Vísir - 04.11.1926, Side 2

Vísir - 04.11.1926, Side 2
ViSIR Höfuni nú ágætt úrval af Spilum frá S. Salomon & Go með Holmblaðsmyndam. Þessar tegundir eru þær einu, sem allir eru ánægðir með. t UPPBOÐ verður haldið i Bárunni næstkomandi mánudag (8. þ, m.) á allskon- ar vörum, skemdum og óskemdum, er björguðust úr brunanum á vörugeymsluhúsum okkar við Laugaveg 1 B. Uppboðið hefst kl. lð f. h, Meðal annars verður selt: Þvottastell, Diskar, Bollapör, Skálar, Vatnsflöskur, Vatnsglös, Vaxdúsur, Súkkulaði, Handsápa. Byssur, Rifflai-, Skótau, Tvinni, og m. fl. JÓS. ÓLAFSSON & CO. lijálif áorvðisoii kaupmaður andaöist kl. 7 í gærkveldi á heim- ili sinu, Laugaveg 44, eftir þriggja vikna legu, sextíu og fjögra ára gamall. Símskeyíi Khöfn 3. nóv. FB. óeirðir á ítalíu. SímaS er frá Berlín, aS sam- kvæmt fregnum, sem þangaö hafa borist frá Milano, sé álit manna, að sonur prentarans hafi verið saklaus af því, a'ð hafa skotið á Mussolini, en illræðismaðurinn muni hafa komist undan á flótta, og hafi mannfjöldinn því drepið piltinn í misgáningi. Lögreglan i Bologna fullyrðir hiö gagnstæða. Miklar æsingar af völdum Fas- cista eru víða á ítalíu. Hafa þeir samið lista yfir fjölda andstæð- inga sinna; sem þeir segjast munu taka af lífi, verði Mussolini myrt- ur. Fullyrt er, að and-Fas,cistafé- lag, sem hafi deildir bæði á Italíu og Frakklandi áformi nýtt bana- tilræði. Khöfn 4. nóv. FB. ítalir ráðast á Frakka. Símað er frá París, að Fascist- ar í landamærabænum Ventimiglia hafi misþyrmt frönskum járn- brautarmönnum og brotist inn í bústað frakkneska konsúlsins þar í borginni. (Ventimiglia í héraðinu Porto Maurizo í ítalíu, á frakknesk- ítölsku landamærunum, þar sem áin Roja rennur í Miðjarðarhafið. í Ventimiglia eru 14—15 þúsund íbúar). Ueston uj haf. FB. 4. nóv. Vestur-íslenskur jarðfræðingur. Heimskringla segir svo frá þ. 6. f. m.: — Mr. Helgi Johnson, B. Sc. (Bachelor of Science), sem starfað hefir að rannsóknum lithium-jarðlaga hér í Manitoba í sumar, ásamt Mr. C. H. Stock- v/ell, B. \Sc., frá Wisconsin há- skólanum, kom hingað til bæjar- ins rétt fyrir helgina. Fer hann til Toronto síðari hluta þessarar vilíu. Hefir hann, í viðurkenningarskyni fyrir námsdugnað hlotið þar stöðu sem aðstoðarkennari í þeirri grein jarðfræðinnar, sem forndýraleifa- fræði nefnist. Verður hann þar aðstoðarmaður Dr. Parks, sem er höfuðmaður jarðfræðideildar há- skólans í Toronto, en heldur jafn- framt áfram námi sínu. í sam- bandi við það mun hann á sumr- um halda áfram jarðfræðirann- sóknum sínum. — Helgi er sonur skáldhjónanna Gísla Jónssonar frá Háreksstöðum á Jökuldal og Guðrúnar Finnsdóttur frá Geir- ólfsstöðum í Skriðdal. Hann er drengur besti sem hann á kyn til, og vinsæll af félögum sínum. f * Hreindýrin á Vestnr-oræium. 1 haust hafa birst nokkrar greinar um hreindýr og hrein- dýrarækt hér á landi i blöðunum ,,Vísi“ og „Lögréttu". Virðist áhugi rnanna og skilningur á þessu merka máli vera tekinn að vakna og glæðast, og er það vel farið. Má það m. a. gleðja oss, er rituðum allmikið um mál þetta fyrir 16—18 áruin síðan, og mætt- um þá annaðhvort hnausþykkri vanþekkingu og misskilningi eða algerðri dauðaþögn, þótt háttv. Alþingi um þær mundir væri með málið á ferðinni — á pappírnum. Er það annars furða mikil, hve lítið menn vita alment um hrein- dýrin hér á landi, og hve hug- myndir manna um þau eru á reiki. Er t. d. eigi óalgengt að heyra menn fullyrða, að til séu stórir hópar af hreindýrum í þeim lands- hlutum, þar sem þau vitanlega ald- rei hafa stigið fæti, en bera á hinn bóginn brigður á, að þau séu til á öðrum stöðum, þar sem þau sjást í hópum öðru hvoru. Og eins er um alla þekkingu á lifnaðar- háttum dýranna, eðli þeir-ra, þroska og nytsemi allri, taminna sem og ótaminna. Síðustu 15—20 árin