Vísir - 17.07.1926, Side 3

Vísir - 17.07.1926, Side 3
ylsiR lending’asögur, er uppseldar voru. Er Víga-Styrs saga ok Heiðarvíga nýlega út komin, Flóamanna saga kemur mjög bráölega og Eiríks saga rauða er í prentun. — Bene- dikt Sveinsson alþm. býr þessar ,'SÖgur til prentunar, eins og þær :aíSrar, er S. Kr. hefir gefiö út hin siöari ár. Heiðursmerki. Skiftar skoöanir eru um heiö- •ursmerki hér á landi, en úr því að iþau eru tíökuö, þá virðist sjálf- sagt aö veita þau þeim mönnum, sem sýnt hafa landi voru sérstakan :$óma, utan lands eöa innan. Þeirri venju fylgja og aörar þjóðir, t. d. ’hefir norska stjórnin nýskeð sæmt landa vorn Thomas Johnson, fyrr- um ráðherra, St. Ólafs orðunni fyrir það, aö hann kom nýlega íram fyrir hönd Canadastjórnar á 100 ára landnámsafmæli Norö- ffiaanna í Bandarikjunum. Flaug inér þá í hug, er eg sá þessa heiö- ursmerkis getiö, hvort Islending- ar heföi ekki gleymt að sýna ein- um íslenskum ríkisborgara verö- -skuldaða viöurkenningu fyrir að hafa haldið heiöri íslands ihátt á loft erlendis. Sá maður er præfect Meulenberg, sem meö ærinnifyrir- tiöfn og kostnaöi kom á íslenskri sýning í páfagarði, sem þótti bera af öörum sýningum Noröurlanda Og varð Islandi til mikils sóma. R. V. íslandsglíman verður glímd kl. 8)4 í kveld á íþróttavellinum. Kept verður um glímubelti Islands og Stefnu-horn- áð, sem veitt er fimasta glímu- manni Islands. Danmerkurfararn- ír sýna glímu áður en kappglíman ihefst. —• Allir bestu glímumenn landsins keppa að þessu sinni, og má spá góðri skemtun. — Verð- launin verða afhent sigurvegurum að leikslokum. — Sjá augl. Ása, botnvörpuskip Duusverslunar, liðaðist öll í sundur í landsynnings- brimi síðastliðinn sunnudag og verður uppboð haldið í dag á skipsflakinu og því, sem rekið hefir úr skipinu. Fátækt og veikindL Fátækur en duglegur maður, sem á fyrir konu og fimm börn- um að sjá, hefir legið þungt «hald- inn að undanförnu og liggur enn, en hafði áður stopula atvinnu. Heimili hans má heita bjargar- laust og væri vel gert, ef einhverir vildu hlaupa undir bagga og víkja heimilinu einhverju á meðan mað- urinn liggur. Vísir hefir lofað að taka við samskotum í þessu skyni, og þar geta menn fengið nánari vitneskju um þetta efni. Sjálfsagt gæti heimilinu konúð vel að fá fleira en peninga, ef einhver vildi láta annað af hendi rakna. V. K. Ljósmyndastofur Ljósmyndarafélags íslands verða lokaðar 3 næstu sunnudaga, en opnar á virkum dögum eins og venja er til. Þuríður Sigurðardóttir biður þess getið, að barna- skemtiförinni, sem getið var um í Vísi, verði frestað þangað til gott veður kemur. „Móðurást", mynd Ninu Sæmundsson, sýnd kl. 1—3 í Alþingishúsinu á morg- un. Fylla brá sér til Jan Mayen í vikunni. Kom þangað á miðvikudags- morgun, segir í tilkynningu frá sendiherra Dana. Kappsundið fer fram á morgun og hefst kl. 8. Bátar ganga frá steinbryggj- unni. Keppendur eru beðnir að mæta kl. 714. Börn sem lofað hafa að selja aðgöngumerki, vitji þeirra í dag á Skólavörðustíg 38 eða út í Sundskála. Lágt verð. Kartöflur, ný uppskera, í sekkjum og lausri vigt. Talið við VON. Sími 1448 (tvær línur). PeHsionat. jl. Klasses Kost.j 75 Kr. maanedlig, 18 Kr. ugent- lig. Middag Kr. 1,35. — Kjendt med Ldændere. — Fm Petersen, Kobmagergade 