Vísir - 09.08.1926, Qupperneq 3
ytsia
átt ver'Sur áferöarfegurra heldur
en utanferSasrnölunin sællar minn-
ingar," svo sent tíökaöist á vestur-
feröaárunum og heldur ekki jafn
.stórtæk.
Eg læt svo staöar numiö, tel
enda máliö útrætt frá minni hálfu
sinni, og má D. I. S. vel viö
j.iað una. L. S.
Sljis í isllllil.
--O-7*
Síöastliöinn laugardag vildi það
sorglega slys til í Vestmannaeyj-
um, að ungur maður bei'ð bana við
sprengingu í íshúsinu þar. Hét
hann Finnur Finnsson, og hafði
um langan tíma gætt hreyfivélar-
innar, sem notuö er við frysti ís-
hússins. Er vélinni, svo sem títt
>er unr slíkar vélar, komið af stað
með loftþrýstingi.. Er Finnur var
nýbúinn að setja hana af stað í
fyrradag, heyrðu menn mikla
sprengingu í vélahúsinu, og er að
var komið, sást Finnur liggja þar
mjög skaddaður. Var hann þegar
í stað fluttur i sjúkrahús og læknis
vitjað, en þó andaðist hann þrem
tímum sjðar. Ekki geta menn enn
gert sér grein fyrir, af hverju'm
orsökum þessi sprenging hafi orð-
ið, en það sást, að loftþrýstihylkið
hafði sprungið og sundrast ger-
samlega, með svo rniklu afli, að
hver rúða brotnaöi i vélahúsiuu.
— Finnur Finnsson var maður
ókvæntur, eu sá fyrir móður sinni
aldraðri.
ímyndanarafl
°g uppgötvanir.
Árið 1872 kom út skáldsagan
.„Umhverfis jörðina á 80 dögum“,
eftir Jules Verne, og brostu þá
margir að imyndunarafli skálds-
ins og' fanst það svo hóflaust, að
engri átt næði. Siðan eru ekki liö -
in nema 54 ái-, og mega vitanlega
margir enn muna það, er bókin
kom út. En nú hefir sá atburöur
■orðið, sem engum þykir ótrúlegur,
að tveir Bandarikjamenn hafa far-
ið umhverfís jörðina á 28j4 degi,
og þykir nú lítið koma til hugar-
flugs Jules Venres, sem talinn var
allra djarfastur sinna sa’mtiðai--
manna í getgátum urn framfarir
í uppfundningum.
’J'vehn samgöngutæki, sem eng-
aii óraði fyrir árið 1872, áttu
drýgstan þátt í að flýta ferðum
þessara Bandaríkjamanna, sem sé
‘bifreiöir og flugvélar, en auk þess
Ihafa eimskip og járnbrautalestir
lekið miklum stakkaskiftum síðan
um 1870, og má af þessu ráða,
hversu veruleikinn veröur oft
miklu furöulegri en ímyndunai--
aílið.
Það gæti verið freistandi að
geta sér til um þær bi-eytingar,
.■sem verða kunna í lifnaðarháttum
nianna næstu 100 ár, en eg er sann-
færður um, að hinar furðulegustu
getgátur mundu fara fjarri sanni
í einu atriði. Efnaleg framför mun
verða miklu meiri en írokkur ,fái
nú geit sér í hugarlund, en mað-
urinn sjálfur mun verða mjög lík-
tu* því, sem nú er. —• Hygg eg, að
þessi síðasta tilgáta megi vera
mönnum fagnaðarefni og vekja
hjá oss hlýjar hugsanir til kom-
,andi kynslóða. Enginn efi er á þvt,
að afkomendur vorir eftir 100 ár
eiga við gjörólík vtri kjör að búa
frá því, sém nú er, en eg er sann-
færður um, að þeir verði þá hvorki
orðnir skynskiftingar eða æðri
verur, eins og skáldsagnahöfund-
ar vorir sumir virðast ætla.
Lifnaðarhættir vorir hafa ger-
ln-eytst siðan á dögum Shakespear-
es, og þó talar hann enn máli vorra
dýpstu tilfinninga í andlegum efn-
um. Og yér megum jafnvel horfa
enn Jengra aftur í tímann, alt til
skálda og heimspekinga, sem uppi
voru með Forn-Grikkjum, og
héldu frám þeim skoðunum í kveð-
skap sínum og heimspeki, sem enn
má kynnast í kvæðum og ritum
samtíðarmanna vori-a.
