Vísir - 13.07.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1926, Blaðsíða 2
VtSIR Smith Premier Ritvél no. 10 er til sölu mjög ódýrt. Vélin er notuð en í ágætu stnndi. Símskeyti V. Khöfn, 12. júlí. FB. Marokkósamningur Frakka og Spánverja. Símað er frá París, að Frakk- iand og Spánn liafi gert samn- ing sín á milli um Marokkó og var samningur 'þessi undirskrif- a<Sur í Dover. Sprenging í New Jersey. Símað er frá New York City, að eldingu liafi lostið niður í hergagnabúr í ríkinu New’ Jersey í Ameríku. Hergagna- búr Iþetta er við Denmarkvatn- ið. — pegar eldingunni laust niður varð sprenging mikil og særðust fimtíu menn en tuttugu biðu bana. Tvö hundruð hús í nágrenninu ónýttust. Franska stjómin völt í sessi. Símað er frá París, að stjórn- in bafi að eins 22 atkv. meiri hluta í þinginu. Verður eigi séð fyrir, hvort hún hafi nægilegt fylgi í þinginu til þess að koma áformum sínum i fjárhagsmál- unum í framkvæmd, en til þeirra kasta kemur nú næstu daga, er hún ber fram ákveðn- ar tillögur um aukið vald stjórn- arinnar til þess að taka ákvarð- anir í fjárhagsmálum, án ihlut- unar þingsins. Frá Portugal. Símað er frá Lissabon, að Costa sé fangi i Belenehöllinni. Herinn styður Carmona, sem var áður ráðherra Costa, en var nýléga sviftur embætti. Vatnavextir í Mið-Evrópu. Símað er frá Berlín, að mikl- ar samgönguteppur séu um Mið-]?ýskaland vegna vatna- vaxta. Járnbrautarbrú i Licht- enfeld Main hefir hrunið rétt eftir að farþegalest hafði verið ekið yfir hana. lÉitðiiar istaii hafs. 12. júlí. FB. Samkvæmt fregn í Lögbergi hefir Hákon Noregskonungur sæmt Hon. Thomas Johnson, fyrv. ráðherra, St. Ólafs orð- unni. Orðuna fekk hann fyrir að koma fram á hátíð Norð- manna í Minneapolis í fyrra, en sú hátið var haldin í minningu um 100 ára veru Norðmanna í Ameríku. Kom Johnson þar fram fyrir hönd canadisku stjórnarinnar. Richard Bech, sem síðustu ár hefir dvalið á Cornell háskólan- um í íþöku (í New York rilci), varði doktorsritgerð sína þar í vor, og er hún um Jón skáld porláksson og þýðingar hans úr ensku máli. „Mun það vera allitarleg greinargerð,“ segir í Heimskringlu, „230 blaðsíður vélritaðar.“ —- Bech hefir sótt nám sitt af frábænim dugnaði og hlaut mörg námsverðlaun, en jafnframt slóð hann fram- arla í flokki í hverskonar fé- lagsskap stúdenta i Cornell er til nytsemda horfði. — Dr. Bech hefir nú vei*ið ráðinn aðstoðar- prófessor St. Ólafs College í Minnis^ta. Verðlannaíregn. Ýmsum mönnum hér í bæ er kunnugt um það, að Mr. Alexand- er McGill hafði í smíðum í fyrra sumar ritgerð um verslunarvið- skifti Islendinga og Breta á fyrri óldum. En síðastliðið haust skyldi keppa um verðlaun þau er nefn- ast Robert Locke Bremner Mem- crial Prize og átti að veita tvenn jöfn verðlaun fyrir ritgerðir urn eitthvert efni úr sögu Norður- landa. Öldungaráð háskólans í Glasgow veitir verðlaunin. Kvað það upp dóm sinn 21. f. m. og hlutu þau verðlaunin Mr. M,cGill fyrir ritgerð þá er að ofan greinir og nefnist The English in Iceland en hafði einkunnarorðin „Eld- gamla ísafold", og Miss Annie W. Cameron, M. A„ Ph. D., fyrir rit- gerð er hún nefnir The Orcades of