Vísir - 11.02.1926, Blaðsíða 2
VlSIR
/
Haíramjöl
„Hereules“ haframjöliS hefur rutt sér mjög til rúms —
sem eðhlegt er. Það er hreint. Bragðgott og næringarmikið.
Símskeytí
--X--
KhÖfn io. febr. FB.
Stresemann talar gegn 'Mussolini.
Síniaö er frá Berlin, aö Strese-
■mann hafi haldið mikla ræöu í
gær um framkomu Mussolini
gagnvart þýskum íbúum i Suöur-
iTyrol. Las hann upp yfirlýsingai-
ítalskra stjórnaryfirvalda þar sem
því var lofað, að láta íbúana
óáreytta og Iofa þeim að halda sið-
um sínum. Stresemann benti á, að
• Mussolini hefði brotið öll þessi
loforð og hótun Mussolini um að
flytja landamærin lengra norður á
bóginn væri í rauninni ógnun um
styrjöld gagnvart Austurriki og
Þýskalandi.
Khöfn ii. febr. FB.
Róstur á þingi Ungverja.
Simað er frá Budapest, að um-
ræðurnar um fölsunarmálið hafi
valdið geysilegum æsingum í þing-
inu. Þingmenn hentu blekbyttum,
borðum og stólum í höfuðið hver
á öðrum. Margir særðust.
Ofviðri í Norðursjó.
Símað er frá Bergen, að afskap-
leg illviðri hafi geisað yfir Norð-
ursjóinn. Fjöldi skipa hefir leitað
hafnar í Björgvin og í aðrar hafn-
ir í Vestur-Noregi. Mörg skipanna
eru stórskemd.
fjirljpr ríkisjúðs.
í gær hófst í neðri deild fyrsta
umræða um f járlagafrumvarpið
fyrir 1927, og eins og venja er,
flutti fjármálaráðherra þá ræðji
um fjárhag ríkissjóðs, skýrði frá
afkomu síðasta árs.og horfum á
því næsta. — Ráðherrann lét, sem
vonlagt var, mjög vel af afkom-
imni s.l. ár, og kvað nú allar
„Iausa“-skuldir ríkissjóðs greidd-
ar, af tekjuin ársins, en þær skuld-
ir hefðu í ársbyrjun verið um 4
miljónir, og hefði verið ráðgert, að
þær greiddist á 3 árum. En auk
iþessarar skuldalúkningar og af-
borgana af föstum lánum ríkis-
sjóðs, sem munu nema upp undir
900 þús. kr., hefði handbært fé rík-
issjóðs, sjóðurinn, vaxið um 1%.
miljón.Allar tekjur ríkissjóðs á ár-
inu höfðu verið áætlaðar í fjárlög-
um kr. 8.289.100,00, en verða tmi
kr. 16.281.000,00, eða þvi sem næst
tvöföld áætlunarupphæðin. Hins-
vegar voru gjöldin áætluð um
8274 þús. kr., en verða um 11012
þús., að því er séð verður. Hreinn
tekjuafgangtir (auk afborgana af
föstu lánunum) verður þannig um
5269 þús. kr.
Þessi glæsilega afkoma stafar
auðvitaö aðallega af tvennu: ár-
ferðinu tvö síðustu árin.einkanlega
1924, og hinum auknu tollum,
gengisviðauka og verðtolli, sem
þingið 1924 samþykti.
Skuldir rikissjóðs kvað ráðherr-
ann hafa verið 18197 þús. kr. í
ársbyrjun 1924, en 11815 þús. kr.
í árslok 1925. Þær hefðu þannig
lækkað um 6382 þús. kr., en á
sarna tíma hefði sjóður aukist um
(2123 þús. kr., svo að hagur ríkis-
sjóðs 'hefði þannig batnað urn 8ý<
miljón kr. á þessum tveim árum.
