Vísir - 09.10.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1926, Blaðsíða 2
VtSIR Höínm fyrlrliggjandi: Steinsykar í kössam á 25 kg. Strásykar í sekkjum á 45 kg. Sallasykar i kössam á 45 kg. newjflulKUR Spanskflugan Gamanleikur í 3 þáttum effir: F. Arnold og Ernst Each, veríur leikkin aunnudagiun 10. þ. m. kl. 8x/s e. h. Hljómleikar milli þátta, undir stjórn E. Thoroddsen. AðgöngumiSar verða seldir í Iðnó í dag frá kl. 4—7 og á morgun 10—12 og eftir kl 2 ATH. Menn eru beðnir að koma stundvíslega, því húsinu verður lokuð um leið og leikurinn hefst. Sími 12. Sími 12. PRESERVENE þvottasápan er hrein sápa öll í gegn, og því gersamlega óskaöleg þvott- inum. Hreinsar þvottinn á skömmum tíma, betur en nokkur önnur þekt sáputegund. Tekur öllum þvottaefnum fram. Biöjiö um PRESERVENE og fariö eftir notkunarreglunum. Símskeyti Khöfn 8. sept. FB. Námamenn fella sáttatillögu Baldwins. Símaö er frá London, aö at- kvæöagreiösla námamanna um miölunartillögu Baldwins hafi fariíS fram. Námamenn feldu til- löguna er var þess efnis, aö stofn- aöur yröí ríkisgeröardómur í ágreiningsmálum, ef héraössamn- ingar yröu geröir. Poiacaré og skuldaskifti Frakka og Bandaríkjamanna. Sírnaö er frá París, aö Poincaré óski þess, aö samþyktur veröi fyrirvari, samfara fransk-ame- ríska skuldasamningnum, til þess að tryggja þaö, aö hinar árlegu greiöslur Frakka samkvæmt skuldasamningnum lækki, ef skaöabótagreiöslur frá Þýskalandi bregðast. Margir álíta fyrirvarann ónógan, þvi aö sennilegt er, aö mótspyrnan í þinginu gegn sam- þykt skuldasamningsins veröi mjög öflug. Herra ritstjóri! Geriö svo vel að ljá eftirfarandi línum rúm í blaöi yöar. 6. þ. m. birtir „Skilnaöarmaö- ur“ allharða ádeilugrein á einn af ræðismönnum íslands og Dan- merkur og hnýtir aftan í hnjóös- yrðum til Dana og ræðismanna vorra yfirleitt. Þar segir svo: „Heldur þykir þeim, sem utan hafa farið, bera lítið á íslenskum fána og íslensku skjaldarmerki hjá þeim ræðismönnum, sem eiga að fara með utanrikismál Islands í umboöi þess. Af framkomu Dana .... veröur vart annað ráðiö, en að reynt sé að dylja öör- um þjóöum, að ísland sé þó að nafninu til gengiö undan dönsku valdi.“ Eg skal ekki um það segja, hversu góöar heimildir höfundar- ins eru til þessara almennu um- mæla, en af því aö hann ber fyr- ir sig þá, „sem utan hafa farið“, og eg er einn í þeirra hóp, en þó ekki einn af heimildarmönnum hans og þeim ósamdóma, mætti mér ef til vill leyfast aö segja frá þeirri litlu reynslu, sem eg hefi haft í þessu máli. 1924—25 var eg árlangt erlend- is. Á þeim tíma hafði eg talsverö skifti viö þrjá af sendiherrum ís- lands og Danmerkur, og fann ekki að þeir geröu neina tilraun til þess aö helga sér mig eöa breiða yfir þjóöerni mitt. Þeir geröu mér þvert á móti sem ís- lendingi sæmd á ýmsa lund. Á tveimur af þessum stööum voru flaggstengur tvær saman á hvor- um staö, og sögöu sendiherrarnir mér í óspurðum fréttum, aö aldrei drægju þeir svo fána annars rík- isins á stöng, aö fáni hins ríkisins væri ekki dreginn upp líka. Og annar sagöi við mig: „Ef þér hefðuð gengiö hér fram hjá í gær, hefðuð þér getað sannfærst um þetta." — Sendiherrann í Berlín, Zahle kammerherra, baö mig sér- staklega að láta þess getið, að honum væri þökk á og ánægja, að íslendingar kæmu til hans, þegar þeir væru þar á ferö, hvort sem þeir ættu erindi við hann eða ekki. — Og það þori eg að full- yrða, aö- einlægari pg falslausari vin á Island ekki í öörum löndum en sendiherraritara Georg Höst í Bern, sem aldrei