Vísir - 23.08.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1926, Blaðsíða 2
VISIR i 125 miljónir doilara á ár£, Vii vitum, aö þetta er óg'eminguT, og a'S viS verSum aö stöSva grctíj«t- nrnar íyr eSa siöar.“ Nýkomiar danskar kartöílnr. JOH. OLAFSSON & CO., REYKJAVIK. Símskeyti —-o—— Khöfn FB. 21. ágúst. Frakkar andvígir því, að Þjóð- verjar fái Eupen og Malmedy. SímaíS er frá París, a‘S Frakkar séu því mótfallnir, að ÞjóiSverjar fái Eupen og Malmedy. Telja þeir breytingu á landamærum Þýska- lands og Belgíu brot á Versala- friöarsamningunum og gagnstæða loíoröum gefnum i Locarno. Spánverjar vilja innlima Tangier. Sírnaíi er frá Madrid, aS blöSin fullyrði, að Rivera hafi tilkynt Frökkum og Englendingum, að Spánverjar óski aö innlinxa Tan- gier í MarokkósvæSi Spánar. Khöfn 22. ágúst. FB. Sparnaðarhugur í Frökkum. Símað er frá París, að stjórnin hafi gert strangar ráöstafanir til þess að hindra verðhækkun á nauðsynjavörum og hefir hún skipað svo fyrir, að allir, bæ'öi ríkiö og einstaklingar, veröi aö gæta hinnar mestu sparsemi. Á matsöluhúsum má aö eins selja tvo rétti matar í einu. Þá á og að tak- rnarka brauðeyðsluna mikið til þess að minka hveiti-innflutning- ana- 1 'i ■ted ÞjóÖverjar vilja kaupa Eupen og Malmedy. Símað er frá Berlin, að Þjóð- verjar hafi boði'ð Belgiu 120 mil- jónir marka fyrir Eupen og Mal- medy, en málið virðist komið í strand vegna mótspyrnu Poincaré. Heimsblaðið „Daily Mail“ hefir nýlega hafið ákafa sókn gegn Bandaríkjamönnum og sakar þá um óbilgirni og þverúð í skulda- skiftum sínum við Evrópuþjóðirn- ar. Má ganga að þvt visu, að blað- ið tali fyrir munn mikils meiri hluta ensku þjóðarinnar og hins núverandi fjármálaráðherra, Win- ston Churchill. Kennir blaðið aura- girnd Ameríkumanna um fjár- liagsógöngur Frakklands og Ev- rópu yfirleitt, og segir þá lílca maurapúkum og okrurumi. Þeir hafi sloppið að mestu við mann- skaða af ófriðnum, auðgast af honum vegna verslunarinnar og reyni nú að rýja inn að skyrtunni þá samherja sína, semi mestu hafi fórnað fyrir sameiginlegan mál- stað. M. a. kemst blaðið svo að orði: Veit þjóðin ekki sannleikann í málinu? „—Það er því líkast, að í Banda- tíkjunuiri séu samtök um að teyna almenning þvi, sem rétt er í mál- inu, þjóðin lifir i þeirri sælu trú,' að ihún hafi unnið ófriðinn, að hún hafi fórnað feiknum af mannslíf- um og borgað allan kostnaðinn. En sannleikurinn er sá, aö mann- tjón hennar í öllum ófriðnum var minna en Breta í Sommeorustunni einni saman. Og hvað fjárframlög- in snertir, þá er sannleikurinn sá, að hver einasti penny var lánaður með eftirtölum og okurkjörum. Og þó er sagan ekki nema hálf- sögð, því að hver einasti eyrir af lánunum hvarf aftur í vasa Ame- rikumanna, sem greiðsla fyrir vörur. Þeim, sem saka oss um að vér krefjumst þess, að Bretar fari með hattinn í hendinni til Washington og biðji auðmjúklegá um aö skuldasammingurinn frá 1922 verði cndurskoðaður — viljum vér segja, aö þess höfum vér aldrei krafist. Vér viljum að eins reyna að láta staðreyndirnar ná sem mestri tk~ breiðslu, svo aö Ameríkumenn,. sem fara yfir Atlantshafið, geti Iesið þær og haft þær í minni þeg-r ar þeir koma heim til sin, og sagt vinum sínum frá þeim hörtnung- um, sem Evrópumenn: eiga við að l)úa vegna okurkjaranna sem hin stóra og ríka Bandaríkjaþjóð, — sem aldrei þreytist á að vegsama sjáffa sig fyrir göfuglyndi og fagr- ar hugsjónir, — Ihefir sett Evrópu.