Vísir - 09.09.1926, Blaðsíða 3

Vísir - 09.09.1926, Blaðsíða 3
KtSJLU sí'ðari árum, eptir að neyzla sauða- kjöts hvarf að mestu; má heita svo, að nú sjáist varla ætur kjöt- biti, að minnsta kosti ekki sem verzlunarvara, mestallt kraptlaust dilkakjöt eða mein-seigt og bragð- iaust rollukjöt. ÞaS veröur að teljast apturför i íslenzka bú- skapnunt, að sauðirnir eru nær horfnir víðasthvar, að minnsta kosti á Suðurlandi. Að likamsvexti var Tómas með- almaður á hæð, en þéttvaxinn, þykkur undir hönd, herðamikill og ramur að afli, svo að orð fór af. Man eg eptir því, er eg var um fermingaraldur (um 1875) að «g var staddur við sóknarkirkju niína í Haukadal. Lá blágrýtis- hnullungur allmikill þar í kirkju- garðinum, sléttur að utan, nær hnöttóttur og þvi illur átöku. Var það þá eptir messu, að hinir fær- ustu ungra manna þar í sókninni tóku að reyna sig við steininn, til að koma honum npp á kirkju- garðsvegginn. Gátu surnir að eins 3ypt honum lítt frá jörðu, en 'sum- ir nokkru hærra. Einna hæst lypti honum Greipur sonur Sigurðar gamla i Haukadal, þá rúmlega tvitugur, og talinn hraustastur að afli ungra manna þar um slóð- ir.* En er allir voru frá gengnir gekk Tómas bóndi í Brattholti (þá rúmlega þrítugur) að steinin- um og lypti honum í einu átaki, hægt og rólega, og að því er virt- ist þrautalaust,alveg upp á líirkju- garðsvegginn, er þó náði Tómasi x öxl. Þótti það þrekraun mikil, og man eg sérstaklega eptir, að Greipur dáðist mjög aö þessu itaki, og þótti með ólíkindum, að nokkur mundi slíku orka mega. En eins og likamsatgervi Tómas- .ar heitins var framar flestra ann- ara, eins var lundin föst og fágæt, og sannaðist fyllilega á honum orð skáldsins „þéttur á velli og þéttur í lund.“ Hann var fremur fámæltur hversdagslega, og kvað íast að orðunum; var auðheyrt, að þar var enginn flysjungur á ferli. Hann var allra manna trygglynd- astur og vinfastastur, þar sem hann tólc því, svo að þar varð ekki um haggað. Hann var sérlega vel greindur að náttúrufari, las all- mikið og hafði gaman af skáld- ■skap. Það getur verið, að sumum, er ekki þekktu hann nógu vel, hafi þótt hann nokkuð einrænn 5. háttum og öðruvísi en fólk flest, og það var hann að sumu leyti á nútxðarvísu. Mun það og liafa mótað skaplyndi hans að nokkru, að hann ólst upp i fámenni á a£- skekktúm stað, þar sem nær eng- án mannaferð var á vetrum, og var jþví eðlilegt, að hugur hans beind- ist rneii-a inn á við en út á við. Elann hafði í flestu góða og gamla búskaparháttn, og var lítt hneigð- ur fyrir nýungar og nýmóðins til- gerð, er var honum fjarri skapi. Hann var ramíslenzkur í anda og* islenzkur bóndi í hinum góða og gamla stíl, forn kvistur á góðum gömlum meið fomíslenzkrar bændamenningar, sem nú er óð- urn að hverfa úr sögunni og víða gersamlega horfin. Við fráfall Tómasar i Brattholti hafa Biskupstungurnar ekki að * Sonur hans er Sigurður glímu- ikonungur. Greipur varð ekki gam- all, og er nú látinn fyrir mörgum ýtum. eins misst elzta búandi mann í hreppnum, heldur svo sérstæðan mann í bændastétt og drengskap- arrnann í dagfari öllu, að það skarð verður trauðla eða ekki fyllt, því að með honum hvarf eitthvað svo gamalt, traust og trútt, setn torgætt er nú að finna. 7. september 1926. Hannes Þorsteinsson. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 1 st., Vestm.- eyjum 6, ísafirði 4, Akureyri 1, Seyðisfirði 6, Grindavík 6, Stykk- ishólmi 2, Grímsstöðum 2, Raufar- höfn 9, Hólum í Hornafirði 5, Þórshöfn í Færeyjum 9, Angmag- salik (í gærkveldi) 2 st. frost, Kaupmannahöfn hiti 12 st., Aber- deen 6, Leirvík 10 (engin skeyti frá Utsira og Jan Mayen).— Mest- ur hiti í Rvík síðan kl. 8 í gæi-- morgun 9 st., minstur o st. — Úr- koma mm. 2,6. — Loftvægislægð fyrir vestan land á leið til aust- urs. — Horfur: ídag: Suðvest- læg átt og skúrir á suðvesturlandi. Hægur vindur og skúrir á norð- vesturlandi. K!yrt og bjart veður á norðaustuidandi og suðaustur- landi. í n ó 11: Suðvestan- átt og skúrir á suðaustuidandi og suð- vestuidandi. Sennilega norðaustan átt og þurt veöur á noi-'ðvestur- landi. Hæg suðaustanátt og þurt veður á norðausturlandi. Guðmundur Hannesson prófessor er sextugur í dag. Hann varð snemma þjóðkunnur maður, bæði af lækningum og af- skiftum opinberra mála, (einkum skilnaðarmálinu), og eru þau mál ekki fá, sem hann hefir