mundi setja sig úr færi aö vinna íslandi gagn og halda uppi heiðri þess. ^ Eg lái engum, þó að hann segi til syndanna, þegar á rétt vom er gengið, en gæta verður þess, aö beina ekki skeytunum víöar en svo, aö satt sé sagt. Jón ófeigsson. freycnóður Mm. Málverkasýning. •—o-- Það var einu sinni maður sem tilbjó leikrit, sem heitir Smala- drengurinn — þessi sami rnaður sýnir nú málverk í Bárubúð. — Ekki hefi eg rekist á dóma um leikrit þessa manns og mun þaö annað tveggja aö eg hefi /ekki nægilega fylgst meö því sem ritað hefir verið — eöa þá að snilling- um okkar hefir yfirsést aö lesa það ella fátt mn fundist og ekk- ert viljað segja, en því man eg eftir í byrjun efnisins að höfundur lætur hund sinn líta á stúlku sína i kíki, þar sem hún fór um veg, og þótti mér það lýsa uppfinninga- semi hjá þessum unga manni, og get eg þess til aö hann eigi nú eftir að mála skemtilega mynd af þessu. — Maður þessi er Frey- móöur Jóhannsson málari frá Ak- ureyri, hann hefir feröast mikiö í sumar, og gert myndir af mörg- um fjarlægum stöðum, sumum vinalegum og fögrum, öörum hrikalegum eöa tignarlegum. Freymóöur gerir engum meiri greiöa meö sýningu sinni en ís- lenskum listamönnum, sem geta litið land sitt likum augum og hann — því aö undirstaða málar- ans fyrir því að geta oröiö lista- maður, er vitnisburöur hans sjálfs um verk sitt frammi fyrir fyrir- myndinni sjálfri, og þeir málarar, sem fagrar hugsjónir sækjaheim, mega trúa sjálfum sér fyrir aö geta gert verk sín einföldustu augum sjáanleg sem sannan veru- leika úr heimi andans, svo sann- arlega sem þeir geta dregið fjalls- tindinn sem allir sjá, rétt á blað. Dyrafjöll, Borgarfjarðar og Njarðvíkur á sýningu þessari eru nægur vottur. um sannsögli og náttúruleik þessa málara — en alt umhverfi þeirra fögru sveita gera sitt til þess aö hvetja dáö lista- mannsins og hiö góöa fólk og merkilega, sem þar býr. Meö sama áframhaldi, viökynning íslenskrar náttúru, fæst smám saman trygg undirstaöa fyrir íslenska málara til þess að byggja upp stóran stíl, sem veitir sterkum og holl- um áhrifum málaralistarinnar til áhorfandans. Jóhannes S. Kjarval. Utan af landi. ísafiröi 8. okt. FB. Framboðsfundur. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins boðuðu hér landsmála- fund í gærkveldi. Auk frambjóð- endanna töluðu á fundinum þing- menn Isafjarðar og N.-ísafjarðar- sýslu, Siguröur Kristjánsson og Vilmundur Jónsson læknir. Hinn síðasttaldi talaði af hálfu jafnað- armanna og kommúnista og hvatti sína samflokksmenn til þess að kjósa Framsóknarlistann, en sitja ekki hjá kosningunni. Franibjóð- endurnir virtust ekki hafa fylgi á fundinum. — Norðangarður hér í nótt. Snjóaði til sjávar. Akureyri 8. okt. FB. Bráðapest í Eyjafirði. Bráöapest, allskæð, gengur 1 sýslunni, og hafa um 100 kindur drepist í Möðruvallasókn síöustu viku og álíka margar í Saurbæj- arsókn, en þar verður hennar mest vart. —• Enn þá er sæmilegur síldarafli í reknet. Skip hafa síð- ustu dagana fengiö um og yfir 100 tn., sem þykir góður aflj. — Jónas Rafnar hefir verið ráðinn læknir Heilsuhælis Norðurlands og fer utan á næstunni, til frekari fullkomnunar í þeirri grein lælcn- isfræðinnar. Heilsuhælið er kornið undir þak. (íslendingur). Bíl-akstur innanbæjar. Að aka i bíl — (eg nota ekki orðið að ,,keyra“) er • nú sem stendur óhóf hér innanbæjar, þvi að bilar eru ekki hreyfðir fyrir minna en 3 krónur. Þetta verðlag er svo fjarri sanni, að það hreint og beint útilokar alla þá, sem fara skynsamlega með fé sitt, frá þvi