Af þessu mætti telja um 5 mil-
jónir kr. tekur af gengisviðaukan-
um og verðtollinum, en afganginn
bæri að þakka árferðinu, sérstak-
lega veltiárið 1924, sem vitanlega
hefði einnig haft áhrif á árið 1925,
m. a. hefði tekju- og eignaskatt-
urinn þ. á. numið 2250 þús. kr.,
sakir hinnar góðu afkomu atvinnu-
veganna 1924, en sá skattur var
^áætlaður í fjárlögum aðeins 800
þús. Auk hans hafa eftirtaldir
tekjuliðir farið mest fram úr á-
ætlun : Útflutningsgjald var áætl-
að 700 þús. kr., en varð 1189 þús.;
áfengistollur var áætlaður 430
þús., en varð 808 þús.; vörutollur
var áætlaður 1120 þús., en varð
2134 þús. (þar af ýs gengisvið-
auki) ; ágóði af vínverslun, áætl-
aður 300 þús., varð 500 þús.; á-
góði af tóbaksverslun, áætlaður
200 þús., varð 450 þús.; tóbaks-
tollur, áætlaður 400 þús., varð 630
þús. Tekjur af skiftimynt, sem
ekkert var áætlað fyrir, urðu 323
þús. kr. Einnig fóru póst- og síma-
tekjur talsvert fram úr áætlun.
Verðtolli)rinn var áætlaður á fjár-
lögum 300 þús., en varð 2074 þús.
kr.!
öll þessi áætlunarskekkja staf-
ar vitanlega af því, að þingið
1924, eða réttara sagt stjórn og
fjárveitinganefnd, áætlaði tekjurn-
ar of lágt, bæði af ásettu ráði, til
þess að koma í veg fyrir hækkun
gjaldanna í meðferð þingsins, og
vegna þess, að áætlunin var bygð
á afkomu tveggja undanfarinna
kreppu-ára.
Skuldir ríkissjóðs taldi ráðh.,
eins og áður er sagt, 11815 þús.
kr. Þar af eru innlend lán kr.
3.751.738,0°, í dönskum krónum
5387 þtús., og enska lánið 2676
þús. krónur. — En samkvæmt nú-
verandi gengi á dönskum kr. og
sterlingspd., eru þær að vísu
nokkru hærri.
Þá ræddi ráðherrann um liorf-
urnar fram undan, og kvað verða
að gera ráð fyrir því, að tekjurn-
ar minkuðu, vegna erfiðari af-
komu atvinnuveganna, en einmitt
líka vegna þeirra væntanlegu erf-
iðleika ekki þorandi annað en að
létta eitthvað á skattabyrðinni.
Loks fór ráðh. nókkrum orðum
um fjárlagafrv. stjómarinnar fyr-
ir árið 1927. í því eru tekjurnar
áætlaðar kr. 10.442.100,00 eða 600
Morgunkjólar,
Millipils,
Sokkar,
Ullarbolir,
GÆÐIN ALJ?EKT.
Best að versla í
F AT ABÖÐINNI.
KÍTTI
Besta teg„ 10 pd. dósir á að
eins kr. 3.65.
Versl. B. H. BJARNASON.
þ'ús. kr. hærri en i fjárlögum þessa
árs, en gjöldin kr. 10.397.293,80,
og er gert ráð fyrir 4—500 þús.
kr. meiri útgjöldum til verklegra
framkvæmda en yfirstandandi ár,
en auk þess em ýmsir gjaldaliðir
hækkaðir, vegna þess, að sýnt er,
að þeir hafa verið of lágt áætlaðir.
Að endingu beindi ráðh. þeirri
áskorun til þingsins, að fara jafn
gætilega í fjáreyöslu og undanfar-
in ár, því að þótt fjárhagurinn
væri blómlegur í svipinn, þá væru
'horfurnar engan veginn eins glæsi-
legar.
Að lokinni ræðu ráðh. var umr.
frestað, og frv. vísað til fjárveit-
inganefndar.
Frá Alþingi
í gær.
—x—
Efri deild.
Þar voru 4 mál á dagskrá,
stjórnarfrv. alt, til 1. umr., sem
fóru umræðulaust til nefnda, að
lokinni framsögu.
1. Frv. til laga um skipströnd
og vogrek (stj.frv. 8). Er það
gagngerð endurskoðun og umbæt-
ur á gildandi lögum um þetta efni,
sem orðin voru úrelt og litt sam-
svarandi nútímakröfum um þessi
mál.
