Vísir - 19.03.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 19.03.1927, Blaðsíða 2
VíblK )f te ™hmsO lsishC Höfnm fyrirliggjandi: Lauk, Kartöflur. Stundum er ekki tími til þess a5 fara heim í kaffi, og jafnvel erf- itt að skreppa út til Rosenberg. Ómögulegt er þó að komast af án einhverrar næringar. M ir til ráfl ifið Eiessu Á leið til vinnu skjótist þér inn í næstu búð og kaupið einn pakka af TOBLERONE, Það er Nærandi, Hressandi. Ljúffengt, og engin tefst írá vinnu þó að hann fáí sér bita við og við. M Tólfl i tunnum, kössum og skjöldum. Sími 1020. Símskeyfi Iíhöfn, 18. mars. FB. Rússar og Svisslendingar. Símað er frá Genf, að sá orð- rómur leiki á, að tilraunir séu gerðar til þess að útkljá deilu- mál þau milli stjórnanna í Sviss og Rússlandi, sem komu upp eftir morðið á fulltrúa Rússa á Lausannefundinum 1923. Hafa stjórnirnar síðan deilt um ýmis- legt viðvíkjandi máli þessu og eigi ræst úr og liefir rússneska stjórnin, síðan morðið var fram- ið, neitað að taka þátt i ráðstefn- um, sem haldnar hafa verið í Sviss. Frá Kína. Símað er frá London, að inn- byrðis deilur Canton-manna hafi þegar haft áhrif í þá átt að tefja fyrir því, að herinn sæki fram af jafnmiklum krafti og til þessa. Jafnframt er af Can- tonmanna hálfu lögð enn meiri áhersla á undirróður gegn Eng- landi. Utan af landi. Vestmannaeyjum, 18. mars. Fiskflalningavcl hefir Gísli Johnsen konsúll fengið og sett upp hér. Var hún sýnd bæjar- búum í dag og gekk ágætlega. Fiskimatsmaðurinn kvað hana fletja prýðilega. Eftir hraða hennar í dag að dæma, fietur hún um 1000 fiska á klukku- stund. petta er fyrsta og eina vélin hér á landi af þessu tagi, en eftir þeirri reynslu, sem hún virðist ætla að gefa, er enginn vafi á að þessar vélar eiga framtíð fyrir sér hér á landi og verða sennilega taldar nauðsyn- legar í hverri veiðistöð áður en langt um líður. Afli fremur tregur enn þá. 1. mars var aflinn orðinn 4197 skippund. Hersir. Akureyri, 19. mars. Besla tið, aflabrögð lítil. — Hrognkelsaveiði að hyrja. — Kíghóstinn kominn liingað, nokkur tilfelli væg. í sumar verður unnið liér áfram að hafnarvinnunni, sem byrjað var á i fyrra. Byrjað verður á að malbika- götur innan skamms og er und- irhúningur undir það starf haf- inn. Frá Alþingi. Efri deild. par voru þessi mál á dagskrá í gær: 1. Frv. til 1. um heimild lianda ríkisstjórninni til að ábyrgjast lán fyrir Landsbanka Islands, frh. 2. umr. — Vísir sagði í gær nokkuð frá ágreiningi um þetta mál í efri deild. Nú héldu um- ræður áfram og bar margt á góma, þótt það snerti ekki bein- línis það frv., sem þarna lá fyr- ir. Loks var frv. vísað til 3. umr. með öllum atkv. þm. gegn 1 (JBald). 2. Frv. til 1. um breyting á 1. um sandgræðslu, 3. umr. petta frv. var samþ. með litlum breyt- ingum og afgreitt til Nd. 3. Frv. til 1. um stofnun hús- mæðraslcóla á Hallormsstað, 1. umr. Flm. þessa frv. er Ingvar Pálmason og efni þess, að hús- mæðraskóli skuli stofnaður að Hallormsstað. Á rikissjóður að Ieggja fram % stofnkostnaðar, gegn % annars staðar að, og á ríkissjóður að annast rekstur slcólans að öðru leyti'. Heima- vistir skulu vera við skólann fjTÍr að minsta kosti 30 nem- endur, og kúabú skal rekið í sambandi við skólann. — Frv. þetta fór umræðulitið til 2. umr. 4. Till. til þál. um að kaupa eða leigja flugvél til póstflutn- inga, fyrri umr. Jónas Jónsson flytur þessa tillögu og er efni hennar svo sem 1 fyrirsögn seg- ir, en auk þess á að útvega liæf- an erlendan