Vísir - 30.03.1927, Blaðsíða 2
V iSlH
flölnm nú fyrlrllggjandl:
Bakarasmjörlíkiö „lollenska"
B. BB. BBB. og A.A.
Svnaíeiti,
Fiórsykur,
Marmelade,
St. kanel.
unum 1920 rnest, 1800, 1300, rninst
Símskeyti
Khöfn 29. mars. FB.
Bretar og Kínverjar.
Símaö er frá London, aö vegna
hins alvarlega ástands í Kína, sem
enn hefir snúist til verri vegar,
hafi snögglega veriö kallaður
sanxan ráðherrafundur til þess að
ræöa um, hvaö' gera skyldi út af
viöburðum þeim, sem gerðust í
Nanking. Var samþykt á fundin-
urn að neita fyrst urn sinn að
semja viö Canton-stjórnina.
Nánari samvinna með Bretum
og Bandaríkjamönnum.
Vegna atburöanna í Nanking er
alment búist viö því, aö framveg-
is veröi um nánari samvinnu aö
ræöa á milli Bandaríkjanna og
Englands gagnvart Kínverjum.
Kommúnistar í Kína eflast.
Áhrif kommúnista innan Can-
ton-flokksins eru talin fara sívax-
andi og er Chiang Kai-shek nú
talinii valtari í sessi en nokkuru
sinni áöur, og mun hann af þeirn
orsökum hafa gert bandalags-
samning við Chang Tso-lin gegn
kommúnistum.
Utan af landi.
—o—
Akranesi 30. mars. FB.
Afli er mikiö farinn að tregö-
ast; er nú róið í net að eins þessa
dagana. Var lagt á laugardag, en
vitjað um á sunnudag. Þessir fjór-
ir bátar, sem róa með net, fengu
þá 600 í 3 trossur. Um lóð hefir
ekki v^riö yitjaö seinustu daga.
Afli var tregur á lóðina seinast er
vitjað var um.
Kíghóstinn er heldur að breiö-
ast út.
Sandgeröi 30. rnars. FB.
í gær reru bátar að eins með
línu. Gunnar Hámundarson fékk
4 skpd. Aðra daga afli 4—10
skpd. Á föstudag síðastliöinn
veiddist t. d. í net frá 250 og upp
900. Afli 'má þvi teljast dágóður.
Enn sem kornið er aflast lítiö ver
á línuna, þó netjafiskur sé kom-
inn. Á fimtudaginn var Ingólfur
hæstur meö 2000.
Keflavík 30. mars. FB.
Ekkert aflast á lóð nú. Njarö-
víkingar hafa aflað vel i net, en
tregari netjaafli hjá Keflvíkingum,
mest 500—600 á bát, í Njarðvík-
700—800. Yfirleitt heldur tregari
afli. En menn búast við því, að
hann nxuni glæðast aftur nú í
strauminn.
Frá Alþingi.
—o—
Efri deild.
)?ar var að eins eitt mál tekið
til umræðu í gær og var fundur
stuttur:
Frv. til 1. um breyting á 1. um
afstöðu foreldra til óskilgetinna
barna, 2. umr. petta er stjfrv.
og hefir farið gegnum neðri
deild. Allshn. efri deildar leit
svo á, að frv. skifti ekki miklu
máli, en væri þó kannske til
bóta. Eftir till. hennar var því
vísað til 3. umr. nteð smávegis
breytingum.
Neðri deild.
J>ar stóð fundur fram undir
miðnætti með nokkrum hléum.
pessi nxál voru til umræðu:
1. Frv. til 1. um rétt erlendra
rnanna lil að stunda atvinnu á
Islandi, 3. umr. Frv. þetta var
nú samþ. óbreytt, en hafði áður
sætt nokkurum breytingum í
Nd., svo að það var endursent
til efri deildar.
2. Frv. til I. um skiftingu
Gullbringu- og Kjósarsýslu i 2
kjördæmi, 3. umr. Umr. urðu
stuttar um þetta mál að þessu
sinni. Atkvgr. fór svo, að frv.
var felt með 15 : 12 að viðhöfðu
nafnakalli.