2. Frv. til laga um veitinga-
sölu, gistihúshald o. fl. (stj.frv. 9).
Frv. þetta felur í sér ýms ákvæði,
sem til þessa hafa algerlega vant-
að í núgildandi lög. Samkv. frv.
verður gistihúshald og veitinga-
sala hér eftir bundin við leyfi, eins
og gert er um verslun, því miklu
máli skiftir, að til þessarar atvinnu
veljist vandaðir menn og heiðvirð-
ir. í 6. gr. frv. eru ákvæði um
það, ef maður hefir verið dæmdur
(þrisvar) sekur um brot, eða und-
irgengist sektargreiðslu fyrir brot
á fyrirmælum laga eða reglugerða,
um góða reglu eða velsæmi á gisti-
húsi sinu eða veitingastað, eða á
lögum eða reglugerðum um áfengi,
þá hafi hann fyrirgert leyfi sínu
til þessa atvinnurekstrar.
3. Frv. til laga um happdrætti
(lotteri) og hlutaveltur (tomból-
ur). Frv. þetta er aðallega ætlað
til að stemma stigu fyrir verslun
hér á landi með erlend happdrætti
og herðir auk þess á ákvæðum í
gildandi lögum, um skyldu til að
sækja um leyfi yfirvalda, ef ein-
hverjir vilja hafa happdrætti eða
hlutaveltu,'hvort heldur það eru
einstakir menn eða félög.
4. Frv. til laga um raforku-
er fyrirmyndar bifreid.
Á siðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubifreiðar hér
á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri ann-
ari bifreiðategund á einu ári. petta er meðal annars ein sönnun
fyrir ágæti bifreiðanna.
Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chev-
rolet vörubifreiðinni „Model 1926“ svo sem:
1. öflugri grind 6 þumlunga breið með 6 sterkum þverbit-
um, og lægri að aftan svo hægra sé að hlaða bifreiðina.
2. Heilfjáðrir að framan og aftan.
3. Sterkari framöxull.
4. Fullkomnari og sterkari stýrisumbúnaður, sem gerir bif-
reiðina miklu auðveldari í snúningum.
5. Gerbreyttur afturöxull svo losa má öxla og stilla drifið ón
þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að
taka þurfi af henni hlassið.
6. Allir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slita öxlunum.
7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum.
8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er
að slíta gúmmíinu út að fullu, þannig að nota má slitna
afturhringi á framhjól til stórsparnaðar.
Chevrolet bifreiðin ber 1% tonn, og með það hlass fer
hún flestar brekkur með fullum hraða (á 3. gíri).
Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu
Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk.
Sé tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn líka að véi-
arkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Viðhaldskostnaður fi
Chevrolet er hverfandi lítill samanborið við aðrar bifreiðir.
Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavik, eða á hvaða
höfn sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupm.höfn.
Einkasalar fyrir Island:
Jóh ölafsson & Go.
Reykjavik.
■
PRESERVENE þvær þvottinn fyrir yður. Sparið yður tima og erfiði. — Kaupið Pre- servene í dag. — Fæst allsstaðar.
virki (stj.frv. 11). Frv. fjallar urn
raforkuvirki þau, sem eigi komast
undir ákvæði núgildandi vatna-
laga.
■ V
Neðri deild.
Þar voru 3 mál á dagskrá, sem
'einnig fóru umr.laust til nefnda;
,alt stjórnarfrv. til 1. umr.
1. Frv. til laga um samþykt á
landsreikningnum 1924 (stj.frv. 4).
2. Frv. til fjáraukalaga fyrir
árið 1924 (stj.frv. 2).
Fóru bæði þessi frv. til fjárhags-
nefndar,
3. Frv. til f járlaga fyrir árið
1927 (stj.frv. 1). Fjármálaráðh.
(J. Þorl.) hélt framsöguræðu, og
síðan var þessari umr. frestað og
frv. vísað til fjárveitinganefndar,
eins og venja er til.
Fundir voru stuttir í báðum
deildum.