Vísir - 13.01.1927, Page 2
VÍSIR
u
Höinm fyr irliggjandí:
Kandíssykur,
Sfrausykur,
Molasykur,
Brjöstsykur.
Nr.: Besta sönnun fyrir ágæíi BUICK bifreiðanna
er sú, að BUICK verksmiðjan fékk í áttunda sinn
árið 1926 forréttindi til að velja bifreiðum sínum
sýningarsvæði á allsherjar bifreiðasýningu Ame-
ríku í New York.
Þessi virðing hlotnast aðein3 þeirri bifreiða-
gerð er skarar framúr að verslunarmagni á árinu.
Síðan 1919 hefur BUICK verksmiðjan haft
meiri árlega verslunarveltu, en nokkur önnur bif-
reiðaverksmiðja í heiminum, og þessi nýja viður-
kenning sýnir að svo er enn þrátt fyrir öfluga
samkeppni.
Aðalumboðsmenn á íslandi.
Jóh. Ólsfsson & Go. ReykjsrllL
Símskeyti
—o—
Khöfn 12. jan. FB.
ólgan í Kína.
Símaö er frá London, að út-
lendingar og bæjarstjórnin í
Shanghai í Kína hafi gert rá'östaf-
anir til þess aS verjast væntan-
legri árás Canton-hersins. Borgin
hefir veriö lýst í umsátursástand.
Herskip stórveldanna safnast
saman á höfninni í Shanghai.
Hermdarverk.
SímaS er frá Peking, aS kín-
verskur óaldarlýöur hafi fariö
báli og brandi um Shangtunghér-
aö og brent marga bæi og sveita-
þorp- og drepiö kinverska íbúa
þúsundum saman.
Gamlar væringar.
SirnaÖ er frá París, aö Þjóö-
verjar og Bandamenn semji um
óútkljáö afvopnunarmál, einkum
virki Þjóðverja á landamærum
Póllands og Þýskalands. Frakkar
heimta, atS virkin verSi lögö í
eyöi, en Þjó'Sverjar neita, og er
taliö vonlitiö aö samkomulag ná-
ist.
Þaö mun vera svo um þessar
mundir, aö mörg móöirin ber kvíö-
boga fyrir kíghóstafaraldrinum,
sem viðbúiö er að gangi yfir þenna
bæ á næstunni. Læknarnir hafa
ekki mikla hjálp a5 bjóöa, en sumir
gera sér von um að tefja megi
útbreiöslu sýkinnar til vors. Ekki
er að vita, hvernig þa'5 tekst, og
langt er enn til vorhlýindanna —
ef þau þá verða nokkur. Ungu
börnunum er hættast, eins og
kunnugt er. Þa'ð er ekki einasta
þannig, að þessum aumingjum
lialdi við köfnun í hóstakviðunum,
heldur fylgir uppsala í ofanálag;
veiklast börnin mjög vegna þess,
hve matartekjan er oft lítil. Mæðr-
unum ætti því að vera annt um
að velja börnum sínum hentugt
fæði.
Það er hlutverk Ijósmæðra og
lækna, að ala á því við mæðurnar
að leggja ungbörnin á brjóst, en
gefa þeim síður pela. Náttúran
hefir upprunalega ætlað kúamjólk
ina handa kálfum, en ekki böm-
um, enda er hún að miklu leyti
frábrugðin konumjólkinni og tor-
meltari. Brjóstabörnin taka síður
farsóttir en pelabörn, og hafa yfir-
leitt meira viðnám gegn sjúkdóm-
um. Margsannað er, bæði hér og
erlendis, að dánartölur pelabarn-
anna eru miklu hærri, en þeirra
ungbarna, sem lögð eru á brjóst.
Brjóstabörnin dafna yfirleitt bet-
ur. Ekki svo að skilja, að alt falli
í ljúfa löð, þó barnið sé á brjósti.
