Vísir - 09.02.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1926, Blaðsíða 2
VlSIR DMamainixOiusiEMC „Crema“ dósamjólkin aftur fyrirliggjandi. / Veröiö afar lágt. Nýf lélagsskapnr. Menn hafa mjögf fttncliö tii þess á undanförnum árum, síðan er stjórnmáladeilum vorum við Dani lyktaði í brá'ö meö sambandslög- unum 1918, aS almennur stjórn- mála-áhugi landsmanna færiþverr- andi, og mörgum hefir fundist þeir vera heimilislausir i stjórn- málunum. — ÁSur höföu menn aö- allega skiftst í flokka eftir afstöö- unni til sambandsþjóöar vorrar, Dana, en meö sambandslögunum var sú flokkaskifting úr sögunnf aö mestti. — Ýmsir þeir, sem áöur höföu verið hinir áhugasömustu um landsmál, hættu nú aö hugsa um þá hluti að mestu, og almenn stjórnmíála-deyfð lagðist yfir hugi margra. — Þetta er illa fariö, fyrir margra hluta sakir. — í, fyrsta Iági vegna þess, að það er ávalt skaðlegt, aö eldurinn kulni á stjórnmála-arni þjóöarinnar, því að þá má svo fara, að hún gleymi sæmd sinni og gæti eigi sem skyldi réttar síns út á við. — í öðru lagi hefir svo farið, á meöan sjálfstæðismenn þjóðarinnar létu hlé veröa aö mestu á lifandi, pólitískri starf- semi sinni út um bygðir landsins, að risið hafa upp hinir og aörir flokkar, sem mörkuöu sér þröng- an bás og bundu starfsemi sína nær eingöngu við hagsmuni fárra manna eða einstakra stétta. — Má þar til nefna „Framsóknarflokk- inn“, sem til þess er stofnaður, aö vinna einhliða að hagsmunum bændastéttarinnar, „íhaldsflokk- inn“, sem hefir þaö aö höfuð- markmiði, að hlynna aö efnuðustu mönnum þjóðfélagsins, þó aö ann- að sé látið í veðri vaka, og flokk jafnaðarmanna, sem eingöngu lít- ur á hag verkamanna. — Allir eiga flokkar þessir sammerkt að því leyti, að þeir eru hreinir stétta- flokkar. — En þaö er eðli stétta- flokkanna, að þeim hættir við að beita aöra flokka, andstæöinga sína, ofríki, hve nær sem fævi býðst, og reyna að skara sem mest- an eldinn aö sinni eigin köku. — Harðvítugir stéttaflokkar eru eitt hiö mesta skaöræöi i hverju þjóð- félagi, því að þar gerir enginn öðr- um rétt, og alþjóðar-heill er lægra metin en hagsmunir flokksins. Frjálslyndir menn hér í Reykja- vík og raúnar um land alt, hafa lengi fundiö til þess, aö svo búið mætti ekki lengur standa. — Hin írjálshuga, unga kynslóð hefir í raun réttri árum saman verið hæl- islaus í pólitiskum efnum. — Og atgangur stéttaflokkanna hér er nú orðinn svo magnaður og ásókn þeirra svo harðvítug, aö fólkið hefir engan frið fyrir ánauö þeirra og gauragangj. —r En fjöidamarg-. ir eru svoB^^>a|farnir,! þeír. geta ekki veitt neinum þessara þriggja flokka fylgi sitt. — Þó mundi einna fráleitast um frjáls- lynda, unga menn, að þeir gengi til fylgis við íhaldsliöið. — Svæsn- ustu íhaldsliöar hljóta að standa feigum fótum í stjórnmálum þessa lands. — Og öfgastefnurnar hinar tvær, bændapólitíkin og jafnaðar- menskan, eiga sammerkt um það, að mönnum ofbýður óbilgirnin, sem þar er höfð f frammi.j 1— Samt er ekki fjarri sanni að ætla, að ýmsir ungir menn, einkum í kaupstöðum og sjávarþorpum, hneigist fremur, af tvennu illu, að stefnu jafnaðarmanna en aö ramm- asta íhaldi. — í sveitunum reynir „framsókn“ að véla unga fólkið til fylgis viö sig með ýmsum brögö- um. — Margir mundu þó, ef þessir flokkar væri einir um hituna, alls ekki fást til að gefa sig að stjórn- málum, þeir er vel væri til þess kjörnir, og væri það sýnn skaði fyrir