Vísir - 03.12.1926, Síða 4

Vísir - 03.12.1926, Síða 4
VlSíR De auerkjendte *‘_h.TRÆKSPIL staar fremdeles heiest sóm kvalitets• instrumerit. Luksuskatalogen 1926 (med nye modeller) sendes gratis og franko. Hrukte spil tilsalss. Nordens Musikforretning | Kirkegaten 15, Oslo. CNorges storstc spedalforretning i traekspil) Nýkomið. Skyrhákarl þverhandar þykkur frá Hornströndum. Lúðuriklingur hertur í hjöllum, frá ísafjatðar- djúpi Haiðfiskur norðan úr landi. Steinbitsriklingur á 0,50 aura pr v. kg. Þurkaður harðfiskur og skata. Von. Simi 448 (tvœr linur.) MQQOOQOOOQ(XXXX)OQOOQQOO« Nýkomið: j Mikið úrval af Samkvœmi skj ólaef nnm, UUarfannm, Morgnnkjólaeínnm o. fl. Visiskaffid gerir aila glaöa | KENSLA| Ensku og dönsku kennir Friö- rik Björnsson, Miðstræti 5 niöri, (áöur Þingh.str. 35). (3 I TAPAÐ-FUNDIÐ I Kvenregnhlíf skilin eftir síöast- liöinn þriöjudag, í versl. B. H. Bjarnason. (60 r HÚSNÆÐI 1 Tvö ágæt herbergi, raflýst, með miðstöðvarhitun, ásamt húsgögn- um, verða til leigu fyrir einhleypa um miðjan desember, í fyrsta flokks steinsteypuhúsi á besta stað í miðbænum. — Tilboð, merkt: „1867“ leggist inn á afgreiðslu Vísis. (83 Góð stofa til leigu. Uppl. x ís- landsbanka. (78 Tvö herbergi, með aðgangi að eldhúsi, til leigu. Uppl. Bræðra- borgarstíg 32 A. (77 1 herbergi og eldhús til leigu strax. Grund á Grímstaðaholti. (62 Herbergi til leigu með ljósi og hita. Ámi & Bjami. (55 Herbergi til leigu fyrir reglu- saman mann, í Þingholtsstræti 35. (50 I LBIQt Orgel eða píanó óskast á leigu. Tilboð merkt: „Hljóðfæri“ sendist Vísi. (56 I TILKYNNING I Sparið sporin, með því að líta inn i hina nýju brauðsölubúð, er eg undirritaður opna laugardaginn 4. des. 1926. Bergstöðum viö Laugarnesvegj. Sigurbergur Ein- arsson. (68 „Eagle Star“ brunatryggir hús- gögn, vörur o. fl. Sími 281. (1100 r VINNA 1 Eldhússtúlku og ungling vant- ar nú þegar. Uppl. á Klapparstíg 5, niðri. (79 Vantar mann til að hirða þrjá hesta. Talið við Daníel Daniels- son, Stjórnarráðinu. (76 Kjólar og kápur á börn og full- orðna, er saumað á óðinsgötu 32, uppi. (71 Sauma peysuföt, upphluti, stakka o. fl. Sigríður Ólafsdóttir, Bræðra- borgarstig 3 B. (70 Telpa um fermingu óskast nú þegar til að gæta bama. Kristín Norðmann, Bergstaðastræti 50 A. (69 Dugleg stúlka óskast. Hátt kaup. A. v. á. (66 Á Laugaveg 50 B, niðri, eru upp- hlutir og peysuföt saumuð, einnig vent karlmannafatnaði. Kristm Ingimarsdóttir. (61 Drengur, 15—17 ára, getur feng- ið atvinnu við verslun. Tilboð, auð- kent: „Drengur" sendist Vísi. (59 Sauma allan kven- og barna- fatnað. Magnea Sigurðardóttir, Bergstaðastræti 43 A, áður Aðal- stræti 8. (54 Stúlka, sem er vön að prjóna á prjónavél, óskast yfir veturinn, i grend við Reykjavík. Uppl. á Bi-æðraborgai-stíg 35, niðri. (51 V. Schram, Ingólfsstræti 6.— Fyrsta flokks fatasaumur og bestu tegundir af enskum efn- um. Nákvæmni í sniði og mót- un. Lægsta verð. Viðgerðir og pressun vel af hendi leyst og framkvæmt fyrir vissan tima eftir beiðni. Tilbúnir vetrar- frakkar, saumaðir á saumastofu minni, seljast ódýrt. — Munið að eg gef 15% afslátt til jóla. _____________________________(19 Örkin hans Nóa, Klapparstíg 37, er nú aftur tekin til starfa og þar fáið þið traustar við- gerðir á saumavélum, grammó- fónum og ýmsu fleira. Sími: 1271. (20 Með nýjustu ljós- og gufu-böð- un tökum við í burtu: Fílapensa, búðorma, vörtur og öll önnur ó- hreinindi í húðinni. Einnig flösu, hárrot. Hárgreiðslustofan, Lauga- veg 