Vísir - 16.11.1926, Síða 2

Vísir - 16.11.1926, Síða 2
y i s i r HFfeffliNi & Olsem Höfnm nú fyrirliggjandi: Consum súkknlaði, ísafold - Bensdorps fin Vanille no. 5 Bensdorps Kakó. Brindi um Njjála —o— Undanfarna vetur hafa nernend- ur mínir oft flutt erindi, eSa lesiö ritgeröir sínar í heyranda hljóöi í lcenslustundum, enda er opinber fyrirlestur i háskólanum einn þátt- ur meistaraprófs í íslenskum fræö- um. Þó aö erindi þessi hafi haft á sér nokkurn frumsmiöabrag, hafa þau oft veri'ö fró'ðleg og vel hugsuð. Nú í haust hefir Njála verið tekin til meðferðar með þess- um hætti, og hefir mér hugkvæmst að gefa almenningi kost á að hlusta á erindin. Býst eg við, að í þau megi sækja ýmislegan fróð- leik um þessa ágætu og lítt könn- uðu sögu. En einkum eru það til- mæli mín til fróðleiksmanna vorra um þessi efni, að þeir vildi gefa þessum erindum gaum. Hér eru þeir menn á ferð, sem landið eiga að erfa, og þeim eru mikilsverð kynni við eldri fræðimenn og á- hugamenn, og að heyra athuga- semdir um erindi sín frá fleirum en kennara og námsbræðrum. Eitt áhyggjuefni af mörgum við lítinn háskóla, er fæð þeirra stúdenta, er sömu fræði stunda. Þvi skap- ast þar síður andrúmsloft sameig- inlegs áhuga og rannsókna en við fjölmenna háskóla. En hér geta kynni nemandanna i íslenskum fræðum við fróðleiksmenn utan háskólans mikið bætt úr þessu. Þessi tilraun stefnir ekki síst að því að auka þau kynni. Erindi þessi verða fyrst um sinn flutt hvern fimtudag kl. 6—7 i heimspekisdeild háskólans. Verður jafnóðum tilkynt í blöðunum, hver erindið flytur og um hvert efni. Fyrstur flytur stud. mag. Kristinn Andrésson erindi, fimtudaginn 18. nóv. Efni: Hvar er Njála r ituð? Önnur ^dagblöð höfuðstaðarins eru vinsamlegast beðin að skýra frá þessu. Sigurður Nordal. VísindirannsókMr Þjóðverja á Norðurlandi. I gær var í Vísi getið um þýska rannsóknarför til Akureyrar. Skal tiú skýrt nokkru nánar frá máli þessu og fyrirætlunum vísinda- tnannanna. í fyrrasumar gerði háskólinn í IiamlDorg út vísindaleiðangur til Akureyrar, undir forustu ungfrú dr. Stoppel, einkadócents í lífeðlis- fræði plantna. Með henni voru, auk tveggja stúdenta, læknir og lífeðlisfræðingur Dr. Voelker að nafni. Dvöldu þau alt sumarið á Akureyri, við rannsóknir sínar, sem einkum voru íólgnar í því að athuga og mæla áhrif þau, er skifti ljóss og dimmu hafa á jurt- ir, dýr og rnenn og þær sveiflur, er verða á lífsstarfi þeirra á ýms- um tímum sólarhringsins. Leiddu þessar athuganir margt nýtt og merkilegt í ljós, og hefir nú verið áformað að halda þeim áfram og taka ný verkefni til úr- lausnar. Hamborgar-háskóli og Notge- meinschaft der deutschen Wissen- schaft (félagsskapur til styrktar þýskri vísindastarfsemi) kosta nú að mestu nýjan leiðangur til Ak- ureyrar. Nokkur þýsk iðnaðar- íyrirtæki hafa og gefið til þessa ýms rannsóknartæki. Auk ungfrú Dr. Stoppel, sem er væntanleg beint frá útlöndum til Akureyrar með Goðafossi þ. 22. þ. m., ásamt grasafræðingnum Dr. Friedl Feh- se, tekur þátt i rannsóknunum eðl- isfræðingurinn Dr. Hans J. Vog- ler, aðstoðarmaður við Physica- lisches Institut í Hamborg. Gert er ráð fyrir að þau dvelji hér á landi árlangt, eða lengur, ef unt verður kostnaðar vegna. Dr. Vogler kom hingað til bæj- arins fyrir nokkrum dögum, til þess að undirbúarannsóknirnar,og fer hann norður í lok þessarar viku. Það, sem hér