Vísindalegar uppgötvanir, sem
bíða komandi kynslóða, eru vafa-
laust óskiljanlega furðulegar, en
í insta eðli sínu munu menn verða
mjög líkir því, sem þeir eru nú,
um ókojnnar aldir. Vitanlega munu
ávalt verða bófar og óvitar, eins
og verið hefir, en allur fjöldi
manna mun þó, að minni ætlan,
verða greindur og gegn og vel sið-
aður, jafnvel eftir þúsund ár. —
Jlg vildi óska, að eg mætti þá vera
úppi, til þess að sannfærast um
þenna spádóm. — (Lauslega þýtt
úr Daily Mail, eftir John Blunt).
Veðrið í morgun.
líiti í Reykjavík 12 st., Vest-
mannaeyjum 10, ísafirði 9, Akur-
eyri 12, Seyðisfirði 11, Grindavík
11, Stykkishólmi 11, Grímsstöðum
12, Raufarhöfn 12, Þórshöfn í
Færeyjum 11, Kaupmannahöfn 18,
Utsira 14, Tynémouth 16, Leirvík
13, Jan Mayen 7 st. Mestur hiti í
Rvík i gær 15 st., minstur 10 st.
Urkoma mm. 0.9. — Loftvægis-
lægð fyrir sunnan land. — Horf-
ur: í d ag: Hæg austanátt og
skúrir á Suðurlandi og suðaustur-
landi. Hæg noi-ðaustanátt á Vest-
urlandi og norðvesturlandi. Aust-
anátt, skýjað og þurt veður á
norðausturlandi. í nótt og á
in o r g u n: Norðaustlæg átt.
Léttir sennilega til á Vesturlandi
og Norðurlandi. Skúrir á svðaust-
urlandi.
Dánarfregn.
Nýlega er látin húsfreyja Jako-
bína Guðmundsdóttir, ekkja Péturs
Ottesens, fyrrum liónda í Mjóanesi
í Þingvallasveit.
H afnarf jarðarhlaupið
var þreytt i gær, og lauk á
íþróttavellinum. Keppendur voru
5, og varð lilutskarpastui* Magnús
Guðbjörnsson (K. R.) á 45 mín.
34,4 sek.,’ og er það met í þessu
hlaujji. Þorbrandur Sigurðsson
(K. R.) var annar á 49 mín. 37,4
sek., og þriðji Helgi Guðmundsson
(Áhmann) 51 mín. 18,8 sek. Hinir
tveir komu ekki að markinu. — Á
Iþróttavellinum var margt manna
saman komið. Forseti í. S. í. af-
henti bikarinn, sem Guðni A. Jóns-
son úrsmiður hafði gefið. Vann
Magnús Guðbjömsson hann nú í
3, skifti, 0g þar með til fullrar
eignar. Ennfi-emur fengu 3 fyrstu
menn verðlaunapeninga.
Skemdarandinn
er enn á ferðinni. í nótt var brot-
ist inn i skúr i kirkjugarðinum,
þar sem kirkjugarðsvörður hefir
bækur og sima o. íl. Hafði veiúð
opnaður gluggi og skriðið inn
um 'hann. Var engu stolið öðru en
heyrnartólinu af talsimaáhaldinu,
svo aö þessi „leikur“ virðist að
eins gerður til að svala skemdar-
audanum.
Matthías Þórðarson
þj óöminj avörður flutti fyrirlest-
ur í gær að Lögbergi á Þingvöll-
um um þingstaðinn forna. Áheyr-
endur voru rnargir.
ísland
kom frá útlöndum i gærmorgun.
Meðal farþega voru: frú Kristín
Matt'híasson, Akureyri, frú Björg
Þ. Blöndal, Kr. Arinbjarnarson,
læknir á Blönduósi, og frú hans,
Jón Sterán'sson, listmálari, Adarn
Poulsen, leikari, Obenhaupt, heild-
sali, B. Ryel og frú, frá Akureyri,
Topsöe-Jensen og fjölskylda hans,
ungfrú Elisabeth Ulrich ljós-
myndari (á ljósmyndastofu Lofts
Guðmundssonar) o. mv fl. - Skipið
fer héðan á rnorgun kl. 6 síð-
degis vestur og norður um land til
Akureyrar, en snýr þar við og
kemur hingað aftur.
Prestafélagsritið
er nýkömið út. Flytur það að
vanda margar fróðleg-ar ritgeröir
um ýms kirkjuleg málefni.
