Vísir - 17.06.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 17.06.1926, Blaðsíða 2
yisiR )) feimiN] i ÖLSEÍNI (( Nýkomið s Hrísgrjón, Sagogrjón, Hrísmjöl, Kartöflnmjöl. Símskeyti Khöfn 16. júní. FB. Franska stjórnin beiðist lausnar. Símað er frá París, að stjórnin sé fallin. Peret beiddist lausnar af þeim ástæðum, að hann taldi nauðsynlegt að mynda stjóm á ný, þar sem stjórnin hefði ekki stu'ðn- ing allra flokka og Frakklands- banka til hindrunar falli frank- ans, • en þahn stuðning yrSi hin nýja stjórn að fá. Lausnarbeiðni Perets leiddi svo af sér fall stjórn- arinnar. ' Khöfn 17. júní. FB. Verður Briand enn ráðherra? Símaö er frá París, að Briand geri líklega tilraun til þess að myrida stjórn á ný. Ennfremur er talið líklegt, að Herriot og Poin- care verði ráðherrar. • Kolaverkfallið. Símað er frá London, að Bald- win hafi sagt í þingræðu, að ef til vill verði að grípa til þess úrræö- is, að lögbjóða lengri vinnutíma í námunum. Launalækkun þá ekki nauðsynleg. Rússar svara Bretum. Símað er frá Moskva, að stjórn- in hafi svarað Englandsstjórn því, við fyrirspurn hennar um rúss- neskt fé sent verkfallsmönnum í Englandi, að þetta sé verkfalls- styrkur frá rússneskum verka. mönnum en ekki frá stjórninni, sem vanti heimild til þess að hindra útflutning á peningum. Flokkapnip. '—o- Flokkaskiftingin í stjórnmálum vorum um þessar mundir er næsta óheilbrigð og óákveðin. — Gæt- ir langmest harðsnúinna stétta- flokka, enda'er úr mörgum áttum í senn óspart blásið að kolum stéttaíhaturs og stéttabaráttu. Undanfarin misseri hafa þrír stjórnmálaflokkar vaðið uppi í landinu, allir harðSnúnir stétta- flokkar, illgjarnir í deilum og miklir á lofti. Er íhaldsflokkur- inn þeirra mestur að vallarsýn og höfðatölu, eða svo hefir.það verið kallað að minsta kosti. — Ræður fyrir honum samsafn þröngsýnna, ófrjórra og trénaðra afturhalds- rnanna, með fjármálaráðherrann í broddi fylkingar, en í flokkinn hafa þó slegist, út úr, neyð og til málamyndarfylgis, ýmsir frjáls- lyndir menn. sem með engu móti geta þó átt samleið með íhaldimt eða forkólfum þess til lengdar. — Munu þeir og flestir eða allir hverfa undan merkjum. þess fyrr en varir og ganga í hinn nýja flokk frjálslyndra manna, sem nú er verið að stofna, og taka mun yfir’ landið alt, er stundir líða. — íhaldsflokkurinn hlýtur því að ganga saman og verða dverg- flokkur áður en langt um líður. íslendingar eru langflestir frjáls- lyndir menn að eðlisfari og munu ekki una ihaldsfjötrunum ! til lengdar. — Sennilega hangir þó flokkurinn saman, eða eitthvert hrafl af honum, og verður þá hlut- verk hans framvegis einkum með þrennu móti: í fyrsta lagi reynir hann að „halda í“ alt það ófremd- ar-ástand, sem á hverjum tima kann að vera ríkjandi í ýmsurn greinum þjóðlifsins. — í öðru lagi mun hann leitast við, svo sem verið hefir, að gæta sérstaklega hagsmuna ríkustu manna landsins um ívilnanir í skatta-álögum o. s. frv. — Og i þriðja lagi mun hann 'halda því starfi sínu áfram, að munnhöggvast og rífast við „bols- ana“, daglega að heita má, ýmist um ekki neitt eða þá einhvern hé- gómann, sem litlu máli skiftir. — Þessir tveir flokkar manna, ihald og jafnaðarmenn, hafa nú lengi átt í fávísulegu þrasi og skömm- um, sjaldnast deilt um málefnin, en lagt alla stund á hitt, að glepsa hvor í annan, svo að undan hafi sviðið. — Svívirðingar um oddvita flokkanna og aðrar kunnar „stærð- ir“ báðum megin, hafa orðið þyngri á metunum en röksemdini- ar. — íhaldið á ekki framtíðina fyrir sér. Það heyrir ekki hjart- slátt lífsins fyrir háværu skild- inga-glamri forsprakkanna. — Að vísu mun það geta glamrað lengi enn og látið illa, þvi að umhverfis ríka íhaldsmenn í kaupstöðunum mun jafnan safnast