Vísir - 07.08.1926, Qupperneq 2
jrisin
R t
k Q r tm *ut -S E1 N
Ennþá er lítið aitt óselt ai Bánjáni.
Höfum einnig fyrirliggjandi
Zínco-Rnber Þtkpnppa, afar góð tegnnð.
•i*
Sífí Eggerf Pálssoa
prófastur og alþm.,
frá Breiöabólsstaö í Fljótshliö,
andaöist í gær í Kaupmannahöfn.
Æviatriöa 'hans ver'Sur síðar
getiö hér í blaöinu.
Símskeyti
—o—
Khöfn 6. ágúst. FB.
Fjármál Frakka. — Afborgana-
sjóðurinn.
SímaS er frá París, aö þingiö
liafi samþykt lögin um afborgana-
sjóöinn. Lausaskuldirnar nema
fjörutíu og níu miljörðum. Tekju->
lindir sjó'Ssins verða sennilega ó-
fullnægjandi. Fyrirhuguð aukning'
seðlafúlgu Frakklandsbanka til
kaupa á erléndum gjaldeyri orsak-
aði verðfall á frankanum i Lon-
don.
Kolaverkfallið.
Símað er frá London, að náma-
inenn i tveimur námahéruðum hafi
felt sáttatilboð biskupanna. — Inn-
flutt kol néma sex hundruð þús-
undum tonna.
Manntjón af vatnavöxtum.
Símað er frá Hankow, að flóð-
garðar hafi bilað vegna feikna
yatnsflóða. í Yangtsekiang drukn-
uðu þrjár þúsundir manna í flóð-
uni.
Halldór Þórðarson
bókbindari og fyrrum prent-
smiðjustjóri er sjötugur í dag.
Hann er einn meðal liinna merk-
ustu og kunnustu borgara þessa
bæjar, hefir dvalist hér hátt á
fimta tug ára og rekið hér at-
vinnu um langan aldur.
Halldór er fæddur að Syðri-
Reykjum í Biskupstungum 7.
ágústmán. 1856; af góðu bergi
brotinn í báðar ættir, kominn
af merkisbændum, kynsælum
klerkum og stórættuðum sýslu-
mönnum, sem ættaskrár vísa.
Hann var yngstur átta systkina.
Lifa þeir nú eftir tveir bræður,
Halldór og Jón fyrrum hrepp-
stjóri á Álftanesi. Halldór réðst
til sjóróðra í Njarðvík 16 ára og
reri síðan flestar vertíðir haust,
vor og vetur, uns hann hætti
sjómensku sakir heilsubrests
1879. Honum hafði áður leikið
hugur á að stunda skólanám,
en því hamlaði féskortur. Réðst
þá svo, að hann fluttist til
Rúðngler
rammagler, búðargluggagler, ó-
gagnsætt gler, mislitt gler, kúpt
gler, kantslípað gler, hurðar
gler og glerhillur fæst ódýrast
hjá
Ludvig Stopp,
Sími 333.
Reykjavíkur og nam bokhand
hjá Brynjólfi Oddssyni og tók
sveinsbréf haustið ' 1882. Hóf
hann þá sjálfur bókbancísiðn
veturinn eftir og rak hana síð-
an óslitið uns liann seldi verk-
stofu sína Ársæli Árnasyni áríS
1917.
Árið 1890 keypti Halldór með
nokkurum mönnum öðruirr
prentsmiðju þá, er Sigmundur
prentari Guðmundsson hafði
stofnað. Var hún síðan nefnd
„Félagsprentsmiðjan“ og ber
það nafn enn í dag. Halldór
veitti prentsmiðjunni forstöðu
um fullan fjórðung aldar
með gætni og forsjá og aflaði
henni trausts og vinsælda. Seldi
hann loks eignarlilut sinn og
réðst frá stjórn í árslok 1915. —
Meðan Halldór stýrði prent-
smiðjunni átti hann oft lilut að
útgáfu blaða. Sjálfur kostaði
hann „Elding“, vikublað, er Jón
sagnfræðingur gaf út, og „Aug-
lýsarann“. Landvarnarmenn
prentuðu þar blöð sín, „Land-
vörn“ og „Ingólf“ og önnur rit,
er þeir gáfu út. Var Halldór
þeim ávalt haukur í horni og
áttu þeir þar örugt athvarf, þótt
oft væri hart um fjárhaginn.
