Vísir - 29.01.1927, Side 3
Ví SIR
Tilkynning enn.
I auglýsingu minni i Vísi 27. þ. m. tók eg það fram að eg
mundi bráðlega auglýsa liér i blaðinu útsöluverð hér i Reykja-
vík á Hudson og Essex bifreiðum, en að gefnu tilefni vil eg
taka það fram, að eg mun gera það þegar mér sýnist. J?ar til
eru væntanlegir lcaupendur vinsamlega beðnir að snúa sér beint
til mín með allar upplýsingar þsd viðvíkjandi.
pó að áðurnefnd auglýsing virðist hafa gefið hungraðri
sál næringu i svipinn, mun eg elcki sjá eftir því, sem kyngja
þurfti úr iienni, en láta fúkyrði og vitleysur sem ekki koma
málinu við, sem vind um eyrun ]?jóta og ekki ansa slíku
framar. — lvunna ekki allir íslendingar málsbáttinn: Vondra
Jast ei veldur smán, en vondra lof er heiðursrán.
Virðingarfylst.
Magnús Skaftfjeld.
P. S. Út af aðdróttunum G. Eirikss heildsala i Visi í gær um
verslunarleyfi, vil eg skjóta þvi til hans, að það cr enn órann-
sakað mál fyrir hvorn oldvar það getur orðið fleiri annmörkum
bundið að fást við kaupskap undir eigin nafni liér á landi.
M. S.
unnar og töpuðu kaupendur þá
á gengismun eingöngu um
120,000 kr. — Ivjötið hefir lækk-
að i verði og hefir verið selt í
stórum og smáum slumpum
fyrir 120 kr. norskar liver tunna.
— í haust var hægt að fá norskt
kjöt fyrir lægra verð en íslenskt
kjöt. — Vegna hinnar miklu
hækkunar á norskumpeningum,
lækka innfluttar vörur daglega
að lcalla má.
Síld: — Sildin (fslandssíld)
komst upp i 70 aura kg., en fell
svo í verði og fæst nú fyrir kr.
0,40. — Kaupendur eru J?ó hin-
ir rólegustu. í haust var mikil
sildveiði norður með landi og
orsakaði það verðlækkun „ís-
landssíldar“.
Sundmagar: — Verslun með
iþá vöru skiftir engu máli. —
Verðið liefir verið kr. 1,50 fyrir
tvípundið.
Rjúpur: — Framboð á rjúp-
um var mjög mikið í desem-
bermánuði, einkum er dró að
jólum. Verðið var kr. 0,55 fyrir
hverja rjúpu. — Veiðin var
mjög mikil og hér er nú meira
en nóg af rjúpum á boðstólum.
— Óhætt mun þó að treysta
því, að sama verð fáist fyrir ís-
lenskar rjúpur.
Kaupmaður.
Utan af landi.
- -o—
Akureyri 28. jan. FB.
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykti í gær aö kaupa Oddeyrina
af Ragnari Ólafssyni. Tanginn
undanskilinn. KaupverS annaS-
hvort 100.000, er greiSist á tveini-
ur árunt eSa 120.000, er greiSist
á 40 árum, 7975 krónur árlega,
vextir 6%. Bæjarstjórn hefir árs-
frest til þess aS taka ákvörSun um
hvorn sölukostinn hún tekur.
Bæjarstjórnarkosning fór ný-
lega fram á SiglufirSi og urSu úr-
slit þessi: Kosning til 4 ára: A-
listi (jafnaSarmenn) fékk 360 at-
lcvæSi, B-listi (íhaldsmenn) fékk
72 atkv. Kosinn var af A-lista
Otto Jörgensen. — Kosning til 2
ára: 3 listar komu fram. A-listi
(jafnaSarmenn) fékk 251 atkv. og
kom báSum mönnum aS, SigurSi
Fanndal kaupmanni og Sveini
Þorsteinssyni skipstjóra. B-listinn
fékk in atkv. og C-listinn 98 at-
kv. og kom hvorugur manni aS.
