Vísir - 10.09.1926, Page 4
ViSiR
7 WMB,B ■»«». ww £T“M W"SÍ7
æiti a5 konta sem fyrst, því nokkur svefnherberfiis-og burð-
8tofuhúsgögn af þcm sem komu, eru enn óseld.
íyrir iggiandi borðstofuhúsKí gn úr eik, bótnið i ýmsum
litum og polerað bir-i, aðeins nytisku gerðir, með verði
við allra hiefi.
Só það ekki til er menn óska, er það útvegað með B—
4 vikna fyrir ata. en þá er rrðlega-t að panta sem fyrst
til þess að vera vi-s um. að húsgögnin komi á rettuin tlma,
þvi verk>niið'urnar hafa mikið að gjöra.
Alt snnðað ur margia ára gömlum þurkuðum við.
Góð og falleg hiisgögn eru
lieimilis prýði.
Húsgágnaverslunin
(bak við dómkirkjuna).
DíeDQÍ8^eií8íi*^^r'
Telpa^etraíképur,
DHaUoskiöt.
allar stæiðir — nýkomið í
Brauns-Verslun.
Handklædi
| lOOO handklæöi
| veiða seld Irá 0,60.
Ódýrara en fyrir strið.
Hrtchester
| Laugaveg 40. S.mi 894^
Postulínsbollapör 0 50.
Di*kar stHutuu 0 40. Mut .r- Kalfi-
og þvotta iell og allar aðrar leir-
vorur odyra tar í veisl.
ÞÖfiF fiveríisgotu 56.
S.mi 11 i7.
2—3 herbergi og eldhús vantar
mig i haust. Helst í miS- eöa vest-
urbænum. Geir Jón Jónsson, ísa-
foldarprentsmifiju. Simi 48. (310
Hessiao, 72 þum..;
ódýrastaB i heildbölu, seiur
M á 1 a r i n n.
Lítdsns mesta úival al r»Dmslistum
Myndir innrammaöar fljótt og rel. — Hvergi eina ódýrt.
Gfuömundur Ásbjörnsson,
Laugaveg 1.
Tvö herbergi og eldhús óskast
til leigu i. október. Þrír i heimili.
Fyrirframgreiðsla ef.óskað er. A.
v. á. (288
2—3 herbergi og eldhús óskast
1. okt. Fyrirframgreiðsla. Uppl.
gefur Björn Friðriksson, Braga-
götu 32 B. (286
Herbergi með húsgögnum, fyr-
ir einhleypan mann, óskast nú
þegar til leigu á góðum stað i
baenum. Sími 646. (284
Stofa með forstofuinngangi til
Ieigu fyrir einhleypan, helst sjó-
mann, á Vesturbrú 3, Hafnar-
firði. (281
%
Roskinn kvenmaður óskar eftir
•sólarherbergi með miðstöð. Gæti
hjálpað til við morgunverk. Uppl.
Þórsgötu 3. (278
Tvær samliggjandi stofur til
leigu, á góðum stað í bænum. Til-
boð auðkent: „15“ sendist Visi.
(271
2—3 herbergi og eldnús óskast
1. október. Uppl. í síma 934. (290
r
VINNA
1
Miðaldra ekkjumaður óskar eft-
ir rólyndri ráðskonu. Má hafa
barh með sér. Tvent i heimili. —
Uppl. á Bergþórugötu 17. (282
Fullorðin kona tekur að sér
ræstingu á skrifstofum. A. v. á.
(283
Stúlka, sem hefir lært matreiðslu
og er vön öllum heimilisstörfum,
óskar eftir ráðskonustöðu á góðu,
reglusömu heimili. A. v. á. (276
Enn getum við tekið nolckur
hús til veggfóðrunar (betrekking-
ar). Sími 1767. (272
Dugleg og barngóð stúlka ósk-
ast í vist. Taliö við Samúel Ólafs-
son, Laugaveg 53 B. (307
Stúlka óskast í vist nú þegar
eða 1. okt. Þórsgötu 8, niðri. (305
"Vön stúlka óskar eftir að sauma
í húsum. Uppl. í síma 230. (304
Maður tekur að sér að betrekkja
og mála, herbergi. Uppl. á Skóla-
vörðustíg 12, niðri. (303
Stúlka óskar eftir bakaríisstörf-
um nú þegar. A. v. á. (301
Maður óskar eftir vinnu. Uppl.