Studdi Hatldór flokkinn drengi-
lega í baráttunni meðan hún
var sem hörðust, og mun þess
lengi minst.
Halldór er manna frjálslynd-
astur, lileypidómalaus og ung-
ur í anda, sjálfstæður og stað-
fastur í skoðunum, sanngjarn,
ráðhollur og vinfastur. Hófs-
máður um hvern hlut. Snyrti-
maður í allri framgöngu, kurt-
eis og skemtinn í viðræðu. Hann
er höfðinglegur á vélli og þrek-
legur og ber aldurinn vel. Ekki
hefir hann sókst eftir vegtyllum
né virðingarstöðum, en hefir ó-
bilandi traust allra þeirra, sem
kynni hafa af honum haft og
rekið ótal trúnaðarerindi fyrir
fjölda manna fjær og nær. Á
hann og miklum vinsældum að
fagna.
Halldór reisti veglegt timbur-
hús á horni Skólavörðustígs og
Laugavegar árið 1886 og 1903
reisti hann íbúðarhús sitt við
Ingólfsstræti, eitt hið fegursta
íbúðarhús, er þá var i bænum.
Var það fyrsta steinsteypuhús,
er hér var reist, samtímis „Ing-
ólfshvoli“, húsi Guðjóns úr-
smiðs Sigurðssonar.
Árið 1886 kvæntist Halldör
Maríu dóttur Kristjáns stór-
bónda Matthiesens á Hliði á
Álftanesi, mestu rausnarkonu.
Er heimiliþeirraviðbrugðiðfyr-
ir snyrtimensku og myndarbrag.
pau eiga eina dóttur barna, El-
ísabet Guðrúnu, sem gift er
pórarni útgerðarmanni Egilson
í Hafnarfirði.
Árna eg Halldóri pórðarsyni
og frú hans langra og farsæl-
legra lífdaga.
Ben. Sv.
Út ðt „itiÉrilðsinu"
—o—
Hinn ungi maður L. S!, sem um
daginn skrifaði í Vísi um Dansk-
■ísl.-félagið og utanferðir ungo.
fólksins, og gerði þetta í sömu
andránni og hann varaði viö „hvítu
þrælasölunni" úti í lönd'trm, vill
auðsjáanlega ekki við það kann-
ast, að neitt 'hafi veriö ofmælt í
grein hans, eöa aS þar hafi veriS
farið með dylgjur og staðl’awsar
getsakir í garð félags vors. Þó get
eg að sumu leyti verið ánægðúr
með „svar“ hans. Eg hefi þó haft
þaS upp úr skrifi mínu, að nú
dregur ihann úr því, sem svo skilV
yröislaust var talað x fyrri grein-
inni, að félag vort hvetti og ýttíi
undir fólk til fyrirhyggjulítilla ut-
anferða. Nú fær maður að vita,.
að félagið geri þetta aðeins óbein-
línis með því aS bjóSast til að
útvega fólki, sem engan á að, en
íangar til að fara utan til að full-
komna sig og menta í einhverri
grein, dvalarstaði á góðum, dönsk-
um heimilum, og með því að út-
vega fólki, sem á visa dvalarstaði
erlendis ívilnun í fargjaldi! Með
þessu hefir grein hans hin fyrri
fcngið nauðsynlega Ieiðréttingu,
því að í þessu máli verSur alt af
rnunur á „beinlinis" og „óbein-
línis“.