“ Skuldir, sem aldrei verða greiddar. „New 'York World“ hefir flutt mjög eftirtektarverða grein um málið, ólíka því, sem Vestorheims- blö'ðin eru vön að birta. Hann læt- ur Frakkann tala við Mellon, fjár- rnálaráðherra Bandaríkjanna, frá sinu sjónarmiði, og gerir honum þannig upp orðin: „Þér talið mikið um veglyndi. Þér gangið út frá 5% vóxtum af skuldum okkar við yður, og með því móti reiknast yður, að þér haf- ið gefið okkur upp þann hluta skuldanna, sem við stofnuðum fyr- ir vopnahléð. En hvaða máli skift- ir okkur það, hvort við greiðum allar skuldirnar, 4.000.200 miljónir dollara, með 2% rentu, eða við greiðum aðeins skuldimar frá því eftir vopnahléð, 1.000.665 miljónir dollara, með 5% rentu, úr því a® lokareikningurinn sýnir, að við eigum að greiða yður jafn gífur- lega upphæð og 6.847.000 miljómr dollara áður en skuldaskiftunum er lokið. Yður er hægt um vik að segja, að skaðabæturnar frá Þjóðverjum geri meira en að nægja til lúkning- ar skuldum okkar við yður og Breta. En engum manni dettur t hug, að Þjóðverjar geti uppfylt Dawes-samningana. lYður ekki heldur, Mr. Mellon! Þér talið hátt ura samúð yðar með oss, en alt, semi við Ihöfum af þeirri samúð að segja, er það, að þér heimtið að við borguhi upphaeðir, sem frá 5, til 60. greiðsluárá vaxá úr 35 upp Bandarfkin létu peninga fyrirmenn Mikla athygli hefir og vakið op- ið bréf, sem mikilsvirtur, amerísk- ur Iögfræðingur, iF. W. Peabody, hefir sent Coolidge forseta. Kemst liann þar svo að orði: „Persing yfiúhershöfðingi sagði I924 að ástandið 1917 hefði veriS þannig, að Ameríkumenn hefðu hvorki haft stórskotalið, flutninga- tæki eða skip, — í stuttu máli ekkert. Ef bandamenn vorir hefðu ekki getað veitt Þjóðverjum við- nám hjálparlaust í fyrstu 15 mán- uðina eftir að við gengum í ófrið- inn, ihefði alt veriS tapaS. — Bretar lánuðu sínum banda- mönnúm 10 miljarða dollara — en ekki fyrir menn. Við lánum Bret- um 4 miljarða dollara — í staðinn fyrir menn. Meðan synir Englands dóu í skotgröfunum svo hundruð- um þúsunda skiftí, fyrir okkar málefni ekki síöur en sitt eigiö, sátufn viS hjá, ófriðurínn kostaSi okkur ekki eitt einasta mannslíf fyrsta áríð eftir aS viS sögöum Þjóöverjum stríS á hendur. Bretar hafa ekkí sent okkur sinn reíkning fyrir framlög sín til ófriSarins, en viS heimtum okkar peninga aftur meö rentuin og renturentum." HljóS úr homi Borah. ViS annan tón kveður Ihjá þeint manninum, er teljast má fulítrúi og máltól öldungaþingsins í Was- hington, þá er um utanríMsmál er aö ræða, senator Borah. Heljír harfti gefið út yfirlýsingu í tilefni af framangreindum’ aðfinslum, og segir þar: „Hvað Breta snertir, þá skal það aldrei takast Churchill að láta heiminn gleyma landvinn- íngurn þeim, sem Bretar fengu við ófriSinn, hversu ákaft sem ihann elur róginn i þeim tilgangi að fá uppgjöf herskuldanna. Sannleikur- inn er sá, að þegar til þess kom, að skifta skyldi þeiin 4 miljón fer- mílum lands, sem andstæSingarn- ir mistu, kræktu Bretar í Y\ og Frakkar í ýý. En Ameríkumenn ékki neitt. HvaS er pað, sem gerst liefir sxSan, að hægt sé að kallá okkur okrara?