Vísir


Vísir - 21.08.1926, Qupperneq 4

Vísir - 21.08.1926, Qupperneq 4
ViSiR Spaðkjöt Eins og að undanförnu höfuro við til sölu spaðkjöt af diikurn, velurgömlu fé og sauðum úr öll- um bestu sauðtjárhéruðum lands- ins (Vopnafirði, Þingeyjarsýslum, Strandarsýslu, Barðaströnd, Döl- um o. v.) KJötið verðnr metíð af opin- bernm matsmönnum. Það er dýrt að kaupa ný kjðt- ilát á hverju ári. Þeim sem panta hjá okkur kjöt í haust gefst kost- ur á aö leggja sjálfir til tunnur undir kjötið, en þær verða að vera hreinar, óskemdar og greini- lega merktar, og verðurþeim veitt móttaka til 10. sept. í Garna- hreinsunarstöðinni við Rauðarárst. Pöntunum veitt móttaka i sima 496. Samband isl. samvinnnfélaga. á morgun: Til Þingvalla, AnsturaðSogsbrú, Anstnr að Ölinsá. Alt í Buiek. Krossviður úr eik, mahogni, bixki og elri. Þykt: 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10 mm. Lágt verð. Ludvig Storr, Sími 333. Siúksn Framtiðm nr. 173 heldur fund mánudagskvöldið 23. Ágúst kl. S1/^ Stórtemplar gefur skýrslu um heirmfund bindindismanna, og bindindisfund Noið urlanda. Framkvæmdanefnd umdst. ætlar að koma á fundinn. Allir templarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Allar iriei vélar eru jsmiðaðar fyrir bæsta klassa Lloyd til sjó- ferða og hafa hlotið viður kenningu Board of Trade‘ í farþegaskip. Nokkrir mótorar fyrir- liggjandi hjá aðalumboðs. manni verksmiðjunnar. 0 Einnrsson véltræðtngnr Reykjavik. Símnefni: .Atlas6, Reykjavík:. Simi 1340. Ofnar emaill. og svartir í»votta— pottar eniHÍII. og svarti'. eiunig með kraua. Eldavélax* svartnr og erna- iMe-aðnr. Ofnrör 4” 5” h” og Sótrammar. ísleifur Jónsson, Laugavet; 14. Nýkomið Hesslan. Lægst verð fflsnM j Simi 144. j 10 iítotir er hollur, nærandi og drjúgur. Fæst hjá kaupmanni yðar í pk. á Va kg. á 35 aura. í heildsölu hjá SV. A. JOHANSEN. Sími 1363. HUSNÆÐI 1 2—3 herbergi meS eldhúsi eða heil hæð óskast til leigu 1. októ- ber. Ih-ír í heimili. TilboS auð- kent: „Z.“ sendist Vísi fyrir 25. þ. m. (341 2 herbergi (þar af ein stór stofa meö sérstökum forstofuinngangi) og eldhús eða aðgangur aS eld- húsi, óskast frá 1. október næst- komandi. Tilboð sendist í lokuðu umslagi til afgreiðslu Vísis,merkt: „Skilvís“, fyrir 24. þ. m. (318 r TILKYNNIN G Bíll fer-austur í Þrastaskóg og aö ölvusárbrú kl. 8 f. h. á morgun. Nokkur sæti laus. Uppl. í síma 727. 353 Nýir og góðir bílar til leigu. Hvergi eins ódýrt. Nýja BifreiSa- stöðin, Kolasundi. Sími 1529- (259 Sá, sem tók regnfrakka í mis- gripum á Hótel Island siðastliðið fimtudagskvöld, er beðinn um að skila honum á rakarastofuna i Eimskip og taka sinn. (349 Svartir karlmannsskór töpuS- ust á veginum upþ i KollafjörS. Skilist á Lindargötu 10. (347 Budda með peningum í fundin. Vitjist á Vesturgötu 23 B, niöri. __________________ (344 Lyklakippa og brún telpukápa funditS. Vitjist á Framnesveg 40, niöri. (343 Dekk og felga tapaðist milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur i siðastliðinni viku. Skilist á Vöru- bilastöð Islands. (339 r KKNSU I Tek börn til kenslu, frá 6—10 ára. Lágt kenslugjald. Uppl. Lindargötu 14, efstu hæð, virka daga, kl. 8—9 síðd., sunnudag kl. 1—7. Sigurður Sigurðsson. (342 r KAUPSKAPUR Barnarúm á hjólum (vagga) og barnavagn til sölu á Barónsstíg 22, uppi. (346 Þrjár stofuhurðir til sölu. Guð- mundur Guðjónsson. Simi 689. (345 Mörg hús til sölu með lausum íbúðum. Uppl. Njálsgötu 13 B. (340 Nokkrir fallegir sumar og morg- unkjólar frá 5 kr., einnig tvennir telpulakkskór nr. 25 til sölu mjög ódýrt á Laugaveg 42. (56 Frá Alþýðubrauðgerðinni: — Til minnis. Aðalbúðir: Lauga- veg 61. Sími 835. Brauð, kökur, mjólk, rjómi. Grettisgötu 2. Sim5 1164. — Brauð, kökur, mjólk, rjómi. — Baldursgötu 14. Simi 983. Brauð og kökur. (459 Hús, stór og smá, jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að húsum oft tií taks. Viðtalstími kl. 11—1 og 6—< 8 daglega. Helgi Sveinsson, Aðal- stræti 11. (677 Ef þér þjáist af hægðaieysi, er besta ráðið að nota Sólinpillur, Fást í Laugavegs Apóteki. Not* kunarfyrix-sögn fylgir hverri dós. (20 Ungur, reglusamur maður, van- ur skrifstofustörfum, óskar eftir' atvinnu. A. v. á. (34§ Stúlka óskast í vist nú þegar, A. v. á. (35Í Góð stúlka óskast strax. Uppl. Njálsgötu 29. (350 Stúlka óskast í vist strax. Hverf- isgötu 14. (352: Saum tekið á Skólavörðustig 24 A. Þjónusta á sama stað. (324- Féíagsprentsmiðjan. S YNBLENDIN G URINN. prúðasti maður, sem eg hefi kynst, og auk þess sá allra besti.