslóð hefir afnota-
rétt af auðlindum hafs og lands,
með þeim takmörkunum sem lög-
gjöfin setur, en hún hefir ekki rétt
til að leggja í auðn eða spilla
neinu. — Ríkidæmi og einstak-
lings-auður þykir keppikefli, eins
og dæmin sanna, en hann er þó
lítilsvirði, ef hann er tekinn með
stórum spjöllum á auðlindum lands
og lagar. — Viö reynum eftir
megni að rækta landið og bæta.
£>aö er ekki þakkarvert. — Gróð-
'unnoldin borgar allan þann sóma,
setn henni er sýndur. — Við eig-
um líka að rfeyna að búa svo að
fiskimiðunum, að þau spillist ekki
á vorum dögum. — Okkur stæði
nær, að reyna að bæta þau, ef
auðið væri, svo að niðjar vorir
taki við þeim betri en þau eru nú.
Eh það fæst að eins með friðun
og verndun.
Eg geri ráð fyrir, að ekki sé
tii mikils að heita á sómatilfinn-
uig manna né ættjarðarást á þess-
utn síðustu og verstu dögurn
fiokkabaráttu og haturs og hvers-
konar óáranar í mannfólkinu. —•
Sá háski er nú á ferðum í þjóð-
lífi voru, að fólkinu er sigað
hverju á annað og rekið saman
í harðvítuga stéttaflokka. Og for-
sprakkar þessara flokka ætla sér
aö láta ófrið og illdeilur og hatur
bera sig hátt og gera sig máttuga
og þjóðkunna. — En í öllu því
Sólaleður
nýkomið.
fivannbergsbræður.
HarmoBÍknr
i 2 3 og 4-faldar, Regent og
Royal Standard eru bestar á
heimsmarkaðinum. — Fást
að eins hjá okkur. — Ágætar
Vínar-harmonikur frá 14 kr.
Munnhörpumar eftirsóttu
eru komnar aftur.
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ.
\
Fyr á timum
þá kostuðu
Oillette
rakvélar
15 til 25 krónur, en kosta
nú að eins kr. 4.50 með
einu blaði.
VÖRUQðSIÐ
Nýkomið:
Viktoriabaanir
ódýrt.
VON og Brekkustíg 1.
________________
mikla striti stéttabaráttunnar
gleymist heill alþjóðai-. — Gengi
flokka og einstakra manna er öllu
ofar sett. — Og svona mun þetta
ganga alla þá sund, sem flokks-
þrælkun er beitt og pólitísk hund-
gá stéttaflokkanna kveður við um
landið þvert og endilangt, milli
fjalls og fjöru.
En þó að þessu sé þann veg
báttað, og þó að flokkahatrið (í-
hald, framsókn, jafnaðarmenn)
logi nú fjöllunum hærra um bygð-
,ir landsins, þá er þó ekki alveg
vonlaust um, að koma mætti svo
'vitinu fyrir forsprakka stéttabar-
, áttunnar, að þeim gæti skilist, aö
framtíöarheill og gengi þjóðarinn-
ar krefst þess, að hér sé komið
upp öruggum landhélgisvörnum.
1— Danska vörnin hefir alla tíð
.,6fullnægjandi verið. — Við erum
r.ú að láta smíða eitt strandvarna-
skip og eigum „Þór“ litla fyrir.
:— En það nægir hvergi nærri. —
Við þurfum að hafa að. minsta
kosti fjögur skip vel búin, —■ skip,
sem við eigum sjálfir. — Og þau
verða að vera að starfi allan árs-
ins hring og hvert einasta brotlegt
skip, sem tekið verður, innlent
jafnt sem útlent, á að sæta miklum
fjárútlátum. — Þyrfti sennilega að
hækka sektarákyæðin til muna, frá
því sem nú er í lögum.
Við getum hæglega eignast tvö
ný varðskip á næstu fimm árutn.
— Við getum það, ef „viljinn til
hins góða er nógu sterkur“.
Sjómaður.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavik 6 st., Vest-
mannaeyjum 6, ísafirði 6, Alc-
ureyri 5, Seyðisfirði 4, Grinda-
vík 5, Stykkishólmi 4, Gríms-
stöðum 0, Hólum í Hornafirði
6, pórshöfn í Færeyjum 6, Ang-
magsalik (í gær) -fe- 4, Kaup-
mannahöfxl 2, Utsire 3, Tyne-
mouth 6, Leirvík 7, Jan Mayen
-t- 5 st. Mestur hiti hér í gær ö
st., minstur 3 st. -— Djúp, stöð-
ug loftvægislægð fyrir suðvest-
an land. Horfur í dag: Austan
átt, hvöss við Suðm-land. Úr-
koma á suðausturlandi og Aust-
urlandi. í nótt: Airstlæg átt,
sennilega nokkuru hægari við
Suðurland.
