Vísir - 22.10.1926, Blaðsíða 4

Vísir - 22.10.1926, Blaðsíða 4
VlS.R Philips Hinir marg’eftirspuröu Spari- lampar eru komnir aftur. Nýttl Lampi meS þrískiftu ljósmagni, 5 — 25 og- 30 kerta ljós. Annað nýttl Lampi með tvískiftu Ijósi: Hvítu og rauöu — gulu, grænu eöa bláu. Kaupið Pliilipslampa. Fást hjá Júlinsi Björnssyni Eimskipafélagshúsinu. Dansæfing. Næsta æfing verður sunnu- daginn 24. þ. m. kl. 9—12 á Hótel Heklu. Anna M. Nielsen. TILKYNNING 1 Tilkynning. AS gefnu tilefni tilkynnist hér meö, aö hálstau þvoum vér og „stífum“ sama veröi og önnur þvottahús. Alt annaö tau ódýrara. Viröingarfylst. Hf. Mjall- hvít. (1105 UTSALA. Notið tækifænð til þess að ná i ódýrar ullar Golftreyjur ogsilki Undirföt. Mjög lltið eftir óselt. Gancþðrnnn & Co E mskipafélagshúsið. Perur, Epll 2. teg. Vínber, Appelsínur, best og ódýrast í Veisl. JlVA. Laugaveg 19. „Eagle Star“ brunatryggir hús- gögn, vörur o. fl. Sími 281. (1100 Með nýjustu ljós- og gufu-bö'ö- un tökum viö í burtu: Fílapensa, húöorma, vörtur og öll önnur ó- hreinindi í húðinni. Einnig flösu, hárrot. Hárgreiðslustofan, Lauga- veg 12. (1055 KENSLA Barnakensla Þorleifs Erlends- sonar tekur við börnum til kenslu' i vetur eins og að undanförnu. Afgr. Vísis tekur á móti umsókn- um. (1102 Stúdent tekur að sér tímakenslu í ensku, dönsku, íslensku og reikningi. A. v. á. (1063 Orgelspil kent. Lágt kenslu- gjald. Viðtalstími 5—7 síðd. Jón ísleifsson, Lindargötu 1 B. (790 Berlitz-skóli Láru Pétursdóttur í ensku og dönsku, tekur á móti byrjendum og lengra komnum. Heima Laugaveg 15, fyrstu hæð, 11—12 og 6—7. ■ (834 Nokkrir menn geta fengið fæði á 75 kr. á mánuði. Uppl. Vestur- götu 29, búðinni. (1131 Gott og ódýrt fæði fæst á Skóla- vörðustíg 13 A. (1104 Nokkrir menn geta fengið fæði í prívathúsi, á besta stað i borg- inni, sömuleiðis miðdagsmat og sérstakar máltíðir. A. v. á. (1009 Tvö herbergi og eldhús óskast. Tilboð auðkent: „Vélstjóri“ send- ist Vísi fyrir 1. nóv. (II27 Einhleypur maður óskar eftir hlýju sólskinsherbergi. Tilboð merkt: „Sólskinsherbergi" af- hendist afgr. Vísis. (1121 Stofá með svefnherbergi ósk- ast. Tilboð merkt: „Gott og ódýrt“ sendist afgr. Vísis. (1120 Gott herbergi með sérinngangi úr forstofu er til leigu nú þegar. Uppl. á Bjargarstíg 15, niðri. (ii33 Gott herbergi með húsgögnum óskast til leigu. A. v. á. (1110 Barnlaus hjón óska eftir 1—2 herbergjum og eldhúsi í kyrlátu húsi. Uppl. á Urðarstíg 11A. (1106 2—3 herbergi og eldhús til leigu í húsi með miðstöðvarhitun, á besta stað í Hafnarfirði. Uppl. í síma 193 i Hafnarfirði. (1103 Reglusamur og góður piltur getur fengið herbergi með öðrum. Ódýr leiga. Tilboð merkt: „ódýr leiga‘, sendist afgr. Vísis fyrir sunnudag. (1101 Gott herbergi til leigu fyrir skólapilta. Sími 1767. (io99 . ...........