hefi eg gert mér far um að kynna mér hrein- dýrarækt og alt sem að henni lýt- ur, og samtímis hefi eg einnig safnað drögum til sögu hreindýr- anna hér á lapdi. Býst eg því við, nð eg muni vita nokkuð meira um það mál en allur þorri manna hér á landi. M. a. skrifaði eg kunn- ingja mínum austur á Fljótsdal fyrir þremur árum síðan, og lagði fyrir hann ýmsar spurningar, er mér þótti miklu varða að fá skýr svör við. Stóð hann vel að vígi um svör við þessum spurningum, þar sem hann er sjálfur Fljóts- dælingur að ætt og uppruna og þaulkunnugur á Vestur-öræfum frá barnæsku. Auk þessa er hann tengdasonur einnar alkunnustu hreindýraskyttunnar þar eystra að íornu fari. Hafði hann því úr allmiklu að moða um hreindýr á þessum slóðum. Birti eg hér spurningar mínar og svör hans við þéim, og vænti eg, að mörgum muni þykja þau all fróðleg og merkileg að ýmsu lcyti. — — 1. Virðist hreindýrum hafa fjölgað að mun á friðunartíman- um síðan um aldamótin ? - S v a r: Já. Þeim hefir fjölgað mikið á síð- ustu árum. Þó virtist þeim eigi fara að fjölga að mun, fyrr en nokkur ár voru liðin af friðunar- tímanum. Orsakir til þessa* óviss- ar. 2. Sjást stórir hreindýrahópar nú á haustin? — Hve stórir? — S v a r : Sjaldan. En þegar hópar siást, eru þeir miklu stærri en áð- ur var, t. d. í haust (1923). Stund- um sjást þau þó í stórum hópum, en óvíst er um rétta tölu. Ágisk- anir manna mjög misjafnar. Sum- ir segja 100, aðrir 200, og enn aðrir langtum fleiri. Eg hefi heyrt, að í haust hafi sést ineð flesta móti í einum hóp. Giskað á um 300 dýr. 3. Virðast dýrin hafa fallið að ráði, t. d. veturinn 1917—18? — S v a r: Já, sum árin talsvert. Þó er það mjög sjaldgæft, að ræflar af dauðum dýrum finnist á heið- um eða afréttum. Virðast þau því mjög sjaldan falla. - Þegar skarpt er um jörð inn til afrétta á vetr- um, koma dýrin út í bygð, en aldrei í stórum hópum, sjaldan fleiri heldur en 3—5—7 í hóp, og eru þá mögur að sjá. 4. Hafa menn giskað á nokkra ákveðna heildartölu hreindýra á Vesturöræfum á síðustu árum? - S v a r: Nei. Það er enginn hægð- arleikur að gera það. 5. Hafa dýrin breiðst nokkuð út til annara fjall-lenda? — Svar: Nei. Ekki hefi eg heyrt þess get- iö. Þau hafa að vísu sést á Mý- vatnsöræfum, og eins inn af Skriðdalnum, en altaf að eins fá dýr í einu. 6. Eru dýrin vel þroskuð og tápmikil til að sjá? — Svar: Já. Og oft mjög feit. Hafa venju- lega um 100 punda skrokk (geld- ar kýr), og tarfar um 180 pd. til jafnaðar og uppí 200 pd. 7. Virðast hreinkálfar falla nokkuð að ráði ? — S v a r: Nei. Nær aldrei. Hvorki á vetrum né vorin. 8. Hafa dýrin verið skotin, svo nokkru nemi, á friðunartímanum? — Svar: Nei. Mjög lítið hefir verið gert að því, að því er eg best veit. 9. Hvað veist þú um þyngst dýr (slátruð) ? - S v a r : Tengda- faðir minn hefir náð þyngstu dýri að hausti, er lagði sig með 204 pd. skrokk. 10. Er kvartað undan, að dýr- in skemmi og spilli afréttum? —. S v a r: Nei, alls ekki til muna. Plefi eg mjög lítið heyrt talað um skemdir af hreindýravöldum. Þó má stundum sjá á einstöku stað á vetrum, að þau hafa rifið upp (krafsað) all mikið af „hreindýra- mosa“.------- Þessar voru þá spurningar þær-, er eg helst vildi fá svör við. Þótti mér vænt um, hve svörin flest voru skýr og ákveðin, — og fóru nær öll í þá átt, er eg einmitt hafði búist við. Má lesa all margt milli línanna í svörum þessum, og skal hér drepið á fátt eitt af því að sinni.