12. , (1055 Ef þið þurfið að fá stækkaðar myndir, þá komið i Fatabúðina. Þar fáið þið það fljótt og vel af hendi leyst. (458 r KAUPSKAPUR [[ggr3 Hús til sölu með lausutn íbúðum. Finnið Sigurð Þorsteins- son, Freyjugötu 10 A. (85 Mannborg harmóníum til sölu með tækifærisverði. G. Eiríkss. Sími 1980. (84 Nýr grammófónn til sölu með; tækifærisverði. A. v. á. (82 Allskonar munir til sölu. Lausa- 'fjármunasalan, Laufásveg 5. (81 Notaðir kjólar, kápur og drengjafrakkar. Tjarnargötu 3, uppi. (Bo STEINOLÍA, besta tegund, ó- dýr. Laugaveg 64. Sími 1403. (75 Rjúpur frá 35 au„ Spaðkjöt. Hangikjöt, Kæfa, Tólg, Ostur, alt ódýrast á Laugavge 64. Sími 1403. (74 SYKURKASSAR 21 kr., kar- töflur, ágætis tegund, 11 kr. pok- inn, hveiti-pokinn frá 23,50. — Hannes Jónsson, Laugaveg 28. (73 Nýkomið: Hattar, húfur, sokk- ar, manc.hettskyrtur, axlabönd, regnhlífar, kápur, handklæði, vasaklútar o. fl., ódýrast. Karl- mannahattabúðin. Einnig gamlir hattar gerðir sem nýir. (72 Fyrsta flokks dilkakjöt frá Hvammstanga, ásamt fleiri land- vörutegundum, fæst með lægsta verði hjá Ásgeir Hraundal, Lækj- arhvammi, Hafnarfirði. Sími 131. (67 Stór grammófónn og nokkrar plötur til sölu. Verð alls aðeins 100 krónur. Þingholtsstræti 18, úppi. (5- Reiðhjól til sölu, vegna burt- fíutnings. Tækifæriskaup. A. v. á. (64 Elegant, ónotaður samkvæmis- kjóll (í mode farve), fæst keypt- ur með góðu verði. A. v. á. (63 Svart silki í upphlutsskyrtur er til sölu mjög ódýrt á Laugaveg 53 B. Jóhanna Arngrímsdóttir. _____________________________(53 Ný smokingföt á meðalmann, ballkjóll og upphlutur, til sölu. A. v. á. (57 Vörubifreið (Ford) til sölu. Uppl. hjá Nikulási Steingrímssyni, Fálkanum. (86 Stórt og fallegt, svart hunds- skinn til sölu. A. vr á, (65A Til jóla sel eg, með sérstaklega lágu verði, neðantaldar vörur: Karlmannsúr, kvenúr, armbands- úr, 20% afsláttur, með 2—4 ára ábyrgð, úrfestar, kapsel, brj óstnæl- ur, stásshringi, manchettuhnappa, fingurbjargir, tóbaksdósir, sígar- ettuveski, eggjabikara, ávaxta- skálar, silfur- og plettskeiðar,. kaffiskeiðar, kökuspaða, alt meí4 10—15% afslætti, kápuskildi i miklu úrvali, áletrun á sama staö- Daníel Danielsson, leturgrafarí, Laugaveg 55. Sími 1178. (55, Til sölu með tækifærisverði: I kjólklæðnaður (nýr), 1 yfirfrakkj á ungling (notaður), 1 smoking- klæðnaður (notaður), nokkrir jakkaklæðnaðir og yfirfrakkar, sem ekki hafa verið sóttir. — Nú er tækifærið að gera góð fatakaup.. Reinh. Andersson, Laugav. 2. (iE „Fjallkonan", skósvertan frá. Efnagerð Reykjavíkur, er best. Gerir *skóna gljáandi sem spegil og yfirleðrið mjúkt og sterkt, Kaupið að eins Fjallkonu skó- svertuna. Fæst alstaðar. (918 Filsplástur er ný tegund af gigt- arplástri, sem hefir rutt sér braut um allan heim. Þúsundir manna rtiða sig á hann. Eyðir gigt og: taki. Fæst í Laugavegs-Apóteki. _____________________________ (45^ Frá Alþýðubrauðgerðinni. — Til minnis: Aðalbúðin, Lauga- veg 61. Sími 835. Brauð, kökuTo, mjólk og rjómi. (711 Hár við íslenskan og erlendaE búning, fáið þið hvergi betra né ódýrara en á Laugaveg 5. Versl. Goðafoss. — Unnið úr rothári. _____________________________(37t Fallegastir verða jólakjólarnir á eldri og yngri, ef efnið er keypt í versl. Amunda Árnasonar. (15 Munið eftir kjólaflauelinu í versl. Ámunda Árnasonar. (i2' Nýkomnar golftreyjur á börn og fullorðna, úr silki og ull. Hvergí meira úrval í borginni. Verslun Amxmda Árnasonar. (16 FélagwpreatumiB) ao. ÁST OG ÖFRHÍUR. „Sálgið þér mér heldur," sagði hún í örvæntingu sinni. „Það get eg ekki,“ svaraði hann hálfbrosandi, „en trú- ið mér: Þetta, sem eg býð yður, er betra en dauðinn, og yður mun ekki iðra þess, ef þér viljið þiggja það.