Vísir - 11.03.1926, Blaðsíða 3
VlSIR
áöur, er þaö, aö þar eru nokkurir
styrkþegar, sem talið er aö notið
hafi sveitarstyrks „vegna óreglu“.
— Eru þetta bæöi karlar og kon-
ur, og þó fleiri lcarlar að vísu, svo
sem að líkindum lætur. — Liggur
næst aö ætla, aö hér sé um
•drykkjuskapar-óreglu aö ræða, þó
íið þess sé ekki getiö sérstaklega.
— Það er auðvitað mál, aö öllu
þessu fólki (io—20 manns.árið
1924) verðtir aö lijarga frá sárum
skorti, en það er athyglisvert,
hvort ekki mætti lijarga því með
öörum hætti og betri en þeim, sem
nú tiðkast. Suint af þessu fólki mun
vera þungt til vinnu og forsjárlítið
um efni sín, og þó að það vinni,
fer kaupið alt í óhófslifnaö og vit-
leysu. — En þá er pyngjan gerist
•tóm og maginn, er leitað á náðir
bæjarins um styrk, og mun þá ekki
vera um annaö að gera, eins og nú
standa sakir, en aö opna dyrnar og
leiða alla hersinguna að jötunni.
-—■ Þetta er þó neyðarúrræði, og
gegnir nijög ööru máli um þetta
fólk eða ýmsa aðra fátæklinga,
-cem vinna baki brotnu, hvenær
sem vinna fæst, en verða þó að
leita á náðir bæjarins, sakir mik-
íllar ómegðar, sjúkdóma eða ann-
ars, sein ekki veröur ráöiö viö.
Enn er þess að geta, að hér í
bænum er fjöldi reglusamra og
ágætra ntanna með mikla ómegð
í eftirdragi, sem ekki getur meö
nokkuru móti til þess hugsað, aö
verða öðrum til byröi. Þetta góða,
eignalausa fólk, gengur margs á
mis.og neitar sér um flest þæg-
indi, þau er nauðsynleg þykja nú
á dögum til Jiess, að lifað sé sóma-
samlegu lífi. Það vill alt til vinna,
að verða ekki upp á aöra komið.
— Það klifir, þrítugan hamarinn
■og berst stöðugri, vonlitilli bar-
áttu viö fátæktina alla ævi. — Það
getur oft og einatt ekki klætt
barnahópinn sómasamlega. Þessir
litlu borgarar veröa strax að fara
íið vinna fyrir sér, er þeir komast
uokkuö á legg, og mentun þeirra
verður af skornum skamti. — Má
óhætt fullyröa, að af þessum sök-
um hafi oft miklar gáfur farið for-
görðum, þjóðinni til tjóns. — Þetta
skyldurækna og dygglynda fólk,
-sem berst hinni góðu baráttu við
heiðarlega fátækt, býr við stöð-
ugan ugg um allsleysi og vandræði
ef út af skyldi bera um vinnu-
þoliö, og horfir oft tueð sárum
kvíða og lítilli von til komandi
(iaga. En það víkur ekki fyrir örö-
ugleikunum, gefst ekki upp fyrr
•en í fulla hnefana og sigrar oft-
ast nær.
En jafnhliöa þessurn stóra flokki
nytsamra borgara, er hér annar
flokkur manna, örsmár að vísu,
enn sem komið er, en á vafalaust
fyrir sér að stækka, ef ekki er
tekið í taumana. — Eg á við þá
menn og konur, sem veltast á
■sveitina „vegna óreglu“. Taki bær-
inn við þessu fólki opnum örmurn
framvegis, verður þess áreiðanlega
skamt að bíða, aö því fjölgi til
góðra nmna. — En bærinn á ekki
.að opna pyngju sína orðalaust fyr-
ír slíku fólki. — Hann á að fá
hverjum manni verk í hönd, þeim
50 aura stórar mjólkur-
dósir. Saltfiskur góður
og ódýr.
Gunnar Jónsson,
▼ígCRr. Síml 1580.
er til hans leitar um styrk sakir
leti eða óreglu, ef hann er til nokk-
urar vinnu fær.
II.
