Vísir


Vísir - 22.03.1927, Qupperneq 2

Vísir - 22.03.1927, Qupperneq 2
RÍSIR D HamM & Oilsh<I1i8 Hðfam fyrirliggjðBdi: Lauk, Kartöflur. i Margir munu kann- ast við það að sultur þjáir þá á milli máltíða og oft er þá nauðsyn- legt að fá sér örlitla næringu. M gr til ráð við Á leið til vinnu skjólist þér inn i nffistu búð og kaupið einn pakka af TOBLERONE, Það er Nærandi, Hressandi, Ljúffengt og enginn tefst frá vinnu, þó að hann fáí sér bita við og við. Símskeyti Khöfn 21. mars. FB. Friðlegra á Balkan. Símað er frá Berlín, aS í heims- blöðunum sé ekki um anna'S meira rætt, en ófriðarhættuna á Balkan- skaganum. Blaðið Vossische Zeít- ung heldur því fram, að ítölum sé mest um að kenna, og segir ásak- anirnar á hendur Júgóslövum ó- sannar meS öllu. Stingur blaðiö upp á því, að Stresemann geri til- raun til þess að miðla málum. ;Vi8sjár með Frökkum og ítölum. Símað er frá Rómaborg, að blöð- in í ítalíu halda því fram, að Frakkar vinni að því með Ieynd. að Júgóslavar hrindi ófriðar- áformum sínum í framkvæmd. — Símað er frá París, að stjórnin í Frakklandi neiti því harðlega, að r.okkur fótur sé fyrir ásökunum ítala. Leggur hún báðum máls- aðilum þau ráð, að gæta stilling- ar. Sum frakknesku blaðanna virð- ast hallast að því, að um samvinnu á milli Englendinga og ftala í Balkandeilunni sé að ræða. Vopnahlé í Kína. Símað er frá Shanghai, að yfir- hershöfðingi borgarinnar hafi far- ið þess á leit við yfirstjórn Can- ton-hersins, að vopnahlé verði samið. Menn búast við því, að Cantonherinn fái Shanghai án frekari bardaga. Fri Alþingi. —o— Efri deild. Þar voru þessi mál til umræðu í gær: 1. Frv. til 1. um breytiagu á 1. um samþyktir um sýsluvegasjóði, 2. umr. Samþyktar voru allmarg- nr brtt. við frv. frá samgmn., og því síðan vísað til 3. umr. 2. Frv. til 1. um heimild handa ríkisstjórninni til aö ábyrgjast lán fyrir Landsbanka íslands, 3. umr. — Um þetta mál var enn mikið talað, en flest hið sama sem við 2. umr. málsins. Skömmu fyrir kl. 11 varð loks atkvæðagreiðsla. Féll hún svo, að frv. var samþ. með 7:5 atkv. Já sögðu íhaldsmenn, Bjöm Kristjánsson og Magnús Kristjánsson, en nei aðrir fram- sóknarmenn og Jón Baldvinsson. Tveir íhaldsmenn vora fjarstaddir. — Frv. breyttist ekkert í efri deild og var því afgreitt sem lög frá ’AIþingf. ‘ 1 , Neðri deild. Þar stóð fundur yfir frá kl. 1 —4 í gær, og voru þessi mál rædd: 1. Frv. til 1. um breyting á 1. um notkun bifreiða, sem áður hef- ir verið frá skýrt í Vísi, var til 3. umr., og var afgreitt til efri deildar umræðulítið. 2. Frv. til sveitastjórnarlaga, 3. umr. Frv. var tekið af dagskrá eftir hokkrar umræður, með því að Hákon Kristófersson tilkynti, að hann mundi bera fram nokkr- ar brtt. við það. 3. Frv. til 1. um breyting á og viðauka við 1. 1926, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka íslands til að gefa út nýja flokka banka- vaxtabréfa, 1. umr. Frv. þetta er borið fram af fjhn. neðri deildar, og fer fram á að rikissjóður taki lán að upphæð 4J4 tniljón króna til að bæta við nýjum flokki banka- vaxtabréfa og til að efla Ræktun- arsjóð. Einnig á að liðka ögn á- kvæðin um veðdeild í gildandi lögum, svo að hægt sé að hafa meira en einn flokk hennar „op- inn“ til útlána í einu. — Frv. var vísað til 2. umr. umræðulitið. 4. Till. til þál. um skipun milli- þinganefndar til að rannsaka hag bátaútvegsins og gera tillögur til tryggingar honum, fyrri umr. Till. þessi fer fram á, að kosin verði 5 manna milliþinganefnd, í samein- uðu þingi, sem komi með tillögur sínar fyrir næsta Alþingi. Verk- efni nefndarinnar er að athuga ýmislegt um smábátaútveginn, hve gera megi hann tryggari og til- kostnaðarminni, breyttar veiðiað- ferðir, hve auka megi verðmæti fiskúrgangs og verðlítilla fiskteg- unda, hver ráð sé til að útvega ó- dýrara rekstrarfé o. fl., o. fl. — Flm. eru þeir Sveinn Ólafsson og Ásgeir Ásgeirsson. Sv. Ö. flutti langan fyrirlestur um landbúnaö og smábátaútveg og hve þær at- vinnugreinir væri andlegu lífi manna miklu hollari en aðrar, sem hér tíðkast. Að lokum var till. vis- að til síðari umr. og sjútvn. 