Vísir - 29.01.1927, Page 2

Vísir - 29.01.1927, Page 2
V ! 3 I tl Höfnm fyrirligglandí: i“ Súpntenings, 1 dósnm með 10, 25, 100 og 500 st. Maggi" Súpnktydd i glösnm. Sigfús Einarsson dómkirkjaorganleikari fimtngnr. Á morgun verður Sigfús Ein- arsson tónskáld, dómkirkju- organleikari og söngkennari 50 ára. Hann er fædur 30. jan. 1877 á Eyrarbakka. Varð stúdent ár- ið 1898 og sigldi þá til háskól- ans i Kaupmannahöfn og hugð- ist að leggja stund á laganám. En hugur liann hneigðist brátt algerlega að tónlistariðkunum og söngnámi, enda hafði hann þegar i latínuskólanum sýnt mikinn áhuga á þeirri ment og meðal annars staðið fyrir söng- flokk skólapilta. Jafnframt söngnáminu i Kaupmannahöfn tók Sigfús að leggja stund á sönglagasmíð og gaf hann út á þeim tímum 12 frumsamin lög fyrir karlakór og nokkru síðar hefti með ein- söngslögum (Gigjan o. fl.). Á árunum 1901—04 stjórnaði Sig- fús söngflokk íslenskra stúdenta er söng nokkrum sinnum opin- berlega í Iíhöfn og hlaut mikið lof. Árið 1906 gekk Sigfús að eiga frk. Valborgu Hellemann, sem er eins og menn þekkja prýði- lega söngmentuð kona. Fluttust þau hjón heim til íslands það hið sama ár, settust að hér i Reykjavik og tóku að leggja stund á söngkenslu. Varð Sigfús brátt eftirsóttur sem söngstjóri fyrir söngflokka. Hafði fyrstu árin blandaðan kór, sem lét liér í fyrsta sinn heyrast ýmislegt úr liinum stærri kórverkum þeirra Bachs og Hándels. Kunnastur af söngflokkum lians varð þó karlakórinn „17. júní“. Smátt og smátt fór svo að á hann hlóðst söngkenslan í öll- um skólum bæjarins, sem söng kenna, og hafði hann þá um hrið yfir 50 klst. kenslu á viku fyrir utan æfingar söngflokka, verk sem auðvitað er hverjum manni ofraun til lengdar. — J?egar honum árið 1913 var fal- ið organleikarastarfið við dóm- kirkjuna, gat hann slept nokkru af hinni þreytandi og illa borg- uðu skólakenslu. Veturinn 1919 —20 var Sigfús erlendis og dvaldi þá mest í Leipzig við tón- listariðkanir og nám. Hafði hann til þess styrk nokkurn af opinberu fé. Eftir að hann kom heim var liann gerður að föst- um söngkennara við Iandsskól- ana, Mentaskólann og Kennara- skólann og gegnir hann því starfi nú, ásamt organleikara- starfinu við dómkirkjuna. — Kenslu kirkjuorganleikara utan af landi hefir Sigfús lengi haft á hendi og hefir enn, þótt opin- ber styrkur til þess starfs sé nú afnuminn. prátt fyrir þessi margvíslegu og ónæðissömu störf, liefir Sig- fúsi unnist tími til að gefa út ýmis söngrit, svo sem Hörpu- hljóma (kórlög), Alþýðusöng- lög I.—III. (þar af tvö heftin frumsamin lög), Alm.söngfræðú Hljómfræði, Skólasöngva I.—III. aukýmsra einstakra laga. Einnig átti hann sinn mikilsverða þátt í útgáfu Söngvasafnsins I.—II. og Skólasöngbókarinnar I.—II. — Kirkjusöngsbók Jónasar Helgasonar bjó hann undir prentun og gaf síðar sjálfur út Kirkjusöngsbólc 1919. Söng- mentablaðið „Heimi“ byrjaði Sigfús að gefa út 1923 með Frið- rik Bjarnasyni. pað hefir nú legið í dvala um tíma en von um að það risi upp aftur. — Siðasta og ekki sísta verk Sig- fúsar er slofnun „Hljómsveitar Reykjavikur“. Hún er nú aðeins rúmlega ársgömul og þó komin vel á legg. — Tiu hljómleika liefir liún þegar haldið auk al- þýðuhljómleika (aðalæfinga). Á fimtugsafmæli Sigfúsar Einarssonar munu allir tón- listavinir minnast hans með virðingu og þakklátum. liug og vona að liann eigi enn eftir að starfa lengi vor á meðal. H. Vörtnpestin. —o-- í næstsíðasta tölubl. „Varðar“ getur Einar Ilelgason garð- yrkjustjóri um afar illkynjað- an kartöflusjúkdóm, Synchytri- um endobioticum, sem hann nefnir „vörtupest“ og bendir á hve nauðsynlegt sé, að gera