Torfæus. Mr. McGill varð fyrst kunnur hér á landi fyrir bækling sinn The Independence of Iceland, sem út kom árið 1921 og þá var rækilega getið í Vísi, en kunnastur hefir hann orðið almenningi hér fyrir greinar sinar í Eimreiðinni. Hann hefir hin síðari árin ritað fjölda- margar greinar um íslensk efni í skosk blöð og tímarit og allar inn- blásnar af frábærum hlýleik í okkar garð. Flestar eða allar hafa greinar þessar verið alþýðlegs eðlis, én þó eru þær fullar af skarplegum athugunum. Lang- flestar hafa þær birst í hinu ágæta mentamálablaði Skota Scottish Educational Journal og i blaði einu, Columba, sem ka])ólskir menn gefa út í Glasgow, Það er enginn vafi á því, að hér tr fjöldi manna sem samgleðst Mr. McGill yfir heiðri þeim, sem honum hefir hlotnast með því að vinna þessi verðlaun, enda er ekki örgrant að við verðum þess heið- urs einnig aðnjótandi að nokkru þótt óbeinlínis sé. Slíkar verð- launaritgerðir draga að sér at- hygli og jafnframt einnig að þvi, sem.þær fjalla um. Það er ekki efamál, að marga þeirra, sé'm lesa þessa verðlaunaritgerð, mun langa til þess að kynnast sögu okkar betur. Það mun líka vera ætlun höfundarins, að halda viðskifta- sögunni áfram alt fram á þenna dag, þegar hentugleikar leyfa. Er gott til þess að vita, að bæði Verslunarráð íslands og breski konsúllinn hérna í Reykjavík skildu það frá upphafi, að hér var ekki um hégómamál að ræða, og veittu Mr. McGill bæði hvatning og stuðning við rannsóknir hans. Þeim hlýtur að vera það sérstakt ánægjuefni að sjá nú hver árang- urinn hefir orðið. Stjinriiti íCié — Þingrof. — —o— Mr. Mackenzie King stjórnar- íormaður i Canada beiddist lausn- ar seint í fyrra mánuði og tók þá íhaldsstjórn við völdum, undir fcrustu Mr. Meighens, sem áður hefir verið stjórnarforinaður. Eftir allsherjarkosningar í Canada í vetur, skorti frjálslynda flokkinn nokkur atkvæði til þess að vera í meirihluta, en fékk stuðning nokkurra bændaflokks- manna til þess að fara með völd. íhaldsflokkurinn hefir sakað toll- gæslumenn stjórnarinnar um margvísleg afglöp, og Ihefir þótt slælega rekin rannsókn sú, setn stjórnin lét fram fara út af þeirri ákæru. Loks var svo komið, að Kingstjórnin sá að vantraustsyf- irlýsing yrðí samþykt gegn sér, í þinginu, og þá beiddist Mr. King þess af landstjóranum, Byng lá- varði, að hann léti rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga. Land- stjóri neitaði að verða við þessari beiðni, og beiddist þá Mr. King lausnar. — Þegar Mr. Meighen var orðinn stjórnarformaður, varð hann að beiðast lausnar frá þingmensku og leita endurkosningar í kjördæmi sínu, svo sem venja er i löndum Bretaveldis, þegar þingmenn verða ráðherrar. En á meðan því fór fram, lenti nýja stjórnin tvívegis í eins atkvæðis minnihluta við at- kvæðagreiðslur í þinginu, og varð það til þess, að landstjóri rauf þing, og verða bráðlega boðaðar allslierjarkosningar í Canada. M. Coué hinn franski huglækningamaður látinn. —o— Nýkomin ensk blöð herma, að M. Coué hafi látist 2. þ. m., sjö- tugur að aldri. Hann varð heims- frægur fyrir fám árum vegna hug- lækninga sinna (autosuggestion). Hafa bækur hans verið þýddar á mörg tungumál, m. a. á dönsku, ög töluvert selst af 'þeim hér á landi. Coué var maður yfirlætis- laus og kvaðst sjálfur ekki lækna nokkurn mann, heldur að eins kenna þeim, hvernig þeir ætti að lækna sig sjálfir. Mmmwmrwgia.! Jarðarför Kristjáns Jónssonar dómstjóra, fór fram í gær, og var mikið fjölmenni viðstatt. Flófst hún með þvi að síra Frið- rik Hallgrímsson flutti bæn að heimili hins látna, og voru þar að- ems nánustu ættingjar og vinir. 