Alþýðublaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ S Heilan maís, Blandað hænsnafóður, Haframjöl „Björninnu. Stér-danska maísalan i Austnrstræti. . Það er kunnara en frá þurfi að segja, að dönsk kaupmannastétt hefir fyr og siðar viljað hefta allar sjálfstæðishreýfingar Islend- inga og láta þá vera þý Stór- Dana. Hafa þeir og danskaaftur- haldið, í hjvaða stétt sern er, jafn- an þózt eiga að ráða öllu um búskap vorn, úti og inni — og ekki var það með vilja danskra kaupmangara, að losað var svo á böndunum 1918, milli „hjálend- unnar“ og „heimalandsinis", sðm gert var — en „hjálendu" (Bi- land) kalla slíkir menn ísland, en Danmörk er „heimalandið". En vonir danska afturhaldsins hafa ávalt nærst á matargræðgi og mútufýsn íslenzks íhalds. Og þá er vandræðaárin 1920—1923 runnu yfir þessa þjóð, þóttust kaupmangararnir dönsku sjá sér leik á borði. Vildu þeir nú sjá Islendingum fyrir andlegri fæðu, og þar með koma í veg fyrix öll sjálfistæðis- og mannréttinda- timbrot í þeim. Keyptu þeir nú í félagi við þeim samhuga islend- ing rúmmesta matsölustaðinn, sem um var að ræða í höfuðstað Islands og réðu til sín ráðskonu. En ráðskonan var þeim erfið', hafði það til að bera á borð ís- lenzkan mat, en enn þávantaðiað skipuleggja í landinu flokk 6tór- danskra hagsmuna. Stór-Danirnir tóku nú það ráð, að þeir keyptu allmikið af þeim hlutum í mat- söluhúsinu, er voru eign Islend- inga. Gerðust þeir síðan ósvífn- ari en áður, spígsporuðu um eld- húsið og flæktust fyrir fótum ráðskonunnar, lyktuðu upp úr pottunum og notuðu sleikifingur- inn óspart. En ráðskonan var skapmikil og kunni þessu illa. Henti hún blautri tusku í andlit Fengers hins danska, er þá hafði yfirumsjón með matsölunni, og svo strunzaði hún sina leið. Sagði hún síðan Ijótar sögur af frekju Dananna og fruntaskap. í þann mund, er ráðskonan hjóp úr vistinni, létu danskir burgeisar stofna hér flokk, sem halda skyldi í alt, er hentaði dönsku auðvaldi og afturhaldi. Skyldi flokkur þessi fá alla sína næringu í eldhúsi matsölustaðar- ins danska í Austurstræti — og um sarna Jeyti var stofnuð bænda- stofa, er skyldi sjá bændum fyrir beina. Þótt íslenzkir bændur hefðu verið kaghýddir um alda- raðir fyrir tilstilLi danskra kaup- I mangara, og íslenzk alþýða ffá þeim fengið maðkað mjöl og ann- að þvílíkt góðgæti, þá skyldi nú telja íslenzkum búandlýð trú um, að Stór-Danir bæru fyriir þeim mesta umhyggju og veittu þeim hollasta næringu. En ekki þótti ráðlegt að hafa danska ráðskonu og danskar vinnukonur. Trygg- ast var að starfsfólkið væri ís- lenzkt, til þess að koma í veg fyrir,' ef unt væri, hina alkumnu íslenzku tortryggni. Varð það að ráði, að hafa ráðskonurnar á stærsta matsölustaðnum tvær og láta þær hafa sér til aðstoðar eina vinnukonu. Tókst að fá til ráðskonustarfanna stúlkur tvær af góðu íslenzku fólki, Jón og Val- tý. Vinnukonan var húsvöm og þótti frekar þæg og alls ekki sVo klaufsk, þegar vel lá á henni. En það kom brátt í Ijós, að íslenzk alþýða vildi ekki gera sér áð góðu það, sem var á boðstólum í matsöluhúsinu í Austurstræti. Sagði hún, að grauiturinn væri sangur, svmafeitisbragð að öllu kjötmeti og kaffið versta eitur- bras. Fór Fenger þegar til ráðs- kvennanma og krafðist reikm.ings- skapar. En þær sögðu, að stór- danskt bragð væri að matnum, svo að ekki þyrfti að efa, að hann væri hollur. Fenger stakk sleiki- fingrinum ofan i pottana og Sleikti af. Jú, þetta var víst full- góður matur. Bragðið var egta. Og svo fór hann sína leið. En ver gekk fyrir ráðskonunum, þá er þær skyldu verja gerðir sínar gegn íslenzkri alþýðu. Tóku þær þá það ráð, að skella skömminni á vinnukomuna. En hún hrást reið við, því að hún réði engu um stórdanska bragð- ið af matnum og kunni sæmilega að elda íslenzkan mat Reiddust þá ráðskonurnar og sögðust skyldu muna vinnukonumni ó- svífni hennar og fruntaskap, þótt síðar yrði. En eins og áður hefir verið sagt, gazt íslenzkri alþýðu illa að matnum, og þyntist óðurn flokkur þeirra manna, er vorii tíðir gestir í stórdanska eldhús- inu. Þótti dönsku kaupmöngur- unum stefna óvænlega ■— og kendu þeir því um, að Islendingar réðu enn of miklu um matimm. Létu þeir nú Valtý ráðskonu kaupa enn þá meira af hlutum íslendinga í matsöluhúsinu og skipuðu síðan ráðskonunum báð- um að vanda sig sem bezt um matargerðina, svo að Islendimgar, sem væru alkunmir mathákar, girntust fæðuna stórdönsku. Hétu