3. Frv. til 1. um sorphreinsun
og salernahreinsun á Akureyri,
1. umr. Frv. þetta er frarn borið
af Birni Lindal, og er efni þess
að heimila bæjarstjórn Akur-
eyrar að taka að sér hreinsun á
salernum og sorphaugum þar í
bæ. Frv. var einróma vísað til
2. umr.
4. Frv. til I. uin varnir gegn
því, að gin- og klaufaveiki og
aðrir alidýrasjúkdómar berist
til landsins, 1. umr. I frv. þessu
eru all-ströng ákvæði,og nokkru
strangari en landsstjórnin hefir
þegar sett, til þess að verjast
þessum sjúkdómum. Flm. eru
þeir P. Ott, Jón Sig. og Tr. p.
— Frv. fór umræðulaust til 2.
umr. og landbn.
5. Till. til þál. um vantraust á
núverandi rikisstjórn. Um þetta
mál urðu vitanlega langmestar
umræður í gær. Flm. Héðinn
Valdimarsson talaði fyrir till.
sinni. Gerði hann allharðvítug-
ar árásir á landsstjórnina og
fann margt henni til foráttu,
sern engan skyldi furða. Skulu
hér nefnd nokkur atriði: Flm.
kvað stjórnina hafa fylgt þeirri
reglu, að vera aðgerðalaus í stór-
málum, og hefði þvi varla gert
eins margar vitleysur og búast
mætti við. H. Vald. ávitaði
forsrh. sérstaklega fyrir það að
hann. sem formaður bankaráðs
Islandsbanka hefði ekki komið
i veg fyrir atburði þá er gerst
hefðu á Vestfjörðum, bæði i
hinum miklu gjaldþrotum þar
og í hegðun útibússstjóra Is-
landsbanka á Isafirði, sem Héð-
inn kvað gera alt til að koma
atvinnutækjunum út úr bæn-
um, til þess að svala sér á póli-
tískum andstæðingum. — pá
fann flm. mjög að tolleftirliti,
hve slælegt það væri víða úti
um land. Sagði liann, að af sum-
um vörutegundum yrði menn
að greiða þriðjungi hærri toll
hér í bæ en sumsstaðar annars-
staðar á landinu, auk þess sem
þar væri oft veittur gjaldfrest-
ur á tolli en hér ekki. J>á bar
hann það fram, að eftirlitið með
réttarfarinu væri slælegt og lit-
ils virði. Dánai'- og þrotabúum
væri óskift árum saman o. s.
frv. — Á varðskipin íslensku
bar flm. þá ásökun, að þau væri
gjörn á að hlífa íslenskum botn-
vörpungum. Kvaðst hann hafa
það eftir kunnugum mönnum,
að Óðinn hefði nýlega rekið tugi
islenskra skipa úr landhelgi
með þvi að skjóta til þeirra að-
vörunarskoti, en hefði ekkert
skip tekið. — J>á nefndi flm.
„útvarpsmálið“, sem allmikið
hefir verið rætt um í blöðum.
Sagði hann, að atvrh. hefði
gengið mjög á snið við lög þau,
er Alþingi setti, þá er hann
veitti Iif. Útvarpi sérleyfi. Stöð
þess væri of lítil, stofngjald
öðruvísi en til hefði verið ætl-
ast o. m. fl. — )>á nefndi fhn.
það, að á síðasta sumri hcfði
atvrh. veitt tveim mönnum skip-
stjóraréttindi og einum stýri-
mannssréttindi, allsendis að ó-
þörfu og þvert á móti skýlaus-
um ákvæðum laga um atvinnu
við siglingar. Með þessu hefði
atvrh. tvimælalaust orðið sekur
við ráðherraábyrgðarlögin frá
1904, enda þótt Alþingi þætti
sennilega ekki ómaksins vert að
draga hann fyrir landsdóm. —
Margt fleira tíndi flm. til, þótt
hér sé ekki talið.