—■—. Tvö herbergi, eitt stórt og eitt litið, samliggjandi, með öllum þægindum til leigu nú þegar. —. Stýrimannastíg 12. (1080 p VINNA I 20 drengir óskast til að selja Spegilinn. Komi í Traðarkotssund 3, kl. 9 í fyrramálið. (H32 Stiilka óskast í vist. Uppl. Laugaveg 68, uppi. (1134 Þrifin og áreiðanleg stúlka ósk- ast í létta vist. Uppl. Vesturgötu 25 niðri (næsta hús fyrir ofan Þvottahús Reykjavíkur). (1114 Stúlka óskast í vist með annari. G. Kristjánsson, Hafnarstræti 17. (1129 Stúlka, sem er vön algengri matreiðslu, óskast í vist 1. nóv. — Marteinn Einarsson, Laugaveg 29. (1126 Stúlka óskast í vist, hálfan dag- inn. Uppl. á Grettisgötu 31. (1125 Góð stúlka óskast í vist. Gæti komið til mála árdegisvistf Uppl. í síma 1343. (1123 Stúlka óskast, helst nú þegar. A. v. á. (1119 Tvær stúlkur óskast í vist til Sigurðar Eyleifssonar á Sólvöll- um. (1117 Mann vanan beitingu vantar nú þegar suður í Garð til sjóróðra. Uppl. gefur Benedikt Benedikts- son, Fischersundi 3. Heihia 6—8 síðd. (1113 Prjón tekið á Holtsgötu 11. (1112 Menn teknir í þjónustu Braga- götu 38. (1109 Kvenmaður óskast að Strand- götu 17 (Brúarhrauni), til hjálp- ar við húsverk. Fær í staðinn sól- ríka stofu til íbúðar. Uppl. þar og í síma 120 í Hafnarfirði. (1108 Vetrarstúlka óskast á gott heim- ili í sveit, verður að krmna að mjólka. Uppl. á Stýrimannastíg 5, hl. 6—7. (1098 Kvenmaður óskast í skemri eða lengri tima. A. v. á. (iio7 Menn eru teknir í þjónustu á Lindargötu 1 B. (371 Stúlku vantar í Báruna til al- gengra húsverka. (io79' Stúlka óskast í vist. Uppl. í versl. Gullfoss. (1082 KAUPSKAPUR Vegna plássleysis verða seldar 6 hænur og 1 hani, A. v. á. (1130 Afsláttarhestur til sölu. Til sýn- is i Tungu. (1128 Gott rúmstæði til sölu, ódýrt. Baldursgötu 21. (1124 4 pör af dúfum og dúfnahús til sölu á Grundarstíg 4A. (1122 Fermingarbókakortin fallegu og ódýru fást i Emaus, Bergstaða- stræti 27. (inó’ JJggp- Blómstrandi gluggaplönt- ur: Rósir í pottum (La France)r pelargoníur, franskar og enskar (marglit flauelsblóm) og Iris, til sölu á Laugaveg 83, uppi, kl. 4—- 10 siðd., í dag og á morgun. (1115 Stjómartíðindi frá 1910 til þessa tíma óskast keypt.. A. v. á. (i°97 Myndavél til sölu. A. v. á. (mi PANTHER-skór eru fram- úrskarandi fallegir og vandaðir. — Fara vel á fæti. — Kaupið þá. —- Þórður Pétursson & Co. Einka- umboðsmenn. (192: Hár vlð íslenskan og erlendan búning, fáið þið hvergi betra né ódýrara en á Laugaveg 5. Versl, Goðafoss. — UnniS úr rothári, (375 Veggmyndir, fallegar og ódýr-- ar. Mikið úrval. Sporöskju ramm- ar. Myndir innrammaðar. Freyju- götu II. (835, Skólaritföng, góð og ódýr, fást í Emaus. (934. F élagsprentimiB j an. *t N BLENDINGURINN. „betri en þú og eg og okkar líkar. Honum er ekki rótt út af þessu, fremur en okkur. — Eg hélt, að hann ætlaði að ganga af vitinu, þegar hann frétti það. — Eg varð að taka hann og halda honum.“ —■ „Eg er nú heldur á því samt,“ sagði Lee drýginda- lega, „að Necia hefði getað krækt sér í öllu ákjósan- legri mann, ef hún hefði ekki verið svona bráðlát. — — Og betur hefði eg kunnað við, úr því að hún ætlar að sætta sig við hermanns-tusku á annað borð, að hann hefði þá verið dálítið háttsettur. — Hann hefði ekki mátt vera öllu ómerkari á sinu hátt, heldur en til að mynda venjulegur braskari eða umferðasali —.“ 1 þessum svifum gekk liðsforinginn inn í búðina. — Lee ætlaði ekki að þekkja hann, svo torkennilegur var liann og beygður.