Vísir - 12.06.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 12.06.1926, Blaðsíða 2
ViblR Konungur vor og drotning komu hlngaö í morgun kl. 9 á herskip- . inu Niels Juel, og fylgdu þeim her- skipin Geysir og Fylla. Veður var hið fegursta, glaðasólskin, hæg noröan átt og fögur fjallasýn. Fán- ar blöktu um allan bæ, og öll skip í höfninni voru fánum skreytt. — Konungsskipin fóru frahi hjá Vestmannaeyjum kl. 10 í gær- morgun, en komu til Hafnarfjarð- ar í gærkveldi og lágu þar i nótt. Jafnskjótt sem konungsskipin lögðust ihér, voru þau skreytt fán- um, og í sama bili kom forsætis- ráöherra, ásamt konungsritara út að konungsskipinu, til þess að fagna konungshjónunum. Margt manna hafði þá safnast saman í nánd við höfnina, og fór mann- íjöldinn vaxandi eftir því sem á morguninn leiö, Þegar klukkan sló ellefu. kvað viö fyrsta fallbyssuskot frá kon- ungsskipinu, og sí'ðan hvert af öðru, frá hinum herskipunum, á meðan konunghjónin sigldu til lands með föruneyti sínu. Ofan við steinbryggjuna höfðu verið reistir fjórir stöplar, hvítir að lit, og kóróna yfir, en við bryggjusporðinn var landgöngu- fleki og rauður dúkur breiddur á brvggjuna. Feiknamikill mannfjöldi hafði safnast saman við bryggjuna og j.ar alt umhverfis. Hefir þaðsenn.i- lega ekki verið færra en þá, er konungshjónin komu hingað stð- ast. Forsætisráðherra og frú hans tóku í móti konungshjónunmn, jtegar þau stign á land og í sama mund lék lúðrasveitin, undir stjórn Páls ísólfssonar, jtjóðlagið: „Ó, guð vors lands“, en mannfjöldinn ihlýddi á berhöfðaður. Gengu kon- ungshjónin upp bryggjuna, á með- an lagið var leikið, og forsætis- ráðherra og frú hans með þeim. Ofan við bryggjuna biðu allir helstu embættismenn landsins, sendiherrar annara ríkja, og bæj- arstjórn, með borgarstjóra. B.org- arstjóri ávarpaði konungshjónin nokkurum orðurn og bauð þau vel- komin, og tók mannfjöldinn undir það með níföldu húrra-hrópi. Þá talaði konungur nokkur orð og þakkaði viðtökurnar fyrir sína hönd og drotningarinnar. Hann mælti fyrst á danska tungu, en síðan á íslenska (svo sem borgar- stjóri hafði gert), og árnaði Reykjavík og landi og lýð allrar blessunar. Tóku menn undir það með fagnaðarópum, og að jtvi búnu var leikinn danski þjóðsöng- urinn: „Kong Christian“. Konungur og drotning heilsuðu siðan þeim, sem næstir stóðu, en gengu eftir það upp frá hafnar- bryggjunni, þangað sem bifreiðir biðu jteirra. Óku jtau upp að bú- stað f.orsætisráðherra, ásamt föru- neyti sínu, og stóð óslitinn mann- garður tveim megin götunnar, alla leið, en á eftir bifreiðunum flykt- ust ungir og gantlir, og hefir sjald- an sést hér nteira fjölmenni. Konungshjónin búa á heimili íorsætisráðherra á meðan jtau dveljast hér. í kveld kl. 7 heldur bæjarstjórn samsæti fyrir konung og drotningu og föruneyti þeirra á Hótel ísland, en að öðru leyti verður jtessi til- högun á konungsmóttökunni: Á morgun kl. 10 f. hád. gengur konungur í kirkju. Kl. 12)4 verð- ur ekið af stað til Þingvalla. Verð- ur landsstjórnin ]:>ar í fylgd með konungi, konungsritari o. fl. I.andsstjórnin heldur þar miðdeg- isverð fyrir konung kl. 5. Verður síðan ekið heim. Á mánudaginn verður ekið á stað til Ölfusárbrúar kl. 9. Þar verður sest að morgunverði. Síðan ekið austur um Flóa til Þjórsár- brúar og til baka aftur að Tryggvaskáíá kl. 4. Að afloknum miðdegisverði j)ar, verður ekið til Reykjavíkur. Á þriðjudaginn verður ríkisráðs- fundur uppi í Alþingishúsi kl. 9 að morgni. Kl. 11 leggur drotn- ingin homsteininn undir Lands- spítalann. Kl. 7 um kvöldið hefir konungur boð hjá sér um borð í skipi sínu. Lagt verður af stað liéðan að morgni þess 16. Engin viðkoma á Isafirði, vegna taugaveikinnar. Til