Vísir - 02.04.1927, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1927, Blaðsíða 2
.ViSlK ðtvupsnálið. IBfermaHi & Olsem Höfam nú íyrirllggjandl: Baksrasmjöriikið „Holtanska" B. BB. BBB. og A.A. Sviaafeiti, Fíðrsykar, Marmelade, St. kanel Ef þið viljið fá sterka, fallega og ódý-a farþega eða flutninga- bifreið, þa kaupið Chevrolet. — Chevrolet bifreið irnar hafa verið endurbættar á þessu ári meira en nokkru sinni fyr. Svo nti fáið þið betri Ghevrolet fyrir minna en áður, þrátt fyrir endurbæturnar. Verð á Chevrolet hér á staðnum: 5 farþega opin bifreið (Standard) kr. 3575.00 5 — — — (Sport) 5 — lokuð — (2ja dyra) 5 — — — (4ra dyra) Vörubifreið (U/a tons Truck) — (V2 tons) 8975 00 4300.00 4750.00 3200.00 2600.00 Allar upplýsingar og bækur með myndum um Chevrolet, fá þeir sem óska, hjá okkur undirrituðum. Aðalamboðsmenn á íslandl fyrir General Motors bifreiðar. Jóh. ÓUÍssob & Co. Heykjtvlk Símskeyíi Khöfn i. apríl. FB. Stórveldin og Kína. Síma’ö er frá London, aö áform stórveldanna sé aö krefjast skaöa- bóta af Canton-stjórninni, vegtia Nanking-vi'öburðanna. Stjórnir stórveldanna semja sín á milli um að gera sameiginlegar ráðstafanir gagnvart Canton-stjórninni, ef kröfum þeirra verður synjað. Útlendingar flýja úr Suður-Kíoa. Síinað er frá Shanghai, að út- lendingar séu sem óðast að flýja úr ýmsum bæjum í Suður-Kína, þar eð æsingarnar og ofsóknimar í þeirra garð fara stöðugt vaxandi. Róstusamt í Nankmg. Frá Nanking hafa borist þær fregnir, að Canton-menn hafi rifið sundur fána á bústað ræðismanns Bandaríkanna þar í borg, og skot- ið á skip, sem flutti þaðan út- lenda flóttamenn. Utan af iandi. Akureyri i. apríl. FB. Niðurjöfnun aukaútsvara á Ak- iireyri, nemur 145.035, eða rúmum 20 þúsundum meira en síðastl. ár. Hæstu gjaldendur eru: Ragnar Ólafsson, kr. 9.000, Höpfnersversl- ur kr. 7.000, Gefjun kr. 5.500, Kaupfélag Eyfirðinga kr. 5.000, Sigvaldi Þorsteinsson kr. 4.800, Smjörlíkisgerð Akureyrar kr. 4.500, Ingvar Guðjónsson kr. 3.400, Nathan & Olsen kr. 2.500, og Versl. Egill Jacobsen kr. 2.200. Ffá Alþisgi. Efri deild. par voru þessi mál til umr. í gær: 1- Frv. til 1. um varðskip rílc- isins og sýslunarmenn á þeim, 2. umr. Um þetta frv. urðu all- langar umræður og hélt Jón Baldvinsson þeim mest uppi. Vildi hann fella frv., kallaði það tildur og hégóma og væri þar að auki til ills fypir skipshöfn- ina. pó vár frv. vísáð til 3. umr. með 9 : 4 atkv., með nokkrum breytingum frá allshn- 2. Frv. til 1. um vamir gegn BLÓMSTURPOTTAR allar stærðir, eru að vanda, hvað sem hver taútar, lang- ódýrastir í Versl- B- H. Bjarnason. sýkingu nytjajurta, 2. umr. Frv. var visað til 3. umr- með nokk- urum breytingum. Neðri deild. par var fundur til kl. 11 með nokkrum hléum- pessi mál voru til umræðu: 1. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1926 (3. umr.) fór til efri deildar. 2. Frv- til 1. um sorphreinsun og salernahreinsun á Akureyri (2. umr.) fóí til 3. umr. 3- Frv. til L um breyting á og viðauka við 1. um heimild fyrir veðdeild Landsbanka ís- lands til þess að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa, frh. 3- umr. Frv. þetta er, svo sem sagt hefir verið frá, aðallega um að heimila nýjar lántökur til veðdeildar og Ræktunarsjóðs. Tryggvi pórhallsson flutti brtt. um það, að bæta skyldi lántak- endum úr 5., 6. og 7- flokki veð- deildar og úr Ræktunarsjóði þann halla, er þeir biðu ef krón- an hækkaði upp í gullgildi. Um þetta urðu vitanlega langar um- ræður, og fór loks svo, að brtt. Trygg\ra voru feldar með 17 : 8 atkv. ’og frv. sént til efri deildar. 