Vísir - 06.10.1926, Blaðsíða 2
VISIR
Höfnm fyrlrliggjandi:
Síemsykur í kössum á 25 kg,
Strásykur í sekkjum á 45 kg.
Sailasykur í kössum á 45 kg.
Símskeyti
—o—
Khöfn 6. okt. FB.
Skuldaskifti Frakka og Þjóðverja.
Síma'ö er frá París, aö Calvin
Coolidge Bandaríkjaforseti hafi
tjátS sig mótfallinn því, aö þýsk
járnbrautaveröbréf, sem áformaö
er, aö Frakkar fái til yfirráöa,
veröi seld Bandaríkjunum. Banda-
ríkin eru því mótfallin, að Þýska-
land hjálpi Frakklandi fjárhags-
lega. Telja þau, aö lán frá Ame-
riku séu hentugri frönskum fjár-
málum, — en skilyröi fyrir þvi
aö Frakkar fái frekari lán vestra
eru þau, að Frakkar samþykki
samninginn um ófriöarskuldirnar.
Ríkisréttur Noregs og Berges-
máliö.
Símað er frá Osló, að ríkisrétt-
urinn, sem dæma á i Bergesmál-
inu, hafi veriö settur. Hundrað
vitni eru leidd í málinu. Menn bú-
ast tæplega viö dómi fyrir áramót.
Eklci er ár liðið frá þvi er einn
ræöismanna Dana (og íslendinga)
nefndi fsland danskt amt í opin-
berum skýrslum. Ekki hefir þaö
spurst hingað enn þá, að honum
hafi verið vikið úr embætti, og
alj)ýða manna hefir eigi fengiö að
sjá þá afsökunarbeiðni, sem utan-
ríkisstjórn Dana hlýtur að ,hafa
sent íslands-stjórn út af þessari
móðgun. En það hneykslismál
verður eigi gert að frekara um-
talsefni hér.
Nú hefir annar ræðismanna
vorra erlendis sýnt íslandi og ís-
lendingum lítilsviröing, er hann
sendir danska skipstjórafélaginu
frásögn um jarðarför landa vors,
Péturs Sigþórssonar, er myrtur
var i Rúðuborg suður á Frakk-
landi. Liggur það í augum uppi,
aö slíka skýrslu átti hann aö
senda til íslands, annaðhvort rík-
isstjórninni eða fréttastofunni. —
Morgunblaðið hefir náð í frásögn
ræðismannsins, og er útdráttur úr
henni birtur í blaöinu síöastliðinn
sunnudag.
Er mjög leitt að sjá, aö jarðar-
.förin hefir farið fram eins og
Jæssi hrausti og hugprúði landi
vor hafi verið danskur maður, en
ekki íslenskur. Því aö kista hans
var sveipuð dönskum fána, og
borin þannig til grafar, — Því
miður verður ekki séð fyrir víst
af frásögn Mbl., hvort ræðismað-
urinn í Rúðuborg hefir séð um út-
förina, eða skipstjóri Péturs heit-
ins, þótt heldur megi ætla hið síð-
ara. Einstöku maður kann því að
segja sem svo, að skipstjórinn
muni eigi hafa átt íslenskán fána,
og sé honum því vorkunn, þótt
hann notaði J)ann danska. En —
er það fastur siður við jarðarfarir,
að kistur sé fánum sveipaðar? Og
áefði ekki mátt fá íslenskan fána
hjá „ræðismanni fslands" J)ar í
borginni? — Það skal raunar ját-
að, að svarið við síðari spurning-
unni er mjög vafasamt. Því að
heldur þykir þeim, sem utan hafa
farið, l)era lítið á íslenskum fána
og íslensku skjaldarmerki hjá
þeim ræðismönnum, sem eiga að
fara með utanríkismál íslands í
umboði þess.
Af allri framkomu Dana og
Danstjórnar síðan sambandslögin
gengu í gildi, verður vart annað
ráðið, en að reynt sé að dylja öðr-
um ])jóðum, að ísfand sé þó að
nafninu til' gengið undan dönsku
valdi. Hvar sem íslendingar ferð-
ast, líta ræðismennirnir á þá sem
danska þegna, og þótt þeir séu
fallnjr í vaíinn, er reynt að telja
])á danska.
Alþingi fslendinga má ekki láta
þessi mál afskiftalaus. Það verður
að sjá fyrir því, að bundinn sé
endi á hina eilífu ókurteisi i ís-
lands garð J)au fáu ár, sem vér
eigum enn eftir að vera í sam-
bandi við Dani.
Skilnað armaður.
BíistðjiiDiillHiiilislia
fundinn?