flugmann til að starfrækja flugvélina. Tilraunir skulu hefjast þegar næsta sum- ar. — Till. var vísað til siðari umr. umræðulítið. Neðri deild. par voru þessi mál rædd í gær: 1. Sérleyfið til Titans. — Nú var JAs lokið 2. umr. þessa máls og það sent til 3. umr. Höfðu þeir talaö fyrir málinu Magnúsar Guðmundsson, Jóns- son og Torfason, Jörundur Brynjólfsson, Sveinn Ólafsson og Klemens Jónsson. Hann var framsögumaður samgmn., sem hafði haft málið til meðferðar, (pótt undarlegt megi kallast fór það ekki til fjárhagsnefndar); —- og hvíldi þvi á honum mest- ur þungi af vörnum fyrir frv., og var svo að sjá, sem hann ynni þar Ijúft verk. — pað sem fylgismenn frv. bentu fyrst og fremst á, var að þarna fengist járnbraut austur fyrir mjög lít- ið tillag úr ríkissjóði (2 miljón- ir króna). Félagið myndi vinna áburð úr loftinu og yrði þá hæði ódýr og auðveld ræktun á ís- landi. Rafmagn yrði þarna til að lýsa upp og hita bæði sveitir og kaupstaði. Ætti að selja það ákaflega ódýrt. — Ekki væri hætt við að ekkert yrði úr fram- kvæmdum. Margir sterk-ríkustu menn i Noregi hefðu lagt stórfé í fyriij|ækið nú þegar, og mundu ekki vilja glata þeim eignum sínum. pví væri þeim nauðug- ur einn kostur að halda áfram. — M. Guðm. kvaðst hafa talað við Aal málafærslumann í Osló, einn af aðaleigendum félagsins og mjög merkan mann, og liafi hann sagt, að nóg fé væri fáan- legt, bæði í Noregi og í Ham- borg. — Frsm. samgmn., Kl. J., kvað óhætt að treysta sínum upplýsingum í málinu, þar sem Iiann hefði verið í stjórn Titans síðan 1918, og verið á 8 stjórn- arfundum félagsins, og fyrir nokkrum árum séð hluthafa- skrá þess. — pess er skylt að geta, að Jör. Br. og Sv. Ó. töldu sig fyrst og fremst vera með sérleyfinu vegna járnbrautar- lagningarinnar. Sumum þm. leist ekki eins vel á fyrirtækið og þeim, er nú hafa verið nefndir. Sá sem mest og eindregnast talaði á móti því var Jakob Möller. Hélt hann 3 ræður, og verður hin fyrsta prentuð í Vísi innan skamms. Árni Jónsson frá Múla behti á, að áburðarvinsla þætti illa borga sig í Noregi nú orðið. Stærstu verksmiðjurnar sums staðar ónotaðar, af því að ekki svaraði kostnaði að reka þær. Væri þó miklu hægara um vik að virkja fossa þar en hér. pótti honum einnig undarlegt, að þeir menn, er í fyrra hefðu talið járnbrautina gróðafyrirtæki fyr- ir ríkissjóð, teldu það nú góð- verk af Titan að vilja leggja brautina með ríkissjóðs styrk. pó ættu flutningarnir að auk- ast stórkostlega við byggingu orkustöðvarinnar, svo að líklega mundi járnbraulin þá ekki bera sig lakar. — Var hann sammála öðrum andmælendum um það, að sennilega yrði aldrei neitt úr framkvæmdum hjá félaginu. pórarinn Jónsson talaði fyrst og fremst fyrir brtt. þeirra B. Sv. um að afnema tillag ríkis- sjóðs til járnbrautarlagningar- innar. Kvpð hann þá flm. altaf hafa verið andvíga járnbrautar- lagningu, og vildu þeir enn ekki, að ríkissjóður legði þar í fé sitt. En þó hefðu þeir ekki á móti, að einkafyrirtæki tæki að sér brautina, ef Alþingi þætti á annað borð rétt að veita þetta sérleyfi. — Um þessa brtt. sagði Kl. J., að yrði hún samþ. mundi ekkert verða úr framkvæmdum. pó er það ekki nema 2 milj. kr. viðbót við annan stofnkostnað fyrirtækisins, sem er nálægt 50 miljónum króna. Héðinn Valdimarsson gerði lítið úr því, að Reykjavikurbær fengi ódýrt rafmagn hjá Titan. pótt eitthvað yrði úr fram- kvæmdum þess mundi verða of langt fyrir bæinn að bíða eftir rafmagni úr þessari átt. Nú þeg- ar sé þörf