ráð- stafanir til þess að liún berist ekki hingað til lands. Vörtupest þessi er hinn al- varlegasti sjúkd., sem kartöflur geta fengið, og orsakast eins og margir aðrir kvillar af snikju- sveppi og er ákaflega smitandi. Og vörtupestin er að þvi leyti erfiðari viðfangs en „kartöflu- sýkin“ (Phytopthora infestans), að smitunarefnið, gró snikju- sveppsins, geta lifað árum sam- an í moldinni og haldið fullum þrótti í heilan áratug. Ef kar- töflur eru ræktaðar á smituð- um svæðum, þá getur uppsker- an gereyðilagst, einkum ef kar- töflur eru ræktaðar þar ár eft- ir ár. Myndast þar þá mikið smitunarefni og getur breiðst út á margan hátt. Vörtupestin kemur að eins á þann hluta plöntunnar, sem er neðanjarð- ar, og kartöflugrösin geta stað- ið i fullum blóma þó undir- vöxturinn sé eyðilagður. Mikinn skaða hefir vörtupestin gerl i Bandaríkjunum og i Stóra Bret- landi og er einnig allvíða á ineginlandi Evrópu. í Noregi er hún t. d. í nágrenni við Krist- iansand; til Svíþjóðar hefir hún borist og í Danmörku gerði hún fyrst vart við sig árið 1923. En lítið liefir þó hingað til kveðið að henni á Norðurlöndum, en þar hafa verið sett lög til þess að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu og er full ástæða til fyrir okkur — eins og Einar Helgason liendir á — að vera á verði. Og sjálfsagt mun vera rétt til að gera sömu ráðstafanir hér og gerðar hafa verið í ná- grannalöndunum: Að leyfa ekki innflutning á öðrum kartöflum en þeim, sem vottorð fylgir, um að þær séu lausar við vörtu- pest. — pað hefir verið dregið í efa, að þetta ráð sé trygt, — en nágrannaþjóðir okkar, sem hafa miklu meiri reynslu livað varnir gegu jurtasjúkdómum snerlir, hafa íurið þessa leið, og vart rnunu þi betri finnast. Og vakandi auga þarf að hafa á þvi, cf við kartöflusjúkdóma verður vart. hér, sem líkjast vörtupest, til þess að geta í tæka tíð gert ráðstafanir til að bindra frekari útbreiðslu hennar hér. Eftir því sem prófessor C. Ferdinandsen við Landbúnaðar- háskólann i Kaupmannahöfn segir um varnir gegn vörtupest koma þar að eins tvö ráð til greina: 1. Ræktun kartöfluafbrigða, sem eru ómóttækileg fyrir vörtupest, og 2. Bann gegn kartöflurækt á sýktum svæðum, (sem prófes- sorinn þó telur lítt framkvæm- anlegt). Og er fyrra ráðið eiginlega eina vörnin gegn vörtupestinni, sem hefir verið framkvæman- legt í verkinu. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að fá vitneskju um, live móttækileg hin ýmsu kartöfluafbrigði eru fyrir vörtu- pest. Tilraun sem gerð var í Ormskirk á Englandi leiddi í ljós, að yfir hundrað kartöflu- afbrigði sýktust alls ekki. Og samkvæmt þeirri reynslu hefir landbúnaðarráðuneytið enska mælt með þeim afbrigðum, sem reyndust best, en það voru m. a. Iverrs Pink, Great Scott og Edzel Blue. Hafa þessi afbrigði verið reynd í Gróðrarstöðinni og bafa reynst prýðisvel, einkum hefir „Kerrs Pink“ gefist ágætlega og skarað fram úr öðrum. (Hér hefir það gengið undir nafninu ,,Eyvindarkartöflur“). Afbrigði þetta sýkist ekki heldur nema að örlitlu leyti af „kartöflusýk- inni“, og hér er þvi um stór- verðmætt afbrigði að ræða, þar sem reynslan hefir sýnt að það gefst ágætlega við þau rækt- unarskilyrði, sem hér eru fyrir hendi. Aftur á móti sýndu tilraunir í Ormskirk, að meðal þeirra af- brigða sem sýktust mest, voru bæði „Up-to-date“ og „Magnum bonum“, en það eru þau kar- töfluafbrigði, sem sennilega flyst mest af hingað til íslands og getur því mikil hætta stafað af þeim. Ragnar Ásgeirsson. Útgerð Norðmanna árið sem leið o. fl. —o— Verslunarfélag eitt í Björg- vin hefir nú um áramótin skrif- að kaupsýslumanni hér i bæn- um ítarlegt bréf um útgerð Norðmanna síðaslliðið ár o. fl., og fer liér á eftir stuttur útdrátt- ur úr bréfinu: „Vér leyfum oss hér með“, segir bréfritarinn, „að gefa yð- ur stutt yfirlit yfir þorskveið- arnar hér í Noregi síðastliðið ár.