Vísir - 11.02.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 11.02.1926, Blaðsíða 3
,V itih Stephan G. Stephansson skáld. i. Knörru móöurfoldu frá faldar þrifu breiðir. Hersveitimar hurfu á hafsins óraleiöir. Löng varö nótt um sveit og sæ, sagöi margt af tjóni. Kvaöstu þá í brimi og blæ ‘fcirtu heim aö Fróni. Pegar heimtu alt þitt afi -annir langa daga, ■djarft i hverju tómi tafl tefldir þú við Braga. Starfið gaf þér eld í óð, Ængum baðstu náða. .Það voru kjörin krafta ljóð dcarlmensku og dáða. Hugur þinn með arnfleyg orð, Æetíð vökuglaður, flaug um brims og storma storð, sterki landnámsmaður. Áttu drauma blómlönd björt, •bólstruð vafurlogum, hefur þó í húmin svört horft á Munarvogum: i -Siglir drótt hinn salta mar, .syngur í hverju bandi. — Brjóta rastir fúið far, feigðir ráða strandi. Lýðsins þreytta þrek og öm; þrældóms herðir böndin. Veltir blóðug heljar hrönn -hörmum yfir löndin. Samúð skygn og forlög-fróð fann því margt tii saka. Hún þig kvaddi harma-móð, hörpu þína taka. Fóru ljóð þín fleyg um bygð féndum hefnd að gjalda. Mörgum fanst þín sannleiks-sigð sárum djúpum valda. Geiglaus svo að hirðin hljóð höfði laut að borðum, jókstu þrátt á mildingsmóð meira en Óttar forðum. « II. Ein er móðir yst í sæ, auðug bjartra vona. Heyrði jeg í heitum blæ. hennar kvæði svona: Ungur fórstu út i lönd, yfir hafsins borgir. Fylgdi þjer af feðra strönd fátækt inín og sorgir. Var þá fátt, sem brá á bug beiskum raúnum mínum, uns þú gafst mér góðum hug gull í kvæðum þínum. Þegar ríkti þögnin hljóð, þig var sælt að heyra, bræðra’ og systra bama-ljóð bera mér í eyra. Þó að haust um fjall og fjörð fari skuggum sínum, enn er bjart um aila jörð undir himni þínum. Sit ég glöð við sól og nið, sorgahretum gleymi. Drauinar minir vermast við vor í Nýja-heimi. Þótt í tímans þögla sæ þungar aldir streymi, óma þína: brim og blæ blessa ég og geymi. III. Þegar til mín klakakveld komu vetur hljóða, vaþti ég við arineld anda þíns og ljóða. ‘'-'endi ég skeið um Vínlands-ál, vestur í aftanheiði. Heilar óskir — hjartans mál — heim til þxn ég leiði. Hvar sem gekstu’ í rekka rann, reifur og hreinn í máli, falstu aldrei inm-a mann -undir tískuprjáli. yeðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 3 st., Vest- mannaeyjum 5, ísafirði -4- x, Ak- ■ureyri o, Seyðisfirði 4, Grindavik 4, Stykkishólmi 1, Grímsstöðúm -f- 2, Raufarhöfn hiti 1, Hólum í Hornafirði 3, Þórshöfn í Færeyj- um 4, Angmagsalik (í gær) 2, Kaupmannahöfn -j- 1, Utsire -4- 1, Tynemouth o, Leirvík hiti 2, Jan Mayen o. — Mestur hiti hér síðan kl. 8 í gærmorgun 5 st., minstur 2 st. Úrkoma mm. 0.8. — Loft- vægislægð fyrir suðaustan land, fcnnur í suðvestri. — Horfur: í d a g: Kyrt veður og milt um land alt. Nokkur úrkoma sunnan- iands. Þoka fyrir Norðurlandi. - I n ó 11: Suðaustan á suðvestur- iandi. Breytileg vindstaða. Hæg- ur annars staðar. Kirkjuhlj ómleikar Páls ísólfssonar í gærkveldi Vaki hjá þér vegsemd öll, vaski niður Braga. Glæsi þína gígjuhöll geislar bjartra daga. Jón Magmísson. voru