Vísir - 03.04.1926, Síða 2

Vísir - 03.04.1926, Síða 2
VÍSIR )) ÍÍfcffllNl IÖLSEM (( Snperfosiatið er komið. Verður afgreitt frá pakkhúsi okkar nœstu daga. Noregssaltpétar kemur með e.s. „Nova'í Símskeyti —o--- Khöfn 31. mars. FB. Inflúensan í Færeyjum. Símað er frá J?órshöfn, að fólk hafi þyrjrst utan um grinda- hvali er rak á land, og varð þetta til þess að inflúensan breiddist afar mikið út. Mörg þús. manna eru veikir og hefir skólum í pórshöfn verið lokað. Er þetta stórhnekkir vorveið- inni og hafa margir kúttarar orðið að fresta íslandsför. Kaupdeilur í Noregi. Símað er frá Osló, að stjórn- in hafi gripið í taumana til þess að gera tilraun til að koma i veg fyrir vinnutöf, vegna þess að samningar eru út runnir og samkomulag hefir ekki náðst. Konow hefir sett á stofn sátta- nefnd. Khöfn 2. april. FB. Flug yfir Atlantshafið. Símað er frá New York, að einn af fræknustu flugmönnum Frakka ætli að fljúga yfir At- lantshaf i sumar í einni stryk- lotu. Kommúnistar í franska, þinginu. Simað er frá Paris, að i ný- afstöðnum aukakosningum hafi tveir kommúnistar komist að i fulltrúadeildinni. Kröfur norskra vinnuveitenda. I dag barst skeyti til Kaup- mannahafnarblaðsins Social- demokraten frá Osló, og stend- ur í því, að norskir vinnuveit- endur krefjist 25% launalækk- unar og að verkamenn fái styttra sumarleyfi en áður. Flugferðir. Símað er frá Berlin, að vegna náinnar samvinnu milli stærstu flugfélaga álfunnar verði á komandi sumri ákaflega aukn- ar flugferðir. T. d. verður hægt að fljúga frá Kaupmannahöfn til Parísar á 6 klukkustundum. Fx>á Alþingi á miðvikudaginn 31. f. m. Efri deild. Þar voru 4 mál á dagskrá. 1. Frv. til laga um breytingu á lögum nr. 43, 3. nóv. 1915, um at- vinnu við vélgæslu á gufuskipum var samþykt og afgreitt til stjórn- arinnar, sem lög.frá Alþingi. 2. Frv. til laga um bæjargjöld í' Vestmannaeyjum var samþykt og afgreitt til neðri deildar. 3. Um Frv. til laga um breyt- ingu á Iögum nr. 76, 28. nóv. 1919, um breytingu á yfirsetu- kvennalögum nr. 14, 22. okt. 1912, stóð allmikiö þref; þótti mörgum þingm. frv. ganga full- langt í hækkun launanna og töldu gjaldþoli sveitarsjóða vera íþyngt um of með frv. AS síðustu varð þó umræðunni lokið og gengið til atkvæða. Voru breytingartillög- urnar ýmist feldar að viðhöfðu nafnakalli eða teknar aftur, en ein var samþykt, frá Guðm. Ólafs- syni (þm. Austur-Húnvetninga) j)ess efnis, að i bæjum skyldu öll launin greiðast úr bæjarsjóði-. Var frv. síðan samþykt og af- greitt til neðri deildar. 4. var Frv. um breytingu á lög- um 1883 um slökkvilið á ísafirði og var það samþykt til 2. um- ræðu og sent til allsherjarnefndar. Neðri deild. Þar voru einnig 4 mál á dag- skrá. ; 1. Frv. til laga um breytingu á lögum nr. 28, 3. nóv. 1915, um kosningar til Alþingis, var sam- jjykt og afgreitt sem lög frá Al- þingi. 2. Frv. til laga um sölu á kirkju- jörðinni Snæringsstöðum í Vatns- dal, var samjjykt til 2. umræðu og sent til mentamálanefndar. 3. Frv. til laga um viðauka við hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaup- stað, nr. 19, n. júlí 1911, (3. um- ræða). Komu nú fram breyting- artillögur Jiær, sem boðaðar höfðu verið við 2. umr. og voru sam- jiyktar, en er frv., svo breytt, var borið upp til atkvæða, var j>að felt með 14 gegn 6 atkv. 4. Frv. til laga um bryggju- gerð í Borgarnesi 0. fl. var sam- jjykt til 3. umræðu. Næstu þingfundir verða haldn- ii á jiriðjudaginn kemur. Hljómsveitina þarf að efla. Tónlist tekur nú hér miklum framförum. — Eitt gleðilegasta