Þingeyri 28. jan. FB.
Lagarfoss fór frá Þingeyri í
rnorgun áleiSis. til Flateyrar, en
sneri aftur vegna óveSurs og lagS-
ist fyrir GerSahólmum á Dýra-
firSi. Enskur botnvörpungur, An-
dalusite FI. 90, rendi á skipiS
framan viS stjórnpall. Koin gat á
Lagarfoss fyrir ofan sjó. ViSgerS
á Þingeyri. — Öllum liSur vel.
Bystander.
I dómkirkjunni kl. 11 f. h.
síra Friðrik Hallgrímsson. Kl.
5 e. h. síra Bjarni Jónsson.
í fríkirkjunni hér kl. 2 síra
Arni Sigurðsson. Guðsþjónust-
an fer fram að þessu sinni kl. 2,
(ekki kl. 5), vegna útvarpsins.
í báðum lcirkjunum verður á
morgun, sjómannadaginn, tek-
ið á móti gjöfum til Sjómanna-
stofunnar.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði
kl. 2 síðd. síra Ólafur Ólafsson.
(Fermingarbörn komi í frí-
kirkjuna kl. 12 á hádegi).
Á Vífilsstöðum kl. 9 f. h. —
Á Bessastöðum kl. 1 e. h. — í
Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 e. h.
Sj ómannamessa.
í Sjómannastofunni: Guðs-
þjónusta kl. 6 e. h.
í Landakotskirkju: Hámessa
kl. 9 árd. og guðsþjónusta með
prédikun kl. 6 siðd.
1 Spítalakirkjunni í Hafnar-
firði: Söngmessa kl. 9 árd. —
Guðsþjónusta með prédikun kl.
6 síðd.
í Aðventlcirlcjunni kl. 8 sd.
O. J. Olsen prcdikar um hrak-
farir Tyrkja og framtiðarhorf-
ur.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík 1 st., Vest-
mannaeyjum 1, Isafirði -t- 3,
Akureyri 0, Seyðisfirði 2,
Grindavík 0, Stykkishólmi -t- 1,
Grímsstöðum 4, (engin
skeyti frá Raufarhöfn og Hjalt-
landi), Hólum í Hornafirði 2, .
Færeyjum 4, Angmagsalilc -t- 6,
Kaupmannahöfn 4, Utsira 5,
Tynemouth 3, Jan Mayen 2
st. — Mestur hiti hér i gær 1 st.,
minnstur -f- 6 st. Úrkoma 3.3
mm. Lægð fyrir austan land.
Hvass suðvestan i Norðursjón-
um. Horfur: Suðvesturland og
Faxaflói: I dag og nótt allhvass
norðan. Dálitil snjókoma.
Breiðafjörður, Vestfirðir og
Norðurland: t dag hvass norð-
an, liríðarveður. I nótt sennilega
minkandi norðanvindur. Nokk-
ur úrkoma. Norðausturland og
Austfirðir: í dag og í nótt: Hvass
norðaustan. Hriðarveður. Suð-
austurland: í dag og í nótt:
Hvass norðaustan. Dálítil úr-
koma.
Prófi í verkfræði
liafa þeir nýlega lokið við
Hafnar-háskóla Axel Sveinsson
og Sigurður Ólafsson.
Engin símskeyti
frá útlöndum koma í blaSinu i
dag, sakir þess, aö síminn er bil-
aöur á Skotlandi.
Stúdentafræðslan.
Á morgun kl. 2 talar Ólafur
FriSriksson um hreindýrarækt hér
á landi og önnur dýr sem hér geta
liíaö. — Áreiöanlega gætu lifaö
hér margar dýrategundir sem ekki
eru hér nú, og er fróölegt að heyra
hvaö Ólafur hefir um það aö
segja, því að hann er rnanna fróö-
astur um slíka hluti.
ísland
fór frá Vestmannaeyjum kl. 10
: morgun. Kemur hingað í kveld,
en liggur úti á ytri höfn til mánu-
dagskvelds.
