Vísir - 07.06.1926, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1926, Blaðsíða 5
VÍSIR Mánuclagmn 7. júní 1926. Linoleum, miklar birgðir nýkomnar. Verð frá 5 krónum meterinn. Melgi Magnússon & Co. „Frá myrkri til Ijóss/1 Yfirlit yfir málið. í 92. tbl. „Vísis“ er enn þá grein um ofannefnda bók eftir „kunnugan“. — pessi ljósfælni maður reynir með mörgum orðum að réttlæta skúmaskots- árás sína á mig, þótt eg sé bú- inn að færa gildar sannanir, frá bréfum frú Sveinbjargar, fyrir því, að ákærur lians eru á eng- um rökum bygðar. Sá maður er auðvitað ekki ^varaverður, sem er svo óvand- ur að virðingu sinni, að liann ritar það, í skjóli dulnefnis, sem liann þorir elcki að skrifa undir með réttu nafni. Hans vegna myndi eg ekki eyða tíma til and- svars. En hann er, og hefir verið, tól Sveinbjargar í þessu máli, og upplýsingarnar, sem grein hahs er bygð á, eru óneitanlega frá henni komnar, eins og sést greinilega á mörgu, sem hann hefir ritað. Enginn getur efast um það, að liún hafi vitað að „kunnugur“ ætlaði að skrifa nýja grein, er liún gaf honum upplýsingar um það, sem fór á milli hennar og mín í bréfum okkar. Er því grein lians á henn- ar ábyrgð, siðferðislega, ef ekki lagalega. Mér þykir það mjög óviður- lcvæmilegt, að frii Sveinbjörg skulí hafa hafið opinbera blaða- deihr um þessar æfiminningar systur sinnar. Eg veit að það hefir sært fleiri vini Ólafíu sál lieldur en mig, og þeirra vegna vildi eg lielst, að deilan félli sem fyrst niður. Hinsvegar er það langtum betra, að almenningur skuli vita sannleikann í þessu máli, heldur en að hann skuli trúa því, sem ósatt er. Eg álit það líka skyldu mína gagnvart trúboðsstarfi minu, að láta það koma í Ijós, að eg þarf ekki að fela neitt í þessu máli, heldur hefi hreinan skjöld. Eg ætla því að gefa stutt yf- irlit yfir þetta mál, eitt skifti fyrir öll, og eg veit, að hvorki frú Sveinbjörg eða Hanson kaupmaður getur lirakið með rökum eitt einasta atriði af því, sem hér er fært í letur. Löngu áður en Ólafía sál. dó, ræddi hún við mig um útgáfu æfiminninga sinna og bað mig að gefa þær út. Eg hafði gefið út fyi’ri bók liennar og var hún að öllu leyti ánægð með útgáfu- starf mitt í þvi sambandi, og eru mörg vitni að því. Áður en hún dó, lét hún í ljós ósk sína, dð „frú Guðrún Lárusdóttir ætti að þýða það, sem enn var óþýtt af æfiminningum liennar (úr norslcu), og að Mr. Gook ætti aí5 gefa bókina út.“ En þetta var að eins munnlegt og fansthvergi skrifað í fórum hennar. pegar eg var stadduríReykja- vík snemma í fyira sumar báð frú Sveinbjörg mig að finna sig hjá Hanson kaupmanni. þar bað hún mig að annast útgáfu æfiminninga Ólafiu sál. fyrir sina liönd. Eg sagði, að Ólafía lefði í'yrir löngu beðið mig um að gera það, og væri eg þvi fús til þess. Frú Sveinbjörg svaraði, að hún bæði mig um að annast þetta, ekki vegna neinna um- mæla systur sinnar, heldur vegna þess að þú hefir svo góð sambönd út um land, með að selja bókina.“ (Tilgangur minn með að geta þessara orða, sést seinna i greininni). þau Hanson sýndu mér fult traust og eg þeim, og lengi gekk alt ánægjulega milli okkar. Sið- ari hluti handritsins kom þó til mín miklu seinna en lof*ð var. pá kom það í ljós, að Svein- björg ætlaði að láta þessa bók flytja einnig æfiminningar sín- ar(!!) (20 handritsbls.). — Eg skrifaði henni kurteist og vin- gjarnlegt bréf (7. nóv.) og ráð- Iagði henni alvarlega að sleppa þeim. ]?