Skamt frá Nörrköping á bæ
sem Ringstad heitir, hefir sænsk-
ur maður, dr. Arthur Nordén fund-
ið mjög glöggar rústir af stórbæ
frá 6. öld. í rústunum fann hann
skartgrip, sem með vissu verður
sagt um, að sé eigi yngri en frá
aldámótunum 600 e. K.
Af bæjarna'fninu Ringstad, vill
Nordén álykta, að staður þessi
sé Hringstaður sá, sem nefndur er
i Edcíu í Helga kviðu Hundings-
bana. En Helgi Hundingsbani hef-
ir alment verið talinn þjóðsögu-
persóua og síst af öllu sænskur.
Sumir visindamenn hafa viljað
telja, að Hringstaður væri sami
staðurinn og Ringsted i Dan-
ntörku.
Nordén styður álit sitt við ýms
önnur nöfn, sem nefnd eru i sam-
bandi við Helga Hundingsbana og
telur sig finna þau á slóðunum! í
grend við Nöirköping. Samkvæmt
sögninni vinnur Helgi Bragalund,
aðsetur Hundings og nokkru
seinna sigrar hann sonu hans við
Logafjall. Bragalund telur höf-
undur sama staðinn og nú ér kall-
aður Brakárr og áður var kallaður
Bragakárr, og Logafjall telur hann
hafa verið kallað Logaberg á
gamalli sænsku og sé það staður
sá, sem nú heitir Loberga. Önnur
nöfn úr sögninni þykist Nordén
finna í staðanöfnunum Svarins-
hög, nálægt Svárdsbro, Tráeksta
í Sonmda og Þéttnasund telur
hann hafa verið við Tjöttrasjön,
nalægt Ösmö.
Annar maður, Ture Hederström,
hafði rannsakað J)etta á undan
Nordén og komist að sömu niður-
stöðu. Hefir hann einnig bent á,
að Granmar konungur, sá sem
Helgakviða talar um.sé sá sami og
Snorri Sturluson telur konung í
Suðurmannalandi og barðist við
fngjald illráða. Hafi súorustafarið
frani J)ar sem nú er Montsey eða
Munsö, í Málaren. Meðal fólks
])ar um slóðir lifir enn J)á sögu-
sögn um mikla orustu, sem háð
hafi verið í fornöld þar í bygðinni.
Athuganir Jressar bera með sér
nýjar líkur fyrir þvi, að hetju-
sagnirnar gömlu séu ekki eintómur
uppspuni, heldur hafi við einhver
söguleg sannindi að styðjast, þó
mjög hafi þær aukist í meðförun-
um.
Dananregn.
Látinn er nýlega í Danmörku
Brynjúlfur Magnússon, sonur sira
Magnúsar prófasts Björnssonar á
Prestsbakka. Hann var efnilegur
maður, en misti heilsuna fyrir
nokkurum missirum.
Veðrið í morgun.
Reykjavík hiti 5 stig, Vestm-
eyjum 8, ísafirði 3, Akureyri 5,
Seyðisfirði 6, Grindavík 2, Stykk-
ishólmi 6, Grímsstöðum 3, (engin
skeyti frá Raufarhöfn né Hólum
í tíornafirði), Þórshöfn í Færeyj-
um 12, Angmagsalik 1, Kaup-
mannahöfn 10, Utsira 9, Tyne-
mouth 13, Wick 12, Jan Mayen o
st. — Mestur hiti í Reykjavík síð-
an kl. 8 i gærmorgun 9 st., minst-
ur 4 st. Úrkoma r,i mm. — Loft-
vægislægð við suðvestur land.
Hreyfist sennilega til norðurs og
dýpkar. — Horfur: I dag: Vax-
andi suðvestlæg átt og rigning á
suðvesturlandi. Breytileg átt og
rigning á norðvesturlandi. All-
hvass sunnan og suðaustan aust-
an lands. í nótt: Sennilega suð-
vestlæg eða vestlæg átt. Allhvass
og skúraveður, einkum á Suður-
og Vesturlandi.
Þórstína Jackson
fer héðan á morgun áleiðis til
Vesturheims. Skilnaðarsamsæti
var haldið í gærkveldi henni til
heiðurs á Hótel ísland. Heiðurs-
gestinum var færð að gjöf útskor-
in bókahilla, sem Soffía Stefáns-
dóttir hafði skorið, en ræður
fluttu síra Friðrik Hallgrímsson,
Einar Benediktsson, Dr. Guðm.
h innbogason, Jón Þorláksson, frú
Bríet Bjarnhéðinsdóttir og pró-
fessor Sigurður Nordal. Ungfrú
Jackson J)akkaði með mörgum
fögrum orðum þá sæmd og alúð,
sem henni hefði verið áýnd, bséði
hér og hvervetna annars staðar,
þar sem hún hefði farið um
landið.
