Vísir


Vísir - 23.03.1926, Qupperneq 2

Vísir - 23.03.1926, Qupperneq 2
VlSIR Biðjið ekki um hveiti, því að það á ekki saman nema nafnið, biðjið um: Gleno a, Cream of ■anitobi eða Canadian Maid pá fáið þér ábyggilega, fyrsta flokks vörur fyrir sanngjarnt verð. 3?(elrn S/Joi/a/ áísukkuladi er best. Einkasalar á íslandi : F. H. Kjartansson & Oo. Reykjavík Vorumnrki. Símskeyti Khöfn, 22. mars. FB. Keisara-morðingjar á eftirlaunum. Símað er frá Moskwa, að ráð- stjórnin tilkynni opinberlega, að 8 af þátttakendum í morðinu á Alexander 2., sem enn eru á lífi, skuli hafa 225 rúblur mánaðar- lega í eftirlaun. — Alexander 2. var myrtur 1881. Flugferð Wilkina frestað. Símað er frá London, að kap- teinn Wilkins, sem ætlaði að 1‘ara af stað í gær frá Point Bar- row áleiðis til jjólsins, hafi frest- að förinni í bráðina, þar eð all- ar 3 flugvélarnar höfðu bilað í uudangengnu reynsluflugi. Fpá Alþingi í gær. Sameinað þing. Kl. io árdegis var skotið á fundi i sameinuðu þingi og las þá for- sætisráðherra upp tilkynningu um lát ekkjudrotningarinnar, og var ákveöið að Alþingi sendi konungi samúðarskeyti í tilefni af því. Efri deild. samþykti Frv. til laga um að- flutningsbann á dýrum o. fl. með þeim breytingum, að eigi væri bannað að flytja inn lifandi fugla, og var því frv. endursent til neðri deildar. Neðri deild. Þar voru 5 mál á dagskrá. 1. Frv. til laga um veðurstofu 'á íslandi, var samþ. til 3. umræðu með nokkrum breytingum. 2. Frv. til laga um afnám geng- isviðauka á vörutolli, var samþ. til 3. umr. Breytingartillögur frá 2. þm. Reykvíkinga (J. Bald.) um að fella niður gengisviðauka á kaffi- og sykurtollinum, eða til vara að eins á sykurtolli,'voru báðar feld- ar með miklum meirihluta atkv. aö viðhöfðu nafnakalli. 3. Frv. til laga um breyting á lögum 14. nóv. 19x7 um notkun bifreiða og 4. Frv. til laga um breyting á lögum 11. júlí 1911 um forgangs- rétt kandidata frá Háskóla íslands til embætta, fóru bæði til 2. um- ræðu og hið síðartalda til menta- málanefndar. (Frv. er um að veita íslenskum guðfræðiskandidötum frá Kaupmannahafnarháskóla rétt til embætta hér á landi). 5. mál var Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ltíggja járnbraut frá Reykjavík til Ölfusár. (1. umræöa). Flutnings- menn eru Jörundur Brynjólfsson (2. þm. Árnesinga) og Magnús Jónsson (4. þm. Reykvíkinga). Jörundur Brynjólfsson hélt ítar- lega framsöguræðu og mælti- skörulega með frv. og að ræðu hans lokinni hófust fjörugar um- ræður um málið. Kendi nokkurs kulda til þess frá sumum ræðu- mönnum, aðallega I. þm. Sunn- mýlinga (Sveini Ólafssyni) og 1. þm. Norðmýlinga (Halldóri Stef- ánssyni) og virtist líta út fyrir að þetta mál ætti að gjalda þess, að feld var nýlega í neðri deild tillaga um kaup á nýju skipi til sírandferða. Þó skal ósagt látið hvort þetta sé rétt ágiskun. Þegar venjulegui- fundartími var á enda, var málið tekið út af dag- skrá og umræðunni frestað. I. Fáein atriði úr Frv. til laga um Landsbanka íslands (stj.frv.). 1. gr. „Landsbanki íslands er sjálfstæð stofnun, sem er eign rík- isins undir sérstakri stjórn, svo sem nánar er ákveðið í V. kafla laga Jiessara. Á Norðurlandamál- itm er heiti bankans Islands Na- tional Bank, á ensku The National Bank of Iceland, og á öðrum mál- um tilsvarandi heiti. — Bankinu starfar í þrem deildum með að- greindum fjárhag, og nefnast þær seðlahanki, sparisjóðsdeild og veðdeild. Skal halda algerlega að- greindum varasjóðum og öðrum eigruim, útlánuni; innlánum, bók- færslu og reikningshaldi hverrar deildar fyrir sig. S e 8 1 a b a n k i n n. 3. gr. „Bankinn hefir á hendi útgáfu seðla innan þeirra tak- marka, sem þarf til að fullnægja gjaldmiðilsþörf í innanlandsvið- skiftum." Úr 4. gr. „Tilgangur bankans er: Að stuðla að tryggri skipun á peningamálum landsins, með það fyrir augum, að gull og gutlgildir seðlar geti sem fyrst orðið og haldi síðan áfram að vera hinn al- menni gjaldeyrir í Iandinu.......