Vísir - 13.07.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1926, Blaðsíða 3
VÍSIR KnatfspynmmeQnirðir norsku Frá vinstri, efst: Kurt Kubon, Martin Eriksen, Finn Arnesen, Ragnar Tönnesen, Alfred Ander- sen. — Sitjandi í miðju: Johan Refsdal, Reidar Paasche, Leonhard Sunde, Hilmar Pettersen, Birger Bj jrdal. — Sitjandi fremst: Öivind Jacobsen, Harald Hansen, Kristian Johnsen. viðtökurnar og síðan söng kór- fiokkurinn: Ó, guð vors lands. — AS þvi búnu var gestunum fylgt ,á gistihúsi'ð Skjaldbreið. — Fyrsti kappleikur verður kl. 9 í kveld, ,eins og áöur er geti'ð, og má búast * við mikilli aðsókn. Keppendur fslendinga í kveld móti Norðmönnum verða þessir: Sigurjón Pétursson, markvörður, Sig'urður Halldórs- son, bakvörður vinstri, Pétur Sig- uröss., bakvörður hægri, Tryggvi Magnússon.mið-framvörður, Dan. iel Stefánsson, framvörður vinstri, Einar B. Guðmundsson, framvörð- ar hægri, Guðjón Ólafsson, mið- framherji, Þorsteinn Einarsson, inn-framherji vinstri, Guðjón Eín- arsson, út-framherji vinstri, Gísli Pálsson, inn-framherji hægri, Ei- ríkur Jónsson, út-framherji liægri. Cand. phil. Conrad Englert hélt í gærkveldi fyrirlestur í Kaupþingssalnutn um ;,Austræna •speki og vestrænan anda“. Verður annar fyrirlestur hans kl. í kveld, svo setn sjá má af auglýs- íngu á öðrum staö í blaðinu. Goðafoss kom í gærkveldi norðan um land með margt farþega. Skipinu hefir verið lagt upp í fjöru til skoðunar. Má sjá á því nokkurar skemdir cftir áreksturinn. Gullfoss var í Þorlákshöfn i raorgun og lét þar á land vörur, sem fara á.ttu til Eyrarbákka. Skipi’ð er væntanlegt hingað kl. 6—7 i 'kveld. Pélag Vestur-íslendinga hafði skemtikveld og kaffisam- drykkju á Skjaldbreið i fyrra- kveld. Var það fjölsótt óg skemtu ■menn sér hið besta. Undir borðum mintist fofmaður gesta, sem voru víða að, m. a. Mrs. Ásmund, frá N.etv jersey, og 'b'örn hennar, Miss Ásrnund og Mr. Ásmund, jr., Miss Cummings frá Boston, Miss Swan- son frá London, Mr. Orcutt frá New 'York og Mr. Paulson frá Pennsylvania. Mr. Orcutt flutti kveðju frá félagi íslendinga i New York. Mr. Paulson, sem getið var hér i blaðinu í gær, söng bæði á íslensku og ensku, en hr. Sigurð- ur Markan söng íslensk og þýsk kvæði. Hlutu báðir söngmennirn- ir lófaklapp að makleikum fyrir ágætan söng. Hr. Þórarinn Guð- mundsson, fiðlusnillingurinn okk- ar góðkunni, lék undir, með aðstoð hr. E. Gilfers. Þórarinn spilaði og fiðlusóló, og var að öllu þessu hin besta skemtun. Að lokum var dans stjginn. Viðstaddur. Esja fór í strandferð i gærkveldi með fjölda farþega. E.s.ísland fer héðan kl. 6 í kveld norður til Akureyrar, en snýr þar við. Síldveiðaskip fara nú daglega héðan norður til Siglufjaröar og Akureyrar. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi, 5 kr. frá Boddu, 2 kr. frá S. S. Doklcrar atlnasiðir við skýrslu Björns Ólafssonar til stjórnarráðsins um síldarmarkað og síldarsölu. Af því að mér virðist skýrsla sú, eftir hr. Björn Ólafsson, um síld- armarkað og síldarsölu, er birtist i 137., 138., 144. og 146. tbl. Vísis, að ýmsu leyti athugaverð, langar mig til þess að biðja blaðið fyrir nokkrar athugasemdir við það, sem mér finst mestu máli skifta í skýrslunni. Hr. B. Ó. segir að Svíar kvarli ntjög yfir mismunandi vigt í síld- artunnunum héðan, og bætir svo við: „Þeir verða nú að vig'ta og pakka hverja tunnu áður en þeir senda hana til viðskiftamanna sinna.“ Eg efast rnjög mikið um, að svo 'geti verið. Eig er nú nýlega kominn frá Svíþjóð og heyrði eg aHs ekkert á það minst, a'ð menn cskuðu eftir þvi, að fastákveðin vigt væri í hverri tunnu. Veturinn 1920—21 var eg um þriggja mán- aða tíma í Stockhólmi og var þá daglega við afgreiðslu síldar, bæði til heildsala og smásala í stórum og smáum sendingum, og var þá ekki vigtað ofan i eina einustu tunnu. Eg spurði marga kaupend- ur að því, hvort þeir vildu ekki heldur láta vega síldina i tunnurn- ár svo að þeir vissu upp á hár, hve þungt innihaldið væri, en enginn vildi þiggja það. Verðið átti þó að vera nákvæénlega hið sama pr. kg. hvort heldur síldin var vegin i tunnurnar, eða að eins farið eftir „prövevigt" á nokkrum tunnurn. Eg held því, að um sé að ræða undantekningar frá venjunni ef síldin er umpökkuð i pakkhúsun- um í Svíþjóð og ákveðin vog látin i hverja tunnu. B. Ó. segir a'ð innflytjendur í Tjekkóslóvakíu hafi spurt um það, „hvort tilgreint væri stykkjatal í tunnunum (þ. e. síldartunnunum héðan), hvort þær hefðu ákveðna þyngd og hvort stjórnin merkti þær nokkuð. Því varð að svara neitandi og þótti þéim það lýsa litilli nákvæmni, hvernig gengið var frá islensku sildinni.