Vísir - 06.12.1926, Blaðsíða 2

Vísir - 06.12.1926, Blaðsíða 2
yisiR Þurkaðip ávextir: Epli, Apricots, Ferskjur, Blandaðir ávextir, Sveskjur, Rúsínur, Grálíkjur. Símskeyti Khöfn 4. des. FB. Fjármál Frakka. Símaö er frá París, aö þeim fjölgi óðfluga í landinu, sem æskja þess, aö frankinn veröi veröfestur hiö bráöasta. Ýmsar iöngreinar í landinu standast ekki lengur er- lenda samkepni, vegna þess að frankinn fer stööugt hækkandi. Hefir því verið gripiö til þeirra ráða, að minka framleiðsluna, en þaö hefíi* aftur leitt af sér, aö at- vinnuleysi er í byrjun, og gæti þaö orðið alment, ef svo heldur lengi áfram sem nú. Leggja því æ fleiri áherslu á, aö verðfestingin fari Iram hið bráðasta, eða áöur en í óefni er komið. Frá Kína. Símað er frá Shanghai, aö Can- ton-herinn hafi tekið Fuchow her- skildi. Frá ftölum. Símaö er frá Berlín, að ítalía og Albanía hafi gert með sér vin- áttusamning, og telja menn, að samningur þessi muni leiða það af sér, að ítölum veitist létt að hafa óhrif á mál Albaníu. Khöfn 5. des. FB. Danskur stjómmálamaður látinn. Danski stjómmálamaðurinn Frede(rik) Bojsen (f. 1841) er látinn. Frá Noregi. Símað er frá Ósló, að Amundsen Og Ellsworth vilji ekki framvegis vera heiðurðsfélagar í Norsk I.uftsejlads Forening, þar eð No- bile er í fyrirlestraferð um Banda- ríkin með samþykki félagsins. Júgóslavar hafa illan bifur á samningi ítala og Albana. Símað er frá Berlín, að Júgó- slavar séu óánægðir með samning Kmlmmm- stígvél laglag og sferk adeins 11,50. Ðvanibergsbræðnr. þann, sem ftalir og Albaníumenn hafa gert sín á milli, telja hann styrkja aðstöðu ítala á Balkan- skaganum. Giskað er á, að Eng- land standi á bak við samnings- gerðina. Utan af landi. —o— Kirkjubæjarklaustri 5. des. Dálitlu af smádóti hefir tekist að bjarga úr Nystrand, með mikl- um erfiðismunum. Hefir að eins verið hægt að vinna að björgun- inni um fjöruna. Undanfarna daga hefir skipinu hallað til austurs í sjó, en er nú komið á hliðina, og er útlit mjög ilt, að unt verði að bjarga meiru úr því. Er nú hætt við að það sökkvi þá og þegar. Sagt er að á Svínafellsfjöru í Öræfum hafi fyrir alllöngu fund- ist stórt alúmíníums-„hylki“, eins og með vængjum, og liggur ann- ar vængurinn hjá, brotinn aí. Finnendur vissu ekki hvað þetta var, en giskuðu á, að þetta væri flugvél á hvolfi. Hefir- þetta ekki verið rannsakað nánara. Safnaðarfanduriim i dómkirkjunni var svo fjölsóttur, að eg hefi ekki veriö þar á jafn- fjölmennum safnaðarfundi áður, enda þótt veðrið væri óhagstætt og engin deilumál á dagskrá. Má af þvi marka, að safnaðarfólk lætur sig trúmálin meiru skifta en hér á árunum, er 20 til 30 manns komu seint og síðar meirýi aðal- safnaðarfundi í höfuðstaðnum. Fundarmálin voru tvö: Ný kirkja í Reykjavík og heimilis- guðrækni. Oddviti sóknarnefndar skýrði fundarmönnum frá, aö samkvæmt ósk síðasta safnaðarfundar liðið vor, hefði sóknarnefndin sett sér- staka nefnd til aö íhuga væntan- legt kirkjubyggingarmál safnaö- arins. í þeirri nefnd hefðu tekið sæti báðir prestar safnaðarins og auk þeirra Jón Halldórsson trésmíða- meistari, Magnús Blöndahl kaup- maður, Matthías Þórðarson forn- minjavörður, Ólafur Lárusson pró- fessor, Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol. og Sveinn Jónsson kaupmaður. Hefði nefnd þessi haldið tvo fundi um málið og full- trúar hennar átt tal um það við ríkisstjórnina, eiganda dómkirkj- unnar, og legði nefndin til við Versl B. H. Bjarnason. Hefir nýfengið talsvert úrval af góðum og gagnlegum VEEDOL Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar tegundir af jólagjöfnm og ennfremur mikið úrval af barnaleikföngom, sem standast mimu alla samkepni. Festið því ekki kaup annars stað- ar fyrr en þér hafið skoðað vam- ing vom og spurt um verðið, því að við erum áreiðanlega þess megnugir, að geta boðið yð- ur þau kjör, sem þér fáið best annars staðar. Versl. B. H. Bjarnason. hinni heimsþektu V E D 0 L smurningsoliu : Gufuvéla olía, Bifreiða — Skilvindu — Koppafeiti fyrir aliar tegundir £ vélum. Athugið verð og reynið gœði þessara tegunda, og berið saman við verð og gæði annara tegunda. ATHS. Nú með „Lagarfossi" er væntanlegt mikið og fjölbreytt úrval af FLUGELDUM, bæði til úti- og inninotkunar, og ennfrem- ur skotfærin frá Eley. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjavík. Aðalumboðsmenn fyrir: Tide Water Oil Co. New Yonk. Fyrat um sinn mega menn skila 7 myndum af einhverri einni af þessum leikkonum: 1. Norma Talmadge, 2. M&rion Davies, 3. Mae Murray, til þesi að fá verðlaun þau, sem getið er um í pökkunum. — Lncana no. L B. H. Bjarnason. safnaðarfund, að unnið sé að því, að bygð verði ný kirkja austar- lega í bæniun, t. d. á Skólavörðu- holtinu, er taki úm 1200 manns i sæti. * Sóknarnefndin hafði og rætt málið og fallist á að mæla með þessari tillögu. Töluverðar umræður urðu um þetta mál á safnaðarfundinum og hnigu þær allar í þá átt að styðja málið. — Að þeim loknum var eftirfarandi tillaga samþykt í einu hljóði: „Safnaðarfundurinn felur und- irbúningsnefnd þeirri, er sóknar- nefndin hefir þegar sett, að vinna að undirbúningi nýrrar kirkju- byggingar í Austurbænum, á þann hátt sem nefndinni sýnist best henta.“ Oddviti sónkarnefndar flutti inngangserindið um heimilisguð- rækni. Mintist hann meðal annars á einverustundir við bænagjörð að morgni dags, morgun- og kvöld- bænir barna, borðbænir og liús- lestra. Drap hann að lokum á, hvort ekki væri unt að koma á einhverskonar samtökum meðal þeirra bæjarbúa, sem vildu hafa daglegar guðræknisiðkanir á heimilum sínum, hugði að það kynni að verða þeim styrkur, sem einhverra hluta vegna ættu erfitt með að byrja á þeim sið, þótt þá langaði til. Við umræðurnar á eftir tóku þessir til máls, og sumir tvisvar: Sigtnundur Sveinsson umsjónar- maður í Barnaskólanum, Sigurður Sívertsen prófessor, síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, Jón Halldórsson trésmíðameistari, Páll Sigurðsson prentari, frú Valgerð- ur Flelgason, Jón Helgason prent- ari og fundarstjóri. Sigmundur Sveinsson og Jón Helgason töldu trúarglundroðann valda miklu um þverrandi heimilisguðrækni og á- mæltu nýju guðfræðinni fyrir að hún segði Jesús vera Jósefsson, en þar var Sigurður Sivertsen pró- fessor til andsvara, og tók allhart á ræðu hins fyrrnefnda, en fékk svo aftur góð svör og gild hjá sr. Bjarna Jónssyni. Fundarstjóri gat þess, að þess- um fundi hefði ekki verið ætlað að deila um gamla og nýja guðfræði og því legði hann ekkert til máls- ins að þessu sinni, enda þótt Lud- vig Guðmundsson guðfræðisnemi hefði í fyrirlestrum sínum i Nýja Bíó lýst svo guðfræðiskenslu há- skóla vors og trú yngstu prest- anna, að nóg efni væri til aö minnast rækilega á það á öðruin stað síðar. Aðalumræðurnar snerust um sjálft fundarmálið, og að þeim loknum var þessi tillaga samþykt i einu hljóði: „Safnaðarfundurinn telur mjög æskilegt að allir húsráðendur safnaðarins leitist við að hlynna sem best að sameiginlegum guð- 10°|o af sláttur af öllum vörum til jóla hjá Vikar. ræknisstundUm á heimilum sín- um.“ Var svo fundi slitið með bæn og söng og hafði hann þá staðið nærri 3 stundir (2^ stundar). S. Á. Gíslason. Við fullypöum aS bestu og ódýrustu vörurnar í borginni séu hjá ARALDI Hvað segið þép ? . Þreifið á áður en þér trúið. Við viljum selja mikið, og til þess erum við nú að selja alt með óheyrilega miklum afslætti 15 til 33S 0 af öllum vörum nema Saumavélum 10%, Prjónavélum 5%. Haraldur Árnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.