26 C, 2. Sal. Fram. II. og III. fl. Æfing í kveld klukkan 8. rvoror. Búsáhöld: Fyrirliggjandi: Veggflísar, Gólfflísar, Baðkör, Þvottaskálar Vatnssalerni Eldh. Vaskar. ísleifar Jónsson, Emailleraðar kaffikönnur. — pottar, — skálar, — fötur, — balar, — ausur, — fiskspaðar o. m. fl. Laugaveg 14. s eýtiv því að efnisbest og smjöri líkaster Smát-a-omjcvt'fv&icl Johs. flansens Enke. Laugaveg 3. Sími 1550. Phönix og aðrar vindlategundir frá Borwitz&Kattentid, hefir fyrirliggjandi í heild- sölu til kaupmanna og kaup- félaga Siroi Eirsson. SlCtt'S kalætir er ólíkur öllum öðrum. Hann ger- ir kaffið bragðbetra, drýgra og og ódýrara. Fæst hjá kaupmanni yðar í pk. á V% kg. á 35 aura. í heildsölu hjá SV. A. JOHANSEN. Simi 1363. SÖNGFÖR KARLAKÓRS K.F.U.M. áíðan að skoða dómkirkjuna, sem er rnjög vegleg og mörg hundruð ára gömul. I fyrra var Stavangurs bisk- •upsstóll endurreistur, og i tilefni af því var gert mikiö við kirkjuna. Gáfu borgarbúar mörg hundruð þúsund 'krónur til þessarar viðgerðar. Klukkan 12 var síðan lagt af stað í 20 bílum með borgarstjóra og annað stórmenni í broddi fylkingar. — Ekið var um Refheim, yfir Hafursfjai-ðarbrúna og svo ■suður sem leið lá til Sóla. Ætlað er að Hafursfjarðar- ■orusta hafi staðið skamt þaðan, sem nú er brúin yfir fjörðinn. Var stigið af bifreiðunum skaiUt frá kirkju- rústum á Sóla og gengum við allir þangað. Talið er að Erlingur Skjálgsson 'hafi reisa látið kirkju þessa. Stend- ur tóttin enn og söfnuðust menn þar saman og hlýddu á stutt erindi seln Tveterás rektor flutti um sögustaðinn. Mintist hann Snorra Sturlusonar og fór fögrum orðum um, hve Norðmenn ættu honum mikið að þakka. Sung- «um við þar „Ólaf Tryggvason" Reissigers og var þessi 'Stund hin eftirminnilegasta. Þegar allir voru komnir í bifreiðirnar, var haldið enn lengra suður á bóginn, áleiðis til lýðháskólans á Kleppi. Alstaðar sáum við fólk á ökrum að plægja og sá. Á Kleppi beið okkar „norskt borð“ i hátíðasal skólans: kaffi, vöfflur, lefsur o. s. frv., og meðan setið var undir borðum voru ræður haldnar, þar á meðal af skólastjór- anum Karsten Övretveit. Þökkuðum við að lokum fyrir okkur með nokkrum íslenskum lögum. Til Stavangurs var ekið með 70—80 km. hraða, og tók sú ferð stuttan .tíma. Samsöngurinn um kveldið fór vel fram. Áheyrendur voru mjög ánægðir, og fór hér sem í Bergen, að við urðum að endurtaka hvert lagið eftir annað. — Að sam- söngnum loknum þakkaði form. bæjarstjórnarinnar, dr. Smedsrud, okkur fyrir komuna til Stavangui's og síðan • dundi yfir okkur nífalt norskt húrra. Af samsöúgnum var haldið til veisluhalds og var skamt að fara. Meðan setið var undir borðum spilaði fyrst hljómsveit, síðan sungu kórar, blandaður- og karla- kór; þá tóku ræðúhöldin við. Síra Ándreas Jacobsen bauð okkur velkomna á íslensku, Middelton borg- arstjóri hélt aðalræðuna og Pétur Halldórsson þakkaði fyrir okkur. — Tímimi var naumur, því að kl. 12 um nóttina áttum við að fara með „Rogaland" áleiðis ti! Haugasunds. Veislugestir fylgdu okkur allir til skips, og þar þakkaði dr. Smedsrud okkur enn fyrir komuna. Til Haugasunds komum við kl. 4 um nóttina. Hafði enginn okkar sofnað, því að skipið sem við leigðum til þessarar ferðar var svo lítið, að engir svefnklefar voru í