“ 5. gr. „Stofnfé bankans er 3 miljónir króna, sem ríkissjóður leggtir honum til. Auk þess skal bankinn safna varasjóði samkv. 25- gr." Úr 6. gr. „Bankinn hefir einka- rétt til að gefa út bankaseðla eða annan gjaldmiðil, sem komið geti í stað mótaðra peninga .... með þeirri einni takmörkun, er leiðir af lögunr nr. 6, 31. nrai 1921 um seðlaútgáfu íslandsbanka.....“ Úr 7. gr. „Bankanum er skylt, éf þess er krafist, að greiða seðla ]iá, er hann hefir gefið út, hand- hafa þeirra með ákvæðisverði i löglegri og gjaldgengri gullmynt. .... Bankanum er skylt að kaupa af hverjum, er þess æskir, skírt ómyntað gull á 2480 krónur hvert kílógram, að frádregnum í myntgerðarkostnað......“ Úr 8. gr. „Bankanum er heimilt að gefa út seðla eftir því sem gjaldmiðilsþörfin krefur .. . gegn því að bankinn: 1. eigi gullforða er nemi yí af seðlamagni því, sem úti er í hvert skifti. Gullforðinn má þó aldrei fara niður úr 2 milj. kr.; 2. hafi vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðla- magnsins, sem ekki er trygður með gullforðanum, þannig aS 125 krónur komi á móti hverjum 100 kr. í seðlum....“ — Ennfremur er í þessari gr. ákveðið, að ef seðl- ái í umferð fara fram úr 12 milj. kr., skuli tryggja 12—14 milj. í seðlum með 50%, 14—-16 milj. með 75% gullforða, og það sem þar kynni að verða fram yfir að fullu með gulli. Úr 13. gr. „Seðlabankinn tekur við peningum: 1. á dálk eða á hlaupareikning .... svo sem nán- ar verður ákveðið í reglugerð bankans. 2. til geymslu....“ Úr 14. gr. Seðlabankanum er heimilt: Að kaupa og selja víxla og ávísanir, sem greiðast eiga innanlands eða erlendis, ef ekki eru með lengri gjaldfresti en 6 mánaða og éigi má endurnýja þá meir en 6 mán. samtals. Að kaupa og selja dýra málma. Að veita lán gegn veði, þó ekki lengri en til 12 mánaða, og reikningslán, uppsegj- anleg með 3 mán. fyrirvara. Að kaupa og selja skuldabréf ríkja-, bæjar- og sveitarfélaga. Iilutabréí má bankinn ekki versla með, nema í umboði annara. 18. gr. kveður á um að bankinn skuli án endurgjalds hafa á hendi öll framkvæmdastörf viðvíkjandi skiftimynt þeirri, sem rikisstjórn- in gefur út. í 25. gr. eru ákvæði um vara- sjóð seðlabankans. Af tekjuaf- gangi fær ríkissjóður árlega 6% af stofnsjóði eða 180 ]iús. kr., þó aldrei rneira en helming tekjuaf- gangs. Hitt rennur í varasjóð. Þegar varasjóður er orðinn 3 milj. kr., fær ríkissjóður hluta af arði bankans. t 1 Sparisjoðsdeild. Sparisjóðsdeild bankans tekur við innlánum með sparisjóðskjör- um; hefir heimild til að kaupa og selja víxla og ávísanir innanlands sem utan, veita lán gegn veði eða sjálfskuldarábyrgö o. s. frv., og annast að öðru leyti venjuleg sparisjóðsstörf. j V e 8 d e i 1 d bankans annast útlánsstarfsemi gegn veði í íasteignum á Islandi samkv. sérstökum lögum og reglu- gerðum. S t j ó r n b a n k a n s. Úr 34. gr. „lYfirstjóm bankans er í 'höndum Landsbankanefndar og ráðherra Jiess, er fer með bankamál...... Stjórn bankans að öðru leýti annast bankaráð skipað 5 mönnuin og fram- kvæmdastjórn skipuð 3 mönnum.“ Úr 35.