Vísir - 07.01.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1927, Blaðsíða 2
VÍSIR TOhtmhm & Qlsem Höiam fyrirliggjandi; Rio kaiíi (sama góða tegundin og áður). Verdiö er afar lágt. Símskeyti Khöfn 6. janúar. FB. Alvarlegar fregnir frá Kína. SímaS er frá London, aiS ástand- i8 í Hankow í Kína sé afar alvar- legt. Kínverjar hafi ráöist inn á umráöasvæSi Englendinga og of- sæki ibúana, ræni enskar búðir og flæmi burt eigendurna. Kyrra- hafsfloti Englands hefir veriö sendur til hjálpar. Bardaginn um Shanghai, milli Noröurhersins og Canton-hersins byrjaSur nálægt Hangchow. Spánska veikin komin upp í Frakklandi og víðar. Símað er frá Berlín, aö spanska veikin geisi á Frakklandi, Spáni, Sviss, Þýskalandi. Allmargir hafa dáiS af völdum hennar, einkum á Frakklandi. Frá bfejirstjðinariuiiili í gær. Byggingarnefnd höfSu borist átta umsóknir um byggingarfull- trúastarfiS, frá þeim Hannesi Amórssyni, P. Þorvaldssyni, Sig- urSi Flygenring, Birni Rögnvalds- syni, Magnúsi KonráSssyni, Sig- urSi Jónssyni, Ágústi Pálssyni og SigurSi Péturssyni. — Nefndin lagSi til, aS settum byggingarfull- trúa, SigurSi Péturssyni, yröi veitt starfiS, og samþykti bæjarstjórn þaS. Fastir kennarar viS barnaskól- ann hafa veriS skipaðir frá I. okt. þ. á., þeir Geir Gígja og Pálmi Jósefsson. í nefnd til aS semja alþingis- kjörskrá voru kosnir: Borgarstj., GuSm. Ásbjörnsson og Ágúst Jós- efsson. Og í nefnd til aS semja skrá yfir gjaldendur til Ellistyrkt- arsjóSs voru kosnir: Pétur Hall- dórsson, Hallbjörn Halldórsson og Jón Ásbjörnsson. Út af atvinnuleysinu í bænum flutti HéSinn Valdimarsson svo- hljóSandi tillögu: „Bæjarstjórn felur borgarstjóra aS auglýsa í blöSunum viSvörun til utanbæjarmanna, aS leita at- vinnu hér, vegna atvinnuleysis þesS, sem hér er nú og veriS hefir.“ Alt þetta var gert umræSulaust á einum stundarfjórSungi. II Eftir Skúla Skúlason. NiÖurl. pjóðleikhús stofnuðu Björg- vinjarbúar áður en Osló fekk iþjóðleikhús. „Den nationale scene“ í Björgvin var stofnuð 1850 og átti Ole Bull einna mestan þátt í því. Henrik Ihsen var ráðunautur og siðan leið- beinandi leikhússins 1851—57 og ýms leikrit hans voru fyrst leikin þar, t. d. „Fru Inger Östraat“ og „Gildet paa Sol- haug“. pá tók við Björnstjeme Björnson í tvö ár. pykir Björg- vinjarbúum sómi að því að hafa skotið skj ólshúsi yf ir þessi höf uð- skáld þjóðarinnar áður en þeir náðu fullri viðurkenningu. Ýms- ir frægustu núhfandi leikendur Norðmanna hafa shtið bams- skónum á leikhúsinu i Björgvin, t. d. Halvdan Christensen, Stub Wiberg, Egill Eide og Johanne Dybwad, sem þá hét Johanne Juell. Leikhúsið, sem nú er not- að var bygt 1909 og er prýði- legasta byggingin i Björgvin og með fullkomnustu leikhúsum Norðurlanda. pá er í Björgvin mjög full- komið alþýðubókasafn og flest stórhýsin, sem maður rekur augun í, eru annaðhvort barna- skólar eða gamalmennahæli og eru til'að sjá eins og hallir. — Listasafn ágætt er í borginni, Rasmus Meyers Samlinger. Ny- gaardsparken er fagur skemti- garður og annar á Norðurnesi, þar eru baðstaðir meðfram allri ströndinni. Á Haukalandi við Björgvin er stærsta sjúkrahús vestanfjalls. Norðmenn hafa verið ósínlc- ir á fé til skóla, sjúkrahúsa og gamalmennáhæla og er það vottur urn heilbrigðan hugsun- arhátt. Og Björgvinjarbúar standa framarlega þar. Einkum finst manni til um hve vel þeir hafa gert barnaskóla sína úr garði. Fáir bæir eiga jafnmikið úr- val af skemtilegum stöðum í nágrenninu eins og Björgvin. Upp á Flöjen má fara með jám- braut upp í 300 metra hæð á 7 mínútum; en þaðan er hið feg- ursta útsýni yfir borgina álla og nágrennið. paðan eru vegir til Blaamanden, Rundemanden og víðar; maður er kominn upp á fjöll án þess að hafa haft nokk- uð fyrir því. Meðfram Store- Lungegaardsvandet að norð- austan er hverfi sem nefnist Kalfareb; þar eru einkabýli burgeisanna, falleg timburhús með skrautlegum görðum, hinn KÓPASKERSKJÖT í Vi og Va tun'num. Sumband ísl. samvinnufélaga. Sími 496. fegursti skemíigöngustaður. — Margir burgeisarnir búa i ná- grannaþorpunum, Minde, Fjös- anger og Nestun, sem alt eru gullfallegir staðir. Og svo er fjörðurinn til að leika sér á; Björgvinjarbúar vilja heldur eiga skemtibát en bifreið, þvi bifreiðavegirnir eru takmark- aðir en sjóleiðirnar takmarka- lausar. — Björgvin hefir nefnilega verið illa sett með samgöngur nema á