ær voru þess eðlis, að e var fastráðinn i því að hætta a' veg við útgáfuna, ef þær ættu að koma. Orð mín voru: „Eg liefi lofað Ólafíu, að sjá um, að bókin fari vel. Hún sagð- isl treysta mér til þess, og eg get eklci brugðist trausti lienn- ar. Heldur en breyta á móti samvisku minni í þessu máli, vildi eg sleppa bókinni úr mín- um liöndum.“ Frú Sveinbjörg samþykti að sleppa þeim, hálf nauðug samt og eg er hræddur um,! að í henn- ar augum sé þetta aðalbrot mitt og að hún hafi aldrei fyrirgef- ið mér það. (Ummæli „kunn ugs“ um þetta mál eru: „Hr Gook vildi ekki orðalaust láta prenta alla viðaukana orðrétta' (!!), — sem er sýnishorn af ná- kvæmni lians). Nú vildi svo óheppilega til, að ekki varð hjá því komist, að bókin kærni seinna á markað inn en frú Sveinbjörg hafði gert ráð fyrir. Orsakaðist það af því, að ófyrirsjáanleg töf varð á af- greiðslu kassans, sem bindin á bókina voru í. Var það alls ekki á mínu valdi að afstýra þessum drætti, enda gerði eg alt, sem hugsanlegt var, með bréfum og símskeytum, til að reyna að fá kassann í tima, og voru það mér, ekki siður en frú Svein björgu, mjög mikil vonbrigði, að útkoma bókarinnar dróst. Eg skrifaði henni og skýrði ýt arlega frá málavöxtum, og tjáði henni hrygð hiína yfir þessum leiðinlega drætti. Hún svaraði reiðilega og kendi mér um alt saman. Hún sagðist nú taka að- alútsöluna úr minum höndum og heimtaði, að eg sendi sér hvert einasta eintak liið fyrsta Eg skrifaði lienni aftur og reyndi að sannfðera hana um, að drátturinn væri ekki mér að kenna og að það væri ranglátt að rjúfa samninginn lians vegna. Eg bað hana vinsamleg- ast að athuga mábð betur. pessu bréfi svaraði hún ekki, en bað lögfræðinga að höfða mál gegn mér tafarlaust. Eg bið menn að athuga það, að frú Svoinbjörg heimtaði bók- ina úr mínum höndum áður en hún hafði séð eitt eintak af henni, og eingöngu vegna drátt- arins. Hinar lieimskúlegu að- finslur hennar að bókinni cru auðsjáanlega gerðar upp til að styðja þessa ranglátu kröfu. Menn geta nú skilið hvers vegna hún er með þessar hár- toggnir út af „útgefanda“-nafn- inu. Hefði bókin komið á mark- aðiun þegar hún ætlaðist til, ef- ast eg mjög mikið um, að liún hefði haft nokkuð við það að at- huga. í danskri orðabók sem eg hefi, stendur: „Udgiver: — den som besörger Udgivelsen“, sem er samkv. skilningi minum og flestra annara. En eg þykist ekki hafa nein „réttindi“ í bókinni. það sem eg liefi gert hefir ver- ið í umboði Ólafíu sál. og frú Sveinbjargar. Öll réttindi í bók- inni í framtíðinni tilheyra auð- yitað erfingjum Ólafíu sál., Og' hefir mér aldrei komið í hug, að tileinka mér þau á nbkkurn hátt, þó að eg tilkynni á titil- blaðinu, að cg liafi annast út- gáfuna. pess skal getið, að við- komandi prentsmiðja tekúr ald- rei ábyrgð á bókum, sem hún gefur ekki út sjálf, sem ekki er von. Var eg því neyddur, sam- kvæmt lögum, að taka sjálfur ábyrgð á bókinni, þar sem frú Sveinbjörg var þá fástráðin í þvi, að láta engan vita, að hún var við útgáfuna riðin. Hjal „kunnugs“ um þetta atriði er markleysa. Niðurl.. Arthur Gook. Akureyri. frii UalgeÉr Heigason var meðal farþega á Lyru síð- ast. Hún fór til Vesturlieims í september í haust, i heimboð til sonar sins Jóns Gíslasonar, sem dvalið liefir vestra síðan 1912 og er nú búsettur í Winnipeg. Hún dyaldi þar hjá syni sínum og tengdadóttur sinni Elínu, konu Jóns, fram i desember- mánuð. ]?