“----honum veitti örðugt að tala. — „Þér hafið . fórnað öllum gæðum veraldarinnar fyrir þessa ungu stúlku, og nú ætlið þér að leggja lífið í sölurnar fyrir hana.------Þér eruð sannur maður, John Gale! — Réttið mér hönd yðar.“ — Honum vöknaði um augu, er hann tók í vinnulúna hönd þessa manns, sem hann hikaði ekki við að telja mesta manninn, sem hann hafði kynst á lífsleiðinni. — Það var átakanlegt að horfa á þennan stórvaxna, góða mann, beygðan undan þungum byrðum lífsins, löngu fyrir aldur fram.-------En þó að líkaminn væri tekinn að hrörna, var þó sál hans enn ung og fögur og varðveitti æskugull sín og æskuástir. —Gale varð mjög hrærður í húga, er hann sá hugarfar liðsforingjans í sinn garð. Oo honum þótti einkar-vænt um hlýleikann í orðum hans. — Hann leit upp seinlega og mælti: „Þér trúið þá sögu minni?“ „Vissulega.“ „Eg hefi lengst af búist við að enginn mundi trúa mér, ef eg skýrði satt frá öllu saman.“ Liðsforinginn starði fram undan sér, sokkinn niður í hugsanir síar. — Loksins mælti hann: ,JEg verð að rannsaka hug minn einlæglega og kom- ast að raun um, hvort eg muni elska dóttturina jafn heitt og þér elskuðuð móður hennar. — Eg þarf að vita með vissu, hvort eg muni geta gefið af fúsum vilja og fórnað eins miklu og þér liafið gert. — Þér hafið fórnað öllu og eigið ekkert eftir nema minningarnar.“ — Þvi næst sló hann skyndilega út í aðra sálma og mælti: — „En Bennett, herra Gale? Hvað er um hann? — Mér skild- ist, að þér hefðuð aldrei rekið yður á hann?“ Kaupmaðurinn svaraði ekki undir eins: — „Hann fer allra sinna ferða, frjáls og óhindraður.“ — Burrell svaraði: „Mér þætti gaman að kynnast þeim náunga.“ Svo var að sjá, sem Gale langaði til að segja eitthvað, en ekki varð þó af því. — í sömu svifmm heyrðu þeir fótatak í næturkyrðinni úti fyrir. Það virtist koma nær og nær. — Komumaður steig þungt og fast til jarðar, og gekk hratt og örugglega. — Hann drap á dyr, svo hranalega, að undir tók í húsinu. — Hann hefir sjálf- sagt búist við að hann yrði að vekja upp, því að svo fastlega itnúði hann hurðir. Hann lét sér ekki nægja að berja með knúunum einum saman, heldur lamdi hann með byssuskefti sínu. „Burrell liðsforingi! Burrell liðsforingi!“ var hrópað hastri röddu fyrir dyrum úti. „Hver er þar?“ svaraði liðsforinginn. „Opniö húsið tafarlaustl — Eg kem meí tiöindi, — verkefni handa yður! — Opnið á augabragði segi eg t —■ Þetta er Ben Stark!“ XV. kapítuli. Möskvaxnir þéttast. Vonhrigðadagar eru langir og dauflegir, en þó er nótt-- in, sem á eftir þeim kemur, enn þá ömurlegri. — —- Poleon hafði aldrei á ævi sinni átt við slíka harma að' stríða sem nú. — Þegar kveldaði, hvarf öll bjartsýni og" von úr huga hans, er hann ihafði hlustað á viðræður' þeirra Neciu og liðsforingjans. — Hann hrestist þó dá-- lítið, þegar flutningabáturinn kom, en hann hafði litiö’ meðferðis, sem til kaupmannsins átti að fara, og Poleon hafði því lítið að gera. — Hann yfirgaf því aðra borg- ara í Flambeau og lét sig engu skifta karp þeirra og þref um vörur 0g varning á fljótsbakkanum. — Hann sneri- heim, einn síns liðs, en einveran varð honum bráðlega óbærileg. — Og til þess að reyna að dreifa hugsunum. sínum, lagði hann leið sina að heiman og lenti í veitinga- tjaldi Starks. — Þar var enn ljós og hann heyrði hlátra og sköll ölvaðra manna. — Poleon var allajafna barn í- anda og hafði yndi af óbrotnum og einföldum skemtun--

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.