Vísir - 16.03.1927, Blaðsíða 4

Vísir - 16.03.1927, Blaðsíða 4
V*&1R OOQOOQOOOQOQOQOQQQQOQOQOOa Zeiss- Ikoa Nýjar birgðir. Lækkað verð. Sportvörnhús Reykjavíkur. (Einar Björnsson). IQOOOOOQQOOOCXXXSOQQQQOOOQC Fiá Færeyjnm. Ætla Norðmenn að endurreisa Magnúsarkirkju ? Nýlega hefir norski fræðimaS- urinn prófessor Joh. Meyer stung- i'ö upp á því, aö Norömenn hlypu undir bagga með Færeyingmn til þess aS endurreisa hina fornu kirkju í Kirkjubæ, þá er byrja'5 var aö byggja á dögum Erlends biskups, en aldrei varö fullger. Ýmsir merkir Norömenn hafa tek- 'iö í sama strenginn, t. d. Sinding Larsen, byggingameistari, og legg- ur hann til aö Norömenn gefi Fær- eyingum allar tréþiljur og innan- stokksmuni í kirkjuna, og helst efniö í kirkjuþakið, sem mun veröa kostnaðarsamast að útvega og koma fyrir, þvi veggir kirkj- unriar standa þann dag í dag, eins og þegar smiöirniryfirgáfu kirkju- smiðina á dögum Erlends biskups. Færeyskur sendimaður í Höfn. Johannes Patursson skrifar ný- lega í „Tingakrossur" grein með yfirskriftinni: „Færeyskur konsúll í Höfn“. Vill hann aö Lögþing eyjarskeggja skipi sérstakan mann í Kaupmannahöfn, sem sjálfstæö- an umboðsmann Lögþingsins. Að- alstarf þessa manns á aö vera að hafa gát á því, að dönsk blöð flytji ekki dómadagsvitleysur um Fær- eyjar og Færeyinga, eins og stund- um hefir þótt við brenna. Sendi- maðurinn myndi og auðvitað greiða götu þeirra Færeýinga, sem leituðu hans aðstoðar, og eins greiða fyrir allri verslun Færey- inga við Höfn. Færeyingar eru sárgramir yfir um'mælum danskra blaða, úti af dansförinni, sem ekkert varð þó af. isar þakpappl, sanmnr, hnrðarpnmpnr, skrár, lamir, loftventlar, o. il. fyrirllggjanði. 1 Einarssan & fist Nýtt: Kartöflur, norskar á 9 kr. pok- inn, danskar kartöflur, fslenskar kartöflur, íslenskar pulrófur frá Hvanneyri, hvitksl, rauðrófur, gul- rætur, laukur, epli, vínber og gló- aldin. — Talið fljótt við — Von, Simi 448 (tvær Ifnur.) Bankabygg ómal. Bankabygg knosaö, Bankabyggsmjöl. Notið niðursoðna frá okkur. Það er gott, handhægt og drjugt. Slátarfélag Snðurlands. VINNA | Bind kransa úr lifandi blómum. Guðrún Helgadóttir, Bergstaða- stræti 14. Sími 1151. (404 Iilutakona óskast suður í Voga. Hátt kaup í boði. Uppl. hjá Eli- asi F. Lyngdal. (427 Stúlka óskast í vist. A. v. á. (421 Maður óskast til sjóróðra. Uppl. hjá Símoni Jónssyni, Grettisgötu 28. (423 Til leigu: Litil stofa með hlið- arherbergi, einungis fyrir ein- hleypa stúlku. Uppl. Barónsstig 14, eftir kl. 7. (369 PTpa“dTd1 Mórauðir karlmannssokkar hafa tapast frá Grettisgötu niður ’á Hverfisgötu. Skilist á Grettisgötu 53- (419 Bamlaus handverksmaður óskar eftir 2 herbergjum 0g eldhúsi frá 14. maí. Tilboð, merkt: „Hand- verksmaður“, sendist afgr. Vísis. (356 Lítil brjóstnál (úr smásteinum) týndist í gær, frá Kvennaskólan- um niður á simastöð. Skilist á af- gr. Vísis. (413 KAUPSKAPUR Fermingarkjóll til sölu Grettis- götu 33 A. (420 Ný smókingföt til sölu. Uppl. Laugaveg 33 B, uppi. (417 h 1 LEIGA Bú'ð óskast til leigu. Uppl. í síma 978. (424 Fræsala. Allskonar blómfræ og matjurtafræ, selur Ragnheiður Jensdóttir, Laufásveg 38. (416 I^'tilkynning | Þær systurnar Rannveig og Þóra’ Magnúsdætur, frá Stræti, eru beðn- ar að koma til viðtals á Lindar- götu 50. (425 Grímubúningur til sölu Njáls- götu 3, niðri. (414 Lítið notaður, eldtraustur pen- ingaskápur, helst