þjóðfélagið. Ýmsir góðir menn hafa nú kom- iö sér saman um, að efna til fé- lagsskapar hér í bæ og síðar um land alt meöal frjálslyndra manna. — Var fundur haldinn í því skyni síðastliðinn sunnudag. — Undir- tektir voru mjög góðar og töldu ræöumenn nauðsynlegt, aö slíkum félagsskap væri komiö á laggirn- ar sem allra fyrst. Er svo til ætlast, að félagið, er því vex fiskur um hrygg, og í santvinnu við samskonar félög um land alt, safni undir vængi sína öllum frjálslyndum íslenclingum, sem ekki geta sætt sig við eiginhagsmuna-róður stéttaflokka þeirra, sem áður hafa verið nefnd- ir. — Mun félagið bera heill al- þjóðar fyrir brjósti fyrst og fremst og leitast við að gæta hagsmuna allra stétta þjóðfélagsins jöfnum höndum. — Frá Alþingi. / Þingsetmngin. Setningu Alþingis var fram haldið í gær kl. 1, og voru þá allir þrn. komnir. Forsætisráðherra kvaddi þá elsta mann þingsins, Björn Kristjánsson, til þess að stjórna kosningu forseta samein- aðs þings. Aldursforseti mintist fyrst látinna þingmanna og fyrv. þingmanna, er látist höföu síðan síðasta þing var háð, þeirra Hjart- ar Snorrasonar, Sigurðar Jónsson- ar frá Ysta Felli, Ara Brynjólfs- sonar frá Þverhamri, Ólafs Briem, Jóns Jacobsonar, Jóns Jónatans- sonar og Stefáns Stefánssonar frá FagraskógS, og stóðu þingmenn allir upp í virðingarskyni við þessa látnu þingmenn. — Þá skifti þing sér í þrjár kjördeildir, til að rann- saka k|örþréf þfiggja nýsra. þing- túáí.mai þeirra Ágús ÍMÍéggasonar, Kvensokkar og kven- hanskar eru seldir með 20% afdætti i verslun Ben. S. Þórarinssonar. Gunnars Ólafssonar og Ólafs Thors, og varð þá 15 mín. fundar- hlé. Að því loknu gengu þingmenh aftur á fund. Framsögumaöur 1. kjördeildar, Ámi Jónsson frá Múla lýsti yfir því f. h. kjördeildarinn- ar, að hún heföi ekkert að athuga við kosningu þeirra G. ÓI. og Ól. Th., og var kosning þeirra sam- þykt í einu hljóði. Klemens Jóns- son hafði framsögu fyrir 3. kjörd., er athugað hafði kjörbréf Ágústs Helgasonar, og lýsti þvi yfir, að við þá kosning væri heldur ekkert að athuga, og var hún siðan sam- þykt, einnig i einu hljóði. — Þá var loks gengið til kosninga em- bættismanna þingsins. Forseti sameinaðs þings var kosinn Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðfirðinga, með 22 atkv. Klemens Jónsson fékk 15 atkv. og Sigurður Eggerz 5. Varaforseti sam. þings var kos- inn Þórarinn Jónsson, þm. V,- Húnv., með 21 atkv. Skrifarar voru kosnir með hlut- fallskosningu: Jón A. Jónsson, þrn. N.-ísf. og Ingólfur Bjarnason, þm. S.-Þing. Loks var kosin kjörbréfanefnd og síðan slitið þessum fyrsta fundi sam. þings, og fundir síðan settir í deildunum. í neðri deild stýrði Klemens Jónsson kosningu forseta, og hlaut Benedikt Sveinsson, þm. N.-Þing., kosningu með 17 atkv., en Kle- rnens Jónsson fékk 11 atkv. i.vara- forseti var kosinn Pétur Ottesen, þm. Borgf., með 13 atkv., og 2. varaforseti Sigurjón Jónsson, þm. ísafj. Skrifarar voru kosnrr með ldutfallskosningu: Magnús Jóns- son og Tryggvi Þórhallsson. í efri deild stýrði Björn Krist- jánsson kosningu forseta, hlaut Halldór Steinsson, þm. Snæf., kosningu, með 8 atkv. 1. varafor- seti var kosinn síra Eggert Páls- son, 1. þm. Rang., og 2. varafor- seti Ingibjörg H. Bjamason, 6. landsk., með sama atkvæðafjölda. Skrifarar voru kosnir, með hlut- fallkosningu: Gunnar ólafsson og Einar Ámason. Stjórnin tilkynti, að hún ætlaði að leggja fyrir neðri