Fremst er æviminning Helga
lektors Hálfdánarsonar, sem son-
ur hans dr. theöl. Jón biskup hef-
ir ritað í tilefni af aldarafmæli
hans, Er þessi ritgerð áður út
kornin sérprentuð, svo sem Vxsir
hefir getið uin. Þá eru kaflar úr
bréíumi sr. Maguúsar sál. Andrés-
sönar að Gilsbákka til sr. Valdi-
mars Briem, ritgerð um kirkju-
guðj-ækni eftir Sig. P. Sivertsen,
Hallgrimsminning eftir sama höf.,
frásögn frá kirkjuþinginu í Stokk-
hólmi 1925, eftir Bjarna dóni-
kirkjuprest Jónsson, og fáeinar
endurminningar frá sama kirkju-
þingi eftir síra FTiðrik J. Rafnar,
Þá kernur eftii-tektarverð gréin
eítir síra S’orstein Briern um
sunnudagshelgina og heimilin;
siðan Helgidagavinna og heil
brigði, eftir Árna Árnason lækni
í Búðardal, Sýnir deyjandí barna,
merkileg grein eftir prófessor
Harald Níelsson, Föstuguðsþjón-
ustur á virkum dögum, eftir síra
Ásmund Guðmundsson skólastjóra
og cand. theol. Baldur Andrésson,
Föstutón, fregnir um allmargar
erlendar bækur, eftir ýmsa höf.
Þá korna smágreinar: Prestafé-
lagið, eftir ritstjórann, og kirkju
mál á Alþingi 1926, eftir síra
Magnús Jónsson dócent, og loks
lög úm almannafrið á helgidögum
þjóðkirkjunnar og reiliningur
Pi-estafélagsins. — Eins og sjá
má af þessari upptalningu er rit-
ið mjög fjölbreytt, og við allra
hæfi. Er það prýtt fjölda mynda,
og hin eigulegasta bók. J.
Hanna Granfelt
fór ,til Þingvalla í gær. Hún
varð rnjög hugfangin af fegurð og
endurminningum staðarins. — í
kveld kl. 9 heldur hún hljómleik
í fríkirkjunni eins og auglýst er
hér í blaðinu.
Á laugardagskveld
komu þeir sendiherra Dana de
Fontenay, Gíslj Bjarnason, lög-
fræðingur og Pálmi Hannesson,
náttúrufræðingur, úr ferðalagi of-
an af öræfum. Guðjón oddviti i
Ási var í för með þeim. Voru þeir
12 daga í ferðinni, fóru víða um
hálendið og ekki almannaleiðir.
Frá Veiðivötnum fóru þeir til
vesturrandar Vatnajökuls. Þaðan
fóru þeir niður í Skaftafellssýslu
og úr Skaftártungu yfir Mælifells-
sand til Þórsmej-kur. Ár voru mjög
vatnsmiklar og sumar ófærar,
þurftu þeir t. d., til að komast til
Þórsmerkur, að fara eftir hluta af
Eyjafjallajökli, svo ‘að þeir kæm-
ust fyrir upptök ánna.Láta þeirfé-
lagar mjög vel af ferðinni, þótt
stundum hafi verið sólarlitlir dag-
ar og rigningar á öræfum uppi.
Vegaspjöll.
Reykvíkingar íminu oft hafa
veitt því eftirtekt^á undanförnum
árum, að í hvert skifti, sem rífa
þarf upp götu hér í bæ, svo sem
til þess að leggja i hana skolpræsi,
gasæð, jarðsíma eða annað, þá er
svo illa gengið frá þessari rösk-
un á götunum, að til stórlýta er á
:S horfa og talsverðra óþæginda
iyrir vegfarendur. Sé grafið y f i r
götu, vérður þar eftir hár þver-
garður að vei’ki loknu. Sé grafið
e f t i r götu, verður þar langur
háváði eða hryggur á götunni alla
}>á leið, setn upp hefir verið graf-
iö. —• Þurfi að rífa upp hellur úr
gangstétt, eru þær aldrei eða sjald-
an feldar jafn vel í aftur. — Má
ganga að því nokkurn veginn vísu,
að hvar sem við sæmilegri götu
er hróflað í þessum bæ, þá sé svo
óhöndulega frá verkinu gengið, að
raun sé á að horfa og jafnvel beinn
farartálmi. — Þetta má ekki svo
til ganga. Menn verða að korna
götunum, þeirn sem viö er raskað,
i samt lag aftur. — Það er ljótt að
sjá þessa moldarhryggi um göt-
urnar þverar og endilangar, og á-
stæðulítið að vera að búa þá til.
Ætti að vera lafhægt að ganga
svo frá þessu í upphafi, að verks
ummerki sæist litt eða ekki.