lítill, óskast til kaups. A. v. á. (412 Ný smokingföt til sölu. Verð kr. Hús við Grettisgötu 20 C, 3 her- bergi og eldhús, ásamt geymslu- skúr, til leigu frá 14. maí. Uppl. i síma 571. (415 100.00, og lítið notuð sumarföt. Uppl. Bergstaðastræti 11 B. (40S Orðabók Konráðs Gislasonar til sölu. Uppl. á Vitastíg 7. (407 Nokkrar hænur til sölu Spítala- stíg 8. (406 Skrifstofuherbergi og herbergi fyrir einhleypan til leigu 14. maí. Aðalstræti 9. Þórður Jónsson. (411 Rafsuðuplata til sölu Vesturgötu 30. Á sama stað kvengrímubúning- ur til leign. (403 Herbergi með miðstöðvarhita og ræstingu til leigu fyrir einhleypan. Uppl. i sima 438. (410 Nýleg, fríttstandandi eldavél til sölu nú þegar. Ólafur Jónsson, lög- regluþjónn. (402 Einhleypur maður óskar eftir herbergi með öllum húsgögnum. A. v. á. (409 Notuð eldavél og rafmagnslampi til sölu. A. v. á. (401 2 herbergi og aðgangur að eld- liúsi fæst leigt. Uppl. í síma 208. (405 T V Aflöng prjónavél, með um tvö hundruð prjónum, fæst til kaups með tækifærisverði, eða í skiftum* fyrir aðra nytsama hluti. A. v. á. (400 2—3 herbei'gi 0g eldhús óskast frá 14. mai n. k. Upplýsingar . í síma 172, eða hjá Lárusi Lárus- syni, Bröttugötu 6. (430 Til sölu ódýrt silfurbelti. Fram- nesveg 50 A (kj'allara). (429 3—4 herbergja ibúð óskast til leigu 14 mai, sem næst Miðbæn- um. Uppl. í sima 606. (302 Ford-vöruflutningabifreið, sem ber hálfa smálest, til sölu og sýnis á Laufásveg 2. (428 Sólrík, stór stofa og hálft eld- liús til leigu fyrir litla fjöl- skyldu, Grettisgötu 53 B. (435 Reyktur Mývatnssilungur til sölu. Versl. Kjöt & Fiskur, Lauga- veg 48. Sími 828. (422 Á útsölunni í Klöpp fáið þér karlmannsnærföt, settið á kr. 4.90, gólftreyjur á 4,95, og allskonar sokka, ódýra. Komið í Klöpp. Þat? sparar yður peninga. (426 Flosklæddur sóffi til sölu á Bræðraborgarstig 19. Tækifær- isverð. (437 Sódi á 10 aura % kg., kristal- sápa 40 aura % kg. og ýms þvottaefni frá 50 au. Bjöminn, Bergstaðastræti 35. Sími 1091. (432 Ágæt, smágerð taða til sölu. Ágúst Ármann. Sími 649. (436 Sveskjur 60 au. % kg., rúsín- ur 75 au. % kg., saftpelinn á 50 au. og allar matvörur með lægsta verði. Björninn, Berg- staðastræti 35. Sími 1091. (433 Tveir fallegir grímubúningar til sölu. Uppl. á Laugaveg 76 C, niðri. (434 Danskir, sænskir, norskir silf- ur- og nikkelpeningar keyptir. Grundarstíg 8, uppi. (351' Reiðhjólaverslunin, Veltu- sundi 1, hefir reíðhjól í stóru úrvali og alt þeim tilheyrandi. Viðgerðir afgreiddar fljótt (263 Reiðhjólagummí, dekk og, slöngur í miklu úrvali og ávalt fyrirliggjandi mjög ódýrt. Reið- hjólaverslunin, Veltusundi 1. (264 Ef þér þjáist af hægðaleysi, er besta ráðiö að nota Solin-pillur. Fást í Laugavegs Apóteki. Notk- unarfyrirsögn fylgir hverri <JÚ3. Rjómi fæst í Alþýðubrauðgerð- inni. (119 Notuð, islensk frimerki era keypt hæsta verði i Bókabúð- inni, Laugaveg 46. (103 Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar. Mikið úrval. Sporöskjuramm- ar. Myndir innrammaðar. Freyju- götu 11. ' (286' Lifandi blóm fást á Vestur- götu 19. Send heim ef óskað er. Sími 19. (291 F j elas sprcntsmiC) an. ÁST O G ÓFRIÐUR. „Rétt er það! Cotheníus var annars búinn aö segja mér það. Ætlið þér nú að fara að græða sár þessara manna á yðar hátt? Kunnið þér nokkuð til þess? Úlrika tók kjark í sig og svaraði rólega: „Já, eg kann það, yðar hátign. Faðir minn lá rúmfastur árum saman og þá lærði eg að hirða sár, enda hefir yfirlæknirinn leyft mér að neyta þeirrar kunnáttu rninnar hér i þaríir liðsforingja yðar.