Ráðherrar svöruðu hver fyrir
sig og færðu fram afsakanir
sínar gegn ákærum Héðins og
mótbárur gegn því, að sumar
væri á rökum bygðar. Forsrh.
kvaðst ekki hafa verið svo lengi
í bankaráði íslandsbanka, að í
sínu valdi hefði staðið að koma
i veg fyrir hrunið á Vestfjörð-
um. — Um tollel'tirlitið og hið
slælcga réttarfar sem ætti sér
slað skoraði stjórnin á H. Vald.
að gefa sér nákvæmari skýrsíur,
svo að hún mætti taka þau mál
til rannsóknar. — Útvarpið
kvað atvrh. enn vera á tilrauna-
stigi og um skipstjórana sagði
hann, að heill atvinnuveganna
hefði krafist undanþágu frá
lögunum. — Urn ásökunina á
hendur varðskipiinum tók Pétur
Ottescn einnig til máls. Tók
hann undir það með stjórninni,
Ef þið viljið fá sterka, fallega og ódýra farþega eða flutninga
bifreið, þá kaupið Chevrolet. — Chevrolet bitreiðarnar hafa verið
endurbættar á þessu ári meira en nokkru sinni fyr. Svo nú fáið þið
betri Chevrolet fyrir minna en áður, þrátt fyrir endurbæturnar.
Verð á Chevrolet hér á staðnum:
5 farþega opin bifreið (Standard) kr. 3400.00
5 — — — (Sport) — 3900 00
5 — lokuð — (2ja dyra) — 4500.00
5 — — — (4ra dyra) — 4900.00
Vöruflutningabifreið (Truck) — 3200.00
— ú/2 tons) — 2650.00
Vöruflutninga og farþegabifreið
sem hægt er að skifta um yfir-
byggingu á, á nokkrum mtnútum — 3600 00
Allar upplýsingar og bækur með myndum um Chevrolet, fá þeir
sem óska, hjá okkur undirrituðum.
Aðalumboðsmenn á Islandi
Júb. Ólaísson & Go. Beykjavik.
að ófært væri að koma með slik-
ar aðdi’óttanir, án þess að liafa
sannanir i höndum. þær vildi
H. Vald. þó ekki færa fram og
vildi ekki nefna sögumenn sína,
heldur skoraði á stjórnina að
komast að hinu sanna með rétt-
arrannsóknum. —
Allviðtæk brtt. kom fram, við
þál. till. frá 5 þm. i Framsókn-
arl'lokki. Var hún á þá leið, að
till. skyldi nefnast „Till. til þál.
viðvíkjandi núverandi lands-
stjórn“ og orðast svo:
„Neðri deild Alþingis ályktar
að lýsa yfir, að með því að vit-
anlegt er, að núverandi stjórn
er í minni hluta í neðri deild og
án meirililulastuðnings í sam-
einuðu þingi, sem og vegna
þess, að eigi er sjáanlegt
að meirihlutastjórn verði
hægt að mynda á þessu
þingi, en kosningar fara í hönd,
verði að svo stöddu að líta á
stjórnina sem starfandi til
bráðabirgða.“
Forsrh. var ekki vel ánægð-
ur með orðalag till., en kvaðst
líta á hana sein yfirlýsing um
hlutleysi þeiri’a manna, er
greiddu henni atkv. J?ó vildi
hann heldur atkvgr. um sjálft
vantraustið. — ]>orleifur Jóns-
son, sem hafði orð fyrir brtt.
mönnum kvað það fyrst og
fremst felast í brtt., að stjórn-
in yrði að vera einskonar
„starfsstjórn“, er framkvæmdi
þær athafnir er Alþingi skipaði,
ásamt daglegum framkvæmda-
störfum, uns kosningar hefðu
sýnt hve færi um flokkaskipun.
Er til atkvæða kom var brtt.
samþykt með 14 : 13 atkv. að
viðhöfðu nafnakalli. Móti till.
voru allir íhaldsmenn, meðhenni
Framsóknarmenn og Sjálfstæð-
ismenn. Héðinn greiddi elcki at-
kvæði.
Nýtt frumvarp.
Meiri hl. allshn. Nd. ber fram
frv. til 1. um atkvæðagreiðslu
utan ’kjörstaðar kjósenda við
alþingiskosningar.
wp
m
Vanti
yðnr sokka
þá komið til Haraldar
þar er úr nógu aS velja
Nýkomið:
Sumarsokkar fyrir karla frá
0.75. Kvensilkisokkar frá 1.50.
Barnasokkar, ótal tegundir.
jla'iaídmjflinakHi