á tókst hún ferð á hendur vestur að Kyrrahafi i heimboð lil systur sinnar, þor- bjargar Grímson, sem býr í Portland, höfuðborginni í rík- inu Oregon. Dvaldi hún til skift- is lijá lienni eða systurdóttur sinni, Láru V. Cemple, sem bú- sett er í Bellingham, við afar- góða líðan. Var víða farið með hana þar um fagra staði og upp í fjöll, því allsstaðar renna bif- reiðar á breiðum vegum, sem eru eggrennisléttir eins og fjal- argólf. Var liún mjög lirifin af náttúrufegurð og veðurbliðu þar vestur við haf. Hvanngræn jörð og kýr úti og útsprungin blóm jafnt í desember sem mars. En það sem frú Valgerður segir að ógleymanlegast muni sér verða voru viðtökur landa,' hvar sem liún kom. Islenska gestrisnin hefir fylgt þeim vest- ur um haf. Og hjörtun brenna af viðkvæmri elsku til gamla landsins og einatt er siðásta Chevrolet 5 manna bifreiðar eru allra bifreiða hentugast- ar fyrir fjölskyldur, vegna þess hve ódýrar þær eru í notkun. Chevrolet eyðir að eins 12 lítrum af bensini til pingvalla, fram og aftur, fyrir að eins kr. 5.20. Chevrolet gerð 1926, er fegurri og vandaðri én nokkru sinni áður, með nýtísku útbúnaði eins og miklu dýrari bifreið- ar, og kostar þó að eins kr. 3900.00 hér á staðnum. Chevrolet er smíðuð hjá General Motors, sem hefir 175000 verkamenn og er lang stærsta og besta bifreiðafyrirtæki heims- ins. Einkasalar á tslandi: Jóh. óiaíssoa & Go. Reykjavik. Veggióður fjölbreytt úrva,l, mjög ódýrt, nýkomið. Guðmundnr Ásbjörnsson, Sími 1700. Laugaveg 1. IjOriHCK er Yinsælast. MOSELEY og MICHELIN reiðhjólagúmmí, bestu tegund, sel eg afar ódýrt. Torpedo fri- hjól sel eg á 15 krónur. Sigurþór Jónsson, úrsmiður. I Ásgarður. kveðjuorðið þetta: „Heilsaðu lslandi“. Væri óskandi, að Vest- ur-lslendingar, sem hingað koma, ættu sama bróðurþeli og geátrisni að fagna, — fyndu, að þeir kæmu til bræðra sinna og systra liér lieima og nú stefnir einmitt liugur landa hingað lieim sumarið 1930. paðan fór frú Valgerðpr aft- ur til Winnipeg og dvaldi þar fram i apríl. Var kepst um að gera henni dvölina sem 4allra skemtilegasta með heimboðum og vináttu. Meðan hún dvaldi þar, var haldið þar fjöhnent kvennaþing í borginni, þar sem mættir voru fulltrúar úr öllu Manitoba-fylki (Jóns Sigurðs- Guðm, B. Vikar áma 65U Sími 658. = Langaveg 21. *asss 1. fl. saumastofa fyrir karl- mannafatnað. — Úrval af fataefnum fyrirliggjandi, alt árið. — Fljót og góð af- greiðsla. sonar félagið) og var hún boð- in í mjög veglegt og skemtilegt samsæti, sem fulltrúarnir liéldu áður en þinginu var slitið. Einn- ig var henni boðið til Chicago, á heimssýningu kvenna, þar sem 16 ríki tóku þátt i. þ>ar var íslensk deild á þeirri sýningu og var hún beðin að mæta þar á íslenskum búning. þótti mikið til hans koma, sérstaklega upp- hlutsins. Frá Chicago snéri hún svo heimleiðis til Islands aftur, glöð og ánægð og auðug að góðum endurminningum. Z.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.