Skjaldarglíma Ármanns
var þreytt í gærkveldi og tóku
8 menn þátt í henni. Tveir gengu
úr leik: Eggert Kristjánsson og
Pétur Bergsson. — Hlutskarp-
astur varð porgeir Jónsson;
féll aldrei og hlaut skjöldinn að
launum. Hinir hlutu þessa vinn-
inga: Jóhann Guðmundsson 6,
Ágúst Jónsson 5, Jörgen por-
bergsson 4, porsteinn Guð-
mundssón 3, porgeir Svein-
björnsson 2, Gunnar Magnús-
son 1, Ragnar Kristinsson 0. —
Tvenn verðlaun voru veitt fyr-
ir fegurðarglímu: 1. verðlaun
Jörgen porbergsson, 2. verðlaun
Ágúst Jónsson.
'Gjafir til Sjómannastofimnar.
Við báðar guðsþjónustur í dóm-
kirkjunni s.l. sunnudag gáfust kr.
1922.55 til Sjómannastofunnar, og
við guðsþjónustu í fríkirkjunni kr.
289.03.
/
Eggert Stefánsson,
syngur í þjóðkirkjunni i Hafn-
arfirði næstk. fimtudagskveld.
Þessir farþegar
komu á e.s. íslandi, auk þeirra,
sem áður var getið: Tage Möller,
frú Margrét Guðmundsson, ung-
frúrnar Áslaug Jónsdóttir (Þórar-
'inssonar), Elín og Bengta Anders-
son.
Háskólafræðsla.
Prófessor Ágúst H. Bjarnason
flytur erindi í Kaupþingssalnum
kl. 6 á morgun.
Aðalfimdur
Ekknasjóðs Reykjavíkur var
baldinn síðastliðinn laugardag. —
Gunnar kaupm. Gunnarsson var
kosinn heiðurðsfélagi sjóðsins í
viðurkenningarskyni fyrir langt
og vel, unnið starf í þágu hans. —
Sjóðurinn er 11 ú fullar 50 þúsund-
ir króna.
Af veiðum
komu í gær: Hilmir (með 800
kassa) og Njörður (með 1000
kassa); fóru báðir til Englands í
gær. Menja kom í nótt (með 700
kassa) og Gulltoppur í dag (með
1000 kassa).,
Apríl
kom frá Englandi í dag.
f.HEYROLET
ei* fyrirmyndar bifreið.
Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubifreiðar hér
á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri ann-
ari bifreiðategund á einu ári. petta er meðal annars ein sönnun
fyrir ágæti bifreiðanna.
Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chev-
rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem:
1. Öflugri grínd 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit-
um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina.
2. Heilfjaðrir að framan og aftan.
3. Sterkari framöxuU.
4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif-
reiðina miklu auðveldari i snúningum.
5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án
þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að
taka þurfi af henni lilassið.
6. Allir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slita öxlunum.
7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum.
8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er
að slita gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má slitna
afturhringi á framhjól til stórsparnaðar.
Chevrolet bifreiðin ber 1% tonn, og með það hlass fer
hún flestar brekkur með fullum hraða (á 3. gíri).
Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu
Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk.
Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn lika að vél-
arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður á
Che\Tolet er hverfandi lítill samanborið við aðrar bifreiðir.
Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða
höfn sem er, sem liefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn.
Einkasalar fyrir ísland:
Jóh. Ölafsson & Co.
Reykjivik.
KULL ARKBANDSUR
óska flestir sér að eiga, en þá verður að greiða
það minst kr.tOO.OO Við seljum okkar gull-
pleltúr eins og myndin sýnir fyrir kr. 1 t C
uð viðbœttum burðareyri. j J *J|J
Úrin eru búin til í Sviss, hafa fallega hvita
s tnlnaskifu og eru vart þekkjanleg frá úrurn sem
kosta margfalt meira. Gaumgæfileg skoðun á
úrunum fer fram, áður en þau eru send.
Hentug hnnda stúlkum, karlmfinnum ogskóla-
bornum Pantið strax. Bíðið ekki. Úrin eru send
með eftirkröfu að viðbættum burðartyri Ef
upphæðin er send ásamt pöntuninni, þá er
úrið sent að kostnaðarlausu.
Ordre til OXT'SI' DESTW GROS DL,.A.<3-:EÆt. a/s
líox 615. Oslo h’orge.
Send mig stk. gutdplaque armbuandsur a kr. 15,95. Belopet
bedes tat pr. efterkrnv -f- porto. Betöpet fölger vedlagt og uret
skul da sendes portofrit. (Overstryk det som ikke pusser).
Navn :.......................................
Adresse:.......................................
Suðurland
kom frá Borgarnesi i dag.
ísfiskssala.
s
Síöastl. laugardag seldi Snorri
goði fyrir iooi st.pd., en í gær
seldu þessi skip: Skúli fógeti fyrir
781 st.pd., Kári Sölmundarson fyr-
ir 1093 st.pd., og Ver fyrir 796
sterlingspund.
Skipafregnir.
Goðafoss var á ísafirSi í
morgun.
S a d o kom í nótt frá Aust-
fjörðum. — MeÖal farþega var
Sveinn Ólafsson alþm. úr FirSi.
G u 11 f o s s er i Vestmanna-
eyjum.
í s 1 a n d fer héðan kl. 4 i dag
norður til Akureyrar. Snýr þar
viö og kemur hingað.