Menn munu segja, að þetta troð-
ist og lagist með tíð og tíma. Get-
ur vel verið, en óþarfi finst mér
vera að bíða eftir því. Það er hægt
að troða í þessa skurði til hlítar
jafnóðum með þeim tækjum, sem
lyrir hendi eru, og vegagerðin hef-
ir yfir að ráða. — Nýjasta for-
smánin af þessu tagi- mun vera sú,
sem getur að líta á Laugarness-
veginum þessa dagana, skamt frá
Laugabóli. Hefir vegiirinn. verið
tættur þar í sundtir, en svo illa frá
öfanímokstrinum gengið, að ekki
tekur neinu tali. — Þyrfti að laga
það hið bráðasta, helst að opin-
berri tilhlutan, og vitanlega á
kostnað þeirra einstaklinga, sem
leyft hefir verið að grafa sundur
veginn og gengið hafa svo illa frá
verkinu. Vegfarandi.
Tjaldur
ko'rn hingað frá Englandi í gær.
Meðal farþega var prófessor Ein-
ar Arnórsson og frú hans.
Suðurland
kom frá Borgarnesi í gærkveldi,
með mikinn fjölda farþega, m. a.
Magnús Sigurðsson bankastjóra
og Guðmund Ólafsson lögfræðing.
Alieit á Strandarkirkju
afhent Vísi: 15 kr. frá ónefnd-
um, 7 kr. frá L. O., 10 kr. frá
K. N. ) .. ■ i ■■;■■.:: , • .4
ÞeÍP, sen vilja eiga vöaduð
og ódýr matar-, kaffi- og þvotta-
ifteli, æítu a5 lita inn < versl.
ÞÖfiF HverfisgötB 56.
sími 1137.
GOLD DIJST
er ódýrara en ait annaS,
hér þekt, þvottaefni.
Kostakjör!
Þal-aerw eftir er af
Stunarkápnm
selst fyrir
kálMpði.
1
•£-4tk
fslandssundið
var, svo sem til stóð, háð við
Örfirisey i gær. Sjávarhiti var 13
st. Keppendur voru 5 og syntu 500
stikur með frjálsri aðferð. Erlingur
Pálsson, yfirlögregluþjónn, varð
fljótastur, á 9 mín. 41,6 sek., annar
jóhann Þorláksson (10 mín. 2.
sek.), og Ingólfur Guðmundsson
og Pétur Árnason jafnfljótir (10
mln. 6 sek.). — Met á Islandssund-
inu er 9 mín, 6 sek., og er sett af
Erlingi Pálssyni. Þetta er í sjöttá
sinn, sem íslandssundið er þreytt.
Fyrst var það árið 1910, og varð
þá fljótastur Stefán Ólafsson, 1911
Ben. G. Waage, 1912 Erlingur
Pálsson, 1919 Árni Ásgeirsson,
1924 Erlingur Pálsson. Sundið hef-
ir oft fallið niður, vegnasundskála-
leysis. — Bikarinn, sem kept er
um, gaf U. M. I7. Reykjavíkur 14.
ág. 1910, og verður ihann aldreí
unninn til eignár. — Þá var kept
um sundþrautarmerki 1. S. í., og
fær það hver sá, sem synt getur
1000 stikur á hálftíma eða minna.
Er nú í fyrsta sinn kept um þetta
merki, og gerðu það þrjár stúlk-
ur: Anna Gunnarsdóttir (25 mín.
12 sek.), Sigríður Sigurbjamar-
dóttir (28 mín. 51 sek.), og Ásta
Pétursdóttir (30 mín.). Eftir þetta
var sýnt hvernig farið værí að þvi
að rétta við bát, sem hvolft liefði,
og að lokum afhenti forseti í. S. í.
verðlaun. Mikill mannfjöldi var í
Örfirisey, að' horfa á sundið.
Grútarþef
mikinn leggur iðulega inn yfir
bæinn frá bræðslustöðvunum hér
suður á melunum, ef vindur stend-
ur af vestri. — Fyrir fáum dögum
— eg ætla að það væri eina blið-
viðrisdaginn, sem kom í vikunní
sem leið, — ætlaði eg að gangá
suður a mela mér til skemtunar
og ihressingar, eftir langa innivíst.
En eg sneri aftur á miðri leið, því
að mér gast ekki að grútarsvækj-
unni, sem á móti mér gaus.
Mundi ekki vera neinn vegur tii
þess, að losna við þessar „ilm“-
stöðvar úr næsta nágrenni bæjar
ins ? — Það getur varla verið neíu
h.ollusta í því eða menningar-aukí,
að hafa grútarbræðslur alt í kring
um bæinn. Og mörgumi venjuleg-
um borgurum fellur lyktin illa.
j , Þefvís.
/