afarfjölsóttir, sem vænta mátti, og áheyrendur mjög hrifn- ir. Hljómleikarnir verða endui'- teknir annað kveld og ef til vill í þriðja sinn (en þó er það ekki fastráðið). Aðgöngumiðar hafa lækkað í verði. Kosta nú að eins 2 krónur. Lyra fer héðan kl. 6 í kveld. Meðal farþega eru: A. Obenhaupt stór- kaupinaður, Jón Magnússon skáld (ætlar að ferðast um Noreg og Svíþjóð), og Ingólfur. Espholin kaupm. Hjúskapiur. Síöastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Elín Guðmundsdóttir úr Verkamaxma- skýlinu og Sigurgeir Sigurðsson bifreiðarstjóri, Nönnugötu 7. Athygli kjósenda skal beint að kjörskrám þeim, er liggja til sýnis á skrifstofu bæjargjaldkera til 14. þ. m. Kjör- skrár þessar gilda fyrir tímabilið Auglýsingar í „Vísi“ þurfa framvegis að vera komnar á afgreiðsluna eða f prentsmiðj- una í síðasta lagi kl. 10 árd. þann dag, sem þær eiga að birtast. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS M „LAGARFOSS" fer í kveld kl. 10 frá Hafnar- firði til Bretlands. „SADO“ fer héðan á laugardag 13. febr. til Aberdeen og Hull. — Meðtek- ur óverkaðan fisk, og einnig verkaðan fisk til umhleðslu til Miðjarðarhafslandanna fyrir lágt flutningsgjald. Sagan „Fórnfús óst“ taefir verið sérprentuð, iæst á aígreiðsln Visls og kostar kr. 3,50 Pöntnnarseðill Afgreiðsla Vísis Reykjavfk. Gjörið svo vel að senda mér ...... eint. af sögunni „Fórnfiis ást“ (Verð kr. 3,50), Nafn .......................-...............- Heimili...................................:.. (Skrifið greinilega). Verslunin Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 436. Nýkomnar leðurvörur. Nýtt verð. Mikið úrval af töskum, buddum og veskjum. Ódýrast í bænum. i. júli 1926 til 30. júní 1927, og verður önnur þeirra notuð við landskjör í júlí naéstk., en hin skráin er siú almenna alþingis- kjörskrá (til kjördæmakosninga), sem jafnan má búast við að kosið verði eftir. Er mjög áríðandi, að þeir, er kosningarrétt hafa, gæti þess, að nöfn þeirra séu á skrán- um, þvi komið getur fyrir, að þau falli af skrá, þótt staðið hafi þar áður, eu eftir að kærufrestur er útrunninn hinn 21. þ. m. er ekki unt að gera neinar breytingar á kjörskránum. Leikhúsið. Dansinn í Hruna verður leikinn í kveld kl. 8. Aðgöngumiðar seld- ir í allan dag og við innganginn. ísfiskssala. Þessi skip hafa selt afla sinn i Englandi: Gulltoppur fyrir 985 sterlingspund, Arinbjörn hersir fyrir 1180 st.pd. og Njörður fyrir 1285 st.pd. Draupnir kom af veiðum í gær, fór til Englands í morgun. „Eiðurinn“, hin nýja útgáfa, fæst hjá öllum bóksölum og hjá Guðrúnu ekkju Þorsteins Erlingssonar, í Þing- holtsstræti 33. Gamla Bíó sýnir þessi kveldin fallega mynd sem heitir „Fyrirmynd málarans". — Aðalhlutverkin leika Corinne Griffith og Conway Tearle. Nýja Bíó. Þar er nú sýnd stór og góð nxynd „Dorrit litla“. — Aðalhlut- verka leika Gunnar Tolnæs, Kar- ina Bell o. fl. K. F. U. K. í Hafnarfirði heldur 15 ára afmæiisfund í þjóðkirkjunni á föstudagskveldið klukkan 6. FLIK-FL&K Ef línið viltu fannhvitt fá og forðast strit við