í sima 1794, (300
r
TAPAÐ-FUNDIÐ
Litið seðlaveski tapaðist. Skil-
ist á Hverfisgötu 72, uppi. Fund-
arlaun. (313
Peningabudda hefir tapast frá
Merkisteini að Isafold. Skilist á
afgr. Vísis. (302
r
PÆÐl
1
Hver býður betur? Fæði verð-
ur selt á 75 krónur um mánuðinn
cf nógu margir fást. A. v. á. (289
I
txmu
1
Tek óskólaskyld börn til kenslu
frá 1. okt. n. k. Unnur Jakobs-
dóttir. Til viðtals kl. 5—7 á Skóla-
■vörðustíg 10. (285
Buffet til sölu, mjög ódýrt.
Upþl. á Barónsstíg 12, kjallara.
(28 7
Lítið notuð rafmagnsvél (In-
duktions), af bestu iegund, til
sölu. Barónsstíg 30, uppi. (280*
Rúmstæði, tveggja mauna, borð,.
grammófónn og oliuofn til sölu,
Uppl. Laugaveg 13, uppi. (279-
Nýr fermingarkjóll til sölu fyr-
ir hálfvirði. Vitastig n. (277
JpgT' 6 noíaðir borðstofustólar
(helst litlir), óskast til kaups. A,
v. á. 275;
Tækifæriskaup. Gasbaðofn með
steypiáhaldi, í ágætu standi, tif
sölu. Uppl. i frakkneska konsúlat-
inu, kl. 2—4. Sími 366. (274
Tækifæriskaup. Ný, svört
skinnkápa, mjög falleg, nýjasta;
tíska, á stóran kvenmann,, selst
með innkaupsverði næstu daga.
Versl. Ingibjargar Johnson. (273-
Ný saumavél, Rossmannsr
þvottastell, dívanteppi og borð-
teppi til sölu. Uppl. á Baldurs-
götu 4. (270-
Taða til sölu, 250 til 300 kg,
Uppl. á Stýrimannastíg 15. (30&
Lítið hús, ca. 3—5 herbergi, í
austurbænum, óskast til kaups.
Laust eftir samkomulagi. Tilbo®:
með tilgreindu verði, legu, borg-
unarskilmálum o. s. frv., leggist
inn á afgr. þessa blaðs fyrir 20.
þ. m., merkt: „13.—10.“ (312:
Stórt og vandað tjald tií
sölu með tækifærisverði. Baldurs-
götu 29, niðri. (311
Veggmynlir, fallegar og ódýrar..
Sporöskjurammar á Freyjugötu
II. Innrömmun á sama stað. (309-
Góð, snemmbær kýr til sölu.
Uppl. á Nönnugötu 8, eftir kl. 7.
(306
TIL
TILKYNNING
1
Gisting fyrir ferðafólk er ódýr-
ust á Hverfisgötu 32. (34,
belagsprentsmiðjan.
tTNBLENDINGURlNN.
'Burrell hafði beðið augnabliki of lengi. — Þeir töluðu
svo lágt inni, að ekki var hægt að nema orðaskil út fyrir.
—• Liðsforinginn hafði ekki gáð annars, en að hlusta sem
gaumgæfilegast, svo að þegar vopnasennan hófst var
hann óviðbúinn. — En þegar fyrsta skotið kvað við, fekk
hann Poleon ljóskerið og fleygði sér af öllu afli á hurð-
ina. — Og á svipstundu hafði hann brotið hana í mola. —
Hann féll á kné inn fyrir þröskuldinn, en spratt upp þeg-
ar. Hann lenti strax í grimmustu áflogum við tvö æðis-
gengin villidýr, sem börðust um lif og dauða þarna i
myrkrinu. — Liðsforinginn vissi, að Poleon mundi kom-
inn inn á eftir sér, því að daufa birtu lagði frá ljóskeri
hans um allan kofann. — Burrell flaugst á við kaupmann-
inn og fann, að hann var sem fis í höndum þessa rnikla
risa. Gale var, að því er Burrell virtist, eins og úlfur,
mikill og ferlegur, grár af elli og óstjórnlega grimmur.