-----Og Lee glápt á hann, öldungis forviða. Hann varð að kannast við það með sjálfum sér, að Burrell mundi hafa liðið miklar þjáningar. — Liösforinginn hafði reynt að hafa sannar fregnir af Stark, eítir að hann sótti lækninn til hans, en varð engu nær. Stark bölvaði og ragnaði, formælti öllu á himni og jörðu og sagði, að dóttir sín væri komin þang- að sem hún ætti að vera fyrst um sinn. — Að lokum Iét hann á sér skilja, að Runnion mundi húa svo að henni, að sæmilegum manni þætti hún ekki eftirsóknarverð. — Runnion kynni tökin á stúlkunum, — það væri áreið- anlegt. — Hann væri mesti kvennahrókur og dóni. Burrell gat ekki hlustað á þetta raus og hélt leiðar sinnar. — Hann fór heim til sín, en hafði þar enga eirð. — Hann reyndi að bægja frá sér öllum hugsunum um Runnion, en hann gat það ekki. — Hugur hans var allur í uppnámi. Stundum bað hann urn hefnd yfir'Runni- on, — miskunnarlausa, grimmilega hefnd. — — En annað veifið varð hann hljúgur og klökkur og bað góð- an guð að halda verndarhendi sinni yfir stúlkunni, sem hann elskaði heitara en alt annað. — — Stundum fanst honum, sem það mundi vera nokkur huggun í hörmun- um, að fara heim til Starks, pína hann til sannra sagna eða vinna á honum að öðrum kosti, — En hann gerði það þó ekki. — Hann kastaði kveðju á Gale og mælti: „Eg gét ekki beðið lengur.“ -—■ Síðan settist hann niður, þreytulega, en spratt upp aftur jafnskjótt og mælti: „Runnion kem- ur í minn hlut, Gale! — Þér skiljið það — eg ætla mér að skapa honum kostina.“ — „Þér skuluð fá hann,“ sagði Gale og kinkaði kolli. „Það er tilvalið," sagði Lee. — „En hvað fæ eg?“ „Þú getur ekki fariö með okkur,“ sagði Gale. — „Ef til vill þurfum víð að elta fantinn alla leið suður í Banda- riki. Þú verður að hugsa um eignir þínar hér.‘.‘ „Fari þær til helvítis!“ sag'ði námamaðurinn, æfur í skapi. — „Eg- veit ekki betur en að eg sé hálfgerður- pabbi telpunnar þinnar, Gale, og eg ætla mér að taka. þátt í þessu, þar til er yfir lýkur.“ Burrell æddi um gólfið, eins og ljón í búri, en namu þó staðar við og við og horfði út yfir fljótið, ef hanni kynni að verða einhvers vísari. — Alt í einu æpti hanm upp yfir sig og benti: „Sjáið þið til! — Þarna — þarnat niður hjá nöfinni! — —• Eg sé reyk!“ Þeir Gale og Lee hlupu til hans og nú störðu þeir allir niður eftir fljótinu, lengi — lengi. Loksins sagði Gale: — „Þér eruð þreyttir, drengur. minn, og sjáiS ofsjónir.“ „Mér skjátlast ekki,“ sagSi liSsforinginn. — Eftir litla stund sáu þeir allir móta fyrir reykjar- mekki niSur viS skógarnefiS. — „TrúiS þiS mér nú?“ sagSi liSsforinginn. — „Eg ætla aS hlaupa heim og sækja ferSatöskuna mína.“ — Hann hljóp út úr búSinni, eins og örskot, og kom aftur að vörmu spori með farangur sinn. — Lee þótti Burrell vera ískyggilega æstur í skapi og hugði að hann hefði gott af að hressa sig á víni. Hann vatt sér því inn fyrir búðarborðið, helti vini í glas og bað hann drekka. — Þvi næst hvíslaði hann að Gale: „Hafðu gát á snáð- anum, John! — Hann verður bandvitlaus innan stund- ar, ef þessu fer fram.“ — Þeir biðu og biðu og fanst tíminn aldrei ætla að-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.