Reykjavíkur-bær á miklar jarö-
eignir utan kaupstaöar-lóðarinnar,
svo sem kunnugt er, og sumar
æssara eigna eru ágætlega falln-
ar til mikillar jarðræktar. — Eink-
um mundi mega gera niiklar
jarðabætur og arövænlegar í Gufu-
nesi. '— Þar er túnstæði vítt og
mikið, grasgefnir móar út úr tún-
inu, mýrarfláki stór og flói lengra
frá bænum, og mætti gera alt
ætta land að ágætis túni. — Má
svo að oröi kveða, að land þetta
hið mikla og góða bíöi þess, að
mannshöndin komi til skjalanna,
leggi hönd á plóginn og breyti
móum og mýrum og flóum í gras-
gefin tún. — Mætti vafalaust með
tíö og tíma gera þarna tööuvöll
svo mikinn, að enginn annar hefði
. sést jafn-mikill hér á landi. — Er
vafalaust rétt ]iaö sem sagt hefir
veriö, aö fóðra mætti mörg hundr-
uð kýr i Gufunesi, er helmingur
ræktánlegs lands þar væri orðinn
aö túni. — Þar er og hægt: til
beitar i Geldinganesi, sem líka er
bæjarins eign, og er það ekki lít-
ill kostur. —
Það er nú vitanlegt, aö einn
hinn helsti ókostur hér er ntjólk-
urskorturinn á sumum tímum árs
og dýrleiki þeirrar mjólkur, sem
fáanleg er. — Veldur þar um
miklu, hversu sveitir þær, sem að
bænum vita, eru hrjóstrugar og
ilia fallnar til mikillar grasrækt-
ar, nerna með ærnum og ókleifuni
kostnaði. — Verður bændum seint
fyrir, aö ráðast á mela og móa og
breyta í töðuvöll, og má það ekki
undarlegt kallast, er efnahagur
þeirra flestra er þröngur, pening-
ar litt fáanlegir til neinna fram-
kvæmda, en vinnuafl stopult og'
dýrt. — Thor Jensen hefir að
vísu sýnt, hversu breyta má órækt-
arjörö í töðuvöll, ef viljinn er ein-
beittur og fjáraflinn nægur, en
framkvæmdir bans í þá átt geta
aldrei orðiö almennur mælikvarði
á athafnir einstaklinga, því að
bændur geta ekki gengið í hans
spor.
Mjólkurskorturinn hér í bænum
er stundum svo tilfinnanlegur, að
fólk getur ekki fengið meira en
belming þeirrar mjólkur, seni það
biður um. — Ýmsir mundu þó
vafalaust kaupa miklu meiri mjólk
en þeir telja sér fært nú, ef verðið
væri lægra, þvi að enginn matur er
heimilunum betri eöa notadrýgri
mjólkin. — Það væri því ekki lítils
virði, ef hægt væri að aukaMnjólk-
urframleiðsluna á jarðeignum bæj-
arins smátt og smátt, án mjög til-
finnanlegs kostnaöar, og kem eg
þá að nýju atriði, sent eg vildi
hefja máls á með linum þessum.
— Verður þó farið fljótt yfir, og
einungis bent á helstu atriðin.
III.
Reykjavíkurbær þarf að stofn-
setja og reka í Gufunesi heimili
fyrir alla þurfamenn síua, ]iá er
leggjast á sveit sakir íeti, ómensku
eða óreglu. — Þessir styrkþegar
eru að visu fáir enn, svo sem eg
hefi tekið fram, en þeim mun
fjölga óðara en varir, ef við þeim
er tekiö skilyrðislaust og alt látið
reka á reiðanum. — Þyrfti valinn
maður að veita heimili þessu for-
stöðu — góðgjarn, réttvís og
stjórnsamur. —- Heimilismenn yrði
aö verða þess glögglega varir, að
um þá væri hugsaö af samúð og
skilningi. — Þeir vröi að veröa
þess varir i daglegri aðbúð og
umgengni, að þeir væri ekki látn-
iv gjalda ógæfu sinnar eða þeirra
misbresta, sem orðið hefði á ráði
þeirra í borgaralegu félagi. - Gæti
]iá svo farið, aö sumum ungum
mönnum, sem ella hefði grotnað
niöur í óreglu og vesaldómi hér
í bænum, yrði komið til nokkurs
iroska, er þeir næöi eigi í áfengi
eöa kæmist i slærnan félagsskap á
nýjan leik. — Skilst mér, sem
>etta gæti orðið hið mesta fyrir-
myndar-heimili, er stundir líöa, og
kær griðastaður ýmsum körlurn og
konum, er lent hefði á glapstigu
og týnt manndómi sínum og særnd
við hóflausar nautnir og óreglu og
orðið síöan mannaþurfar.