5. Till til þál. um kaup á hús- eignlnni nr. 16 við Hafnarstræti, fyrri umr. — Húseign þessi er austan viið Iandssimastöðina, og stöðvarinnar vegna festi lands- stjómin kaup á húseigninni í vet- ur, þótt ekki verði til fullnaðar frá kaupunum gengið fyrr en Al- þingi hefir sagt sitt álit. Till. var vísað til síðari umr. 6. Till. til þáL um breyting á reglugerð Ræktunarsjóðs fslands, ein umr. Þingmenn Norð-Mýlinga (ÁJ og HStef) og Jón Kjartans- son, flytja þessa tillögu. Fer hún í þá átt, að lán til rafmagnsstöðva á sveitabæjhm njóti betri kjara en verið hefir. Eftir litlar umr. var umræðu frestað og málinu vis- að til landbn. 7. Frv. til 1. um breyting á 1. um hvíldartíma háseta á íslensk- um botnvörpuskipum, 1. umr. Frv. þetta er fram borið af Héðni Valdimarssyni, og fer fram á að bækka hinn lögboðna hvíldartíma á botnvörpuskipum upp í 8 stund- ir á sólarhring. Um þetta frv. urðu nokkurar umr., og vildu margir íhaldsmenn láta fella það þegar í stað. Loks var því þó vísað til 2. umr. með 11:9 atkv. Margir þm. voru fjarstaddir, en af þeim, sem við voru, greiddu allir íhaldsmenn atkvæði gegn frv., nema Magnús Jónsson; allir aðrir með. Nýtt frumvarp. Pétur Þórðarson flytur frv. til 1. um breyting á 1. um þingsköp. Sérleyfið til Titans. Fyrsta ræða Jakobs Möllers móti sérleyfisdfrumvarpinu, við 2. umr. þess. Svo er til ætlast við þessa um- ræðu, að rætt sé aðallega um ein- stök atriði frv., en eg býst við að eg komist ekki hjá því að tala nokkuð alinent um málið líka. Eg skal þó í byrjun víkja a-ð einstök- um atriðum þess. En eg hlýt að hafa hér nokkuð aðra skoðun en þeir, sem tekið hafa til máls hing- að til. Yfirleitt skilst mér, að þm. vilji bera það fyrir, að málið sé aðal- lega járnbrautarmál og sem tákn þess hefir því verið vísið til sam- göngiímálanefndar við 1. umr. En það ætti að vera öllum ljóst, að málið er miklu víðtækara en svo, að það sé að eins samgöngumál. Háttv. þm. hafa mjög haldið fram þýðingu og nauðsyn járn- brautarinnar. En það er annað í þessu efni, sem er enn þýðingar- meira en járnbraut austur að Þjórsá. Það er lakur fiskimaður, sem ekki beitir vel öngulinn, enda sparar enginn beituna, ef hann vill fiska. Hér er öngullinn vel beitt- ur, og beitan er í mynd járnbraut- arinnar. Er það líka hin girnileg- asta beita, sem völ er á. Og hún virðist hafa þann stóra kost fyrir útgerðarmanninn, að hún virðist jafnvel ekki þurfa að kosta neitt. — Mér virSist máliS horfa þannig viS, ólíkt því sem háttv. 2. þm. Ám. (Jör. B.) hélt fram, aS rétt- ur ríkisstjórnarinnar sé harla illa trygður í frv. Það stendur að vísu svo í 9. gr„ að ráðherra' skuli samþykkja flutningagjöldin. Eftir venjulegri málvenju þýðir þetta ekki annað en það, að hann sé skyldugur að samþykkja þau gjöld, sem eigendur brautarinnar setja. Þetta ákvæði hljóðar ekkert um þaS, aS ráSherra ákveSi sjálf- ur gjöldin. (M. G.: ÞaS liggur í því). Nei, hér segir aSeins, að hann sé skyldugur að samþykkja það, sem hinir koma með. (M. G.: Já, ef honum líst svo). Nei, um það stendur ekkert. Segjum t. d. að tveir menn geri meS sér samning, og í þeim samningi standi, að ann- ar þeirra „skuli“ gera þetta eða hitt, þá er hér um hreina skuld- bindingu að ræða, frá hans hendi. Hér við bætist svo, að þótt í gr. sje kveðið svo á, að félagið reki járnbrautina á sinn kostnað, þá eru engin viðurlög sett, ef það gerir það ekki. Fjelagið getur hætt hvenær sem er, og hvað verður þá? Ríkissjóður er þá neyddur til að taka við öllu saman, fyrir þaö sem það kostar. Hér er því ekki um neina betri aðferð að ræða en þá, að ríkið ráðist sjálft í þessar framkvæmdir. Því að járnbrautin verður því aðeins rekin af félag- inu, að það hafi hagnað af henni. Ef tap verður á rekstrinum, hættir félagið, og þá kemur til kasta rík- isins. Að þessu leyti er áhættan lítil fyrir sérleyfishafa, þótt þeir leggi járnbrautina, og því er beit- an ekki dýr. Eg vil taka undir það með háttv. 