þvottinn, þér sem fljótast fúðu þú FLIK-FLAK út i pottinn. KnattspyxnuféL Víkingur. Þar eð svo margir utanfélags- menn hafa beðið um aðgöngumiða að dansleik félagsins, eru félags- menn ámintir um að sækja að- göngumiða sína fyrir kl. 2 á morg- un. Stjómin. Mínerva. Fundur í kveld kl. 8)4. Innsetn- ing embættismanna. Fjölmennið! Gengi erl. myntar. Sterlingspund........kr. 22.15 100 kr. danskar .... — 112.49 100 — sænskar . .v. —- 122.17 100 — norskar .... — 92.75 Dollar .................— 4.56% 100 frankar franskir — 16.93 100 — belgiskir — 20.98 100 1 — svissn. . — 87.97 100 lirur............ — 18.62 100 pesetar..........— 64.35 100 gyllini .........— 182.91 100 mörk þýsk (gull) — 108.50 Utan af landi. ísafii-ði 10. febr. FB. Á mánudaginn var gert verkfall við útskipun á fiski frá Jóhanni Eyfirðing & Co. Kröfðust verka- mannaforsprakkar, að strax skyldi semja um kr. 1.20 tímakaup, kr. 1.50 eftirvinnu, fyrir alt árið. Ná- lega allir atvinnurekendur voru staddir i Reykjavik. Firmað lof- aði að leita umsagnar fyrir hádegi i gær, og var þá haldið áfram vinnu og skipað út 170 skpd. í gær var ekki unnið vegna úrkomu. En þá kom tilboð umboðsmaims farmeiganda um mismun kaups og kröfu við útskipun farmsins. í morgun var byrjað að vinna, ea forsprakkar verkamanna bönnuðu vinnufúsum að vinna. Bæjarfógeti kvaddi þá til mann að halda verk- fallsmönnum frá vinnutækjum og flutningsleiðum, en honum var nieð ofbeldi bægt frá þvi. Var þá hætt allri vinnu. Alt rólegt. Dá- gott fiski i útverstöðvum. Vesturland. Wrangel-ey. Ný bók eftir Vilhjálm Stefánsson. Seint í janúar s.l. kom út ný bók eftir Vilhjálm Stefánsson, sem heitir „The Adventure of Wrangel Island“, og eru þar birt öll gögn um leiðangur þann, sem farinn var að ráðum Vilhjálms Stefánssonar til Wrangeleyjar í Norðuríshafinu, og lauk svo sorg- lega, að allir, fjórir, leiðangurs- menn biðu bana, en ein eskimóa- kona komst lífs af. Tvær tilraunir voru gerðár til þess að koma þess- um mönnum til hjálpar, en mistók- ust báðar, vegna isa i norðurhöf- um. Þriðja tilraunin lánaðist, sum- arið 1923, en þá um veturinn höfðu þrír mennirnir lagt af stað til Sí- beríu yfir ísinn, en einn var orð- inn sjúkur og dó af skyrbjúg um vorið. Eskimóakonan, Ada Black- jack, var ein á lifi, og hafði annast hinn sjúka mann til hinstu stund- ar og sýnt mikið hugrekki og stiU- ingu í þessum leiðangri. — Eftír því sem ensku blaði segist frá, verður ekki séð, að brýn nauðsyn hafi knúið þá þrjá, sem ætluðu til Síberíu, að leggja i svo mikla háskaför. Stórviðri skall á daginn eftir að þeir fóru frá Wrangeley og má vera, að þeir hafi þá orðiö úti. Sumir telja eins liklegt, aö þeir hafi farist ofan um ís. —. Hvað sem þvi líður, viröist engin ástæða til að hallmæla Vilhjálnú Stefánssyni fyrir afskifti hans af þessari för, eins og sumir gerðn í fyrstu. Hann varði til þess mikítt fé og fyrirhöfn, að koma þeim til bjargar í tæka tið, þó að svo slysa- lega tækist til sem áður er sagt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.