Vísir - 28.05.1926, Blaðsíða 2
4fc
VlSIR
Símskeyti
. —Q——
Khöfn, 27. maí. FB.
Sundrung í frjálslynda
flokknum.
Símað er frá London, að hirt-
ingarbréf það, er Ascjuith birti,
og var tii Lloyd George fyrir af-
skifti hans af kolamálinu, hafi
vakið mikið umtal og athygli,
sem heldur hafi aukist en hitt.
J?ví er spáð, að frjálslyndi flokk-
urinn muni innan skamms leys-
ast upp,a. m. k. að Lloyd George
flæmist úr honum og heitustu
fylgismenn hans og sláist þeir
síðan í lag með verkamönnum.
Ný sáttatilraun í kolamálinu.
Sá orðrómur liggur á, að
stjórnin krefjist þess, að at-
kvæðagreiðsla um miðlunartil-
lögu þessa verði leynileg og
greiði námamenn sjálfir at-
kvæði en ekki fulltrúar þeirra
fyrir þeirra hönd.
Abdel-Krim gefst upp.
Símað er frá París, að Abdel-
Krim hafi gefist upp ásamt öllu
fylgiliði sínu. Hann verður gerð-
ur útlægur úr löndum Moham-
medstrúarmanna. Allir þeir
fangar, sem voru i liöndum
Frakka og Spánverja hafa ver-
ið látnir lausir.
Dómur í seðlafölsunarmálinu.
Simað er frá Budapest, að
dómur sé fallinn í seðlafölsun-
armálinu mikla. Graetz prins og
Nadossy Iögreglustjóri voru
dæmdir í fjögurra ára fangclsi,
, Hood" st
brúna, svarta og hvíta meS hrá-
gúmmí- og gúmmísólum fyrir
karlmenn kvenfólk og unglinga,
fengum við með „íslandi“ 14.
þ. m:
Strigaskór þessir taka áreið-
anlega öllum öðru:-: 'Uimmí-
botna-strigaskóm frru- , bæði að
útliti og gæðum.
Kaupið þá!
Hv^nnberg
liihn fyrrnefndi, en þriggja hinn
síðarnefndi. peir missa og öll
borgaraleg réttindi. Sektirþeirra
námu tíu miljónum. — Fjöldi
manna, er voru að meira eða
minna leyti við mál þetta riðnir,
fengu vægari hegningu.
„Hvað hefir íhalds-
flokkurinn gert?“.
--X—
Eins og alljr vita, er þaö næsta
rnikilsvert, að blööin sé .sannorð
og skýri rétt frá atburðum. — 1-
haldsflokkurinn, meö hina hrap-
andi stjörnu, fjármálaráðherrann, í
fylkingarbrjósti, hefir nú tekið sér
fyrir hendur, að skýra alþjóð
manna frá afreksverkum sínum,
síðan er hann kontst til valda í
landinu. — Byrjar flokkurinn þá
starfsemi sína á grein með ofan-
ritaðri fyrirsögn,' sem birtist x síð-
asta tbl. ,,Varðar“, og munu þar
margar á eftir fara. — Mundi kjós-
Öndum ekki óljúft að fá sönii tíð-
indi af afreksverkum flokksins og
stjórnarinnar. En hætt er við, eft-
ir upphafi þessarar. Varðar-grein-
ar að dæma, að frásögnm verði
harla lituð og Hkari gylling en
sönnum tíðindum. —
Það er upphaf að, lofsöng blaðs-
ins, að getið er þrekvirkja þeii'ra
hinna miklu, sem flokkurinn hafi
unnið í þágu utanríkismála vorra.
— Verður þá kjöt-tollurinn fyrst
fyrir. — Er skýrt frá því, með
nokkuru yfirlæti, að þar liafi
íhaldið qg stjórnin unnið glæsi-
legan sigur á örfáunt dögum. —•
Blaðið er ekki að hafa- fyrir því
að geta þess, að áður en íhalds-
flokkurinn koinst til valda, var
allri aðalvinnunni í þesstx máli
lokiö. — Höfuð-orðugleikarnir
voru í því fólgnir, að fá Stórþing-
ið til að heimila norsku stjóminni
að taka þetta mál út úr öðrum
tollmálum og semja urii það við
íslensku stjórnina. — Þessu var
lokið, er núverandi stjórn komst
til valda. — Og því lyktaði svo
heppilega, sem raun varð á, ein-
ungis sakir þess, hversu fyrver-
andi stjórn (Sigurður Eggerz)
hélt vel og. hyggilega á málinu
gagnvart norsku stjórninni. — Og
ætla má, að minna hefði verið gef-
ið eftir af Islands hálfu, ef sú
stjórn hefði að lokum ráðið mál-
inu til lykta.
Um ritsímasamninginn, sem
„Vörður“ lofar stjórnina fyrir há-
stöfum, er það að segja, að lands-
simastjóri mun þar eiga mestan
Nýkomið
Skór og Sandalar með crep-
griirimísólum á kvenfólk, ung-
linga og börn, allar stærðir.