Frá Englandi
komu í gær: Snorri goði og
Þórólfur.
Lifandi útsel
fékk Karlsefni nýlega í botn-
vörpu, og mun slíkt einsdæmi hér
við land.
Aðalfundur
málfundafélagsins Óðins verður
n.k. mánudag. Sjá augl.
Fyrirlestur um Vestfirði.
Eins og sjá má af auglýsingu
hér í blaðinu, heldur Sigurður
Sigurösson búnaðarmálastjóri fyr-
irlestur um Vestfirði kl. 3)4 á
morgun í Iðnó. — Sigurður ferð-
aðist um Vestfirði sumarið 1925.
Kynti hann sér Jiar búnaðarhætti
og fleira. Fór hann landveg um
flestar bygðir þar vestra. Á Jiessu
ferðalagi tók hann fjölda mynda
af landslagi, bæjum og ýmsu sem
íyrir augu bar. Með fyrirlestrinum
verða sýndar um, 60 skuggamynd-
ir. Meðal þeirra eru mörg mynd-
arheimiili á Ströndum og frá
stjómmálafundutn þar. Þá verða
sýnd ýms höfuðból við Isafjarðar-
djúp, svo sem Melgraseyri, Lauga-
^ESSEX5'
MÖTORS
TILKYNNING.
Eg liefi kært M. Sk. fyrir lög-
reglustjóra Reylcjavíkur út af
auglýsingaþvælu hans um einka-
umboð fyrir Hudson og Essex
bifreiðir, þar semmaðurinn mun
livorki hafa verslunarleyfi né
þau skilyrði sem þurfa til að
slikt leyfi verði veitt honum.
Lög um verslunaratvinnu til-
greina að fyrir leyfi til stórsölu
beri að greiða kr. 1000.00 (og
stimpilgjald kr. 500.00). Sömu
lög ákeða að ef maður rekur
verslun án þess að hafa leyfi,
eða byrjar verslun án þess að
fullnægja settum skilyrðum,
varði það sektum alt að kr.
5000.00, nema þyngri refsing
liggi við að öðrum lögum, og
að auk sekta skuli dæma söku-
naut til að greiða i ríkissjóð
gjöld þau er honum bar að
greiða en hann ekki hefir greitt.
Er nú eftir að vita hvert for-
dæmi öðrum verður gefið með
selctarákvörðun M. Sk. og er
fróðlegt fyrir isl. kaupmanna-
stétt að fá samtímis vitneskju
um liverrar verndar hún má
vænta í álíka atriðum af stjórn-
ar- og yfirvöldum hins fullvalda
íslenslca rílcis.
G. EIRÍKSS, ,
Sími 1980. .
ból, .Vatnsfjöröur og Ögur. Þáeru
myndir frá flestum fjörðunum
vestra, frá Barðastrandarsýslu, t.
d. höfuðbólin Flagi, Brjánslækur
og Staður á Reykjanesi og útsýni
frá Flókabúðum, þar sem Flóki
Vilgerðarson hafði vetursetu. —
Með öllum myndunum verða út-
skýringar og frásagnir um eitt og
annað af Vestfjörðum.
Snjóbifreiðin
hefir nú rutt veginn upp að
Kolviðarhóli. Bifreiðarnar, sem
teptar hafa verið í Svínahrauni,
komust til bæjarins í gær.
Bruni.
í gærkveldi kom upp eldur í
íbúöarhúsinu á Straumi í Hraun-
um í Garðahreppi. Húsið var
gamalt timburhús og læstist eld-
urinn um það á svipstundu. Brann
það til ösku, og einnig heyhlaða,
sem áföst var við það. Mjög litlu
varð bjargað úr íbúðarhúsinu, en
nolckuru af heyi úr hlöðunni. —
Talið er að kviknað hafi út frá
reykháfi íbúðarhússins. — Bjarni
Bjarnason skólastjóri i Hafnar-
firði hafði rekið bú á Straumi um
nokkurn tíma, og biður hann
mikið tjón af bruna Jiessum, Jiví
að húsið var lágt vátrygt.