allskonar málalið, sem engin þyngsli hefir af sannfæring e$a réttlætilfinning. Önnur pólitíska hjörðin, sem mikið lætur yfir sér, er flokkur jafnaðarmanna. — Það er ein- kenni þess flokks, að þar þykjast allir vilja einhverskonar breyting- ar á núverandi ástandi, en 'hitt virðist öllu óljósara, hvert stefna skuli. — Sumir eru „hægfara jafn- aðarmenn", sem kallað er, mak- ráðir menn og „skikkanlegir" borgarar, en aðrir römmustu Gúmmi-stÍBipla vandaða og ódýra, býr Félagsprentsmiðjan til, með litlum fyrirvara. Einnig eiginhandar gúmmí-stimpla. Effax gólfdúkaáburðuriim er ómótmælanlega sá besti, og; þess utan sá lang-ódýrasti. — 500 gramma dósir kosta að eins 2 kr. dósin. — „Möbelkrem", O’Cedar Polish og „Fixér“-gólflakk, er.a'ð sama skapi best og ódýrast í versl. B. H. Bjaraason. „bolsar“ og byltingaseggir. — Þeir menn vilja öllu umturna, dást mjög að blóð-stjórn Rússa, og telja, að þarígað sé fyrirmyndar- innar að leita um öll vandamál þjóðanna. — Er þessi „tegundin“ öllu áburðarmeiri og hrottalegri í dagfari sínu en hin, sem nefnir sig hægfara jafnaðarmenn. En sagðir eru æsingamennimir mjög fáir og talið örugt, að þeim fari sí-fækkandi. íhaldsmenn og jafnaðarmenn muriu löngum berast á banaspjót. — Þeir eru höfuð-andstæðumar og öfgarnar í þjóðfélaginu. íhaldinu. fylgir öll pólitísk mygla og fúi þjóðlífsins, svo sém að líkindum lætur, en í hinu lið- inu leika glannarnir lausum hala, allir þeir, seni gaman hafa af að hafa hátt um sig og fikta við stjórnmála-púðurkerlingar . á al- mannafæri. — Eitt er þó sameig- inlegt um þessa andstæðu flokka: hvorugur starfar að alþjóðar-heill. Þeir eru báðir ákveðnir og ötulir stéttaflokkar. Þá er að geta þess flokksins, sem einna montnastan verður að telja og þó valtastan' í sessi. Það er „framsóknarflokkurinn". — Flann er ákaflega mikill á lofti og er alt af að rasa fyrir ráð fram. —• Sumir forsprakkanna eru og í meira lagi gálausir menn. Þeir tala mikið, fullyrða ósköpin öll, en standa við fátt, þegar á reynir. „Framsókn" er stéttarflokkur svo greinilegur, að ekki verður um deilt. — Forvígismenn flokksins, sumir hverir, eru duglegir menn og hefir þeim tekist að halda lið- inu saman að nafninu til. En það getur trauðla blessast til lengdar. Fljá framsóknarflokknum hafa margir frjálslyndir kjósendur leit- að sér athvarfs í bili, meðan ekki var i annað hús að venda. — En nú, þegar nýr, frjálslyndur flokkur er stofnaður í landinu, hlýtur ,.framsókn“ öll að sundrast og detta í mola. — Flokkurinn á ekki heldur neinn tilverurétt og ætti að líða undir lok sem allra fyrst. — Það er ekkert vit í því, að menn hlaupi saman í stjórnmálaflokka eftir þvi, hvort þeir skifta við kaupmenn eða kaupfélög. — Skoð- anir manna á landsmálum eiga að ráða því, og eðlisfar þeirra, hvar þeir skipa sér i stjórnmálaflokka, en ekki hitt, hvar þeir leggja inn ullina að sumrinu eða dilkana sína á haustin. — Þetta munu og bænd- ur alment láta sér skiljast, enda er það nokkurn veginn augljóst. Það er að verða býsna almenn skoðun, að eftir nokkur ár hljóti' „framsóknarflo’kkurinn" að verða liðinn undir lok sem pólitiskur flokkur. — Ætla menn, að mestur hluti bændanna verði þá genginn í frjálslynda flokkinn, því að ])ar eiga þeir heima, allur þorrinn að minsta kosti. — Komið gæti til mála, að stöku maður í núverandi TOBLER heimsfræga átsukknlaði fæst allsstaðar. Af bragðinn sknln þér þekkja það. Spark Plugs The Qoality Plage of thm World bifireiðakerti ern viðurkenð að vera þan lang-bestn. General Motors nota ein- göngn A C á allar sínar bifreíðategnndir. Einkasalar: Jóh. Ólaisson & Co. Reykjavlk. ,,framsóknarflokki“gengi í íhalds- flokkinn, sem þá verður búinn að niissa alt sitt bésta lið yfir í fé- lagsskap