------ í j Ástæðan til þess að dýrunum fjölgaði eigi sýnilega að mun fyrstu friðunarárin (frá 1902), mun m. a. óefað vera sú, að síð- ustu árin fyrir friðunina voru dýrin skotin all mjög. Hafa þá eflaust verið valin úr stærstu og þroskamestu dýrin á haustin (hreintarfarnir), og stofninn á þann hátt rýrnað að mun. Eigi er nema eðlilegt, þótt menn séu mjög i vafa um fjölda dýr- anna á Vesturöræfum, enda mun enginn hafa gert sér sérstakt far um að grenslast eftir því. Eru dýrin dreifð um stórt svæði, frá norðurbrúi^ Vatnajökuls vestan Snæfells, um öll Vesturöræfi vest- ur að Jökulsá, og austur á Brúar- öræfi. Verða menn þeirra helst varir á haustum í fjallgöngum. En þá eru dýrin með stygð og nær ómögulegt að átta sig til fullnustu á flokkum og fjölda, er þau fara í sprettinum „eins og logi yfir ak- ur.“ Einnig er hér fengin sönnun fyrir því, er menn vissu reyndar áður, að hreindýr falla tiltölulega mjög sjaldan, nema í aftaka hörkuvetrum. Og sýna þau fáu ciýr, er öðruhverju leita til bygða á vetrum, að allur fjöldinn bjarg- ast á afréttum allan veturinn. * Hér er einnig skýrt frá því eðliseinkenni hreindýra, er ís- lendingar virðast eigi vita um né hafa athugað, að dýrin eru hag- spök og halda trygð við átthaga sina. Kemur þetta vel heim við reynslu hreinræktarmanna í Al- aska og annars staðar, þar sem fastbúandi menn stunda hrein- rækt. — Er þetta mjög mikilvægt atriði. Enn eitt merkilegt atriði og eítirtektarvert er hinn mikli þroski dýranna. Eru órækar sannanir fvrir því, að „úrval“ þetta, er lif- að hefir allar hinar afskaplegu hörmungar af náttúrunnar völd- um, —■ en þó miklu fremur af mannavöldum hér á landi, — eru alt að þriðjungi þroskameiri held- ur en dýr þau, er upprunalega voru flutt hingað til landsins. Standa hreindýrin á Vesturöræf- um fyllilega á sporði bestu hrein- hjörðtim í Alaska, og eru þó öll skilyrði þar og þroski dýranna talinn einsdæmi. Ennfremur hefi eg fengið stað- festa þá „vissu“ mína, að hrein- kálfar muni alls eigi falla að neinu ráði hér á landi, enda eru þeir óvenju harðgerðir. Þeim er borið í snjóinn snemma í apríl, og fylgja þegar móðurinni. Af þessu leiðir aftur, að hreinhjörðin hlýt- ur að aukast all mjög árlega. Og þótt hér á landi skorti því mið- ur, alla þekking á árlegri aukn- ing hjarðarinnar (og frjósemi), má telja víst, að hún sé í fullu samræmi við annan þroska dýr- anna. (Meðal frjóscmi hreindýra er um 70%, en stundum alt aS 85—90%). Kálfafjöldi ætti a. m. k. eigi að vera minni hér á landi en í Alaska (50—60%), þar sen* eðlileg afföll þeirra eru all mikii (um 15%). Reynslan hér á landi fyrstu 30—50 árin, eftir að hrein- dýr voru flutt til landsins, hefir einnig sannað, að fjölgun dýranna hefir verið alveg óvenju mikil. Stafar það eflaust af því, aö af- föll á kálfum hafa því nær engin verið, enda eru eigi til hér á landi, rándýr þau né skorkvikindi, er mestu tjóni valda á kálfum í hreinhjörðum erlendis. — — Þetta er þá ofurlítill almennur fróðleikur um hreindýr liér á landi nú á dögum. Mun eg seinna bæta við sögu mína frá ýmsum hliðum. Helgi Valtýsson. Veðrið i morgim. I Reykjavík -j- 5 st., Vest- eyjum 2, ísafirði 1, Akureyri -f- z, Seyðisfirði o, (engin skeyti úr Grindavík), Stykkishólmi 1, Rauf- arliöfn 1, Grímsstöðum -í- 6, Hól- um í Hornafirði 3, Færeyjum 6, Angmagsalik (í gær) -1- 3, Kaup- mannahöfn 5, Utsira 7, Tyne- mouth 4, Hjaltlandi 7, Jan May- en 1 st. — Loftvægislægð við suð- austurland á leið til norðausturs. Fremur hægur í Norðursjónum. - Horfur: Suðvesturland: í dag: Hægur austan. Þurt veður. I nótt: Norðaustlæg átt. Þurt. Faxaflói og Breiðafjörður: I dag: Vax* andi norðaustan átt. Þurt. í nótt: Allhvass norðaustan. Vestfirðir: í dag og nótt: Allhvass norðaust- an. Dálítil snjókoma. Norðurland og Austfirðir: í dag: Norðaustlæg átt. Nokkur snjókoma. í nótt: Sennilega allhvass norðaustan. Suðausturland: I dag og nótt: Norðaustlæg átt. Þurt veður. Leikhúsið. Spanskflugan verður leikin í kveld, 0g er það alþýðusýning. Ungfrú Ruth Hanson ætlar næstk. sunnudag að end- urtaka leikfimis og danssýning þá,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.