“ Af hverju varð að svara þess- um spurningum neitandi? Af hverju var ekki svarað þvi sem rétt erP.því, að hægt'væri að fá sild héðan frá íslandi með ákveð- inni stykkjatölu i hverri tunnu, ákveðinni vog í hverri tunnu og með stjórnarstimpli á hverri tunnu? Hér á landi er það almenn- ingi kunnugt af reynsju, að síld hefir verið send héðan á erlendan niarkað, þannig útbúin, og það ekki í tugum eða hundraðatali, heldur i þúsunda tali og ár eftir ár. Eg veit ekki annað en að þetta sé hægt að gera enn i fullu samræmi við íslensk ,lög og fyrirskipanir um útbúnað og mat á sild hér á landi. Um aðalkonsúl Rúmena i Kaup- mannahöfn segir B. Ó.: „Taldi hann engann vafa á, að selja rnætti mikið af síld þar í landi ef rétt væri að farið.“ Ef hér er átt við islenska sild, sem mér skilst að sé, virðist eðlilegast að lýsing hefði fylgt á þvi, í skýrslu erindrekans, hvernig fara eigi að, til þess að hægt sé að selja íslenska sild í Rú- meniu. Á það er ekkert minst, og tel eg það galla. B. Ó. fer mörgum orðum um verkun síldarinnar hér á landi, og virðist helst hallast að því, að hér ætti að taka upp skoska verkun- araðferð. Eg held, ef auðveldara er að selja íslenska síld verkaða á skoskan hátt; verði lítil eða engin fyrirstaða á því, að fá hana verk- aða þannig. Árið 1904 var síld af einu skipi, sem veiddi rúmar 800 tunnur við Norðurland, verkuð á skoskan hátt, en það var ekki gert næsta ár. Nokkrum árum síðar komu nokkrar skoskar stúlkur til Eyjafjarðar er voru látnar verka síldina samkvæmt skoskri venju og lærðu þá stúlkur á Eyjafirði þá verkunaraðferð. En það var heldur ekki gert næsta ár, og á- stæðan var sú, eftir því sem mér hefir verið sagt, að það var erfið- ara að selja íslensku síldina sem þannig var verkuð, en hina, sem verkuð var samkvæmt íslenskri venju. Þó að eg skýri frá þessu hér, er það á engan hátt til þéss að draga úr þvi, að enn á ný væri gerð tilraun með að verka eitthvað af sild hér á landi samkvæmt skoskri venju. Um frágang síldarinnar og mat, farast hr. B. Ó- meðal annars þannig orð : „Þótt hér sé opinbert mat á síld, þá er það nú í svo mik- illi niðurlægingu, að engi erlendur kaupandi sem til þess þekkir, og síst Sviar, hefir traust á matinu og vill kaupa eftir því.“ Eg ætla hvorki að neita eða samþykkja þessa órökstuddu fullyrðingu er- indrekans, en eg vil leggja fyrir hann tvær spurningar, sem mér þætti vænt um ef hann vildi svara. Báðar spurningarnar eru bygðar á H.F. EIMSKIPAFJELAG Iffiffli ÍSLANDS Mffli „Goðaíoss'* fer héðan á mórgun kl. 10 síðd. vestur og norður um land til útlanda. „Gullíoss" fer til VestQarða 18. júlí og tll útlanda 26. júlí. staðreyndum. Sú fyrri er þetta: Hvernig stendur á því, að þegar lítið framboð er á síld, mikil eftir- spurn og hátt verð, eins og t. d. árið 1924, kaupa Svíar íslenska síld frítt um borð, óséða, og greiða andvirði hennar að fullu contant, með því skilyrði, að húri sje fyrsta flokks vara samkvæmt íslenskum matsvottorðum ? Þannig var t. d. mikill meiri hluti af allri síld seldur Í924, sem flutt var út úr Akureyrarumdæmi. Hin spumingin er þetta': Hvernig stendug á þvi, að þegar mikið framboð er á síld, en litil eft- irspurn og veröið lágt, þá vilja Sviar helst ekki kaupa f.o.b. held- ur „sif. Levered“; en ef þeir kaupa eitthvað fob. kæra þeir sig ékkert um matsvottorðin, en setja það að skilyrði fyrir kaupunum, að sild- in sé fyrsta flokks vara að áliti þeirra riianna hér á landi, er þeir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.