“ Frakkar og skaðabæturnar. Þrjú frönsk ráöuneyti sáluðust á fjárhagsmálinu á sama mánuð- íhum núna nýlega.' Allar tilraunir til þess að semja hallalaus fjárlög og veröfesta frankann, hafa mis- tekist til þessa. Og ein af aöal- ástæSunum til þess, ihve erfitt er að koma fjárhagnum í fast horf er sú, aö ennþá hafa ekki fengist aSgengilegir samningar um skuld- ir Frakka i Ameríku. Stjómimar hafa aS visu gert samning, og samr kvæmt honum fá Frakkar uppgjöf á um 60% af skuldunum, en á þeim grundvelli, sem getið er hér aS framan. ÞaS er allsendis óvíst, hvort franska þingiö samiþykkir þessa samninga, og enn minni líkindi til, að þeir geti haldið þá. Bretar sömdu við Ameríkumenn 1922 um að greiða skuldir sínar affallalaust, og það er vafasatnt, hvort þeir geta haldið þá samninga til lengd- ar. Eiga þeir að greiða miljónir punda árlega í 62 ár, lánsfé, sem þeir ekki hafa notað sjálfir, heldur lánað éamherjuni sínum til þess að kaupa fyrir vopn og vistir hjá Ameríkumönnum. Veröur ekki astnað sagt, en að framkoma Breta í herskuldamálinu sé ólík fram- komu Amerikumanna, og er því ekki furöa, þó stóryrði jh-a.fi komiö fram, eins og þau, sem „Daily Mail“ nú hefir flútt þeim miljón- ran, sem það blaö l'esa. Sk. Sk. Færemir 09 Isiipr. —o—— Færeyingar eru skyldari oss Is- lendingum en nokkur önnur þjóð. Þeir tala tungu, sem vér skiljum fyrirhafnarlítið, og það er ekki vansalaust fyrir oss íslendinga, að vér höfum eigi sint færeyskum bókmentum meir eu raun er á. Færeyingar eru siglingamenn svo sem vér erum. Á ári hverju koma þeir hingað í stórhópum og stunda fiskveiöar, og njóta þá þess, að þeir hafa rikisborgararéttindi hér á landi. Frá Austfjörðum sækja þeir jafnvel sjó frá landi eins og íslenskir sjómenn. Öll hlunnindi, sem Færeyingar njóta hér á landi eigá þeir sambandslögunum a5 þakka, og þetta vita Færeyíngar mætavel. Svo augljóst er Færey- ingum gagn það, sem þeir hafa af sambandslögunum, að forvígis- maður þeirra í sjái fstæðismáJinÚ. Tómir kassv. Stórir pakkkassar, með gjaf> verði í Versl. B. H. BJARNASON. Jóannes Patursson, hefir bent á alvarlegar afleiöingar, sem samn- ingsslit milli íslands og Danmerk- ur árið 1943 kunna að hafa fyrir atvinnuvegi eyjarskeggja. Segir hann að þá muni Færeyingar rétt- lausir á íslenskum fiskimiSum og steypt muni undan þýSingarmesta atvinnuvegi Færeyinga, en at- vinnuvegur sá, eru fiskveiSar þeirra hér. Ef til samningsslita kæmi, ríSur Færeyingum því lífiS á aS tryggja sér réttindi til fisk- veiSa við ísland. Þegar sýnt er, aö Færeyingar hafa mikið gagn af sambandslög- unum, en íslendingar lítiS eSa öllu heldur ekkert gagn af sömu lög- um aS því er snertir Færeyjar, má búast viS því, að Færeyingar reyníst íslendingum svo dreng- lyndir, að þeir reyni ekki á nokk- urn hátt að svíkja oss í trygðum eða verða til þess að baka ogs tjón einmitt i þeirri atvinnugrein- inni, sem báðum þjóðunum ríður mest á að stunduð sé í fullu sam- ráði hvor við aðra og með setn mestri gagnkvætnri tryggingu. En þasr fréttír berast oss nú ft'á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.