4. Frv. til fjáriaga fyrir árið 1928, 2- umr. 1—13. gr. fjárlag- anha voru ræddar í gær, og var pórarinn Jónsson framsögu- maður fjárveitingarnefndar. Hún bar fram allmargar till. bæði um hækkanir og lækkanir- Er helst getandi till. um að fella niður fjárveitingu til sendiherra í Káupmánnahöfn. peirri hrtt. vísaði forseti frá, með því að hún bryti bág við lögin um sendiherra. Aðrar brtt- fj.vn. voru samþyktar. Brtt. einstakra þingmanna ’voru fáar og flestar teknar aftur, en sjávarútvegs- nefnd lagði til að veittar væri 75 þús. kr. til að byggja ,radio‘- vita- Sú tilí. var feld með 13 : 13 atkv. Umr. um síðari kafla f jár- laganna hefst í dag, og tekur ef- laust lengri tíma en þessi kafli. Nýjar tillögur. Jón Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson flytja í sþ. till. til þál. um smíði brúa og vita hér á landi. ,J Ingibjörg H. Bjarnason flyt- ur till. til þál- um skipun opin- berra nefnda- Morgunblaðið, 18. mars, flyt- ur langt mál um útvarpið, og minnist m. a. á, hve menn hlökk- uðu til að heyra — í útvarpi —- allskonar skemtun og fróðleik heima hjá sér, dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. En þess er litt getið, liversvegna þetta hef- ir brugðist. Aðaláherslan lögð á að benda á ráð til þess að út- varpsfélagið geti sem auðveld- ast náð tekjum í stað stofn- gjaldsins sæla, sem reynslan hefir nú sýnt að öllum hefir orð- ið til tjóns, og eigi síst útvarps- íélaginu. Hér i Rvik hefir útvarpið nú verð rekið í eitt ár, með þeim árangri, að mestur hluti bæjar- búa hefir ekki getað notið þess. Og er það ekki vegna áhuga- Ieysis fyrir þessu menningar- tæki. Hitt veldur, að útvarpsfé- lagið spenti bogann of hátt með því að heimta of há gjöld af not- endum. Flestir bæjarbúar hafa því orðið að fara á mis við fróð- leik þann og skemtun, sem út- varpið hefir h'aft á borð að bera. Var þetta ljóst frá upp- hafi þeim mönnurn, sem reyndu að hafa áhrif í þá átt að gjöldin 5Tðu við ahnennings hæfi. Óá- nægjan sem reis út af stofn- gjaldinu, stafaði ekki af neinni öfund yfir ímynduðum gróða h.f. Útvarps, lieldur af þeirri augljósu ástæðu, að þetta dýra og ósanngjarna gjald hlaut að méina alt of mörgum að geta eignast viðtæki. Enda þótt út- varpsstöðin sé afllítil, geta menn hér í bænum Iieyrt vel útvarpið á tæki, sem eigi þurfa að kosta meira en 40—50 kr. og mundi flestum heimilum kleift að eignast slík tæki. En er hér við hætist 85 kr. stofngjald til út- varpsfélagsins, og 50 kr. árlegt gjald, þá horfir málið öðru vísi við, auk þess að þetta eru ósann- gjörn gjöld fyrir útvarp að eins 2 tírna á dag. Frá sjónarmiði útvarpsnot- enda úti um land, sem höfðu tæki til þess að hlusta á erlent útvarp, og vissu fyrirfrain að þeir hefðu lítil eða engin not ís- lenska útvarpsins, voru gjöld þessi þó enn fráleitari, enda mun reynslan hafa sýnt að þau innheimtast illa. Vill Mbl. nú breyta um inn- heimtuaðferðina. Setja verðtoll á viötækin, og þar með lialda áfram að taka stofngjald, þótt í annari mj-nd sé. Lögreglustjór- ar innheimti vérðtollinn, og Landssíminn öll árgjöld. Breyt- ingin, sem farið er fram á, er því til lítilla bóta, nema fyrir út- varpsfélagið. Á það er ekki minnst, að gjöldin eigi að lækka. Stefnan virðist vera liin sama: Að þessi óhæfilegu gjöld til h.f. útvarps hindri það enn uiii nokkur ár, að útvarpið geti orð- ið almennings eign. Mbl. telur ennfremur sjálf- gefið, að útvarpsfélagið verði óvilhallur dómari um það, livað sé I. flokks tæki, þegar félagið hættir tækjasölu. „Útvarpið heimti að einungis I. fl. tæld verði notuð.