Rétt er aö taka það fram, að
eg ætlast ekki til, aö vandræöa-
mennirnir setjist Jiarna í helgan
stein, við iðjuleysi og allsnægtir,
og fái þann veg umbun fyrir að
hafa s]iilt orku sinni og gerst
ónýtir borgarar þjóðfélagsins. —-
Eg ætlast til að þeir vinni sér
brauð, hver og einn eftir getu
sinni. — Þess vegna ætti heimili
þetta jafnan að hafa með höndum
ýmisleg nytsöm störf, og mætti þar
enginn maöur iðjulaus ganga, sá
er nokkurt vinnuþrek hefði. —
Skyldi sérhverjum manni ætlað
fult starf, samkvæmt þreki hans
og heilsufari, en þess vitanlega
gætt, aö engum yrði oíboðið. —
Mætti ætla, að ýmsir yrði lélegir
til verka fyrst í staö, en með góðri
aðbúð, hæfilegri stælingu og
reglubundnu líferni, mundi marg-
ur maðurinn „skríða saman" og ná
að miklu eöa öllu leyti fornu þreki
sínu og starfhæfni. — Gæti þá vel
farið svo, að sumir „útskrifuðust"
og yröi síðan góöir og gegnir
borgarar, er tæki sér bólfestu
fjarri glaumi og solli höfuðstað-
arins viö nytsöm störf úti unt
sveitir landsins.
Eins og að líkindum lætur, er
hér ætlast til þess, að einkum yrði
starfað aö jarörækt. — Skyldi
heimilismenn vinna aö jarðabótum
og túnrækt fyrst og fremst, allan
þann tíma árs, sem því yrði við
komið. — Að vetrinum gæti karl-
ar stundað smíðar, netjagerð,
vefnað og margt fleira, en konur
íengist viö saurna, tóvinnu, prjóna-
skap og annað ]>ví líkt. — Þyrfti
naumast ráð fyrir því að gera, að
ekki yrði altaf hægt að hafa nóg
fyrir stafni, og Jiykir ekki ástæða
ti! að gera frekari grein fyrir þeirri
hlið málsins.
Um kostnaðarhliðina er það að
segja, aö viðbúið er, að einhver
aukinn kostnaður, umfram það,
sem nú gengur til þessa fólks,
mundi verða ])essu samíara, eink-
um i byrjun. — En þess ber að
gæta, að hér er stefnt að gagn-
legu ntarki á tvennan hátt. — I
fyrsta lagi er aö þvi stefnt, að
bæjarfélagið taki sérstaklega að
sér til aðhlynningar þá þurfamenn
sína, sem bágast eiga að ýmsu
leyti, óreglumennina, og reyni að
konta þeini „til manns“, eða a. m.
k. láta þeirn líöa þolanleg'a. — Þeir
fá Jjarna góða aöbúð, og einbeitta
og vinsamlega stjórn yfir sig. —
Þeirn verður haldið gersamlega
frá allri óreglu, en fengið nytsamt
verk í hönd. — Þessum olnboga-
börnum hamingjunnar ætti að geta
liðið miklu betur á „heimilinu“ en
liér — við óreglu, iðjuleysi, niður-
iægingu og ölmusugjafir bæjar-
félagsins. •— Væri mikill munur
fvrir fólkið aö vinna þarna fyrir
sér, eins og því mundi finnast,
sumu að minsta kosti. — Það
nmndi vaxa að manndómi í eigin
augum og reyna aö sækja að því
marki, að verða aftur eins og ]iað
var, áður en freistingarnar glöptu
því sýn og gintu af réttri leiö.
í öðru lagi þarfnast bæririn sár-
lega meiri mjólkur, en nú er kost-
ur á, en hún fæst ekki hér í ná-
grenninu, nema með meiri rækt-
ttn. — Nú hagar svo til, aö bær-
inn á þarna, í hæfilegri fjarlægð,
ágætt land, sent áreiðanlega getur
gefiö margfaldan ávöxt, ef aö því
er hlynt. — Sýnist mér því, sem
vel mundi til fundið, að tekinn
yrði vinnukraftur, sem að litlu
-•agni verður eða engu að öðrum
costi, og látinn vinna þarna smátt
og srnátt aö þeirri miklu jarðabót
og ræktun, sem nauösyn bæjarfé-
gsins krefst, að hafin verði og
komiö í framkvæmd að einhverju
leyti á næstu áratugum.
—o—
Hætt er við, aö mörgum þætti
ræktunin ganga nokkuð seint með
þessum vinnukrafti einum saman,
• skal fúslega við Jiaö kannast.
Væri þá sjálfsagt, að bærinn
léti vinna þarna meira og veitti til
þess árlega nokkura fúlga á fjár-
lögum sinum.
Borgari.
Bæjarfréttir
Eldsvoðinn á ísafirði.
Eins og frá er skýrt í skeyti
Fréttastofunnar hér í blaðinu,
brann i gær húsið nr. 12 í Aðal-
stræti á Isafiröi. Einn þeirra
mannn, sem þar áttu heima, var
Magnús Friðriksson, skipstjóri á
Eir, sem ekþi hefir spurst til síðan
fyrir helgi, og talið er aö hafi far-
ist. -— Kona Magnúsar er stödd
hér í bænum og bárust henni bæði
þessi harmatíðindi samtímis í gær.