“ „Hvílík óttaleg tilhugsun!" sagði hún lágt og kvein- andi og sló út höndunum. j Reutlingen strauk kampinn, langan og hermannlegan. Hann gat ekki að sér gert að brosa að þessu svari, en vildi ekki láta bera á því. „Svar yðar er eiginlega ekki neinir sérlegir gullhamr- ar mér til handa,“ sagði hann. „En gerið nú svo vel að hlusta rólega á mig. Viljið þér gera það?“ „Já, eg skal hlusta á yður.“ „Jæja-þá! Eg leita fyrst og fremst samþykkis hans Hátignar og fæ það vonandi. Þér þekkið gamla her- prestinn. Hann gefur okkur svo saman daginn áður en við leggjum upp. Þjer verðið okkur samferða til Gróssen- hayn. Þaðan fylgi eg yður til Steinhövel og þar setjist þér að, ekki sem gestur eða framandi, heldur sem hús- freyja eða drotnandi húsmóðir. Og þetta er alt og sumt, sem verður til þess að minna yður á giftingu okkar — aS öðru leyti breytast okkar persónulegu hagir ekki minstu vitund. Eg skal ekki einu siimi dirfast að snerta hönd yðar, nema því að eins, að þér réttið mér hana að fyrra bragði. Ef mér auðnast að koma aftur heim til mín, þegar styrjöldinni er lokið, heill heilsu og ófatl- aður, þá ætla eg að spyrja yður hvort þér viljið vera eiginkona mín og halda áfram að vera það. Ef þér neitið því, þá mun eg leysa hjónabandið og gefa yður aftur fult frelsi. Og nú er best, að þér íhugið þetta, sem eg hefi sagt,“ bætti hann við og reis skyndilega úr sæti sínu. „Eg vænti svars yðar klukkan tíu árdegis á morgun.“ Hann hneigði sig djúpt, gekk burt og lét hurðina aftur á eftir sér. Hjarta bennar barðist af angist og kvíða, því að hún vissi, að hún átti einskÍ9 annars úrkosti. En Reutlingen skundaði til borðstofunnar, þar sem hann hafði skilið við liðsforingja sína fyrir einni klukku- stund og hratt upp hurðinni. Þar inni var alt fult af tóbaksreyk, en hlátrasköll og hávaði glumdi á móti honum. „Wolf!“ kallaði hann beint inn í hávaðann með skip- andi rödd. „Herra höfuðsmaður!“ svaraði Wolf og flýtti sér til hans, en Reutlingen skelti aftur hurðinni. „Ertu alveg ódrukkinn ?“ spurði hann og hvesti aug- un á liðsforingjann. „Hvað er þetta? Já, vitanlega er eg það!“ „Viltu leggja við drengskaparorð ? Eg þarf að segja- þér áríðandi alvörumál." „Þú getur sjálfur gengið úr skugga um það. Við skul- um ganga niður i garðinn. Þar er að vísu hundkalt, en það er bara betra.“ Það marraði í snjónúm er þeir gengu um hann, og námu þeir staðar á miðri fönninni. Reutlingen sagðí nú vini sínurn alt sarntal þeirra Úlriku, og varð hann alveg steinhissa. „Ertu með öllum mjalla, maður? Getur þetta verið- satt og hefirðu hugsað málið vel, eða ertu bara að' skrökva þessu að mér?“ spurði Wolf. Höfuðsmaðurinn neri hendurnar og sagði hlæjandi: „Segðu mér nú satt, Wolf — kemur þetta nokkuð í bága við þig? Við megum ekki fara í launkofa með neitt;. hvað þetta snertir.“ „Nei, það máttu vera viss um. En þetta nær-engrí átt, Jobst, — hún gengur aldrei að þessu.“ „O-jú — það gerir hún reyndar. Mundu, hvað eg sagði við ykkur: „Reutlingen tekur það, sem honum leik- ur hugur á.“ „En þú ímyndar þér þó ekki, að hans Hátign farl að samþykkja þessa endileysu?“ „Hans Hátign er enn þá i skuld við mig um náðar-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.