“ — pví næst tekur liann fram, að árið 1926 hafi verið fremur óhagstætt, bæði fyrir út- gerðina heima fyrir og þá ekki síður fyrir útflytjndur. — Fisk- aflinn hefir verið mjög mikill, miklu meiri en verið hafi um margra ára skeið. — Fiskverðiði hafi stöðugt „verið fallandi“ á erlendum markaði og hækkun norsku krónunnar hafi valdið miklum örðugleikum og tjóni. „I byrjun ársins fengust 24 kr. norskar fyrir hvert sterlings- pund, en nú um áramótin ekld nema 19 kr. — þessi afskaplega liælckun krónunnar hefir orðið afdrifarík fyrir útflytjendurna, enda hafa þeir flestir beðið milc- ið tjón á árinu.“ Saltf iskurinn: Frá þvi er skýrt í bréfinu, að saltað liafi verið til útflutnings miklu meira af fiski árið 1926 en næsta ár á undan. Er talið, að saltað hafi verið kring um 44 miljónir fiska árið sem leið, en 1925 að eins 35 miljónir. Útflutningurinn 1926 nam 48 miljón kg., en var árið áður um 40 miljón kg. — í árslok er talið að birgðir i landinu sé nálægt 13 miiljón kg., en voru árið áður um 15 milj., kg. „prátt fyrir það að eftirspúrnin var altaf isvipuð, frá því er hin nýja fiskfram- leiðsla fór að koma á markað- inn, hefir þó verðið stöðugt far- ið lækkandi.“ — pá er þess get- ið, að framleiðslukostnaðurinn heima fyrir hafi alt árið verið meiri en svo, að útgerðin hafi getað borið að skaðlausu. — pess vegna hafi framleiðend- urnir, útgerðarmennirnir, orð- ið fyrir miklu tjóni. — Hin mikla framleiðsla hafi orðið til þess, segir bréfritarinn enn- fremur, að talsverð samkepni hafi orðið með útflytjendum fiskjarins, en liún liafi aftur orð- ið þess valdandi, að sumir þeirra liafi sent fisk sinn í umboðssölu, en því bafi Norðmenn nálega al- veg verið hættir. — „Nú er fisk- að mikið fyrir ströndum Vest- ur-Finnmerkur og boðnir 19 aurar í hvert kg. af söltuðum fiski, en að eins 7 aurar fyrir kg. af nýjum fiski.“ —.... „pað er þó alveg óvíst, að þetta Iága verð geti haldist. — Salt- 1‘iskur, tilbúinn til útflutnings, er borgaður með 100 kr. hvert skippund, ef um fisk frá Lo- foten er að ræða, en saltfiskur frá Finnmörku stendur i 88 kr. skpd.“ Lýsi. —- Framleitt var á ár- inu hér um bil 121000 hl. af gufubræddu lýsi og hefir fram- leiðslan aldrei verið líkt því eins mikil. — Um áramótin 1925 og 1926 var verðið kring um 130 kr. faj|ð (fiskur frá Lo- foten), en sakir þess, hversu framleiðslan reyndist mikil, féll verðið jafnt og þétt og var kom- ið niður í 85 kr. livert fat í októ- bermánuði. Verðið hefir þó hækkað aftur til muna og er nú nálægt 95 kr. fatið. — Útflutn- ingurinn varð miklu meiri 1926 en nokkru sinni fyr, fast að 100,000 föt, eða jafnvel heldur meira. Árið 1925 nam útflutn- ingurinn hér um bil 78,000 föt- um. — Gert er ráð fyrir, að til sé í landinu í árslok 40,000 föt. — Bregðist Lófót-fiski í ár, er talið vist að verðið muni hækka. — Lifur úr fiski frá Finnmörku er að eins greidd með 10 aurum liver líter. — Hrogn: — Framleiðslan 1926 var alt að 10,000 fötum meiri en árið 1925. Samt var verðið hér um bil það sama. — Engar birgðir eru til í landinu um ára- mót. Kjöt: — Verðið var i október- mánuði í haust 150 kr. nordcar eða kr. 123.50 danskar fyrir hverja tunnu, og mátti kaupandi velja um hvorn kostinn hann tæki. — Menn samþyktu að kaupa í norskri mynt. Um sama leyti eða rétt á eftir hófst hin gegndarlausa liækkun krón-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.