Hún heitir Jóna Pétursdóttir og er
hér hjá systur sinni, á Frakkastíg
22, efra lofti. Má nærri geta, hve
ástæður hennar eru hörmulegar,
þar sem hún stendur nú uppi
eignalaus og með fimrn ung börn,
hið elsta sjö ára, hið yngsta sjö
mánaða. Vissulega munu allir
finna til með lienni i þessari sáru
raun.
Það sem eftir er af
Vetrarkápnm
verður selt fyrir
8 hálíviröi.
SEBtLL mCOBSEH.
Veðrið í morgun.
. Frost um land alt, nema i Vest-
mannaeyjum 2 stiga hiti. í Reykja-
vík 2 st., ísafirði 5, Akureyri 6.
Seyðisfiröi 4, Grindavík 2, Stykk-
ishólmi 4, Grimsstöðum 11, Rauf-
arhöfn 8, Hólum í Hornafirði 5,
Þórshöfn í Færeyjum hiti 8, Ang-
magsalik (í gær) -4- 11, Kaup-
mannahöfn hiti 2, Utsire 3, Tyne-
mouth 8, Leirvík 9, Jan Mayen
-í- 15 st. — Mestur hiti í Rvík sið-
an kl. 8 í gærmorgun 1 st., minst-
ur -r- 2 st. Úrkoma mm. 6.0. —
Loftvægislægð fyrir suðvestan
land. — Horfur: I dag: Suð-
austan, hægur og úrkoma á suð-
vesturlandi. —- Hæg noröaustan-
átt á Norðurlandi. Norðaustan og
nokkur snjókoma á Austurlandi
og suðausturlandi. I n ó 11:
Sennilega vaxandi austlæg og
norðaustlæg átt.
Björgúlfur ólafsson
læknir í Singapore hefir sent
Grímúlfi bróður sínum símskeyti
þess efnis, að hann komi heim
hingað snemma í júní n. k.
Huglesturinn
hjá Einari Groth í Nýja Bíó í
gærkveldi, var ekki mjög fjöl-
sóttur, en áhorfendur skemtu sér
vel. — Fyrst mælti Groth nokkur
orð um huglestur, fjarskynjan
o, fl. þess háttar. Siöan bauö bann
áheyröndum upp á ræðupallinn til
sín. og komu fyrst þrír menn til
hans. Groth lagöi þá þrjá hluti á
borðið fyrir framan sig og bað
mennina að hugsa sér einhvern
hlutinn. Siðan batt hann fyrir augu
sér og lét mennina taka um hægra
úlnlið sér, hvern á fætur öðrum,
og benti þeim siðan á hluti þá,
sem hver þeirra heföi hugsað sér.
Þá lagði hann nokkura miða fyr-
ir einn manninn, og var ritaö nafn
á sönglagi á hvern þeirra. Miðun-
um var raðað á borð og síðan fann
Groth þann miða, sem maðurinn
hafði hugsað sér, og lék þá
Groth þetta lag á hljóðfæri, og
hafði ]>ó bundið fyrir augu. Eftir
þetta fann hann hina og þessa
muni, sem fólgnir voru hér og þar
um húsið á meðan bann var úti.
Hann haföi jafnan bundið fyrir
bæöi augu, en þegar inn kom, varð
sá, sem hlutina fal, að halda tun
úlnliðinn á honum. — Einna
merkilegast þótti mönnum, þegar
Groth hafði upp áTo króna seðli,
fann síðan eiganda hans og lét
hann leggja hönd á höfuð sér og
nefndi ]>ví næst númer seöilsins,
— taldi stafina upp í réttri röð á
íslensku. — Margt gerði hann
fleira ]iessu ]ikt, sem of langt yrði
hér upp að telja, og hlaut mikið
lófaklapp að launum. Hann endur-
tekur huglesturinn í kveld. Hann
mun og hafa í hyggju, að stýra
vélarbát hér um höfnina á morg-
un, — með bundið fyrir bæðí
augu!
Sjómannakveðja.
Svolátandi loftskeyti barst Vísi
síðdegis í gær:
Farnir til Englands. Vellíðan.
Kær kveðja.
Skipverjar á Imperialist.
Mínerva.
Fundur í kveld kl. Sþ-þ Fjöí-
mennið og verið stundvís!
Kirkjuhljómleikar
Þórarins Gúðmundssonar eru í
dómkirkjunni kl. 8 í kveld, Að-