ráðskonurnar góðu urn, en settu þann kost, að vinnukonan yrði rekin úr vistinni. Húm væri þeim ti! stö’kustu bölvunar og spilti hin- um sanna stór-danska keim fæð- unnar. Kváðu Stór-Danirmir það velkomið að sparka vinnukonunmi, og var henni sagt að hirða pjönk- ur sinar og hypja sig í snatri. Manneskja er nefnd Magmús í vindinum. Hún stjómaði um hríð bændastofu Stór-Dana, en þótti svarkur mikill — og Islendingum þótti heldur subbulegur allur hennar matarti:lbúningur. Létu Danir hana því fara úr vistinni —• og tók hún þá að selja mat upp á eindæmi sitt, með tilstill.i og hjálp íslenzkra stórsala. Blés hún mjög og geisaði, og þótti vindur sá, er af henni stóð, fæla mjög gesti frá matborði hennar. Nú gaspraði þessi kvinna mjög um það, hve iilla færi.úr hendi matreiðslan í eldhúsi Stór-Dan- anna í Austurstræti. Sagði hún, að svo væri mörgmn frúm > far- ið, að þær þyrðu ekki að hafa sæmilega ásjálegar eða verkhæfar vinnukonur, þar eð frúrnar ótt- uðust, að menn þeirra myndu taka vinnukonumar fram yfir þær sjálfar. Svo væri farið stór- danska ílokknum á landi hér. Hann þyrði eigi að hafa aðrai vlnnukonur en þær, sem tdjast mætti í lökustu röð. Það væri nú b d. ■ Jón. I sjálfu þjóðar- eldhúsinu íslenzka hefðí það ver- ið fullreynt, að Jón varpaði ekki minsta skugga á Hakon, og þætti þar með að fullu sannað mein-‘ 'leysi manneskjunnar. Þetta voru rök, sem skiJdust í stórdönsku herbúðunum. Þeir eru sem sé flestir kvæntir, for- ráðamennirnir þar. Þótti nú ó- vænlega horfa, einkum þar eð það fréttist, að Magnús í vindin- um og hin brottrekna vinnukona matsölustaðarins í Austurstræti hefðu safnað allmiklu fé tál nýs matsöluhúss. Sáu Stór-Danir, að réttast myndi að ráða nýja mann- eskju í eldhúsið. En hverja skyldi fá? Hvernig myndi vera að ráðá Magnús í vindinum? Myndi það ekki draga af allan grun og Ioka um leið munni Magnúsar, svo að þaðan heyrðust ekki framar brigsl um vinnukonuótta og aðra stlíka smásálarsjúkdóma? Gott nafn?- Það voru ekki góð nöfn, sem sózt var eftir! O, langt í frá. Það var bara um að ræða að stoppa munnholuna á Magnúsi og iláta líta svo út, að ekki væri vinnukonuhræðsla hjá þeim hús- bændum, sem tækju frekustu og stórorðustu vinnukonuna á . sitt eigið heimili. Varð nú að ráði að taka Magn- ús, en Magnús var baldin og snúin, eins og tungulangar vinnukonur oftast eru, og sagðist vilja hafa öll ráðin í eldhúsinu. Fenger klóraði sér á bak við eyrað og fór til Valtýs. Valtýr brást reið við: — Jeg vil for Fanden være Mand i mit Hus! sagði hún og greip til dönskunnar, svo sem sjálfsagt var. Þá reiddist Fenger. Hann tútn- aði og mundaða stafinn. — Du er jagu ikke nogen Mand, Stefansson. Du er sgu en ganske simpel Kökkentös i def Stordanskeste Hus her pá Island, Þá þagnaði Valtýr — og Magn- ús var sett inst í búr í matsöl- unni í Austurstræti. En hús- hændurnir vissu, að vinnukonur, sem þrengja sér inn á heimili, geta verið til alls visar. Þess vegna þötti þeim vissara að setja Magnús undir yfireftirlit mesta þægðarblóðsins - og margprófaða trygðatröllsins í stórdanska þjón- ustuliðiinu á Islandi. Það þægð- arblóð og trygðatröll er Árni frá Múla. Nú sitja þær hnípnar við hlóð- irnar, Va]týr og Jön, en Magn- ús spígsporar út og inn, reigir sig, slettir svuntunni og skekur pilsið. Og við og við lítur Árni irtn. — Goddag, Magnus. — Goddag, Gesandt, segir Magnús og sparkar eins og óvarf í Vailtý, — How are you, segir Árni, sem kann enskuna, því að einu sinni var þetta sómahjú sent með ullarreifi, sem átti að fara til! Amerlku. — Udmærket! segir Magnús., sem heldur sér við mál húshænd- anna. r— Gaar det godt? segir ÁrnL — Ja, det gaar skam godt. Det gaar som det skulle være smurt med det aller stordanskeste Svinefedt. Árni Kjallfjksson. H. F. „Kvö[diílfnr“ hefir fiutt út s. 1. ár 21 458 smÓ- lestir af saltfiski, eða 1800 smá- íestir til jafnaðar á mánuði. Fisk- urinn er sendur til þessara staða: íialía 7217 smáL Bilbao 7108 — Barcelona 4002 — Brazilía og fleiri staðir vestan hafs 1571 smálj Valencia 625 — Portúgai 601 — Sevilla 334 — Engin furða, þótt forráðamenu fyrirtækisins berjist á móti rík- iseinkasölu. Sjóður til auglýsinga og út- breiðslu á norskum saltfiski. Verzlunarmannafélögin í Ála- sundi og Kristjánssundi í Noregi héldu sameiginlegan fund 20. apr. s. 1., þar sem meðal annars var rætt um saltfisksöluna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.