1 dómkirkjuna var komið kl. 2, og hélt síra Friðrik Hallgrímsson ræðu, en 5 manna ílokkur söng. Kirkjan var tjölduð svörtu, bæði kórinn og niður af lofti. Forsetar Alþingis, ráðherrar og þingmenn báru kistuna í kirkju, en úr kirkj- unni báru hana dómarar í Hæsta- rétti og hæstaréttarlögmetin. Var athöfnin öll hin hátíðlegasta. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavik 11 st., Vest- mannaeyjum 10, ísafirði 8, Akur- eyri 13, Seyðisfirði 16, Grindavík 11, Stykkishólmi 9, Grímsstöðum 10, Raufarhöfn 11, Hólum í Hornafirði 13, Þórshöfn í Færeyj- um 13, Angmagsalik (í gærkv.) 10, Yarmouth 18, Wick 16. Engin skeyti frá Kaup'mannahöfn, Utsira né Jan Mayen. — Mestur hiti hér í gær 15 st., minstur 9. Úrkoma 3,5 mm. — Loftvægislægð fyrir norðaustan land. —• Horfur: í dag: Fremur hægur landnorðan vindur og dálítil úrkoma á norð- vesturlandi. Útsunnan á Suður- landi og Austurlandi. Breytileg vindstaða, hægur, annarsstaðar. I’oka sums staðar við Suðurland. í n ó 11: Sunnanátt á Suðurlandi og suðvesturlandi. Landnorðan á norðvesturlandi. Þoka sums stað- ar við Suðurland og dálitil úr- koma á suðvesturlandi. . Gestur í bænum: Gestur dvelur hér í bænum um þessar mundir sem íslendingar vel mættu vita deili á. Það er pró- fessor Knud Berlin, sem stundum hefir látið til sin heyra unr mál- efni íslands, og ætíö á einn veg. Prófessorrnn hefir ekki komið hingað til landsins síðan um alda- mót, er hann var í för danskra stúdenta hingað, þeirri er Mylius Erichsen landkönnuður stjórnaði. Kemur hann nú með styrk úr dansk-íslenska sáttmálasjóðnuni, sem mörgum kann að þykja kyn- leg ráðstöfun. Áður en prófessorinn fór frá Khöfn, hafði „Politiken" tal af honum og spurði m. a. hvort hann væri ekki smeykur við að heim- sækja ísland. Galt prófessorinn nei við, og lét ummælt, að góðum Islending myndi hafa farið líkt og honum sjálfum, ef um sjálfstæði Danmerkur hefði verið að tefla í stað íslands. Sagði hann ennfrem- ur að nú myndi hann taka að spekjast i ellinni, og væri ætlun lians með ferðalagi sína að styrkja vináttu- og bróðurbönd sambands- þjóðanna. * Fundirnir, sem „Det nordiske administra- tive Forbund" Tieldur í neðrideild- arsal Alþingis, eru opinberir, og er fólki heimilt að koma þang'að og hlýða á umræður, svo lengi sem húsrúm leyfir. Prófessor ólafur Lárusson og frú hans fóru austur í Þing- vallasveit í gær og ætla að dvelj- ast þar næstu vikur. Knattspymumennimir norsku komu hingað á Lyru x morgun og var tekið á rnóti þeim kl. 9. Forseti í. S. 1., Benedikt G. Waage, flutti ræðu, en þá söng Karlakór K. F. U. M. norska þjóðsönginn. Fararstjóri Norð- manna, Johan Refsdal, þakkaði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.