Vísir


Vísir - 24.02.1927, Qupperneq 2

Vísir - 24.02.1927, Qupperneq 2
M imnN ds Golman’s Ifasterkja, Colman’s sinnep, Maggis súpntenlngar, Maggls súpukryðd. Libby’s Tomat Catchnp. AHar þessar vörur eru viðurkendar sem bestar, hver á sinu sviSi, enda notaðar rneira og minna um ailan heim. t Pritar SiÉjifn ImMlmm tónskáld varð bráðkvaddur í gær á heini- ili sínu í Kaupmannahöfn. Hann hafði setið við hljóðfæri sitt þegar hann andaðist. Prófessor Sveinbjörn Svein- bjömsson var á 80. aldursári, fæddur 28. júní 1847. Æviatriða bans verður bráðlega minst hór á blaðinu. Creorg Brandes. Eins og getið var mn hér í blaðinu, andaðist Dr. Georg Brandes á laugardaginn var eft- ir uppskurð, 85 ára gamall. Hann tók meistarapróf í fag- urfræði 1864 og hóf strax að rita og gaf út bók um skáldin Hertz, Paludan-Múller, Aare- strup, Richardt og Henrik Ibsen, og líta sumir svo á enn í dag, að sú bólc sé það besta sem hann Iiefir skrifað. Hann fór utan lands og kýhtist ymsurn erlend- um stórmennum ,svo sem Taine og Stuart Mill. pegar hann kom heim aftur tók hann að flytja fyrirlestra sína á háskólanum í Kaupmannahöfn, um aðalstefn- urnar í bókmentum 19. aldar. Fyrirlestrar þessir gerðu hann þegar víðfrægan mann fyrir óvenjumikla þekkingu á bók- mentum annara þjóða. Danir höfðu ávalt álitið, að rómanska stefnan, sem kom með Oehlen- schláger, Grundvig og Inge- mann væri óháð og sjálfstæð, en Brandes hélt því fram, að bún væri afturhvarf frá skyn- semisstefnu 18. aldar, sem ætti að koma aftur með mannúðar- bugsanir sinar endurbættar og skýrðar. En þegar hann fór svo að skýra. „Naturalisme“ Bret- iands og rómönsku stefnuna í Frakklandi, þá gafst hann upp við að halda uppi „realistisku“ stefnunni, og horfði mest á þessi skínandi slórmenni þess- ara tveggja þjóða. 1870 varð Brandes doktor phil. fyrir ritgerð um Taine, sem varð lærifaðir hans. Barátta G. B. fyrir „realistisku“ stefnunni í Danmörku — segja Danir sjálfir — varð í reyndinni árás á þáverandi ástand í Danmörku. Samtíðannenn hans þá, J. P. facobsen og Holger Drachmann, Yotu algerlega með rómönsku gtefnunni í skáldverkum sínum. —• Brandes dróst ávalt ósjálfrátt að öllum andlegum stórmenn- um. Hann skrifaði ritgerðir og bækur um Stuart Mill, og leiddi þá Nietsche í kór i Danmörku. Hann skrifaði um Lasalle, Disraeli og Holberg, síðast að eg hygg' um Julius Cæsar. — Stærsta verkið hans er um William Shakespeare. pað er bók í þrem bindum, og prýdd með ótal myndum af enskum, dönskum og þýskum leikurum og leikkonum í hlutverkum, sem leikararnir hafa leikið í. Komið hefir til tals í fullri al- vöru, að verk Brandesar um Shakespeare yrði þýtt og gefið út á ensku, en livort því iiefir verið komið í framkvæmd, veft ekki sá, sem þetta skrifar. Meiri heiður geta Bretar tæplega sýnt nokkrum erlendum höfundi. Afstaða Georgs Brandes gagn- vart íslendingum hefir lengst af verið vingjarnleg. „Verðandi“- mennirnir munu hafa leitað til hans og hann talað við þá og gefið þeim góðar bendingar. Hannes Hafstein þekti hann ávalt persónulega. Fjalla-Ey- vindi Jóhanns Sigurjónssonar gaf hann þau meðmæli, að leik- ritið væri sú bók, sem hefði glatt hann mest þeirra bóka, sem út hefðu komið í Dan- mörku það árið, en þótti ekki Dr. Rung sýna neina sérstak- lega skáldskapargáfu. — Um „Sverð og bagal“ ritaði hann með góðvild, „þar væri alt hið norræna egta“. — Njála var sérstakt uppáhaldsrit hans og mun íslendingum ekki þykja það undarlegt, svo mjög sem þeir dá hana sjálfir. Með dr. Brandes er fallinn frá einn víðfrægasti maður, sem Danir hafa átt, síðan er H. C. Andersen dó. I. E. Frá Alþingi. Efri deild. par voru þessi mál til um- ræðu í gær: 1. Frv. til 1. um rétt erlendra manna til að stunda atvinnu á íslandi. 3. umr. Frv. þetta var sent uinræðulaust til Nd. 2. Frv. til 1. um viðauka við námulög. 