táknið um })að er Hljómsveitin. Þegar hún er orðin fullskipuð, má telja að vér séum komnir í tölu söngmentaðra Jijóða. Söngmenn- ing án hljómsveita er nú á dög- um óhugsandi hjá nokkurri J)jóð. Þegar verið er að styrkja tón- list — og fyrir því er nú vaknað- ur áhugi hér — þá er nauðsyn- legt að hafa í slíkum efnum rétt hlutföll. Hér eru styrktir söngv- arar til lærdóms, og er það gott og blessað, þegar J)eir eru þá efni- legir, sem þó tæpast verður sagt um alla sem opinberan styrk hafa fengið. — En þess er að gæta, að söngvara ölum vér nær eingöngu upp handa öðrum þjóðum, ef þeir á annað borð komast áfram. Söngvarar fá hér ekki fasta at- vinnu, svo langt sem nú verður séð út í framtíðina. Einn góðan mann Jiyrftum við þó að hafa til að kenna raddsöng, og þar með búið. En ef vér nú sjáum oss fært að styrkja menn af landsfé til að leita sér atvinnu við tónlist er- lendis, j)á megum vér þó sannar- lega ekki gleyma oss sjálfum. Og allra síst megum vér gleyma að yrkja hina föstu stofna innlendr- ar hljómlistar, þar sem Hljóm- sveitin hlýtur að verða í fremstu röð. Þar sem hljómsveitir eru laun- aðar, kosta þær tugi og hundruð J)úsunda króna. Og nær eins dæmi er það, að þær beri sig sjálfar, sem kallað er. Flestallar njóta þær styrks. Hér á það langt í land, aö vér eignumst atvinnu-hljómsveit, þar sem flokksmenn ekki þurfa að stunda önnur störf. En óhugsandi er, að slík stofnun geti staðið lengi á áhuganum einum. Slíkt væri hvorki réttmætt né heldur æskilegt. Styrk verður sveitin að hafa, bæði til þess að geta offrað nokkrum tíma án beins efnatjóns og svo líka til þess að hægt sé að gera til hennar ákveðnar kröfur.. Sterkasta burðarafl sveitarinn- ar nú, er að vísu áhugi flokksJ manna og stjórnandans, Sigfúsar Einarssonar. — En erfiðleikarnir eru enn miklir, það vantar fleiri menn, og það þarf að vera hægt að kenna þeim á þau hljóðfæri sem vantar. Hingað koma nú á hverju ári útlendir hljóðfæraleikendur, sem þegar hafa orðið sveitinni til ómetanlegs gagns. Enn þá meiri gagn mætti J)ó af slikum mönn- um hafa, ef sveitin hefði dálítil peningaráð. Þingið verður nú að sýna rögg og hlaupa undir bagga með Hljómsveitinni, og veita henni svo sem 5000 krónur á fjárlögum, með tilliti til þess, að hér er um alj)jóðargagnsemd að ræða og stofnun sem verður að vera til í landinu á hverjum tíma sem er, og ekki síst })jóðhátíðarsumarið Í930. — Fyrir svo sem tveimur ár- um voru ekki horfur á öðru, en að leigja yrði fyrir stórfé útlent „orkester“ hingað á J)jóðhátíðina. Nú hefir skipast svo ákjósanlega til, að hægt er að verja Jæssu fé til varanlegs gagns, með því að láta J)að ganga til Hljómsveitar- innar, J)ví að ef nú verður ekki slakað á klónni, getur hún að fjórum árum liðnum verið orðin alskipuð og fullfær. Það er sagt, að J)að fari sjald- an saman, áhugi á stjórnmálum og söng. Alt um ])að ættu J)ingmenn nú að fjölmenna á hljómleik Hljómsveitarinnar á 2. í páskum og ymnfæra sig um, að þar er þjóðþrifa fyrirtæki á framsigl- ingu. H. iDflúenssn. —x— Fyrir nokkru barst blöðunum símskeyti frá Færeyjum, ]>ess efn- is, að inflúensa, lík spönsku veik- inni geisaði þar. Skömmu síðar lét landlæknir þau boð út ganga, al- menningi til huggunar, að inflú- ensa ])essi væri væg, „enginn dá- ið“. — Enn hafa komið fregnir um það, að veiki þessi breiðist út i Færeyjum, þúsundir manna liggi veikir, og óþægindi og tjón af völdum hennar sé mikið. :fS>paMr^ VIRGINÍA CIGARETTES 1200 kr, teOFAN! K CO.I.TD '5.GLD BON'Q.ST., VLONDON.tNGLANO. Fyrsta