fer á eftir, um fyrirætlanir leiðangursmanna, er haft eftir honum. Ungfrú Dr. Stoppel og Dr. Feh- se hafa undanfarið unnið saman að lífeðlisfræðilegum plönturann- sóknum, og hafa gert athyglisverð- ar athuganir á því sviði og fundið nýjar skýringar á ýmsum lífeðlis- fyrirbrigðum í plöntum. Halda þau nú á.Akureyri áfram þessum til- raunum, sem einkum lúta að rann- sókn á áhrifum raforku loftsins og birtubreytinga á plöntulíkam- ann. Á Akureyri, og yfirleitt á Norðurlandi, munu skilyrði til þessara rannsókna vera mjög góð ; eru þau m. a.: rakalítið loft, tíð norðurljós á vetrum og miðnætur- sólskin um miðsumar; ennfremur virðist rafeðli loftsins þar vera einkar hentugt. Dr. Vogler og Dr. Fehse ætla að vinna að samanburðarmælingum á breytingum þeim, sem á ýmsum tímum sólarhrings verða á styrk- leika merkja frá ýinsum loft- skeytastöðvum í Norðurálfu og í Vesturheimi. í sambandi við rann- sóknir á viðtökuskilyrðum merkja frá þessum stöðvum, sem „senda“ á 200—16000 metra löngum öld- úm, verða rannsökuð viðtökuskil- yrði merkja á stuttum öldum, 20 —100 metra. Á Akureyri verður sett upp'ein slík skammöldustöð; í Hamborg hefir stöð sömu tegundar verið komið upp, og á að gera tilraunir með skeytasendingar milli þeirra og nota til þess eins Iitla orku og frekast er unt. Munurinn á þess- urn stöðvum og vanalegum loft- skeyta eða viðvarpsstöðum er, auk munar öldulengdarinnar, fólginn i því, að þessar skammöldustöðvar komast af með örlítið brot þeirr- ar starfsorku, sem hinar þarfnast. Víðsvegar um heim, einnig hér, hafa upp á síðkastið, verið gerðar margar og merkilegar tilraunir með skeytasendingar frá slíkum stöðvum; og vænta rnenn sér mjög mikils af þeim i framtíðinni. Þær liafa m. a. þá kosti fram yfir lang- öldustöðvar, að skeyti frá þeim eru miklu óháðari raftruflunum loftsins; ennfremur verður rekst- ur þeirra miklu ódýrari, þar eð þær nota aðeins nokkur Watt raf- orku, í stað þess að flestar sendi- stöðvar nota nú 500—10.000 Watt og sumar enn meira. Víðvarpsstöðin hér 1 Rvik notar t. d. 500 Watt; er það lítið fyrir langöldustöð, og því eigi að vænta að styrkur hennar sé mikill i íjarska. (Auk þess er liklegt að óhaganlegt fyrirkomulag loftnets- ins lami langdrag hennar enn frek- ar a. m. k. til norðurs). Frá skammöldustöðvum, sem aðeins nota 10—15 Watt og minna, hefir nú tekist að senda merki yfir úthöfin, álfanna á milli. Merki frá slíkri stöð í Norður-Ameríku, sem notaði 12—15 Watt, heyrðust t. d. vel i Vínarborg, sem er ca. 8000 km. frá henni. Trésmiður nokkur í Hamborg smíðaði sér fyrir skömmu slíka sendistöð; notar hún aðeins 7—8 Watt, og heyrðust skeyti frá henni til Madrid á Spáni, en sú vegalengd er nál. 1500 km. Loftskeytastöðin hér hefir einn- ig komið sér upp skammöldustöð til tilrauna, og notar hún 30 Watt og sendir á ca. 40 metra Iöngum öldum. Hafa merki frá henni heyrst, svo vitað sé, í Suður-Eng- landi, Hollandi og Danmörku. Er nú þegar ákveðin samvinna um þessar tilraunir og fleira þessu skylt, milli hr. Friðbjarnar Aðal- steinssonar, forstöðumanns loft- skeytastöðvarinnar, og Dr. Vog- lers. Dr. Vogler hefir einnig með sér mjög næm tæki til að rannsaka og mæla geislunarmagn (radioaktivi. tet) ýmissa efna. Með þeim ætlar hann að mæla geislunarmagn ýmissa steinefna, vatna, linda og hvera í nánd við, Akureyri 0g í Þingeyjarsýslu.