“ „Og þér vonið, að þér getið frelsað fót merkisberans ? Það skyldi gleðja mig. Mér fellur það afarilla, að hinir hraustu liðsforingjar mínir verði óvígir vegna þessara limstýfinga. Gerið þér það, sem í yðar valdi stendur, fagra barn. Eg inun verða yður mjög þakklátur fyrir það.“ Hann brá við hendi, kvaddi merkisberann og hjúkr- unarkonuna og hélt leiðar sinnar. Prinsamir kvöddu kurteislega og fylgdu honum eftir. Úlriku vöknaði um augu. Bondemer sá það og las í huga hennar, h.vað hún átti við, og sagði: „Vesalings höfuðsmaðurinn!“ * * * Dagar og vikur Iiðu nú rólega og tilbreytingarlaust. Tíminn Ieið fljótt fyrir Úlriku, því að nú hafði hún nóg um að hugsa. Bondemer var í afturbata og Cothenius hafði fyrir löngu lýst því yfir, að óþarft væri að taka fótinn af. Hann hafði oftar en einu sinni vottað Úlriku viðurkenningu sina fyrir nákvæma hjúkrun hennar. Unga hetjan frá Torgau, sem konungur var að hug- hreysta á banabeði sínum, var lagstur til hinnar hinstu hvíldar, og ásamt honum margir þeirra, sem verið höfðu í sjúkrahælinu. Bondemer var meðal þeirra, sem voru í afturbata 0g átti von á að geta farið að klæðast, áður en langt um liði. Hann sat í einkennisbúningi sinum og lagði veika fót- inn á stól og hvíldi höfuðið á kodda, en var þó hinn fjörlegasti til augnanna. Hann beið þeirrar stundar með óþreyju, að hann gæti stigið á hest sinn og horfið aftur til herdeildarinnar. Það var altalað, að hernaðurinn mundi byrja aftur í marsmánuði, og fanst honum það óbærileg tilhugsun, ef hann gæti ekki tekið þátt í honum. Morgun einn kom Úlrika í sjúkrahælið, ásamt þjóni sinum. Hún spurði um líðan hinna sjúku, og hughreysti þá, enda var hún uppáhald allra sjúklinganna og jafn- framt læknanna og hjúkrunarkvennanna. Yfirlæknirinn sagði stundum brosandi, að sjúklingarnir þyrftu ekki annað en að sjá hana, til þess að hressast og styrkjast. Miðdegisverðartiminn nálgaðist, þegar hún endaði göngu sína í herbergi Bondemers, er hann varð nú aö* vera í ásamt öðrum sjúklingi af Ziethenriddurunum. Hann fór að kvarta um, að h a n n væri alt af sein- astur af sjúklingunum, sem hún vitjaði um. En í rauie réttri var hann mjög ánægður með þetta, því að þá gat hún setið þess lengur hjá honum. „Góðan daginn, herra Bondemer. Hvernig líður yðu»> —- og yður, herra Arním?“ spurði hún vinalega. „Auðvitað ágætlega. Hvernig spyrjið þér, náðuga frur þegar þér komið til okkar sjálf?“ svaraði Bondemer glaðlega. Hann greip hönd hennar og bar hana að vörum sér með djúpri lotningu. Riddarinn tók i sama strenginn. Hann var særður á höfði, en var nú einnig á batavegi. Nú gaf þriðji maðurinn sig fram, er hafði staðið út við gluggann, án þess hún tæki eftir honum. „Viljið þið ekki gera svo vel að segja til mín, svo að eg geti líka fengið tækifæri til að votta yðar náð hylli mína?“ spurði hann alúðlega. „Svo skal vera," svaraði Bondemer þegar. „Frú von Reutlingen, —• þetta er herra Zitsewitz úr Scmettanridd- aradeildinni, vinur höfuðsmannsins okkar,“ sagði hann því næst. Hún leit á hann og roðnaði við, en hann brosti og hneigði sig fyrir henni. „Náðug frúin kannast varla við mig, sem ekki er von,‘f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.