Vísir - 28.08.1926, Page 3
jMessur á morgun.
í dómkirkjunni kl. ii, síra FriS-
rik Hallgrímsson.
í fríkirkjunni kl. 2 síra Árni
Sigurösson. Kl. 5 prófessor Har-
•.aldur Níelsson.
í Landakotskirkju : Hámessa kl.
g árdegis. Engin siðdegis gu'Ss-
þjónusta.
Sjómannastofan: Guösþjónusta
;kl. 6 síöd. Allir velkomnir.
VeÖrið x morgun.
Hiti í Reykjavík 10 st., Vest-
niannaeyjum 10, Isafiröi 7, Akur-
cyri 12, Seyðisfiröi 10, Grindavík
IO, Stykkishólmi 10, Grímsstöðum
10, Raufarhöfn 14, Hólurn í
Hornafirði 10, Þórshöfn í Fær-
•eyjum 11, Angmagsalik (í gærkv.)
4, Kaupmannahöfn 14, Utsira 12,
Tynemouth 12, Leirvík 12, (ekk-
ert skeyti frá Jan Mayen). —
Mestur hiti hér í gær 12 st., minst-
ur 8 st. — Úrkoma mm. 2.3. —
Loftvægislægð yfir norðvestur-
lándi. önnur nýmynduð fyrir suð-
vestan land. Hreyfist sennilega
til austurs. — Horfur: í dag:
Vaxandi suðaustlæg átt og rign-
ing á Suðurlandi og suðvestur-
landi. Norðaustan átt, hæg, með
skúragangi á norðvesturlandi.
Hæg sunnanátt og þurt veður á
norðausturlandi. — I n ó 11: Aust-
læg og norðaustlæg átt. Rigning
á suðvesturlandi og suðaustur-
landi. — Hægur vindur og þurt
veður að mestu á Norðurlandi.
Dr. Ragnar Lundborg
hefir ritað vel og hlýlega urn
Bjarna Jónsson frá Vogi í Afton-
bladet i Stokkhólmi.
Adam Poulsen,
leikari, er væntanlegur hingað i
dag, landveg norðan af Akureyri.
— Mun hann flestum kunnur hér
frá komu sinni hingað 1925. —•
Skemti hann þá með upplestri og
auk þess lék hann í „Einu sinni
var —“, með leikfélaginu. — Að
þessu sinni ætlar hann að lesá hér
upp miðaldaleikinn ,,Sérhver“,
næstkomandi mánudagskveld. —•
Var svo ráð fyrir gert, að hann
léki aðalhlutverkið í leikriti þessu
sem gestur leikfélagsins, en af því
getur ekki orðið í þetta sinn. —
Ástæðan er sú, að þeir bræðurnir,
Johannes Poulsen og hann eigá 25
ára leikara-afmæli í nóvémber
næstkomandi, og hefir konunglega
Jeikhúsið i Kaupmannahöfn ósk-'
að þess, að A. P. hraðaði ferð sinni
sem mest. >— Er ákveðið, að hann
skuli leika Skúla jarl x Konungs-
cfnxxm Ibsens á afmæli sínu, og
þarf hann þvi að vera kominn til
Kaupm.hafnar tímanlega í næsta
mánuði. —• Hr. A. P. hefir því
óskað þess, að leikfélagið frestaði
sýningu á leiknum, þar til á út-
mánuðum i vetur, og mun hann
taka sér fari héðan heiinleiðis 1.
sept.-----Þeir, sem leiklist unna,
ættu ekki að láta undir höfuð
leggjast, að hlusta á upplestur lir.
Adam Poulsens þetta éina kveld. —
Hann er þaulvaxiur „upplesari" og
danskaix verður undarlega fögur á
tungu hans. — Danskir leikdóm-
arar, sem yfirleitt hálda því fram,
að danskir leikendur geti trauðla
farið vel með lauskveð.ið mál .á
uvisir
leiksviði, viðm'kenna hiklaust, að
A. P. geti það. — Það er og eng-
um vafa bundið, að þeir sem leika
hér á lauskveðnu máli eða hugsa
til að gera það, geta haft mikið
gagn af að hlusta á lestur þessa
danska listamanns. — Og fyrir
allan almenning, senx dönsku skil-
ur nokkurn veginn, er það áreiðan-
lega ómaksins vert, að sækjá upp-
lestur hr. A. P. í Iðnó á mánu-
dagskveldið, því að óvíst er, að
siík skeintun bjóðist aftur i bráð.
Er því fólki ráðið til þess, að
ná sér i aðgöngumiða í tæka tíð.
— Þeir eru seldir í Iðnó í dag og
næstu daga. —
N. O. Raasted
og H. Diener halda Bach-
hljómleika annað kveld kl. 9 í frí-
kirkjunni.
Gísli Sveinsson •
sýslumaður kom til bæjarins í
gær, snögga ferð.
Fjórþrautarmótið
hefst kl. 5pá siðdegis á morg-
un. Aðgöngumerki verða seld á
götunum og kosta 1 kr. fyrir full-
orðna en 25 aura fyrir börn.