Strigaskór margar nýjar teg.
í öllum stærðum.
Stefán Gnnntrsson
Skóverslun.
Austurstræti 3.
hlut að máli, og hafa lagt til alla
þekkinguna við þá samningagerð.
Ullartollsmálið, sem blaðið hæl-
ir stjórn vorri fyrir, er nú væntaxx-
íega komið í betra horf 'en áður
var. — Utanríkismálaráðuneyti
Dana mun hafa annast allar fram-
kvæmdir ntálsins, samkvæmt ósk
h'éðan, og líklega hefði niðurstað-
an orðið svipuð, hvaða stjórn sem
setið hefði að völdum hér á landi.
— Ea rétt er að geta þess, að ó-
viðfeldið er það i meira lagi, að
stjórnarblaðið skuli gera erlendri
ríkisstjórn þær getsakir, að ullar-
tollurinn hafi verið hækkaður
vegna steinolíu-einkasölunnar. —
Slikt nær engri átt. —•
Það verður örðugt verk fyrir
srjórnar-Vörð, að fá íslenska kjós-
endur til að trúa þvþ að efsti mað-
ur á landskjörs-lista íhaldsins, nú-
verandi fjármálaráðherra Jón Þor-
láksson, sé sæmilega til þess fall-
inn, að gæta íættinda vorra út á
við, því að það er alkunna, að
hann var einn hinn kargasti inn-
limunarmaður og lítilhugaðasti
fyrir landsins hönd, allan síðasta
ýratuginn, sem vér*’háðum stjórn-
málabaráttu vora við Dani.
Ög ekki ber það vott um mikið
ástríki af stjórnarinnar' hálfu eða
ihaldsins, til sjálfstæðismála vorra,
að blað fjármálaráðherrans,„Vörð-
ur“, hefir sungið „Nýja sáttmála",
bæklingi Sigurðar Þórðarsonar,
mikið og ómengað lof. — Liggur
nærri að ætla, að blaðinu sé ljúf-
ast lofið um pésann sakir þess, að
reynt er þar að svívirða sjálfstæð-
ishug þjóðarinnar og sjálfstæðis-
menn vora ýmsa, þá er fremstir
hafa staðið á síðustu tímum, sem
allra eftirminnilegast.
Þá er komið að fjöreggi þeirra
íhaldsmanna: viðreisn fjárhags-
ins. •
Blöð íhaldsmanna eru látin
flytja þjóðinni þann gleði-boðskap,
hvað eftir annað, að íhaldsflokk-
urinn hafi bjargað fjárhag þjóð-
arinnar. — Vörður sagði einu
sinni, að mikið væri vald þess
flokks, sem með stjóririna færi í
landinu. — Hann meinti það vist
sem aðvörun til allra þeirra lán-
leysingja, sem gegn íhalds-valdintt
stæði, og klöknaði við, er hann
hugleiddi afleiðingarnai-. — Og
nú lýsir 'hann yfir þvi, að þessi
volduga ihaldsstjóm hafi kipt öllu
í lag á einu ári, og sat hún þó við
minnihluta-fylgi i þinginu! — Hún
er ekki lengi að því sem litið er,
blessunin!
Lýsing blaðsins á fjárhag rikis-
sjóðs, áður en núverandi stjóm
tók við völdum, er heldur óglæsi-
leg. —• Og þeir menn munu vera
til, sem vilja fullyrða, að hún sé
hvergí nærri rétt. —• Þegar að
„lausu skuldunumj“ kemur, slær
út i fyrir greinarhöfundi, og lend-
ir þá alt i læpttlegri aðdáun á fjár-
Jarðarför elsku lilla drengsins okkar, Jónasar, fer fram
frá heifnili okkar, Nýlendugötu 4, laugardaginn 29. mai kl.
1 e. h.
Guðfinna og Einar Pálsson.
BSES6SÍ
Sildarnet
frá Johan Hanscns Sönner A/s., Bergen.
höfum við fyrirliggjandi og seljum með verksmiðjuvérði.
Þórðar Sveinsson & Co.
málaráðherranum. — En það er
nm þessar „lausu skuldir" að
segja, að fyrverandi stjórn studdi
Landsbankann til þess, að fá 200
þúsund sterlingspunda lán í Bret-
landi, eða nál. 6 miljónir í ísl. kr.,
og var þá jafnframt svo til ætlast,
að „lausu skuldirnar“ í Lands-
Lankanunt skyldu verða „fasta
skuldir". — Fyrverandi stjórn
hafði lýst yfir þvi, utan lands og
innan, að nauðsyn bæri til, að
landsbúskapurinn yrði rekinxt
hallalaust. — Þurfti því ekki að
stofna íhaldsflokk, til þess að
gefa þeirri stefnu byr undir vængi.
— Og fyrverandi stjórn hafði í
verkinu lýst fylgi sínu við þessa
stefnu árið 1923, er hún ákvað að
draga úr opinberum framkvæmd-
um, þeim er einhverja bið þoldu.