bæjarins orðin svo að- kallandi, að á allra næstu árum verði að auka rafmagnið. Verði þá sjálfsagðasta ráðið að virkja Sogsfossana, sem miklu hægari og ódýrari sé í meðförum en pjórsá. — Héðinn kvaðst fylgj- andi járnbraut austur, en hann vildi ekki að þessu félagi væri fengin hún í hendur. pað yrði til að tefja málið, og auk þess væri hún þess eðlis, að sjálf- sagt væri að ríkið ræki hana sjálft. í síðari ræðum sínum mintist Jakob Möller m. a. á það, að ef iðnrekstur Titans kæmist í framkvæmd (sem heldur væri ósennilegt) og hinum útlendu eigendum þætti illa ganga, gæti vel komið fyrir, að þeir legðu árar í bát og hættu öllu. Og hvar væri þá staddir allir þeir verka- menn, sem gintir liefðu verið frá öðrum atvinnuvegum til þessa. Eitt af því, sem bent var á um traust Títans var það, að fyrir fám dögum hafi verið seld hér á uppboði 9 þúsund króna hlutabréf í félaginu og farið fyrir 301 krónu. Að umr. loknum var frv. sent til 3. umr. Brtt. pórJ. og BSv. var feld með miklum atkvæða- mun. Að eins 2 þm. (JakM. og pórJ.) greiddu nú atkvæði gegn frv., en ýmsir tóku fram að þeir fylgdu því að eins til 3. umr. 2. Frv. til 1. um breyting á 1. um notkun bifreiða, 2. umr. — Frv. var visað til 3. umr. með nokkrum breytingum, sem alls- herjarn. hafði lagt til að sam- þyktar yrði. 3. Frv. til 1. um sölu þjóð- jarðarinnar Sauðár til Sauðár- Itróks, var til 1. umr. og var vís- að til 2. umr. og nefndar. Ný frumvörp. Ingólfur Bjarnarson flytur frv. til 1. um breyting á I. um ritsíma og talsímakerfi. Meiri hl. landbúnaðrn. flytur frv. til I. um sauðfjárbaðanir. Æfiferilsskýrslan og Kristján Albertson. Kristján Albertson segir í Verði á dögunum, aS sér sé ákaflega ó- ljúft að leggja orð í belg um við- skifti Leikfélagsins og Guðmund- ar Kambans. — Hann virðist halda, að hann geti hulist bak við þessa hræsnis-blæju, sem er a£ af sama toga spunnin og vandlæt- ishjúpur sá, sem hann brá yfir sig í upphafi blaðamensku sinn- ar. En honum ferst fátt höndug- lega, og eins og svo oft áður, þá skin hræsnin enn í gegn um um- rnæli hans. Á fundi Leikfélagsins, sem réðí þessu Katnbans-máli til lykta, mæltist Kr. A., sém er fyrv. for- maðtir félagsins, þótt við litinn orðstír sé, til þess, að hvernig sem málinu lyki, þá yrði það ekki gert að opinberu deilu- eða blaðamáli. En í fyrsta tölublaði blaðs síns, sem út kom viku síðar, notar hann þó tækifærið til þess, að lýsa það hneyksli, að Leikfélagið hafn- aði tilboði Kambans. „Vandlætar- inn“ mikli bar þó ekki við, að gera nokkra grein fyirr því, hvers vegna það væri hneyksli. Hann var ek'ki að liafa fyrir þvx, að segja sögu málsins. Hann hélt bara á- frám uppteknum hætti, að reyna að gera Kamban „mikinn mann“, þó aS efnin væri lítil, svo lítil, að skálda þurfti upp tilboð um leik- stjórn úr ýmsum á'ttum, til'boö, sem spáð er að ekki muni reynast mikils virði. — Þetta asnaspark Kristjáns til Leikfélagsins var þó látið afskiftalaust. En fyrverandi formaðurinn gat þó ekki setið á sér, að vega að Leikfélaginu á ný. Og nú tekur hann sér það „til- efni“ til þess, að „Vísir“ hafi skrif- að ómaklega um Kamban. Hann getur ekkert um það, að áður en „Vísir“ tók til máls, hafði Kamb- án hafið eltingaleikinn við Leikfé- lagið og farið um það, og látiö fara, mjög lítilsvirðandi og ómak- legum orðum í þremur greínum í „Morgunblaðinu“. — Hinn „sam- viskusami“ blaðamaðui’ vill láta lita svo út, sem „Vísir" hafi að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.