Akureyar er búist við að komið verði á föstudag þ. 18. Laugardaginn þann 19. verður farið inn í Eyjafjörð, að Krist- nesi og Grímd. Boð hjá konungi í skipi hans, kl. 7 um kvöldið. Sunnudaginn þ. 20. verður farið austur í Vaglaskóg, ef veður leyf- ir, til baka aftur samdægurs, og frá Akureyri þá um kvöldið. Komið verður til Seyðisfjarðar að kvöldi þess 21. Fer konungur og fylgdarliö hans þar í land þ. 22. Símskeyti Khöfn 11. júní. FB. Er Þjóðabandalagið að klofna? Símað er frá Genf, að Þjóða- bandalagið hafi afnumið eftirlit með fjármálum Austurríkis. Símað er frá Washington, að mikið sé rætt um að setja á stofn Þjóðahandalag Ameríku, er í séu öí) ríki véstúrálfu, ef Brazilía segi sig úr Þjóðábandalaginu. Eignir þýsku furstanna. Uppþot í þýska þinginu. Símað er frá Berlín, að miklar æsingar hafi orðið á fundi í Ríkis- junginu. Marx hótar jiingrofi, verði fjárgreiðslur til furstanna feldar. Hann varði bréf Hinden- burgs, en jafnaðarmenn ásaka Hindenburg um hlutdrægni. —1 Demokratar og miðflokkarnir and- vigir kanslaranum i bréfmálinu. í prússneska þinginu neyddist for- seti til þess að slíta fundi, vegna móðgana kommúnista í garö Hind- enburgs. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 10 árdegis. Dr. Jón biskup Helgason. — Kon- ungshjónin hlýða á messu. — Eng- in síðdégisguðsþjónusta. í fríkirkjunni kl. 2, sira Ámi Sigurðsson. — Nýja orgelið verð- ur vígt. í Landakotskirkju kl. 9 árdegis hámessa, og kl, 6 síðd. guðsþjón- usta með prédikun. Sigvaldi læknir Kaldalóns og fjölskylda hans fara liéð- an til F"lateyjar 15. þ. m. og telc- ur hann þar við læknisembætti. Vinir hans héldu honum skiln- aðarsamsæti á Skjaldbreið í fyrrakveld, og voru þar haldn- ar margar ræður. Töluðu meðal annara, þorsteinn ritst. Gislason og síra Bjarni Jónsson. Gjöf var honum gefin að skilnaði. Er það vandað viðtæki, sem sett verð- ur upp á heimili lians -þarvestra! Sigvaldi læknir er mjög vinsæll maður og fylgja honum og fjöl- skýldu lians hamingjuóskir margra vina. Þýska hljómsveitin. Hljómleikarnir á fimtudags- kvöldið voru vel sóttir. Var þar leikið ,,Siegfried-Idyll“, kvintett eftir Beethoven og Violinkonsert eftir Mozart. Þar hafði forfiðlari Fritz Leue einleik, sem áheyrend- ur gerðu mjög góðan róm að. — I gærkveldi var Eroica-sýmfónian endurtekin í dómkirkjunni og var nú hvert sæti skipað. Villemoes kom i morgun. Á meðal farjiega voru Sigurður Eggerz og Magnús Kristjánsson. Þeir héldu fundi á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum og var góður ró'mur gerður að rnáli Sig. Eggerz á báðum fund- unum. Bæjarstjómin bauð jiýsku hljómsveitinni í gær austur yfir fjall. Var lagt af stað kl. 10 og komið laust eftir hádegi að Tryggvaskála og snæddur þar miðdegisyerður. Pétur Halldórs- son hafði orð fyrir bæjarstjórn- inni, en formaður hljómsveitar- innar, J. Rieckmann þakkaði fyr-. ir hönd sveitarinnar. Eftir borð- haldið voru blásin nokkur íslensk attjarðarlög og síðan haldið upp að Sogi. Var haldið kyrru fyrir i Þrastaskógi um stund og síðan haldið heimleiðis. Var jiá kl. um 4. Numið var staðar á Kolviðarhól og drukkið kaffi. Veður var liið besta, sólskin og logn. Nutu gest- irnir ferðarinnar hið besta og töldu þetta skemtilegasta daginn sem þeir hefðu dvalið hér. Einkum. voru þeir hrifnir af útsýninni af Kömbunum. Hljómsveitin þýska hefir „Wienar-valsa“-kveld á morgun (sunnudag) kl. 9 síðdegis. Sjá augl. Eirca Darbo söng í Nýja Bíó í gærkveldi, og var fagnað ágætavel. Henry Erichsen , leikur á harmoniku í síðasta sinn í kveld. Hann hefir jafnan 'haft húsfylli áheyrenda. — í gær skemti hann á Elliheimilinu. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.