Koksverðið.
14. nóvbr. f. á. birtist eftir-
farandi fyrirspurn og svar í
Morgunblaðinu:
„Fyrirspurn. Er það rétt, að
Gasstöðin hafi um síðustu mán-
aðamót hækkað verð á koksi úr.
kr. 65.00 upp í kr. 90.00 tonnið?
Á hverju byggist sú verðhækk-
un, þar sem kolin, sem Gasstöð-
in notar, eru keypt áður en ver&-
liækkun á kolum átti sér stað?
Kulvís.
Svar: Morgunbl. liefir spurt
gasstöðvarstjóra að þessu. Hann
segir, að hækkunin hafi átt sér
stað, og hún sé gerð með tillití
til þess að reyna að halda sama
gasverði næsta ár þrátt fyrir
liækkunina á kolunum.“
Hvaða afsakanir hefir gas-
nefnd nú fram að bera, eftir að
Gasstöðin, með nægar kola-
birgðir, er búin að nota sér af
neyðinni, langt fram yfir þörf,
til þess að taka af mönnum 25
kr. af liverju tonni, umfram
upprunalega álagningu, — og
tekur það enn, þrátt fyrir að
kolaverð hjá öllum öðrum, er
lækkað fyrir löngu, og nú komið
ofan í það, sem ]?að var í nóv-
cmberbyrjun ?
Spurull.
Hjúskapur.
1 dag verða gefin saman í
hjónaband af sira Árna Sigurðs-
syni, ungfrú Jónína Jóhanns-
dóttir, Bergstaðastræti 26 og
Jón F. Matthíasson loftskeyta-
maður (Ólafssonar fyrvr. alþing-
ismanns), Laugaveg 28. B.
Kaupmannafélag Reykjavíkur
heldur fund i kveld í Kaup-
þingssalnum (samkv. fundar-
boði). -v- J?eir, sem boðnir eru,
eru beðnir að mæta stundvís-
legá.
Sjómannastofan
liefir fengið leyfi stjórnar-
ráðsins til þess að selja merkl
til ágóða fyrir Sjómannastof-
una. Merkin verða seld niest-
komandi mánudag á götunum,
og eru þeir, sem hjálpa vilja við
söluna, beðnir að koma kl. 10
á mánudagsmorgunáSjómanna-
stofuna.
Leiðrétting.
Misprentast hefir i aug'l. St.
íþöku í gær nafn eins manns,
sem skemtir, — átti að vera
Stefán Guðmundsson (ekkí
Guðlaugsson).
Gjafir
til drengsins á Sauöárkróki, af-
bentar Vísi: 1 kr. frá G., 1 kr. frá
systrum, 2 kr. frá Huldu Geirs-
dóttur, 50 aurar frá Sigurlínu, 50-
aurar frá Guðmundi, 5 kr. frá
gamalli barnakonu, 3 kr. frá þrem
systkinum, 2 kr. frá Þ. M., 10 kr.
frá Óla, 2 kr. frá systkinum, 5 kr.
frá G. V. G., 2 kr. frá G. K. og
S. K., 5 kr. frá systru'm.
Áheit á Hallgrímskirkju
afhent séra Bjarna Jónssyni,
3 kr. frá Völu.
Áheit á Strandarkirkju,
afh. Vísi: 1 kr. (áheit í spilum,
vegna J.h. Ó.) frá B., 2 kr. frá
konu, 10 kr. frá G. J., 2 kr. frá
Á. M., 10 kr. frá ónefndum.
Bakarasveinafélag íslands
heldur fund sinn í G.-T.-húsinti
á morgun kl. 4)4, en ekki kL 2,
eins og auglýst hafði verið.
Kristniboðsfélagið
heldur aðalfund mánudaginn 31,
janúar kl. 8)4 í húsi K. F. U. M,
— Áríðandi að félagar mæti.