“ En liaria varhuga- vert gæti það samt verið, að gefa íelaginu nokkurt úrskurð- arvald í þessum efnum. Félagið gæti þá í rauninni ráðið því sjálft, hvaða verksmiðjur mætti sldfta við. Ódýrt kristal-tæki getur vel verið „fyrsta floklcs“ til að hlusta í Reykjavik á út- varp frá stöðinni hér, enda þótt ónothæít sé í meiri fjarlægð. Og sama gildir vitanlega um lampa-tækin. Er notendum þarflaust að leita til h.f. Útvarps um úrskurð í þeim efnum. Ligg- ur nær, að félag útvarpsnot- enda leiðbeini almenningi um þetta. Tillögur Mbl. stefna yfirleitt að eins að því að gera útvarps- félaginu innlieimtuna auðveld- ari; en hefðu þurft að ganga feti framar. Landssíminn, eða ríkið, ætti að annast útvarp liér á landi. „Hann liefir öll beinin til þess,“ eins og Mbl. líka viðurkennir. Reynsla sú sem fengin er á þessu fyrsta starfsári h.f. Út- varps, sýnir einmitt að einkafé- lag getur litlar eða engar vonir gert sér um að þetta beri sig fjárliagslega með öðrum hætti en þeiin, að heimta gjöld, sem alþýða hefir eigi efni á að borga. Eins og málinu er nú komið, væri öllum hlutaöeigendum fyrir bestu að Landssíminn tæki við útvarpinu. Félagið Jiefir tap- að stórum, þrátt fyrir það, að „prógrömmin“ geta með engu móti orðið því ódýrari í fram- tíðinni, ef sæmileg eiga að vera. Og útvárpsstöðin hefir reynst ófullnægjandi nema fyrir lítinn hluta landsins. Útvarp getur því að eins komið að fullum notum hér í bænum, að loftskeytastöð- in vinni sem minnst við skip, á útvarpstímanum. Og Lands- síminn á hér allgóða stöð — sex- falt aflmeiri en útvarpsstöðina —, sem nota mætti til útvarps. Væri þá hægt að láta loftskeyta- stöðina í Vestmannaeyjum ann- ast viðskifti við skipin, á út- varpstímum. — Á Akureyri verður útvarpsstöð reist í sum- nr. Og þótt hún veröi eign ein- stakra manna, gæti Landssím- inn hæglega fengið hana í sína þjónustu, eftir þörfum. Myndu þessar 2 stöðvar nægja mestum hluta landsins. — Útvarpsstöð þá, sem nú er hér, þyrfti eðli- lega að kaupa af ptvarpsfélag- inu, og greiða svo ríflega fyrir að félagið gæti sér að skaðlausu skilað af-tur einkaleyfinu. pessa stöð væri liægt að nota á Aust- urlandi, bæði til útvarps og viðskifta við skip, því að þar vantar nú mjög tilfinn- anlega skipastöð. pyri ti Lands- síminn fáum starfsmönnum, og ef til vill engum, við að bæta í sína þjónustu, þótt þetta fyrir- komulag væri tekið upp, nema núverandi útvarpsstjóra, sem sjálfgefið virðst að boðið yrði að halda starfi sínu áfram. Með þessari tilliögun væri hægt, strax á næsta sumri, atS sjá öllum landsmönnum fyrir útvarpi, 2—3 tíma á dag. Og mundi útvarpsnotendum í'jölga stórkostlega, ef horfið væii frá því að skattleggja viðtækin, og árlegt gjald ákveðið sanngjarn- lega. Reynslan mun leiða í ljós, að rikið verður fyr eða síðar að taka að sér rekstur útvarpsins, ef það á að geta orðið almenn- ingi að notuni Kemur varla til mála að Al- þingi samþyldci að lögreglu- stjórar og Landssíminn annist innheimtu f}rrir einkafélag, sem viljandi eða óviljandi bægir al- þýðu frá útvarpinu, með hinum dýru gjöldum. Enn þá fráleit- ara væri þó að leyfa Landssím- anum að lána því stöðvar til út- varpsins, þar sem augljóst er að einkafélag hlýtur jafnan að heimta hærri gjöld af notend- um heldur en Landssíminn þyrfti að gera nieð sinni auö- veldu aðstöðu til að annast út- varpið. — pessi þjóð á heimt- ingu þess, eins og aðrar menn- ingarþjóðir, að henni sé séð fyr- ir útvarpi, sem notið geta jafnt fátækir sem ríkir. Atli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.