En þvi miöur hefir L. S. ekki
viljaö verða við þeim tilmælum
mínum, svo sem ærlegur maðury.
að leggja spilin á borðiS, svo að
séð verði, hvað hann hefir á hend-
inni: hvað hæft er í aðdróttunurrí'
hans um „stóru misfellin" og-
dylgjum hans um fólkið, sem fé-
lag vort hafi * gert aS vandræðá-
fólki, með því fyrst að ýta undir
það til fyrirhyggjulítilla utanférða
og síðan, er því líkaði ekki: vist-
arveran, sem útveguð hafði verið,
að slá af því hendinni og láita það
berast út á vegu auðnuleysis og
ógæfu í glerhálku stórborgarlífs-
ins. En þessi tregða L, S. er því
kynlegri, sem hann hlýtur að
skilja, að þar sem hér á að vera
að ræða um fólk, er hafi farið
utan á vegum félags vors
og þá vitanlega fyrir milligöngu
félagsdeildar vorrar, þá hljóti
stjórn þessarar deildar að eiga
heimtingu á, að sjá sönnunargögn-
in í málinu lögð fram. Og þetta er
því merkilegra, sem L. S. ætti a'ð
geta séð, aö þessi tregða veikir
málstað hans sjálfs, þar sem þab
vekur grun hjá mönnum úm, að
eitthvað sé bogið við þessar stað-
hæfingar hans/og að það sé ekki
eingöngu vandlæting vegna góðs
málefnis, sem á bak við er, heldur
einnig óskiljanleg löngun til að
gera tortryggilegt í augum alþjóð-
ar félag, sem enguni hefir nokk-
HVEITI
er best frá
W. Verson & Soo, Llverpeel & Lendou.
— Birgðir íynrliggjandi —
Þórðsir Sveisssson & Go, Simi 701.
uru sinni viljað meín gera, en
kostað hefir kapps um að sanna
tilverurétt sinn með því, að starfa
fyrír gott og göfugt málefni, og
þá ííka áunnið sér þakkir margra
manna fyrir veittan stuðning og
leiSberaingar.
Dr. J. H.
Messur á morgun:
í dómkirkjúnni kl. n,. síra
Bjarni Jónsson. — 1 Land’akots-
kirkju: Hámessa kl. 9 árdégis.
Engin síðdegisguðsþjónustat
Sjómaimastofan.
Guðsþjónusta á morgun Idl 6.
Allir velkonuíir.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík tt st.,. Vestm:-
eyjum 9, Isafirði 11.,. Akureyri 10,
Seyðisfirði 12, Grindavík ir,
Stykkishólmi 12, Grímsstöðum. 14,.
Raufarhöfn 13, Hólum í Horna-
firði it, Þórshöfn 1 Færeyjum 12,
Angmagsalik (í gærkveldí) 12,
Kaupmannahöfn 1:8; Utsira 14,
Tynemouth 13, Leirvík 14. Ekkert
skeyti frá Jan Mayen. — Mestur
liiti hér í gær 14 st', minstur n.
Úrkoma 1,5 mm. — Loftvægislfeegð
við suðvesturlandí — Horfurr I
d a g: Suðaustan, allhvass, og;rign-
ing á suðvesturíandi, austlæg átt
og þurt veður á norðvesturlandi,
sustan átt fremur hæg og; dálítil
rigning á suðausturlandi, hægviðri
og þurt á Nonfurlandi og Austur-
landi. — í'nótt: Sennilega all-
hvöss suðausffan átt og rigning á
Suðurlandi. Austlæg att fremur
hæg annarsstaöar. — Úrkoma á
Vesturlandí og suöausíurlandi, að
mestu þuut veður norðanlands.
Hanna Granfelt
söng í annað sinn í Nýja Bíó í
gær, fyrir nær fullu húsi af áheyr-
endum er gerðu hinn besta róm að
söngnutn.
