Vísir - 11.01.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1927, Blaðsíða 2
VÍSIR Höfnm fyrirliggfandi; Cream of Uanitoba. hveiti. Gflenora, — Canadian Maid, — Fiorsyknr, Bakaramarmelade. Símskeyti —o— Khöfn, 10. jan. FB. Frá Kínverjum. Símað er frá London, að menn óttist alment, að Evrópu- menn verði flæmdir burt af öll- um forréttindasvæðum sínum í Kína. Kosning til öldungadeildar franska þingsins. Símað er frá París, að einn þriðji þingmanna í öldugadeild- ina hafi verið kosinn í gær. — Vinstri flokkurinn vann nokk- ur sæti. Millerand féll. Leikhúsbruni. Simað er frá Montreal í Can- ada, að Laurierleikhúsið hafi brunnið. Sennilegt að 100 manns hafi farist í brunanum. Bannfæring. Símað er frá Paris, að páfinn hafi bannfært blaðið Action Francaise vegna árása blaðsins gegn sáttapólitík Briands. Iafiúensan. --O—■ Sendiherraskrifstofan, Khöfn io. jan. Inflúensa á Bretlandi, en mjög væg, eins og víöast annars staöar. Iiefi ekki frétt um inflúensu í Færeyjutn. Eftir tillögu heilbrigö- ísmálaráöherra í dag (er) ákveö- ið (aö) fresta áformaöri heimsókn Færeyinga til danssýninga, - meö hátíðahöldum hér, - af varkárni, ef inflúensan kynni aö breiðast írekara út hér. Útbreiðsla engin veruleg enn (í) Kaupmannahöfn, og hér enginn ótti viö illkynjaða veiki. Aö eins taliö rétt (aö) vera við búinn, ef mikil útbreiösla yrði skyndilega. Samgöngubönn hefir hvergi fréttst um. Sendiherra. Frá Færeyjum hefir landlækni borist svolátandi skeyti: „Engin inflúensa hér. Veriö að hugsa um sóttvarnir. Landlæknir í Færeyjum.“ Sóttvarnanefnd Rvíkur hefir samþykt svolátandi ályktun um erlend skip, sem hingaö koma: „Sóttvarnarnefnd Reykjavíkur hefir í samræmi viö sóttvarnar- fyrirskipun dómsmálaráöuneytis- ins ákveðiö, að engu aðkomuskipi skuli leyft að fara inn á innri höfn Reykjavíkur, fyrr en liðnir 'eru hinir ákveðnu 6 sólarhringar frá þvi skipið lét úr erlendri höfn, og að engin ferming eða afferm- ing úr þeim fari fram, að undan- teknu því, að pósti má veita við- íöku við skipshlið undir eftirliti lögreglunnar.“ C. H. Tliopdarson. —o— -Mánðarritið „The American Magazine“ flytur í þessum mánuði (des. 1926) mynd af C. H. Thord- arson í Chicago og langa og ítar- lega grein um hann. Timarit þetta hefir ákaflega mikla útbreiðslu, töluvert á þriðju miljón, svo að þeir verða margir, sem lesa þessa lofsamlegu og vafalaust réttorðu grein um Mr. Thordarson. Greinarhöfundurinn, Neil M. Clark, hefir heimsótt Mr. Thord- arson í Chicago, og er myndin tekin þar sem hann situr, með bók i hendi, í hinu afarstóra og merki- lega bókasafni sínu. En það er i sömu byggingunni eins og skrif- stofur hans og verkstofur. Mestur hluti greinarinnar er samtal, sem N. M. Clpxk hefir haft við Mr. Thordarson og skýrir hann allgreinilega frá hinum ytri atbUrðum lífs síns, að því er við kemur starfi hans og mentun. Mr. Thordarson var aðeins 5 ára gam- all þegar hann fór frá íslandi með foreldrum sínum og þremur syst- kinum. Settist fjölskyldan fyrst að í Milwaukee. Þar veiktist faðir hans skömmu síðar og dó, en móð- ir hans stóð uppi með fjögur börn, en engin efni. „Fyrsta heimili okkar var í Dane sveitinni í Viisconsin,“ segir Mr. Thordarson. „Hér fékk eg mína fyrstu mentun. Gekk ofurlítið í skóla í tvö sumur og lærði að lesa cg var það öll skólagangan, sem eg naut í allmörg ár. En Islend- ingar eru bókhneigðir að eðlisfari cg um þá er sagt ,að þegar þeir fari í ferðalag og hafi lítil farar- efríi, þá séu þeir vísir til að selja af sér fötin til að fá peninga, en þeir taki bækurnar sínar með sér. Við höfðum töluvert af íslensk- um bókum, sem eg gat lesið, og eg las þær.“ — Eftir nokkurra ára dvöl þar eystra flutti fjölskyldan til North Dakota, og gekk Hjörtur Thordarson hér um bil alla leið- ina, um þúsund mílur (1600 km.), þá þrettán ára gamall. í N. Dak. var hann þangað til hann var 18 ára, og naut litillar skólamentunar á þeim árum, en þó nokkurrar, og komst upp í 4. bekk bamaskólans. Fór hann þá til Chicago, til syst- ur sinnar, sem var þar þá gift, og gekk hann þar á barnaskóla með tíu ára börnum. Fanst honum það vitanlega nokkuð auðmýkjandi, en kærði sig þó ekki mikið, því hug- urinn var allur við að læra, afla sér þekkingar. Komst hann þar i gegnum sjöunda bekk barnaskól- ans, en varð þá að hætta allri skólagöngu