— Hann hafði aldrei komist í svo krappan dans. — Og
vafalaust mundi Gale hafa rekið hnífinn margsinnis á kaf
í líkama Burrells, ef þeir hefðu lengi ást við í myrkrinu.
— En ljóskerið bjargaði liðsforingjanum. — Hann vildi
þó ekki sleppa Gale lausum á fjadmann sinn. Hann
reyndi að halda honum, en hafði ekki afl til þess og gat
einungis tafið fyrir honum. — Alt í einu fanst liðsfor-
ingjanum sem máttur kaupmannsins yxi um allan helm-
ing, og hann draslaði Burrell nauðugum með sér og lagði
til Starks með hnífnum.
Poleon ruddist inn í kofann á hælum Burrells, og á
sama augnabliki féll þungur mannslíkami i fang hon-
um. — Hann tók á móti og sleit manninn af þeirn, sem
á eftir rak. — Hann sá Gale teygja sig yfir höfuð Burr-
ells, sveifla hnífnum, stinga honum á kaf í fjandmann
sinn, og kippa honum úr sárinu. Og i þessum svifum
fann hann eitthvað heitt skvettast í andlit sér. — Poleon
hélt fyrst i stað að hnifurinn hefði sært þá báða, bæði
Stark og sig. Gale hafði miðað á hálsinn á Stark, niður
með viðbeininu, en liðsforinginn gat sveigt handlegg
hans og geigaði því vopnið lítið eitt. — Á næsta augna-
bliki höfðu þeir skilið fjandmennina.
Liðsforinginn sneri blóðugan hnífinn úr höndmu
kaupmannsins. Hann blikaði ekki lengur, en var sleipur
af volgu, lifandi blóði. Poleon hafði tekið skanmibyss-
una af Stark. Hún var tóm og rauk úr henni.
Bardaginn hafði staðiö örskamma stund, fráleitt meira
en brot úr mínútu, en samt höfðu orðið nokkurir áverk-
ar. — Stark var illa leikinn. Blóðið fossaði úr honum
og sýndist harla dökt í gulleitri skímunni frá ljóskerinu.
— Stark blæddi svo mjög, að Poleon var allur útataður
í blóði. Gale var líka allur blóði stokkinn, en ekki vissu
menn þá, hvort það blóð var úr Stark eða honum sjálf-
um. — Gale sefaðist smám' saman. Loks mæltí hanni
„Eg bar sigur úr býtum, Stark. — Og nú sérðu væntan-
lega, níðingur og morðingi, að galdrar þínir duga ekki
í viðureigrýnni við mig.“
Stark reyndi að hrista Poleon af sér, til þess að geta
ráðist á fjandmann sinn að nýju, og bað þeim öllunt
bölbæna. En hann fékk sig hvergi hrært í höndum Po-
leons. — Afl hans þvarr smátt og smátt og aö lokutn'
hætti hann alveg að veita viðnám.
„Komið héðan undir eins!“ sagði liðsforinginn við
Gale.
Gamli maðurinn virtist ekki heyra til hans. Hann var"
nú að hugsa ttm að byrja orustuna á ný, þó að báðir værí
vopnlausir. — Liðsforinginn varð smeykur við þetta og
bjóst tæplega við að hann mundi geta stilt til friðar,
— Hann endurtók skipan sina:
„Komið með mér!“ — En orð hans voru þróttlaus og
innantóm.
Stark tók til máls og lagði áherslu á orðiti:
„Takið manninn fastan! .— Eg sé ekki annað, en að
þér neyöist til að trúa sögu minni, herra liðsforingi." —
Siðan ruddi hann úr sér miklu flóði af blótsyrðum
og formælingum og mælti að lokum: „Þú verður hengd-
ur Gaylord! — Eg hlakka til að sjá, hvernig tognar úr
hálsinum á þér í gálganum!“ — Þá vék hann sér að
Poleon og sagði: „Eg hefi elt hann, helvítið að tarna, í