Allir keppendur og starfsmenn
eru beðnir að mæta kl. 5 síðd. við
verslunina „Áfram“, Laugaveg 18.
Kýja búð
hefir skóverslun Lárus G. Lúð-
vigsson opnað í Bankastræti 6, þar
sem áður var verslun Helga
Magnússonar .& Co. — Þar er
seldur gúmmískófatnaður og ýms-
ar aðrar gúmmivörur.
Út af grein,
sem um mig var i Vísi nýlega,
vil eg geta þess, að mér er batnað
íyrir brjósti, en hefi verið lasinn
af gulu og húðsjúkdómi, en er á
batavegi. Eg býst ekki við, að eg
þurfi á spítalavist að halda, en
hitt kæmi mér vel, að fá gott her-
bergi með eldhúsi til ibúðar. Eg
bý nú í Tjarnargötu 6, en ekki 8.
Ingimundur Sveinsson.
Knattspymumót Reykjavíkur.
í fyrrakveld keptu Frain og Vik-
ingur, og urðu úrslit þau, að Fi-am
vann með 2:0. í kveld kl. 6X/
keppa Fram og Valur, en á mánu-
dag K. R. og Víkingur, og er
það úrslitaleikur mótsins.
St. Einingin
fer skemtiför á morgun, ef veður
leyfir. Farið verður upp að Selási
og lagt af stað frá G.-T.-húsinu
kl. 1 miðdegis. Sjá augl.
Cjöf
til fátæku konunnar: 10 kr. frá
R., afh. Vísi.
„Dönsk kurteisi".
Fyrir nokkrum áx-xun kom fyrir
íKaupmannahöfn svipað atvik þvi,
sem „Vísir“ getur um í gær, að
komið hafi fyrir á „Hótel ísland“.
Vinnuklæddur maður kom inn á
eitt af veitingahúsunum í miðbæn-
um og vildi rnatast þar inni. Þjónn-
inn vísaði honum inn í óæðri hluta
veitingahússins, vegna þess, að
maðurinn hafði ekki hvítt um háls-
inn. Þetta atvik vakti geysilega
gremju og mótmæli í blöðunum,
enda varð þessi skifting manna
eítir því, hvort þeir hefðu hvítt
um hálsinn, að maklegleikum að
athlægi. Almenningsálitið sýndi
glögglega, að nú á dögum fyrir-
lita rnenn í Danmörku slíkajx hé-
gómaskap. — Enda þótt þjónninn
á Hótel ísland hafi hagað sér á
þenna hátt, ber síst að telja það
d.æmi dansks hugsunarháttar eða
íramkomu Dana gegn hérlendum
mönnum, eins og sjá má á ofan-
greindu dæmi frá Kaupmannahöfn.
Internationalis.
Valgeir Kristjánsson
klæðskeri hefir opnað sauma-
stofu á Grettisgötu 56 A. Sjá smá-
auglýsingar.
íþróttamót
heldur Málfunda og íþróttafélag
Kjalnesinga á Mógilsáreyrum á
morgun, og hefst það kl. 2 síðdeg-
is. Dansað verður á eftir. Veiting-
ar fást á staðnum.
Dansskemtun
og bögglasala verður í Valhöll
á Þingvöllum í kveld. Sjá augl.
Itt oe Þetta.
Yfir Ermarsund.
Allur heimurinn talar um ame-
risku sundmeyna Gertrude Ederle,
sent fyrst allra kvenna hefir orðið
til þess að synda yfir Ermarsund,
— frá Frakklandi til Englands.
Fimrn karlmenn hafa gert þetta á
undan henni, en voru allir miklu
lengur á leiðinni. Eigi er sundaf-
rek þetta þó eingöngu dugnaði
stúlkunnar að þakka, heldur var
hún með afbrigðum heppin með
veður og hafði •meðstraum alla
leið. Tíu mínútum eftir að hún var
kornin á land, bi-eyttist straumur-
inn svo, að engum hefði verið fært
að náEnglandsströnd á sundi. Fara
hér á eftir nöfn þeirra, sem nú
hafa synt yfir Ermarsund. Þrír
þeir fyrstu syntu frá Englandi til
Frakklands, en hin öll frá Cape
Gi'izenes til Englands.
1875 Capt. Webb .... 211. 45 m.
1911 T. W. Burgess .. 22-35 —
1923 Sullivan .........26-50
1923 Tiraboschi ----- 16-33 —
1923 Toth ........... 16-54 —
1926 Gertr. Ederle ..... 14 - 39 —
Hefir því miss Ederle synt yfir
sundið á tveim stundum skemri
tíma en nokkur maður á' undan
lienni.
Margir hafa reynt að synda yfir
Ermarsund í sumar, en engurn tek
ist, netna stúlku þessari. Meðal
þeirra, sem reyndu, var sundgarp-
ur einn norskur, Farstad lögreglu
þjónn frá Niðarósi. Gerði hann
tvær tilraunir og rnunaði minstu
aö sú fyrri hepnaðist. En í seinna
skiftið varð hann að hætta á miðri
l’leið, vegna óveðui'S.