2. þm. Árn. (Jör. B.), að æskileg- ast væri, ef leggja skal járnbraut, að við værum færir um að gera það upp á eigin spýtur. Við fáum hvort sem er, engar gjafir í þessu efni frá útlendingum. Þeir koma ekki hingað með neinar gjafir, heldur til þess eins að hafa ágóða af fyrirtækjum þeim, sem þeir leggja fé í. En þó að félagið, sem standa á fyrir þessum framkvæmd- um, reki nú járnbrautina, þá er það víst, að hún verður ekki rek- ín fyrst og fremst með hag lands- ins fyrir augum, heldur eingöngti með hag félagsins sjálfs. Það er í alla staði óheppilegt að fela nauð- synleg samgöngutæki einkafélagi, sem hugsar aöeins um eigin hags- muni, og þar á ofan útlendu félagi, sem að engu leyti er háð hag 0g velgengni manna hér á landi. Það er rétt hjá háttv. 2. þm. Árn. (Jör. B.), aö það er ekki glæsileg braut, sem við erum að leggja hjer út á, að fá útlendingum í hendur sam- göngutæki þessi. — Við höfum reynt á allan hátt að bæta sam- göngurnar á sjó, og ná þeim að sem mestu leyti i okkar hendur. Og eg býst við að enginn sjái eftir því fé, sem í það hefir farið. Allir æskja þess, að við náum sem fyrst samgöngunum á sjónum al- gerlega í okkar eigin hendur. En hví á þá að fela útlendingum sam- göngurnar á landi? Þá er annað athugavert við frv., sem sé, að ekki skuli vera neitt ávæði í því um það, hvernig járn- brautin skuli gerð. Að yísu er sagt í aths. við frv., að þetta verði tekið fram í sérleyfinu. En það hefði þá eins vel farið á því, að í frv. væri trygt, að minsta kosti, að járnbrautin yrði ekki bygð úr járnarusli, sem ónothæft er í Nor- egi. Meðan verið er að tala um.,frv. og einstakar greinar þess, vildi eg koma fram með þá spurningu, hvort 3. gr. muni ekki vera alveg óþörf. Mjer skilst á frsm. (K1 J.), að það sé gert ráð fyrir því, að fossafélagið Titan komi þessu máli í framkvæmd. En þá er ekki þörf á því, að veita undanþágu, hvað snertir framsal á sérleyfinu. Það er ekki nauðsynlegt, nema gert sé ráð fyrir, að félagið ráðist ekki sjálft í þetta fyrirtæki, heldur reyni að gera sér mat úr sérleyf- inu, til þess að ná aftur því fé, sem það þegar hefir lagt í kostu- að, með því að selja það Englend- ingum, Ameríkumönnum, Þjóð- verjum eða hverjum, sem hafa vilja. Eg álít því, að 3. gr. sé ekki nauðsynleg, eftir þeim upplýsing- um, sem fram hafa komið. Hæstv. atvrh. (M. G.) sagði, að enn væri ékki komið svo langt út á þá braut, að veita sérleyfi, að nokkur hætta væri á ferðum. S fyrra voru þó samþykt tvö „svin- dil“-brasks-sérleyfi. (KL J.: Þm. var þó með öðru þeirra). Nei, eg hafði sérstöðu í nefndinni. Jeg kann hæstv. stjórn þakkir fyrir, að hún hefir þó ekki veitt annað sérleyfið. Hitt hefir enn ekki kom- ist til framkvæmda, vegna þess, að þeir, sem um það sóttu, hafa ekki reynst þess megnugir, að út- vega það fé, sem nauðsynlegt var til framkvæmda. Það vantaði þó ekki, aö háttv. fylgismenn þessa máls fullyrtu, að hægt væri að út- vega fé. Þeir höfðu jafnvel skjöl og skilríki frá ýmsum mætum fjár- málamönnum í Danmörku, sem létu í veðri vaka, að þeir gætu útv.egað nægilegt fjármagn. — Eg var að bíða eftir því, að hæstv. atvrh. (M. G.) gæfi upplýsingaf um, hverjar líkur væru fyrir þvi, að Titan gæti komið þessu fyrir- tæki í framkvæmd. Um þetta var rætt viö 1. umr., og þá hélt eg því fram, að engin trygging væri fyrir því að félagið gæti útvegað fé, en háttv. frsm. (Kl. J.) hélt fram liinu gagnstæða. Þá var og vísað til þess, að hæstv. atvrh, (M. G.) mundi gefa þær upplýs-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.