sjó. Eina færa leiðin á landi var ekki nema tæpir 100 kilómetra — upp að Voss. Um 1910 tók járnbrautin mihiBjörg- vinjar og Oslóar til starfa og frá þvi liófst nýtt tímabil i sögu borgarinnar. Ferðamanna- straumurinn óx gífurlega, eink- um frá Bretlandi, enda er Björgvinjarbrautin ein af þeim fáu braulum i Noregi sem bera sig, og flutti 1914 tæpar tvær miljónir farþega, en 1919 tæp- ar fjórar miljónir. Björgvin var mesti siglinga- bær Noregs til 1906 að Osló fór fram úr, og nú er þar um fjórði hlutinn af kaupskipastól Norð- manna. Hámarki velgengninn- ar náði bærinn 1916, þegar sigl- ingarnar gáfu 104 miljón krón- ur i hreinan ágóða — næstsið- asta ár var arðurinn að eins 12 miljónir. En gróðinn týndist á sama hátt og stríðsgróði gerði annarsstaðar og bæjarsjóðurinn er tómur að fé en fullur af skuldbindingum. Björgvin er mesti fiskútflutn- ingsbær i Noregi, þó tiltölulega litið aflist þar í nágrenninu. Og bærinn er verslunarmiðstöð fyr- ir alt vesturlandið. — pað er Ijóst að þessi kaupmannabær verður að liafa kauphöll; er það mikil bygging og samkomu- salur prýddur afkáralegustu hstaverkum — málverkum — sem eg hefi séð, eftir Axel Re- wold málara, sem nú er orðinn prófessor við listaliáskólann í Osló. Vöktu málverk þessi mik- ið umtal um eitt skeið, og höfðu svo truflandi áhrif á geðsmuni sumra kauphallargesta að þeir urðu öreigar. —• Áðuræn eg kyntist Björgvin, heyrði eg bæjarins helst getið í sambandi við rigningar. pað er sagt að hestar fælist þar ef þeir sjá mann, sem ekki er með út- þanda regnhlif, og fleira því um líkt hafa menn i frásögur að færa. Vitanlega er þetta orðum aukið og hygg jeg að Björgvin sé ekki meiri rigningabær en Reykjafík. pó má sjá ýms merki þess að nokkuð sé þar rigningasamt, t. d. eru skýli við allar biðstöðvar sporvagna handa fólki að hypja sig undir í rigningum. En jafnvel í rign- ingu er Björgvin fallegur bær. Og menn segja að Björgvinjar- búinn sé aldrei í eins góðu skapi og þegar mest rignir. Hann vill íáta sjást, að einnig í því tilliti sé Björgvin öðrum bæjum fremri. Nú í vetur byrjaöi General Motors aö smíSa sérstaka gerS af 5 manna opnum Chevrolet bifreiSum, sem eru svo útbúnar, aS hægt er á nokkrum mínútum aS taka af aftari hluta yfirbyggingarinnar og setja í staSinn bretti eBa kassa til vöruflutninga. Þessi gerS er sérlega hentug fyrir stærri sveitaheimili og aöra sem hafa töluverSan flutning á fólki og vörum. Chevrolet bifreiSarnar eru viö- urkendar fyrir kraftgóSa og ben- sínspara vél, og verSa þess vegna mjög ódýrar og skemtilegar i notkun. Þessi nýja gerS af Chevrolet kostar ekki nema kr. 3600.00 upp- sett í Reykjavík. Aðalumboðsmenn á íslandi. Jóh. Ólalsson & Co. Reykjavík. LUCANA jafnan lijá yður. frá UestBr-fsleiiðiiipin. Islenskur söngflokkur liefir verið stofnaður i Winni- peg og lieitir „The Icelandic Coral Society of Winnipeg“. Heiðursforseti félags þessa er Hon. Thomas H. Johnion, en söngstjórinn er H. Thorólfsson. Bók pórstínu Jackson um landnám íslendinga í Da- kota, er nú komin á íslenska bókamarkaðinn vestra og mun bókin vera um það bil að koma hingað til lands. Slys. pað hörmulega slys vildi til þann 30. okt., að ungur rnaður að nafni Grímúlfur Hoggmann féll útbyrðis af gufubátnum Idyll og druknaðí. Báturinn var á leið niður eftir Rauðánni og ætlaði út á Winnipegvatn; var hann kominn nokkurar mílur norður fyrir Selkirk þegar slys- ið vildi til. Likið fanst nokkur- um dögum síðar og var það J flutt norður í Mikley og jarðað þar, þvi að þar var hinn látni upp alinn og þar hafði hann dvalið allan sinn aldur, nema seinustu tvö árin, sem hann átti lieima í Sehcirk. Grímúlfur var 25 ára að aldri, er liann drukn- aði. Dauðsfall. pann 5. júní f. á. lést að heimili sinu í Árborg, Man., gamall vestur-íslenskur land- námsmaður, Andrés Frimann Reykdal frá Fagranesi í Reykja- dal í pingeyjarsýslu. Andrés var alkunnur dugnaðarmaður. Hann var tvíkvæntur og var seinni kona lians Guðrún Björnsdóttir Jósefssonar, Skaftasonar læknis frá Hnausum í Húnavatnssýslu. Til dæmis um það, hve dreng- lundaður maður Andrés var, ma nefna, að fyrir nokkurum árum lenti unglingsmaður í bruna og fekk svo stórkostleg brunasár, að honum var ekki líf hugað, nema ef einhver gæfi fláka af hörundi sinu til að græða pilt- inn. Varð AndréS til þess að I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.