Frægur rithöfundur látinn.
ísrael Zangwill lést snemma
þessmn mánuði í Englandi, sex
tíu og tveggja ára gamall. Hann
var heimsfrægur maður, sumpart
vegna ritverka sinna, serii voru
mörg og mikil, og sumpart vegna
baráttu þeirrar, sém hann háði urn
mörg ár til þess að vernda hags
rnuni Gyðinga. Hann var sjálfur
Gyðingur, og voru foreldrar hans
nýlega komnir frá Rússlandi til
Lundúna, þegar hann fæddist.
Hann ólst upp í mikilli fátækt, en
vakti snemma athygli á sér fyrir
framúrskarandi námsgáfur, og var
ungur settur til menta, og gerðist
rithöfundur um tvítugs aldur. —
Skáldsögur hans þykja lýsa Gyð-
Vinnniðt
afar ódýr:
Buxur kr. 5.50.
Treyjur kr. 7.00.
Buxur með smekk
kr. 6.75.
Sloppar kr. 12.00.
Skyrtor kr. 5.00.
STendborgaroínar
af margskonar gerðum
og stærðum
ingum ágætlega vel, og þeir áttu
þar, sem hann var, einn langbesta
talsmann sinn og foringja.
Ævilok Kitcheners.
Svo sem kunnugt er, fórst Kit- ’ |
chener marskálkur á iherskipinu
Hampshire, skamt frá Orkneyjum
í júnímánuði 1916. — Svo sviplegt
þótti fráfall hans, að nrnrgir vildu
ekki trúa því, að hann hefði í raun
og veru farist, og spunnust um
það hinar ótrúlegustu sögusagnir.
Breska stjórnin hefir nú gefið út
opinbera skýrslu urn afdrif skips*-
ins og þeirra, sem á þvi voru, og
samkvæmt ’henni er það efalaust,
að Hampshire barst af réttri leið
vegna stórviðris og rakst á þýskt
tundurdufl, og er enginn flugufót-
ur fyrir þeim orðrómi, að skipið
hafi farist vegna sviksemi einhvers
skipsmanns. Ekkert verður um það
sagt, af framburði þeirra fáu
manna, sem komust lífs af, hvernig
Kitchener lét líf sitt. Hann sást á
þilfarinu skömmu eftir árekstur-
inn á tundurduflið, en aldrei eftir
það, en ekki eru hinar rninstu lílc-
ur til þess að hann liafi komist
lífs af. Hitt er og tilhæfulaust,
sem margir hafa trúað, að lík hans
hafi fundist sjórekið í Noregi.
Kenningar Voronoffs.
Síðustu árin hefir verið fremur
hljótt um yngingarkenningar Stei-
nachs og annara þeirra, sem með
einföldum uppskurði hafa látið
gamalmenni kasta ellibelgnum. En
á nýafstöðnum lífeðlisfræðingá-
fundi í Stokkhólmi hélt einn yng-
ingarpostulinn, rússneski prófess-
orinn Voronoff, fyrirlestur um
þetta efni, senx heldur en ekki þótti
matarbragð að. Hefir hann gert
1100 yngingarskurði með ágætum
árangri, einkanlega á karlmönn-
um. Telur hann eflaust, að hægt
sé aö lengja mannslífið upp i 140
ár, með því að græða kynfæri úr
chimpanse-öpum á kynfæri manna.
Einnig hefir hann grætt eggja-
stokk úr konu í kvenapa einn, sem
hann kallar Nóru. Nú er Nóra orð-
in þunguð, og prófessorinn býst
við afkvæminu eftir tvo mánuði.
Og hann býst sterklega við, að
þetta afkvæmi verði ekki api, held-
ur — barn, vegna eggjastokksins,
sem hann hefir sett x apann. Fræði-
menn hafa tekið þessum nýju
k’enningum Voronoffs heldur fá-
lega, og sérstaklega hafa hinar
nýju kynbætur hans sætt ónxildum
dómum og þótt óviðfeldnar. Eri
hvað gera menn ekki fyrir „vís-
indin“ ?
Voronoff er læknir í Paris, og
þegar fyrir löngu ktmnur fyrir
yngingar sínar. Hann segir kven-
ávalt fyrirliggjandi.
Johs. Hansens Enke.
Laugaveg 3. Sími 1550.
10 ei
Phönix- Lopez- Cervantes-
Amistad- Flor de Portaga-
Flor de Mexico- Romanos-
Esta Marca, Black & White
eða aðrar tegundir af
Horwitz & Kattentid
vindlnm.
Það besta er ódýrast!
ÍQQQQQQQQQQOCXX KXtitXíílíÍOOOGt
Steindór
sendir sínar ágætu Buick-
bifreiðar á rnorgun:
Til Hafnarfjarðar.
Til Vífilsstaða.
Til pingvalla.
Til Sogsbrúar.
Til Ölfusárbrúar.
Til KOLLAFJARÐAR, þar
sem útiskemtun verður á
morgun.
tXKæoOOQQOQQQC
fólkið miklu tregara til að láta
yngja sig upp en karlmennina,
þó ótrúlegt sé.