því; vorum við því fegnir að komast í land. Þrátt fyrir lítinn svefn, vorum við snemma á fótum, því að veður var ágætt. Um hádegi bárust okkur blöð- in frá Bergen og Stavangri. Var þar borið mikið lof 3- sönginn og söngstjórann. Símon og Óskar hlutu lika mikið lof. Gladdi þetta okkur ekki litið, því að við vor- um búnir að heyra, að ef við fengjum lof í Bergen, væri okkur óhætt úr því, hvar sem væri í Noregi. Ekki hdd eg að blaðalofið hafi farið með neinn í gönur, nema ef vera skyldi suma í öðrum bassa, enda var sú rödd íxefnd rnjög loflega í einu blaðinu, en svo komu fleiri blöð, þar sem bassarnir gleymdust, en fyrsti tenór hafinn til skýj- anna; koms.t þá jafnvægi á alt aftur. KI. 5 gengum við út-til Haraldsstyttunnai-. Er hún all- hátt minnismei'ki, reist árið 1874 til minningar um Har- ald konung hárfagra, og stendur á haugi hans. Umhverf- is styttuna standa 3 nietra háir steinar; eru þeir jafn- margir og fylki þau, sem Haraldur sameinaði, og ber hver þeii-ra fýlkisnafnið, sem ihann er frá, því að steinar þessir eru víðsvegar af landinu. •— Rönnevig, bæjarlækn- ir Haugasunds, hélt þar snjalla ræðu um Harald hár- fagra. Að lokum gat hann þess, að hinn frægi íslenski sagnaritari Þormóður Torfason, sem bjó á Stangar- landi í Karmey, sem er skamt þaðan, hafi rannsakað sögustaði um þessar slóðir, og hafði hann bent á stað- inn, sem minnismerki Haralds hárfagra stendur á, tvö hundruð árum áður en það var reist. Við minnismerkið sungum við norska þjóðsönginn. Um kveldið héldum við samsöng, og á eftir sátum við í veislu hjá K. F. U. M. og söngfélögum bæjarins. Einn ræðumannanna heitir Sörensen ; er hann danskur, en hefir lengst af verið í Noregi. Hann er mælskur vel og hélt slíka lofræðu yfir okkur, að við hvorki gleymum henní né þeim, sem flutti. Söngfélögin sungu fyrir okkur og við fyrir þau, og að lokum sungu allir norska þjóðsöng- inn. Þótti kveldið liða fljótt. — Kl. I2j4 áttum við a5 leggja af stað til Bergens aftur, með e.s. „Gann“, og fór hér eins og í Stavangri, að veislugestir fylgdu okkur til skips og óskuðu okkur góðrar ferðar með norsku húrra. Til Bergen komum við að morgni næsta dags (30. apríl). Höfðu áskoranir borist okkur um að endurtaka, samsönginn þar og var ákveðið að syngja þá um kveldið. Um hádegið sungum viS nokkur lög á svölum söng- hússins (Logen) og hlustuSu á okkur mörg þúsuncT nxanns. Þar ávarpaSi okkur fám orðum íslandsvinurinn Macody-Lund. Þótti honum leitt, aS geta ekki neitt veriS meS okkur; var á förum úr borginni þá um daginn. AB útisöngnum loknum fórum viS svo „einn i hóp og tveir í lest“ víSsvegar um borgina og áttum frí til kvelds, en því vorum viS óvanir. Höfðum hingaS til •orSi'ð aS vera jafnan saman — og það var nú reyndar ekki þaS versta. Við samsönginn uto kveldið var húsfyllir og fór hann fram sem í hið fyrra skiftið. Að honum loknum sung- um við nokkur lög i. víðvarp og þar sagði Jón Halldórs- son eftirfarandi orð: „Ferðin hefir gengið vel. Öllum líður ágætlega. Kærar kveSjur. GóSa nótt.“ — Betra seint en aldrei aB þessi kveSja okkar berist til hlutaS- eigenda. Daginn eftir, laugardaginn 1. maí, vorum viS gestir „Nordmandsforbundets“ uppi á „FIöjen“. Félag þetta

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.