Stúdentsprófi
lauk í Kaupmannahöfn mjög ný-
lega Gisli Johnsen, sonur Gísla
konsúls Johnsen frá Vestmanna-
eyjum, og ‘nlaut I. einkunn.
Knattspypnufél- Reykjavíkur.
Skemtifundar
verður haldinn laugardaginn 9. okt. kl. 8 l/2 í Iðnó.
Fundurinn hefst með sameiginiegri kaffidrykkju, ræðuhöld-
um og söng. Auk þess verður margt annað til skemtunar.
Áðgöngumiðar eru seldir í verslun Haraldar Árnasonar og
hjá Guðm. Ólafssyni, Vesturgötu 24. Verða félagsmenn að
sækja aðgöngumiða fyrir föstudagskveld.
Fjölmennið!
STJÖRN K. R.
Grammofónplötur.
Landsins mesta úrval af grammdfónplfttum.
Sérataklega viljum við benda á klassiska musik á „His Masters
Voice * plötum, sem við höfum fyrirligijandi í mjög miklu úrvali.
Verðið lækkað að miklum mun.
Fálkinn.
%-mm
PRESGRTGNE
þvottasápan
er hrein sápa öll x gegn, og því gersamlega óskaðleg J)vott-
inum. Hreinsar ])vottinn á skömmum tíma, betur en nokkur
önnur þekt sáputegund. Tekur öllum þvottaefnum fram.
Biðjið um PRESERVENE og farið eftir
notkunarreglunum.
Villemoes
kom hingað úr hringferð í gær.
Vísir
er sex síður í dag. Sagan er í
aukablaðinu.
St. „íþaka“.
Fundur í kvöld kl. 8)4 stundvís-
lega. Áriðandi mál. Mætið, félagar.
Stigstúkan.
Framhalds stofnfundur á eftir
Iþökufundi. Mínervingar, mætið.
%
Hanna Frederiksen
opnaði hárgreiðslustofu í gær í
Pósthússtræti 11.
Þeir félagar íþróttafél. Rvíkur,
sem ekki hafa verið með áður,
en óska að vera með í vetur, snúi
sér til skrifstofu félagsinsíKirkju-
stræti 10, niðri. Opin mánu-, mið-
viku- og föstudagskvöld kl. 8)4—
10. .
Hermann Jónsson, kaupm.,
hefir selt verslun sína á Óðins-
götu 32, Benedikt Fr. Magnússyni
frá Spákonufelli.
Leikhúsið.
Annað kveld verður gamanleik-
urinn Spanskflugan leikinn í Iðnó.
Aðgöngumiðar seldir í dag og á
morgun.
Gjafir
til ekkjunnar, afh. síra Áma
Sigurðssyni, 10 kr. frá ónefndri, 5
kr. frá K. og S. — Samskotum
þessum er nú lokið. Safnast liafa
alls kr. 387.00. Vísir hefir safnað
135.00 kr. og sr. Á. S. hefir tekið
á móti 252.00 kr. — Ofannefnd
upphæð var afhent ekkjunni í gær.
Beiddist hún Jæss, að öllum hinuni
góðfúsu gefendum, sem hún veit
eigi nöfnin á, væru vottaðar inni-
legar þakkir fyrir hennar hönd og
barna hennar, fyrir góða og mik-
ilsverða hjálp.
Réttur.
Tímarit um þjóðfélags og menn-
.. ingarmál.
Tímaritið Réttur sem undan-
farin 10 ár hefir komið út á Akur-
eyri undir stjórn Þórólfs Sigurðs-
sonar á Baldursheimi, hefir nú
skift um ritstjórn, og um leið
breytt til um efni og annan útbún-
að, svo betur sé við hæfi almenn-
ings. Um miðjan október kemur
Réttur út í fyrsta skifti eftir
biæytinguna, stækkaður svo að
þetta hefti verður ca. 9 arkir.
Þetta hefti verður rnjög fjölbreytt
að öllu efni. Þar verða greinir um
bókmentir, listir, þjóðfélagsmál,
erlend og innlend tíðindi, og önn-
ur almenn áhugamál, ennfremur
skáldskap frumsaminn og þýddan.
Nýlega hafa útgefendur sent
út boðsbréf, og segir i því m. a.:
„ .... Réttur mun gera sér far um
að kynna mönnum erlend og inn-
lend skáld og brautryðjendur.
Fræða menn úm stefnur þær sem
efstar eru á baugi á flestum lífs-
sviðum..... Hann á erindi til allra
hugsandi manna, er brjóta vilja
til mergjar viðfangsefni nútím-
ans. Hann vill ná til allra íslend-