2. umr. 3. Frv. til 1, um uppkvaðn- ingu dóma og úrskurða. 2. umr. Vísir hefir áður sagt frá efni þessarra frv. beggja. Hafa þau nú verið athuguð í nefnd og leit hún svo á, að þau væri frekar tiTbóta. — Voru þau umræðu- laust send til 3. umr. VlSIR Raltvélai? í nikkel kössum (þýskar Grill- ette) kosta frá kr. 1.50. Hvessingárvélar fyrir rakvéla- blöð „Be-Be“ og „Rotor“, s»m veita blöðunum 60. faidan aldur og gefa langtum fínna bit en bægt er að fá á annnn hátt, kosta a<5- eins kr. 7,50. Rnkhnífar ágætar teg. frá 4,50 tíl 7,00. Vasahníf ar landaíns fjölbreyttasta og hesta úrval frá 75 au. til kr. 8 00. Skæri aliar teg. þ. á. m. vasaakæri á 1,10. Naglaskæri samaolögð á 50 aura. Versl. B. H. Bjarnason. 4. Frv. til laga um einkasölu á saltfiski. 1. umr. Frv. þetta fer fram á að ríkisstjómin hafi á hendi sölu á öllum söltuðum og þurkuðum fiski frá Islandi, Er það flutt af Jóni Baldvins- syni, og hefir hann oft áður flutt það í Nd., en aldrei hefir það fundið náð fyrir augum þingmanna. Var það hinn mesti friðarspillir í Eki. í gær, og átt- ust þeir einkum við Jón Bald- vinsson og Jóhann Jósefsson, sem vildi fella frv. þegar í stað. Éftir stranga hríð fór það þó til 2. mnr. með 7 : 6 atkv. Neðri deild. par var fundur örstuttur, að eins 2 mál á dagskrá: 1. Forsætisráðherra lagði fram frv. til fjáraukalaga. 2. Frv. til 1. um viðauka við I. um afstöðu foreldra til óskil- getinna barna, 3. umr., var orða- laust sent til Ed. Ný frumvörp og tillögur. Pétur pórðarson flytur frv. til 1. um breyting á landskifta- lögum. Sveinn Ólafsson flytur frv. til I. um breyting á lögum um um- boð þjóðjarða. Jón Baldvinsson flytur frv. til 1. um viðauka við 1. um sam- þyktir um lokunartíma sölu- búða. Magnús Kristjánsson flytur till. til þál. um rannsókn á kostnaði við að byggja full- komna síldarverksmiðju á Siglufirði. ijúkranarheimlli. —o— íslendingar hafa reist mörg sjúkrahús á siðari árum og hafa nú í smíðum þrjá stóra spítala. En hingað til hefir vant- að hjúkrunarheimili fyrir las- burða fólk, sem þó ekki þarfnast sjúkrahúsvistar. Að vísu hefir verið komið upp Hressingarhæl- inu í Kópavogi, en það er ætlað berklasjúklingum einvörðungu. Ennfreinur má nefna Elliheim- ilið í Rvík. Hjúkrunarheimili eru talin þarfar stofnanir erlendis, og ekki síður sjálfsögð en sjúkra- hús (Plejehjem, Rekonvalesc- enthjem, Sygehjem). Slíkt heim- ili í Rvík mundi verða til hag- ræðis öllum landsmönnum. par mundu fá dvöl sjúklingar, sem bíða eftir rúmi á sjúkrahúsi, eða þeir sem koma af sjúkrahúsi, en þurfa meiri umönnunar og að- ilynningar, en látin verður í té í heimahúsum eða á gistihúsum. Hér dvelja ætíð margir sjúkhng- ar, til sér-lækninga og mundu þeir eiga samastað á hjúkrunar- heimilinu. Má nefna fólk sem sækir augnlækningar, nudd- lækningar, geislalækningar o. fl. Elcki er að efa, að ýmsir heilsu- veilir einstæðingar eða gamal- menni mundu leita til hjúkrun- arheimilisins, a.m. k. um stund- ar sakir. Ekki ætti að korna til mála að taka á væntanlegt hj úkrunarheimili berklas j úkl- inga, ef sýkingarhætta getur af þeim stafað. Málið er þegar komið á góð- an rekspöl, þar sem félagið Hvítabandið hefii" teldð það í sínar liendur, safnað drjúgum hyggingarsjóði og fengið ein- dregið loforð bæjarstjórnar um leigulausa lóð milli Laufásveg- ar og Bergstaðastrætis. Staður- inn virðist vel valinn. Mætti þó e. t. v. telja heimihð sett full- langt frá miðbænum, því við- búið er, að ýmsir, sem þar dvelja eigi erindi á lækninga- stofur, sem gera má ráð fyrir að verði í framtíðinni frekar í miðbænum, en í útjöðrum bæj- arins. Athugandi er og, að veður eru oft svo mikil hér að vetriax- lagi, að gestum heimilisins yrði því erfiðari útigöngur, sem það væri meira á hersvæði. Hygg eg, að gamalmennum EUiheimihs- ins, þeim 'sem fótavist hafa, þætti að ýmsu leyti