og fara að vinna fyrir sér. Kaupið, sem hann fékk fyrsta arið, var aðeins $4.00 á viku, en hann komst af með það, og meira að segja varði jafnan einum doll- ar af þessum fjórum til að kaupa bælcur fyrir. Þetta er óneitanlega merkilegt, og lýsir manninum bet- ur en flest annað. Ungur maður, sem getur varið fjórða hlutanum af sinurn afar.litlu launum til að seðja fróðleikslöngun sína, honum er áreiðanlega alvara með að afla sér þekkingar. Mr. Thordarson fékk smátt og smátt meira kaup, en hann hélt áfram að vera sparsamur, og gat hann þannig dregið saman nokk- ur hundruð dollara, sem hann varði til ferðalaga. Lítur hann svo á, að það hafi orðið sér til mikils gagns, auðgað anda sinn og veitt sér kjark og áræði. Vann hann þó um tíma hjá öðrum eftir það, en þegar hann var 27 ára gamall gift- ist hann og byrjaði jafnframt að reka sina eigin atvinnu. En hann átti aðeins $ 75.00 til að byrja með. „Eg vildi engum ráða til að gera hið sama,“ segir Mr. Thordarson, „en eg vildi heldur engum ráða frá því. Mér hefir orðið þetta til góðs, og eg vildi ekki hafa farið á mis við þá reynslu, sem eg hlaut, þegar alt gekk erfiðlega; lítið var að gera og ekki sýndist annað framundan, en að alt ætlaði að fara á höfuðið. Slík reynsla er mikils virði. Eg hefi oft veitt því eftirtekt, bæði hvað snertir til- raunir mínar og atvinnu.að þáhefi eg mest lært, þegar ýmislegt hefir gengið alt öðruvísi heldur en eg bafði búist við og vonast eftir. Þessir $75.00, sem eg byrjaði starfrækslu mína með, eru allir þeir peningar, sem í fyrirtækið hafa verið lagðir, auk þess sem það sjálft hefir gefið af sér. Eg löggilti það síðar, en seldi aldrei nein hlutabréf. Nú er svo komið, að við seljum vörur fyrir miljónir dollara. Eg hafði aldrei mjög mikla örðugleika með að stjórna iðnaðarfyrirtæki mínu. Held eg að það hafi verið mest af því, að eg hafði lært sparsemi og lært hana í ströngum skóla. Eg vissi, að ef eg eyddi ekki meira en eg hafði ráð á og vissi alt af hvar eg stóð og fékk fullvirði þess, sem eg lét úti, þá gat eg ekki lent langt frá réttum vegi, Auk þess mætti telja vinnusemi og góða hegðun.“ Með góðri hegðun á Mr. Thordarson sérstaklega við það, að breyta ráð- vandlega við alla og bregðast ald- rei trausti þeirra, sem maöur hefir viðskifti við. Eins og kunnugt er, hefir Mr. Thordarson ávalt gefið sig við raf- magnsfræðinni, og hefir hann fengið um hundrað einkaleyfi fyr- ír uppfundningum sínum í þeirri grein. Héfir hann mjög lagt sig fram um að bæta ýms áhöld og finna upp önnur hý, sem notuð eru á tilraunastofum háskólanna víðs- vegar hér í álfu og annarsstaðar. Segir Mr. Thordarsoiý að þetta hafi orðið sér til mikils gagns, því Besta sönnun fyrir ágæti BUICK bifreiSanna er sú, að BUICK verksmiðjan fékk i áttunda sinn árið 1926 forréltirfdi til að velja bifreiðum sínum sýniagarsvæði á allsherjar bifreiðasýningu Ame- riku í New York. Þessi virðing hlotnast aðeins þeirri bifreiða- getð er skarar framúr að verslunarmagni á árinu. Síðan 1919 hefur BUICK verksmiðjan haft meiri árlega verslunarveltu, en nokkur önnur bif- reiðaverksmiðja í heiminum, og þessi nýja viður- kennir.g sýnir að svo er enn þrátt fyrir öfluga samkeppni. Aðalumboðsmenn á íslandi. Jóh. Ólafsson & Co. Reykjarik. um bLUL' ÖAND Appelsíimp Epli. Hafiiarstræti 4. U-D-fundur annað kvöld 8^/a (Sölvi) Allir piltar 14—17 ára velkomnir. hann hafi þannig komist í lcynni við fjölda af prófessorum, sem bann hafi lært mikið af, kannske meira heldur en þó að hann hefði verið í skóla hjá þéim. Mr. Thor- cjarson hlaut gullmedalíu fyrir uppfundningar sínar bæði á ver- aldarsýningunni í St. Louis og eins í San Francisco. Höfundur ritgerðar þeirrar, sem hér hefir stuttlega verið sagt frá og ofurlítill útdráttur tekinn úr, endar ritgerð sína á þessa leið: „C. H. Thordarson lauk að eins við sjöunda bekk barnaskólans, en samt sem áður er hann ,há- mentaður maður. Er það vegna þess, að hann hefir ávalt lagt sig eftir að læra af öðrum mönnum, eða hverju því, sem hann gat eitt- hvað lært af -r— háskóla prófessor- um, ferðalögum, sínum eigin til- raunum og af bókum. Og þess vegna er það, að það eru nú að eins örfáir menn í Bandaríkjunum, sem standa honum jafnfætis í vís- indalegri þekkingu." (Lögberg).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.