* Má vera að þar séu fólgnir í jörðu miklir fjársjóð- ir. s. n. radioaktiv efni. Slík efni eru m. a. radium, uran og thörium ; eru þau mjög verðmæt, og kostar nú 1 gram radium nál. 1 milj. kr. Eðli þessara efna er einkennilegt og máttugt, og eru sum þeirra dýrmætir læknisdómar. Stafa þau frá sér geislum, er smjúga t. d. hold og tré eins auðveldlega og sólarljósið gagnsæa gluggarúðu; líkjast þeir í því mjög röntgen- geislum. Af þessu yfirliti má sjá, að vænta má mikils vísindalegs á- rangurs af þessum rannsóknum. Það eitt er ærin ástæða fyrir alla íslendinga til að ljá þeim lið sitt. Rílcisstjórnin, símastjórnin og Eimskipafélag íslands hafa og * Fyrir nolckurum árum rann- sakaði Þorkell Þorkelsson geisl- unarmagnið í gufu frá nokkurum laugum og hverum á Norður- og Suðurlandi. Skýrsla hans kom út á ensku árið 1910. L. G. %■■; ■ ->v, j fi- VEEDOL. Höfurn fyrirliggjandi efíirtaldar tegundir af hinni heimsþekiu VEEB OL smurningsolíu : Gufuvéla olía, Bifreiða — Skilvindu — Koppafeiti fyrir allar tegundir af vélum. AthugiS verð og reynið gæð þessara tegunda, og berið sanian við verð og gæði annara tegunda. Jóh. ÚUfssoa & Co. Roykjavik. Aðalumboðsmenn fyrir: Tide Water Oil Co. New York. greitt götu þeirra og heitið þeirn liðsinni sínu framvegis. Auk vísindalegs árangurs, sem ekki verður i aska látinn, má búast við því að rannsóknir þessar beri árangur er að notum má koma i viðskiftum og daglegu lífi voru. Lúðvig Guðmundsson. í Kaupmannahöfn. —O-f— Um mánaðamótin hófst sýníng á ýmiskonar matföngum og eld- húsgögnum skipa í Kaupmanna- höfn. íslendingum hafði verið boð- in þátttaka,' og stóð Jónas Lárus- son, bryti á „Gullfossi" fyrir ís- lensku sýniugunni. Auglýst var, að sýningjn næði bæði til islenskra og danskra matfanga, og fyrir anddyri sýningarskálans blöktu fánar beggja landanna, en er inn var komið, blasti fyrst fyrir mönn- um íslenski hluti sýningarinnar, og þó að hann væri miklu umsvifa- minni en aðrir sýningarhlutar, þá vakti hann fult svo mikla eftirtekt. Það sem sýnt var á islensku sýningunni voru aðallega ýmsir réttir úr íslenskri síld, eitthvað i kringum 30 talsins, 20 réttir úr saltfiski og 8 réttir úr íslensku saltkjöti, en auk þess síld og kjöt í tunnuin og saltfiskur í mjög hentugum tvípunds pinklum, og auk þess fjöldi mynda frá sjó og landi. Ef sýningin gæti orðið til þess, að auka markaðinn fyrir íslenskar afurðir í Danmörku, kæmi hún að góðu haldi, því að það hefir lengi þótt vilja brenna við hjá vinum vorum Dönum, að þeir hafa vilj- að selja okkur setn mest af varn- ingi sínum og kaupa í staðinn eins lítið og hægt var að komast af með af afurðum okkar. Annars mætti geta þess hér, að vér íslendingar kunnum eigi enn að meta og eta vora ágætu síld, eða búa til ljúffengar krásir úr saltfiski, svo að ekki veitti af, að sýning svipuð þeirri, sem Jónas Lárusson hefir stofnað til í Kaup- mannahöfn, yrði sem fyrst haldin hér á landi, til þess að færa mönn- um heim sanninn um ágæti þessara matvörutegunda, þegar þær eru rétt fram reiddar. □ EBDA 592611167— Fyrirl.h Br.‘. R/. M.‘. Dánarfregn. Látinn er hér i bænum i gær Árni Gíslason, fyrrum póstur, tæplega hálf-áttræður. — Hann var lengi póstur milli Reykjavik- ur og Hjarðarholts í Dölum og var þá mörgum kunnur og öllum að góðu. Hann var mjög duglegur ferðamaður og annálaður fyrir

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.