notalegt að heimilið væri síður afskekt. Hvílabandið befir hér gott mál með höndum, og er ósk- andi að þeir Ijái félaginu hönd til skjótra framkvæmda, sem létt geta undir. Hvítabandið er alþjóðafélag og reisir sér frá- leitt hurðarás um öxl í þessu máli. Að vísu er auðveldara að koma upp slíku hæli, en reka það með góðri afkomu, en auð- vitað greiða gestir heimilisins fyrir fæði, húsnæði og aðhlynn- ingu. Fyrirlcomulag byggingar- innar verður væntanlega eigi mjög frábrugðið íbúðarhúsum einstakra manna, og því síður áhætta að hrinda fyrirtækinu í framkvæmd. G. Cl. Símskeyti Khöfn, 23. febr. FB. . Manndráp í Shanghai. Símað er frá London, að Sun Chuan Fang hafi látið háls- höggva eitt hundrað kínveskra verkfallsforingja og hengja höf- uð þeirra upp á götunum í Shangliai. Póstmeistarinn í Shanghai hótar að láta háls- höggva alla póstmenn, er taka þátt í verkfallinu. Kínverskir fallbyssubátar í Shanghaihöfn hafa svikið Sun Chuan Fang og hafa skotið á bæinn. Engir Evrópumenn biðu bana í skot- hríðinni, er mun hafa verið beint á kínverska borgarhlutann eingöngu. Flogið yfir Atlantshaf, Símað er frá Rio de Janeiro, að ítalinn Pinedo hafi flogið yfir Atlantsliafið milli Kapverd- ísku eyja og Brasiliu. Neyddist Pinedo til þess að lenda tvær mílur enskar frá Brasilíuströnd- um. Andsvar. --o—■ Herra Aðalsteinn Kristinsson hyrjar svar sitt í gær til mín í Vísi á því að reyna að sýna fram á hvílíka brjóstgæsku hann hafi sýnt mér með því að ljósta því ekki þegar upp, að eg heföi tilfært mjög ónákvæmt, það sem Sig. Sigurðsson segir í bók sinni á bls. 76 neðanmáls. pað er eins og það sé aðalatrið- ið hvaðan eg hefi sannleikann, en ekki hitt, hvort eg fer með rétt mál. Ef eg hefi tilfært óná- kvæmt á eg um það við Sig- urð. Alveg sama meinlokan kemur fram hjá A. K., þegar hann leyfir sér að slá því fram, „að það stríði á móti almennu velsæmi að birta bréf annara í heimildarleysi o. s. frv.“ Hér skolast auðsjáanlega saman í höfðinu á honum tvennt alveg ólíkt. pað er bersýnilegt að hon- um er óljós sá megin munur, sem gerður er á því meðal al- þjóðar: að birta einkahréf ein- staklinga, sem talið er óviðeig- andi, og hins vegar, að birta almenn viðskiftabréf verslunar- félaga; það held eg að hafi ekki hingað til verið talið stríða á móti almennu velsæmi. Eg vona því fastlega, að mér sé óhætt að treysta því, að eg hafi ekki sært almenna velsæmistilfinningu margra, þótt eg birti þessi bréf félaganna um tilbúinn áburð, sérstaklega þegar þess er lika gætt, að þetta er viðvíkjandi máh, sem er á allra vitorði og beinlínis orðið alþjóðareign. Bréfin voru líka það eina, sem skorið gat úr í því, hvor okkar A. K. færi með rétt mál, og það er ekki vefengt að afrit bréf- anna, eins og þau eru þýdd, sé rétt. Ef bréfin sönnuðu mál A. K., var ibirtingin mér sjálfum fyrir verstu, en A. K. mátti vera mér þakklátur, því þá tóku bréf- in af honum ómakið að svara mér. En ef bréfin sanna minn málstað, þá var ofur eðlilegt að A. K. reiddist mér og reyndi eftir mætti að ldóra í bakkann — og þetta hefir hann lika hvor- tveggja gert. Jæja, nú snúum við okkur að ágreiningsatriðunum. pað er viðurkent að Norsk Hydro fekk Nathan & Olsen til að gefa það eftir, að Sís fengi umboð með þeim og að C. Olsen og Sig. Sig. fóru þess á leit við A. Iv. sl. sum- ar, að Sís tæki umboðið með N. & O. Um þetta er þvi alls ekki deilt. pað sem deilt er um er: 1. Eg segi annars vegar að Sís hafi ekki þegið umboðið, en A. K. að notuð hafi verið „þau gögn sem fyrir lágu“ til að ná í það. 2. Eg tel bréf Sambands- ins til N. H. klaufaleg og jafn- vel fara með aðdróttun, en A. K. segist vera á gagnstæðri skoðun. — petta verð eg að sundurliða svo nákvæmlega vegna þess að A. K. gerir aug- ljósa tilraun til að smjúga úr

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.