Það kann að fá hljóðaköst, eða
ælur og ljótar hægðir; en þrátt
fyrir þetta, geta brjóstabörnin haft
góða framför. Segir vogin til þess,
og sýnileg framför barnsins. Ald-
rei skyldu mæður taka börn sín
af brjósti, eða gefa þeim pela með,
án þess að hafa ljósmóður sína
eða lækni með í ráðum. Mæðurnar
cru einatt hræddar um að barnið
íái ekki nóg hjá sér, enda vantar
sjaldan kunningjakonur, sem eggja
á að taka til pelans; það er oft
svo, að þeir sem minst skyn bera
á hlutina, eru óhræddastir við að
leggja heilræðin. Það eru hæg
heimatökin fyrir mæður hér í bæn-
um, að leita ráða og umsagnar
ljósmæðranna i þessu efni, eða þá
læknanna. Skyldi fela þeim að
gera sér hugmynd um þroska og
framför barnsins, áður en það er
tekið af brjósti.
En það er ekki vankunnáttan
ein, sem veldur þ.ví, að færri börn
eru lögð á brjóst, en vera ber.
Ýmsar mæður kjósa að lifa frjáls-
ara lxfi en svo, að þær vilji binda
sig við matmál barnsins. Þetta eru
einkum „betur settar“ konur, sem
hafa hjálp á heimilinu og láta aðra
annast um pelann.
Brjóstabörnin taka síður farsótt-
ir en pelabörn. Brjóstabörnin hafa
meira þol, ef til veikinda kemur.
Það er því eigi nema sjálfsögð
tnóðurskylda, að Ieggja ungbarnið
á brjóst, og halda því áfram hátt
á annað misserið, ekki síst þegar
yfir vofir slíkur vágestur, sem nú
er á ferðinni.
G. Cl.
Frá Uestur-fsleiilinpiii.
—o—
FB. 12. jan.
Mannalát. Þ. 5. okt. andaðist í
Seattle Kristrún Valgerður Sum-
arliðason, eftir langa og erfiða
legu. Kristrún var ættuð frá
Geirastöðum í Hróarstungu í
Norður-Múlasýslu. Fluttist hún
vestur til Winnipeg 1914, en 1918
vestur á Kyrrahafsströnd. Útför
þessarar sómakonu fór fram frá
kirkju Hallgrímssafnaðar í
Seattle. Söng þar norskt kór og
hr. Gunnar Matthíasson skálds
söng þar einnig.
Miss Leone Thordarson, dóttir
Mr. og Mrs. Franklins Thordar-
sons í Cornwallis, Oregon, vann
nýlega fyrstu verðlaun í heilsu-
samkepni sem stúlkur úr fimm
ríkjum Bandarikjanna tóku þátt í.
Hefir stúlka þessi áður unnið
verðlaun fyrir sund og ýmsar aðr-
ar íþróttir, og má af því marka
hve vel hún er«gefin hvað hreysti
og fimleika snertir.
(Lögberg).
Hjónaband. Þ. 4. nóv. s.l. voru
gefin saman í hjónaband í fyrstu
Únítarakirkjunni í Los Angeles í
Californíu, síra Eyjólfur Melan og
ungfrú Olavia Johnson. Að lok-
inni hjónavígslunni fóru brúð-
hjónin til San Francisco, þar sem
beimili þeirra verður framvegis.
(Hkr.)
Ritfregn.
--O—
Stefanía Melsteð; æfiminning
og bréf; með sjö ljósprent-
uðum myndum. Bogi Th.
Melsteð setti saman og gaf
út. Khöfn 1926. Verð í kápu
3 kr., í sniðgyltu bandi 4 kr.