ritað um. Er leitun á svo fjölhæfum og af- kastamiklum áhugamanni. Páll ísólfsson heldur orgelhljómleika i fríkii-kj unni annað lcveld. Af viðfangsefn- unum má nefna: Fantasia í G-dúr, eitt af hinum tilkomumestu orgel- verkum eftir Bach, Sónötu eftir Mendelssohn, og hina voldugu faií- tasíu og fugu yfir Bach, eftir Franz Liszt. Axel Vold leikur fjögur lög á Celló með orgelundirleik, eftir Eccles, Purrell og Grieg. Hermann Diener hafði góða aðsókn á kveðju- hljómleik sinum í dómkirkjunni i gærkveldi, og var fólk mjög hrif- ið af leik hans. Einkumféllumönn- um vel í geð hin tvö siðari lögin á skránni, Fúga eftir Tartini og Chaconne eftir Bach. Nokkuð ein- hæft mátti það þykja, að leika öll lögin undii-spilslaust, en úr því bætti Sigfús Einarsson dóm- kirkjuorganle'ikari með nokkurum kóralforspilum sem hann lék utan skrárinnar. Voru þau af ágætum smekk valin og leikin, sem vænta mátti. Hanna Granfelt hélt einnig kveðju-hljómleik í gærkveldi, í Nýja Bíó. Aðsókn og viðtökur voru hinar bestu. Hún klykkti út með þjóðsöngvum Finna og íslendinga og fékk að launum mikið lófaklapp. Ungfrú Granfclt f<*r ntatt Imtíí Lyru í dag. þriðji Orgel-konsert í Frikirkjunni Föstudag 10. sept kl. 9, Axel Vold aðstoðar. Aðgöngumiðar fást í bókav. ísafoldar, Sigf Eymundss. Hljóðfæraiiúsinu, hjá K Viðar og Helga Hallgríms- syni og kosta 2 kf. Eimskipid „íslendingur”. Þeir sem vilja gera boð í skipið í því ástandi sem það er sokkið á Eiðsvík, sendi skriflegt tilboð til Sjóvátryggingarfélags íslands fyrir 14. þ. m. Besta skósverta sem fæst Þessi skósverfa,, ra^kir skóna og gerir þá gljáands Hagra. Káputau, sem kostnðu 13,75 verða seld á 7,50 metr. Regnslá og morgun- Jkjólatau, 15% afsláttur. Verslun &uiir§ir iuriiBtur, Laugaveg 11. Sími 1199. Fer þá einnig Herm. Diener og Jón Leifs og kona hans, svo að það verður þá hægt að slá upp allsæmilegum hljómleik á skipinu ef svo ber undii\ Málverkasýning Kjarvals * ef opin á degi hverjum kl. 1—10 síðdegis. Mr. I. H. C. Godfrey heitir ungur Englendingur, sem hingað kom á Lyru í gærmorgun og fer utan í dag. Hann er um- boðsmaður vátryggingarfélaga og mjög víðförull. Hefir tvívegis far- ið umhverfis hnöttinn og er nú nýkominn frá Kína, fór þaðan yf- ir Síberíu og RúSsland til Þýska- lands. ólafur Halldórsson, Bókhlöðustíg 6, er 55 ára í dag. Guðrún, aukaskip Eimskipafélags ís- lands, kom að norðan í gær, og fer út síðdegis á morgun', til Hull og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er væntanlegur til Vestmanna- eyja í dag. Af veiðum kom Ólafur í gær, én Draupnir í morgun. Gullfoss kemur til Kaupmannahafnar í kveld. Esja var á Siglufirði í morgim. Kem- ur til Akureyrar í kveld. Lyra fer kl. 6 í dag áleiðis til Bergen, um Vestmannaeyjar og Færeyjar. Meðal farþega ti! útlanda verfta: Nýjar vörurl Nýttverð! Ofnar emaill. og svartir. Þvotta— pottar eniflill. og svartir, eiunig með krana. Eldavélar svartar og ema- iíleraðar. Ofnrör 4” 5” 6” og Síra Ragnar E. Kvaran og frú hans, Jón Leifs og frú, Halldór Sigurðss., úrsmiður, Hanna Gran- íelt, Hermann Diener, Jóhann Kristjánsson, læknir, ungfrú Jen- sen, hjúkrunarkona, mr. Berrie, Sigurður Sigvaldason, trúboði, Þorgéir Sigurðsson, trúboði, Sig- urður Sveinbjörnsson, Valgerður Láinsdóttir o. fl. Þeir sem hafa hug á að hita hús sín með miðstöðv&rhitun ættu að athuga „Geysir“ miðstöðvar- eldavélarnar. Johs. Hansens Enke, IK.F.U.M. Snjó festi að eins hér í bænum f nótt. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 15 kr. frá L. E„ 3 kr. frá A. Geagi erl mynter. Sterlingspimd ..........kr. 22.15 IOO kr. danskar.......— 121.24 100 — sænskar ............— 122.15 100 — norskar ............— 100.14 Dollar....................— 4.57 100 frankar franskir .. — 13-76 100 — belgiskir . — 12.91 100 — svissn. . — 88.44 100 lírur ................— 16.85 100 pesetar ..........>. ■*— 69.53 100 gyllini ------------ — 18343 100 mörk þýsk (gull) — 106.81 Valur III. íl. æfing i kvöld kl. 7. Ylfingar Farið verður út úr bænum um helg- ina, ef veður 'leyfir. Þeir sem ætla að vera með eru beðnir að mæta á Grettisgötu 6, kl. 8 í kvöld. 1. Væringjasveit. Farið rerður út úr bænum ura helg- ina. Þeir sem ætla að vera með eru beðnir að tilkynna það i versL Gunnara (runnaraseuar Hafanr- stræti t. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.