deild ])essi frv.: Um lærðan skóla í Reykja- vík, um fræðslu barna, frv. til fjár- laga fyrir árið 1927, frv. til samþ. á landsreikningum fyrir 1924, frv. til fjáraukal. fyrir 1924, frv. um útsvör, frv. til 1. um viðauka við lög nr. 68, 14. nóv. 1914, um áveitu á Flóann, frv; um kynbætur hesta og frv. um bryggjugerð í Borgarnesi og tillögu til þingsá- lyktunar um sæsímasamband við útlönd o. fk, og fyrir efri deild: frv. til laga um skipströnd og vog- rek, frv. til laga um happdrætti og hlutaveltur, frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga inn í viðbótarsamning við myntsamning Norðurlanda, frv. til laga um veitingasölu og gisti- húshald o. fk, frv. til laga um raforku-virki, frv. til laga um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða,-og fr.v...tiklaga um-Iög*. g-ftíálú:itcfúíútioðef»drjpIn. aí nv ilqo lúmia tfQV ðív llójjt StícT .tnu CHÉVRO er fyrirmyndar bifreið. Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubifreiðar hér á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri ann- ari bifreiðategund á einu ári. petta er meðal annars ein sönnun fyrir ágæti bifreiðanna. Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chev- rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem: 1. Öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit- um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina. 2. Heilfjaðrir að framan og aftan. 3. Sterkari framöxull. 4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif- reiðina miklu auðveldari í snúningum. 5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið án þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að taka þurfi af henni hlassið. 6. Allir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slíta öxlunum. 7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum. 8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er að slita gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má slitna afturhringi á framhjól til stórsparnaðar. Chevrolet bifreiðin ber 1Y2 tonn, og með það hlass fer hún flestar brekkur með fullum hraða (á 3. gíri). Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk. Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn líka að vél- arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður á Chevrolet er hverfandi lítill samanborið við aðrar bifreiðir. Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða liöfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn. fyrir ísland: Jóh. Ólafsson & Go. Reykjavlk. skulda-okur og hræöslu vi'ö Al- þjóöabandalagiö. Kveður hann framkomu þeirra í garö Évrópu skammarlega. Kolanámur Breta. Simað er frá London, aö kola- námumálunum sé þannig variö nú, að námueigendur krefjist þess, aö vinnutími veröi lengdur og laun lækkuö, en verkamenn krefjast þess, að fyrst og fremst verði þessu í engu breytt sem stendur, Skyndisalan stendur enn yfir. Allar hinar vönduðu vörur i versluninni eru seldar með minst 10% afslætti. Tækifæriskaup á mörgú, þar á nieðal á kvénsjölum, kjólum og kápum, einnig á Vetrarfrökkuni karla. Ullarfatatau og Ullarkjólatau eru sérlega mikið niðursett. —- Símskeyti —o— Khöfn 8. febr. FB. Gerard sendiherra vítir landa sína. Símað er frá New York, að Ger- ard, sendiherra Bandaríkjanna í Berlín á styrjaldarárunum, hafi opinberlega vítt Ameríkumenn fyrir miskunnarlaust styrjaldar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.