Nokkru áður en bók þessi k'om
út, gat höfundurinn um það i bréfi
til mín, að von væri á henni. En
hvaða erindi gat hún átt til al-
mennings, æfiminning ókunnrar,
löngu dáinnar stúlku, sem rétt
hafði náð fullorðinsárum og alið
hálfán sinn stutta aldur á sjúkra-
beði? Mér þótti harla ólíklegt, að
slík bók gæti selst, og þegar eg
svaraði bréfinu, lét eg þessa skoð-
un í ljós. Þannig fer manni einatt
er maður dæmir um eitthvað án
þess að þekkja það; en þegar eg
las bókina, sá eg að skoðun mín
var svo mikil fjarstæða sem mest
mátti verða. Og mér varð það þá
líka ljóst, að í bréfi minu til höf-
undarins hafði eg talað af meiri
flónsku en afsakanlegt var. Eng-
in þjóð hefir lagt eins mikla stund
á æfisagnaritun eins og Englend-
ingar, og engin þjóð hefir náð
jafn mikilli fullkomnun í þeirri
grein bókmentatxna. Þenna þátt
enskra bókmenta hefi eg lesið
rneira en nokkurn annan, og eg
átti því að vita það, að hinar bestu
æfisögur eru umfram alt sálarlýs-
ingar. Ennfremur var eg nýbúinn
að lesa ritgerð eftir nafnkunnan
höfund, S. P. B. Mais, þar sem
hann sýnir fram á það, að þetta
eigi þannig að vera. En sálinni má
vitaskuld eins vel lýsa fyrir því,
þótt æfin hafi verið viðburðalítil
hið ytra, ef höfundurinn hefir
nægan kunnugleika og skilning
til þess.
Þessi litla bók er lítið annað en
það, sem eg hefi kallað sálarlýs-
ingu. En frá því sjónarmiði skoð-
uð, hygg eg að hún muni eiga
heima í fremstu röð íslenskra æfi-
sagna. Og um það verður ekki
deilt, að hún lýsir óvenjufega fag-
urri sál. Þessi umkomulitla stúlka,
sem helming æfi sinnar horfist í
augu og berst við dauðann, oft
stórkostlega þjáð á líkamanum,
virðist nálega elckert vita af sínu
eigin böli; öll hugsunin snýst um
það, að gleðja aðra 0g vinna fyrir
aðra. Og þó að hana langi til að
lifa — því að þegar lífsins löng-
un hverfur, lífið er eðli sínu fjær
—• þá hugsar hún til þess glöð og
róleg að flytjast til betri heima.
Frá andláti henqar segir móðir
hennar á þessa leið:
„í nótt sá mín elskaða Stefania
guð og frelsarann hjá sér; það var
hjer um bil hið síðasta sem hún
talaði; leið síðan önd hennar með
honum til hirnins."
Orð Boga sjálfs eru þessi:
„Nokkru eftir miðnætti var eins
og öllum þjáningum væri lokið og
friðsæla lýsti af andliti Stefaníu.
Þá sagði hún eftir stundarkorn
við móður mína og Vigfúsínu,
sem yfir henni vakti og var henni
mjög elskuleg, að hún hefði séð
guð og frelsarann hjá sér.“
Ýmsum mun fljúga í hug orð
ritningarinnar, er þéir lesa þetta:
„Enginn fær séð mig og lífi hald-
ið“. Eg verð nú að kannast við
það, að eg er ekki í flokki þeirra
manna, sefn trúaðir eru kallaðir,
og þegar einhver þykist sjá „guð
og frelsarann", enda þótt á jafn
hátíðlegu augnabliki sé sem sjálfri
dauðastundinni, þá kipþir vantrú
mín í tauminn. En hvað sem um
það er, þykir mér miklu sennileg-
ast að sýn hinnar deyjandi stúlku
hafi verið fullkominn veruleiki en
alls engir óráðsórar, enda þótt
bróðir hennar virðist aðeins líta
á þenna atburð sem bendingu um
það, „hve hún hafi þá sem oftar
dvalið í hugsunum sínum hjá
guði.“ Um þetta má og hver og
einn hafa sína eigin skoðun; en
hver er sá, sem ekki mundi óska
sér slíks viðskilnaðar?
Aðeins tvö hundruð eintök eru
prentuð af bók þessari. Eg held,
að ef almenningur vissi hvað hún
hefir að geyma, mundi hún seljast
upp á fáeinum dögum.
Ári fyrir dauða sinn hugsar Ste-
fanía til þess með ánægju, að hún
muni innan skamms fá nýtt rúm
með grænni sæng, þar sem einhver