að taka bíl nema einhver sérstök nauðsyn krefji. — Þó liggur opið fyrir, hversu mikil þægindi það gætu verið í sporvagnalausum bæ, að geta fengið sér vagn fyrir sann- gjarnt verð. Þegar litið er á þá ó- sanngjörnu taxta, sem gilt hafa fyrirfarandi, skyldi enginn ætla, að bílafélögin hafi hag almenn- ings að neinu leyti fyrir augum, heldur að eins það, að fara sem fæstar ferðir og dýrastar, þótt þau auðvitað gætu haft alveg eins gott upp úr því að fara fleiri ferðir og ódýrari — með öðrum orðum, að leggja sig dálítið i líma til þess að fullnægja flutninga- þörf fólksins. Auk þess sem hái taxtinn er almenningi óþægilegur, þá spillir hann sjálfum rekstri bílanna. Menn verða skeytingar- lausir með viðhald vagnanna og yíirleitt ósparsamir með rekstur- inn, kaupa altaf nýtt og nýtt og auka innflutning á bílum og efni til þeirra fram yfir það sem nauð- syn krefur. Kæmi hingað hagsýnn bíleig- andi útlendur, mundi hann fljótt sjá sér góðan hag í að auglýsa innanbæjar akstur fyrir 1 krónu ferðina, eða jafnvel minna, og mundi hann fljótt fá svo mikið að gera, að hann yrði að hafa marga smábíla í rekstri til þess að full- nægja eftirspurn. í Kaupmannahöfn hefir frum- taxtinn fyrirfarandi verið I kr. Síðan krónan hækkaði þar, þykir þetta svo ósanngjarnt, að aðal bílafélagið, „Taxa“, fer með tóma vagnana 45% af ökuleiðum sín- um. Nú hefir bæjarstjórn K.hafn- ar stungið upp á því, að frumtaxt- inn skuli, vera 50 aurar og fyrir það skuli aka alt að 600 metrum, en 10 aurar bætist við fy.rir hverja 300 metra sem fram yfir verða. Nú má geta þess, að danska krón- an er 21% hærri en ísl. króna, en þó er auðséð að rekstur bílanna í K.höfn hvílir á eitthvað heilbrigð- ari grundvelli en hér, þar sem slík- ir taxtar eru hugsanlegir. Um leið og bent er á þær kröf- ur, sem almenningur á heimtingu á í þessum efnum, má unna bíl- eigendum þess sannmælis að þeir leitast við að eignast stóra og góða langferðabíla til fólksflutn- ings, og hefir þar sýnilega orðið góð framför. En innanbæjar fólks- flutningsaksturinn er aftur í van- rækslu, en til hans þarf mest- megnis aðeins smærri bíla. Að endingu skal geta þess, að það má nú orðið fá ýmsan aksíur langt undir hinimi venjulega tcixta, ef menn eru sér vel úti um það. En vegna hvers þá ekki að færa taxtann í eitthvert samræmi við það sanngjarna verð, sem reynslan er að skapa? — í sámningsvinnu cr t. d. vitanlegt að bílhlassið er sumstaðar flutt fyrir eina krónu, en þegar spurt er á Vörubílastöð- inni, er sagt að taxtinn sé 3 kr. Þessi mismunur nær auðvitað engri átt, og sýnir að eins, að hér er taxtinn fyrir löngu úreltur. Vegfaraadi. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Frið- rik Hallgrímsson; kl. 2, barna- guðsþjónusta, síra Friðrik Hall- grimsson; kl. 5, síra Bjarni Jóns- son. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson; kl. 5, síra Haraldur prófessor Níelsson. í Landakotskirkju: Kl. 9 árd. hámessa; kl. 6 síðdegis guðsþjón- usta með prédikun. Sjómannastofaa er flutt í Tryggvagötu 39, réti fyrir vestan hús V. B. K., og verð- ur opnuð þar á morgun kl. 6 með guðsþjónustu. Allir velkomnir. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 1 st., Vestm.- ej'jum o, ísafirði 1, Akureyri o, Seyðisfirði 1, Grindavík 1, Stykk- ishólmi o, Grímsstöðum -f- 4, Raufarhöfn ~ 1, Hólum í Homa- firði hiti 1, Þórshöfn í Færeyjum 6, Angmagsalik 3, Kaupmanna- höfn hiti 13, Kinn 5, Tynemouth 12, Leirvík 7, Jan Mayen 4 st. —1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.