frjálslyndra manna, en hangir saman á römmustu dreggj- um íhaldsins. —• Jafnaðarmenn munu halda á- fram að vera fjölmennir í kaup- stöðum og sjávarþorpum, eri óvíst er þó, að þéir auki miklu við lið sitt úr þessu. —• Fjölgun þeirra og efling stendur mjög i sambandi við fi-amferði og víðsýni annara stjómmálaflokka landsins. — Öfl- ugur frjálslyndur flokkur mundi reynast hinn öruggasti hetnill á öfgar og vitleysur á báða .bóga. Hann mundi beita sanngirni, lip- urð og lagni, þar sem íhaldið beit_ ir yfirgangi og liroka. — Hann mundi berjast gegn stéttaríg og pólitískri fólsku og safna öllum góðum íslendingum undir vængi sína. Frá honum munu og jafnan koma allar bestu tiilögurnar um viðreisn og menning þjóðarinnar, andlega og efnalega. Að fáum ámm liðnum verða stjórnmálaflokkarnir í lahdinu sennilega einungis þrír: frjáls- lyndur flokkur, íhaldsflokkur og flokkur jafnaðarmanna. — Æskulýðurinn fylkir sér undir merki frjálslyndisins. — Hann á hvergi annarsstaðar heima í stjórn- málunum. Frjálslyndi flokkurinn verður langstærsti þjóðmálaflokkur lauds- ins. I Frávikning búnaðarmálastjóra. —o— ^ Mótmæli frá búnaðar- samböndunum. Væri ekki rétt að núverandi stjórn Búnaðarfélags íslands veitti athygli afstöðu þeirri, sem full- trúar hreppabúnaðarfélaganná taka á aðalfundum búnaðarsam- bandanna, er þeir fregna aðfarir hennar gegn einum jiektas'ta starfsmanni íslenskra bænda, bún- aðarmálastjóra Sigurði Sigurðs- syni. Eftirfarandi fundarsamþyktir haía þegar borist hingað : „Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða’ lýsir fullu trausti til búnaðarmálastjóra landsins, og að géfnu lilefni tekur hann það fram, að hann væntir þess, atf hann gegni búnaðarmálastjóra- starfinu framvegis." Viðaukatillaga frá Jóni A. Jónssyni alþingismanni: „Búnaðarsamband Vestfjarða leyfir sér að beina þeirri áskorun ti! stjómar Búnaðarfélags Islands, að hún geri engar ráðstafanir gagnvart búnaðarmálastjóra, þar til næsta búnaðarþing hefir tekið afstöðu til þeima deilumála, sem risið hafa, milli búnaðarmálastjóra annars vegar, stjómar Búnaðarfé- lags íslands og landbúnaðamefnda alþingis hins vegar. Jón H. Fjalldal, Páll Pálsson, Þórður G. Njálsson, Jón Þórarins- son, Jón Brynjólfsson, Bjarni Sig- urðsson, Kolbeinn Jakobsson, Jó- hannes Davíðsson, Tryggvi Páls- son, Jón Jónsson, Ólafur Pálsson, Kristinn Guðlaugsson, Jón A. Jónsson." Þann 28./5. 1926 samþykkir Búnaðarsamband Dala- og Snæ- fellsness á aðalfundi eftirfýlgjandi tillögu, sem send er stjórn Bféi. ísl. i símskeyti: „Stjórnarnefnd Búnaðarfélags Islands, Reykjavík. Aðalfundur búnaðarsambands Dala- og Snæfellsness lýsir ein- dregið trausti á búnaðarmálastjóm cg væntir þess fastlega að misklíð sú, sem nú er sögð vera á milli stjórnar Búnarðarfélags íslands og búnaðarmálastjóra verði ekkí útkljáð fyr en á næsta búnaðar- þingi. — Magnús Friðriksson, Staðarfelli." Á aðalfundi Búnaðarsam1>ands Suðurlands, að Þjórsártúfii þann 29. maí, var í áheyrn stjórnar Bún- aðarfél. ísl., og þrátt fyrir and- mæli hennar, og staðhæfingar um réttlætistilfinningu og föðurlands- ást, er hún taldi felast í gerðum sinum, samþykt eftirfarandi til- laga með öllum atkvæðutn gegn einu: „Þar sem heyrst hefir, að í ráði sé að stjórn Búnaðarfélags íslands muni ætla að víkja núverandi bún_ aðarmálastjóra, Sig. Sigurðssyni frá stöðu sinni nú þegar, þá vill aðalfundurB|únaðarsambands Suð- urlands lýsa þeirri skoðun sinni yfir, að hann telur sig ekki hafa ástæðu til annars en telja hann vel hæfan í stöðu sinni og skorar fundurinn á stjórn Búnaðarfélags íslands að láta Sigurð halda stöðu sinni, þar til næsta húnaðarþing rannsakar ákæruatriðin og tekur #>,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.