— Var sú ákvörðun vel íallin til
þess, að vekja þjóðina og sýna
henni frarn á nauðsyn hin? mesta
sparnaðar. Fyrv. stjórn hafðjrixg
ljóslega sýnt, hversu mikil alvara
henní var í þessu nxáji, með því
að leggja gengisauka-frumvarp
fyrir þingið, en það varð rikis-
sjóði til ntikils hagræðis og jók
tekjur hans drjúgum.
Þá er á jxað að líta, hver tekju-
aukafrv. íhaldsstjómin hafi lagt
fyrir þingið 1924. — Því er fljót-
svarað: — íhaldsstjórnin sýndi
alls enga tilburði í þá átt. — Að
vísu kom annað tekjuaukafrv.
fram i þinginu, verðtolls-frum-
varpið, en það var ekki frá ríkis-
stjóminni, heldur frá fjárhags-
nefnd n. d. — Svona er sagan rétt
sögð, og má sanna þetta með til-
vitnunum í Alþingistíðindi og
Stjórnartíðindi. - Núverandi stjórn
gerði ekkert á Alþingi 1924, til
viðreisnar fjárhag landsins. —
Það verður því trauðlega séð, með
hverjum rétti eða sanni íhalds-
fiokkurinn muni geta tileinkað sér
neinskonar bjargráð við fjárhag
þjóðarinnar. Á þinginu 1924 vildu
allir þingmenn sparnað, eða ná-
lega allir, að minsta kosti. — Það
var alda, sem fráfarandi stjóra
hafði vakið.
Það er vitanlegt, að fjárhagur
ríkissjóðs hefir batnað til stórra
muna síðustu tvö árin, — En það
er ekki ríkisstjórninni að þakka.
Það er að þaklra veltiárinu 1924.
— Þá blómguðust Ævinnuvegim-
ir. Þá mátti segja, aT srnjör drypi
af hverju strái, og naut ríkissjóð-
ur Jxess í miklum mæli. — Enginn
hafði búist við slíkum uppgripa-
tekjum. Tekjur ríkissjóðs 1925
urðu helmingi meiri en áætlað hafði
verið. — Og þær hefðu orðið al-
veg jafnmiklar, þó að enginn í-
MwM leiini.
Almenn heilbrigðis- og feg-
urðarleikfimi. Kensla í lima-
burði, gangi, andardrætti. Sömu-
leiðis gert við skökkum og
bognum hrygg og misfitu.
Fyrir konur og unglinga
mánud., fimtud., þriðjud. og
föstudaga. Fyrir börn föstu-
daga. — Uppl. í síma 100.
Helga Sætersmoen.
haldsflokkur eða íhaldsstjóm
hefði verið til í landinu. — Ríkis-
sjóði er venjulega óhætt, ef at-
vinnuvegir þjóðai-innar standa í
blóma. — Ef Jxeim hnignar til
muna eða falla í kalda kol, er
sýnn voði fyrir dyrum.
Núkynni einhver að spyrja, hvort
stjórnin kunni ekki að hafa veitt
atvinnuvegunum einhvern mikils-
verðan stuðning, sem réttlætt geti
skrum stjórnarblaðsins um afreks-
verk íhaldsins í fjármálum Jxjóðar-
innar. — Aty innurekendurn i r geta
best svarað því sjálfir, hver dreng-
ur eða hjálparhella stjórnin hafi
reynst Jxeim í Jjessum efnunx. —
Sumum atvinnurekendum að
minsta kosti hefir legið Jxungt hug-
ur til stjórnarinnar fyrir afskifti
hennar af gengismálinu síðastlið-
ið ár. — Nokkurum þeirra mun
hin öra hækkun krónunnar hafa
komið á kné, en lamað fratn-
kvæmdajxrek annara. — Það virð-
ist Jxví ekki ugglaust, að atvinnu-
rekendur landsins telji sig eiga
stjórninni mikla Jxakkarskuld að
gjalda. — Þeim mun áreiðanlega
finnast, suinum hverjum, sem hún
hafi verið rangsýn á öðru auga
en steinblind á hinu.
Þá er annað atriði, sem snertir
atvinnuvegina mjög, og alla fjár-
hags-afkomu Jxjóðarinnar. — Það
er fyrirkomulag seðlaútgáfunnar,
grundvöllurinn undir skipulagi
bankamálanna framvegis. —Versl-
unarstéttin hefir algerlega for-
clæmt þær leiöir, sem stjórnin viU
fara i þessum málum, sbr. fundar-
ályktun á verslunarmála-þinginu
hér í bænum í vetui\ — Og versl-
unarstéttin stendur áreiðantega
ekki ein uppi um það, að andmæla
framferði stjórnarinnar í banka-
málunum, — Þeim mönnum fjölg-
ar nú daglega, að heita má, sem
ganga undan merkjuxn íhalds-for-
kólfanna, sakir skammsýni þeirra
í Jxessum málum. — Það er
engum vafa bundið, að stjórnin,
eða fjármálaráðherrann að minsta