Á mánudagskvöldið kl. 9 syng-
ur hún í fríkirkjunni, með aðstoð
Páls ísólfssonar. Á skránni eru
ýms lcirkjuleg lög, sem áreiðan-
!ega munu falla mönnum I geð,
þar á meðal „Vor guð er boi'g á
hjargi traust“ og þrjú önnur
sálmalög. Auk þess lofsöngur eftir
Beethoven, Ave Maria eftir Schu-
bert, Abendliecl eftir Schumann,
VöggUvísa eftir Pál ísólfsson o. fl.
Ekkjan Vigdís Bergsteinsdóttir.
spítalaráðskona á Kleppi, á sjö-
tugsafmœli í dag. — Vigdís er hin
mesta myndarkona, dugleg, skyldu-
rækin og vinsæl. Hún er móðir
Bjarna Bjarnasonar, skólastjóra í
Hafnarfirði, og þeirra sys.tkina.
Ef veður leyfir
xnun Matthías fomminjavörðiu;
flytja erindi á Þingvöllum! w
morgun um þingstaðinn. Mua
ibann meðal . annars minnast k
deilurnar um hvar Lögberg haö
verið. Erindið verður flutt af
hálfu Stúdentafræðslunnar, og
verður það auglýst i Valhöll, e£
það verður haldið.
Skipafregnir.
Lagarfoss er væntanlegur hing-
að á þriðjudag.
Gullfoss er í Kaupmannahöfa.
Esja fór frá Hofsósi í morgUJ*.
Guðrún, Ieiguskip Eimskipafé-
fagsins, er x Leith.
Hafnarfjarðarhlaupið
veröur háð á morgun kl. 1.
Þátttakendur verða 5, þar á meðai'
Magnús Guðbjörnsson, sem unnið
heffr verðlatmabikarinn tvisvar
sinnum. Sigri hann nú í þriðja
sinn, vei-ður bikarinn eign hans.
Hlaupið endar á íþróttavellinum.
— Aðgangur ókeypis.
Skúli Skúlason,
bfaðamaður, sem nú er búsettur
x Noregi (Nesbyen í Hallingdal),
héflr nýlega ritað grein um ísland
í danska hlaðið „Verden og Vi.“
— Greinin er prýdd mörguin
myrrdum, svo sem af Vatnajökli,
Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli og
skriðjöklunum í Langjökli sunnaw
og austanverðum (hjá Hvítár-
vatni).
Listaverk
Nínu Sæmumisson verða tií
sýnis á morgun kl. I—3 í Alþing-
íshúsinu, uppi.
Sundfélag Reykjavíkur
var stofnað hér í fyrrakvóld, og
var aðalforgöngumaður þess
Valdimar Sveinbjörnsson, sund-
skálavörðttr. Stjórnina skipa þeir
Erlingur Pálsson, form,, Ingihjörg
Brands, Valdimar Sveinbjörnsson,
Jóhann Þorláksson og Ólafur Páls-
son. Félagið mun á allan hátt efla
gengi sund-íþróttarinnar og leggja
áherslu á, að baöstaöir vorir verði
sem best húnir að öllum þægind-
um fyrir þá, sem sund iðka, jafn-
framt því að stuðla að því, að sem
flestir læri sund og temji sér það.
Ættu menn að styrkja þennan
nauðsynlega félagsskap, með því
að gerast meðlimir. Listi Iiggur
hjá sundskálaverði til áskriftaf,
Útflutningur
íslenskra afurða nemur sam-
kv. skýrslu Gengisnefndar
3,050,950 krónum í júlímánuði.
Samtals á árinu 20,210,190 í
seðlakrónum en 16,509,650 í
gullkrónum. 1 fjTra liafði á
sama tíma verið flutt út fyrir
31.231,664 seðlakr. sem iþá jafn-
gilti 20,788,130 gullkrónum.