flokks danskur skó- fatnaður verður seldur nú í nokkra daga með gjafverði í Fatabúðinni. *Að vísu hefir landlæknir boðað Jiað, að eitthvaö eigi að gera, til J;ess að verjast J)ví, að veikin ber- ist hingað til lands. — Mér virðist þetta ekki nærri nóg að gert. Mér virðist að mikið, mjög mikið, eigi að gera til þess, að koma í veg fyrir, ef unt væri, að inflúensa ])essi gangi hér yfir nú-í vor. Því þótt hún verði, ef til vill, ekki mannskæð, })á vitum við J)að öll, — og J)að er síður en svo, að til þess þurfi læknisvif, — að margir verða þeir, er til grafar verða bornir af völdum inflúensunnar, nú sem fyr, ef hún fer hér um landið. Eungnabólga og margir aðrir kvillar sigla í kjölfar hennar alla tið, og það er öldungis undravert, með hvílíkri ró heilbrigðisstjórn vor horfir á slíkan vágest á næstu grösum, án þess að hefjast handa i tíma. Eða hvað hefir verið gert? Hafa verið gerðar ráðstafanir til ])ess, að millilandaskip, er hingað sigla, komi ekki við í Færeyjum, meðan á þessu stendur? Ekkert hefir heyrst um það. Hafa verið bannaðar samgöngur við færeyska fiskimenn, er hafna leita hér, nema öruggt sé, að þeir hafi ekki veik- ina? Ekkert hefir heyrst um það. Þeir munu vera margir, ein- yrkjar í sveit, og verkamenn í kaupstöðum, sem illa mega missa tíma til þess að liggja í inflúensu og fara svo gætilega með sig á eftir, sem með Jiarf. Landið má yfirleitt illa við ])ví vinnutjóni, sem af J)ví hlýtur að leiða, að ó- gleymdum mannslífunum, sem hljóta að missast, gangi inflúensan yfir. Landlæknir og heilbrigðisstjóm mega ekki skella skollaeyrum við slíku alvörumáli. Og fari svo, að ekki verði alt gert, sem ,hægt er að gera, til þess að forða landinu frá inflúensunni nú, þá kalla eg, að þeir, sem um ])essi mál eiga að sjá, standi ekki vel í stöðu sinni. Borgari. G. Montagu Harris: Local Government in Maný Lands. A. Com- parative Study. P. S. King & Son, Ltd. Lon- don, 1926. Verð 15 sh. Árið 1923 lét breska stjórnin safna afar-nakvænnun skýrsl- um um fjTÍrkomulag sveitar- stjórna, nálega um allan heim. —•. Var þetta gert fyrir beiðni nefndar, sem þingið hafði kosið til þess að endurskoða sveitar- stjórnarlöggjöf Bretlands, bg var Onslow lávarður formaður nefndarinnar. I þessum ítarlegu skýrslum frá liverju einasta menningarlandi í heimi, var, eins og gefur að skilja, ógrynna fróðleikur saman kominn, og var nafnkunnur lögfræðingur, Mr. G. Montagu Harris, skrif- stofu^tjöri i Heilbrigðisráðu- neytinu, skipaður til þess að vinna úr þeim, vitaskuld með aðstoð margra þar til hæfra manna. — Árangurinn af starfi hans er stór og mikil bók.ótæm- andi fróðleiksnáma um þetta efni og með svo nákvæmri efn- isskrá, að hún er lykill að hverju einasta atriði, sem bókin fjall- ar um. En efnið er margbreytt, þvi orðið sveitarstjóm er notað í rýmri merkingu en alment gerist. Eins og sést hér að ofan, kom hókin ekki út fyr en eftir siðastliðið nýár, en Union Inter- nationale des Villes et Com- munes lét þegar þýða hana á frönsku, og er sú þýðing nú þeg- ar komin út. Vafalaust koma fljótlega þýðingar á fleiri mál- um, t. d. þýsku. Er ekki ósenni- legt, að einhverja Islendinga langi til að kynna sér efni bók- arinnar, þri þó að það sé ef til vill gott og blessað, að við fylgj- um sem dyggilegast danskri fyrirmynd i sveitarstjórnarlög- gjöf, þá getur það sennilega ekki skaðað okkur að vita um fyrir- komulagið hjá fleiri þjóðum. — Danir eru menningarþjóð, en ekki eru þeir eina menningar- þjóðin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.