—38. gr. „Landsbanka- nefndin er skiptið 15 mönnum, sem sameinað Alþingi kýs með hlut- fallskosningu til 6 ára.. Annað hvert ár ganga 5 menn úr nefnd- inni, fyrstu tvö skiftin eftir hlut- kesti og kýs sameinað Alþingi 5 menn í staðinn." Endurkjósa má í nefndina (og varamenn eru kosn- ir 'á sama hátt, ef aðalmenn for- fallas^). Landsbankanefndarmenn fá enga þóknun fyrir störf sín. Formann bankaráös skipar ráð- herra til 5 ára í senn. Hina fjóra Lánkaráðsmennina kýs Lands- bankanefndin til 4 ára i senn, þannig, að tveir ganga úr á aðal- fundi Landsbankanefndarinnar annað hvert ár. Á sama hátt skal skipa varaformann og kjósa vara- nienn. Formaður bankaráðsins hefir 4000 kr. í ársþóknun, en hin- ir bankaráösmennirnir 2000 kr. hver. Auk þess fá þeir allir dýr- tíðaruppbót sem aðrir opinberir starfsmenn. „Bankaráðið ræður aðalbanka- stjóra og tvo aðra bankastjóra. Eru þeir framkvæmdarstjórn bankans. Skulu þeir ráðnir með 6 mánaða uppsagnarfresti, enda geta ]>eir sjálfir sagt upp stöð- unni með sama fyrirvara." Banka- ráðið getur vikið bankastjórununi frá fyrirvaralaust, jafnt aðal- bankastjóranum sem hinum. Sama vald hefir ráðherra. Bankaráðið ákveður laun aðalbankastjóra með samningi, sem verða að vera fastbundin árslaun og á eng- an hátt miðuð við rekstrarhagnað hankans. Hinir bankastjórarnir fá 12 þús. kr. hvor á ári að viðbættri dýrtiðaruppbót. —o—: í greinargerð frv. kveðst stjórn- in að því leyti hafa sniðið frv. eftir frv. milliþinganefndarinnar í bankamálum, að gert er ráð fyrir, að Landsbankanum verði breytt í Seðlabanka. Viðvikjandi spari- sjóösdeildinni, hefir stjórnin farið lengra en meirihluti milliþinga- nefndarinnar með því að ákveða henni sérstakan fjárhag eins og veðdeildin hefir. Gerir stjórnin ráð fyrir, að síðar rnegi greina sparisjóðsdeildina alveg frá bank- anum og láta hana halda áfram sem sérstaka peningastofnun und- ir annari stjórn, þegar bankanum sé svo vaxinn fiskur urn hrygg, að hann þurfi eigi sparifjárins með lengur til að tr-yggja sér þau tök á peningamarkaðinuni, sem seðla- banka beri að' hafa. Þá hefir stjórnin eigi fallist á tillögur meirihluta nefndarinnar um að hverfa frá innlausn seðla með gullmynt, og telur það fyrirkomu- úig á gullverslun, sem nefndin lagði til, eigi eins trygt. Stjórnin kveðst heldur eigi hafa fallist á þær tillögur nefndarinnar, aö rík- issjóður ábyrgist jafnan sérhvert tap, er skerði stofnfé bankans. Komi slíkt fyrir, álítur stjórnin eðlilegra a,ð löggjafarvaldið hafi óbundnar hendur um að ráða t'ram úr því máli. Ákvæðin um stofnfé, varasjóð og tilhögun stjórnar á bankanum eru tekin óbreytt upp úr frv. meiri hluta milliþinganefndarinnar, en verði þetta frv. samþykt, telur stjórnin sjálfsagt, að sú stjórnar- tilhögun gangi þegar í gildi, og hefir þyí sett ýms bráðabirgða- ákvæði í frv. því viðvíkjandi. Meðal erinda þeirra, sem send hafa verið Alþingi aö þessu sinni, er eitt, sem á skilið athygli al- mennings, Jiótt eg hafi hvergi séð þess getið. En eg býst við, að mörgum manni rnuni ekki vera sama urn afdrif þess. Það er svo vaxið, að dr. Guðm. Finnbogason, landsbókavörður, sækir um 2000 kr. árlegan'styrk um nokkur ár til þess að gera ratinsóknir um eðlis- einkunn íslendinga og semja rit um það efni. Hér er ekki um styrkbeiðni ör- yrkja að ræða. Guðmundur getur líklega unnið sér þessar krónur inn, með fyrirlestrum, tímarits- greinum o. þ. 1., ef hann hugsar altaf við hvert spor: hvað get eg f'engíð fyrir þetta? Og fái hann ekki þennan styrk, verður hann neyddur til þess að hugsa á þá leið. íslenzka ríkið geldur embætt- ismönnum sínum fyrir skyldustörf þeirra, en ætlast til, að þeir leiti sér einhverrar kaupavinnu að auki; Þetta á vel við í sumum greinum. En rithöfundi meinar það algerlega að færast mikil verkefni í fang,sem heimtamargra ára undirbúning og gefa lítiö fé

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.